Þjóðviljinn - 06.01.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.01.1990, Blaðsíða 6
Hjörleifur Guttormsson: Hugleiðingar við áramót 1989-90 Afkoman í sjávarútvegi Fátt segir meira um stöðuna í íslenskum þjóðarbúskap en af- koman í sjávarútvegi. Þegar talað er um góðæri hérlendis tengist það miklum sjávarafla eða háu verði fyrir sjávarafurðir okkar. Þannig háttaði til á árunum 1985- 87 að aflamet voru slegin og gott verð fékkst fyrir afurðirnar á út- flutningsmörkuðum. Þetta góð- æri skilaði sér hins vegar ekki nema í litlum mæli til fyrirtækja í sjávarútvegi vegna efnahags- stefnu stjórnvalda. Einkenni hennar voru fastgengi og vaxta- okur, sem hvort tveggja gekk nærri fyrirtækjunum. Þau héldu áfram að tapa eiginfé, þrátt fyrir þessar hagstæðu ytri aðstæður og allsherjarstöðvun blasti við, þeg- ar stjórnarskipti urðu haustið 1988. Síðustu 3 árin hafa ytri aðstæð- ur breyst til hins verra. Aflasam- dráttur hefur verið nokkur og verðlag að meðaltali lægra en áður á sjávarafurðum. Þetta sam- dráttarskeið hefur verið til- finnanlegt fyrir þjóðarheildina, en bitnað mest á sjómönnum og fiskvinnslufólki. Vegna aðgerða stjórnvalda hefur rekstrarstaða fyrirtækja í sjávarútvegi hins veg- ar orðið önnur og skárri en áður og komið hefur verið í veg fyrir það mikla hrun fyrirtækja, sem við blasti að óbreyttu. Þetta eru meginlínurnar, en aðstaðan var og er afar breytileg eftir einstök- um stöðum og fyrirtækjum og með nokkrum rétti er kvartað undan að ráðstafanir stjórnvalda hafi verið seinvirkar. Aframhaldandi samdráttur Á nýliðnu ári var um verulegan samdrátt fiskafla að ræða miðað við árið 1988. Þar munar mest um brestinn í loðnuafla á haustver- tíö, en miðað við nóvemberlok haf()i. veiðst um 150 þúsund lest- um minna af loðnu á árinu öllu en á sama tíma árið á undan. Þorsk- aflinn var þá orðinn 322 þúsund lestirí stað 343 þúsund lesta 1988, en meira hafði aflast af n.okkrum öðrum tegundum, einkum grál- úðu (55 þúsund tonn í stað 43 þús. tonna 1988). Svo mótdrægt sem þett er fyrir fyrirtækin bitnar samdrátturinn einnig á tekjum fiskvinnslufólks og ekki síst á sjómönnum. Þeirra hlutur í skiptaverði hækkaði að- eins um 13,9% milli áranna 1988 og 1989, eða tæplega.sem nemur verðlagshækkunum, þannig að þeir taka á sig aflasamdráttinn bótalaust. Austfirskir sjómenn njóta í engu nokkru hærra verðs sem fæst á fiskmörkuðum suð- vestanlands og hafa þannig orðið harðar úti sem því nemur. Fyrir þá er sigling með afla hins vegar nokkur uppbót. Horfurnar árið 1990 Litið til sjávarins eru horfurnar á árinu 1990 ekki alltof bjartar. Við bindum að vísu vonir við að rætist úr loðnuveiðum, og að loðnustofninn hafi a.m.k. að hluta leynst undir hafís norður af landinu. Undir því er afar mikið komið fyrir viðkomandi útgerðir og loðnubræðslur og þá sem við þau fyrirtæki vinna, svo og auðvitað fyrir þjóðarbúið í heild. Verði áframhaldandi brestur í loðnuveiðunum er alls ekki sann- gjarnt og raunar útilokað að það áfall verði látið bitna eipyörð- ungu á viðkomandi fyrirtækjum. Menn sjá t.d. hvernig það dæmi stendur gagnvart loðnuveiði- skipum, sem áður gátu farið á aðfar veiðar, en eru nú flestar bjargir bannaðar. í gildandi lögum er að finna heimild um að bæta megi upp aflabrest á sér- veiðum með öðrum afla. Hlýtur að reyna á þau ákvæði og fleiri aðgerðir ef ekki rætist úr loðnu- veiðunum. Menn ættu líka að hafa í huga hag loðnusjómanna, sem nú á síðari hluta ársins hafa haft lítið meira en kauptrygging- una, röskar 60 þús. kr. á mánuði! Fyrirsjáanlegur er allverulegur samdráttur þorskafla samkvæmt útgefinni reglugerð um aflamark, svo ogígrálúðuafla. Ermiðaðvið að heildarþorskafli fari ekki yfir 300 þúsund lestir og grálúðuafli í um 45 þús. lestir. Taka þarf tillit til þessa aflasamdráttar þegar spáð er í rekstrarstöðu í sjávarút- vegi á árinu. Samdrátturinn veg- ur þyngra norðanlands og austan en á Suðvesturlandi, þar eð þorskur er stærri hluti aflans á svonefndu norðursvæði. Þótt rekstrarskilyrði botnfisk- vinnslu bötnuðu verulega milli áranna 1988 og 1989, er langt frá því að gósentíð blasi við fyrir- tækjum í sjávarútvegi. Staða út- gerðar hefur versnað til muna, m.a. vegna gífurlegrar hækkunar á olíuverði, sem nam um 64% á seinnihluta ársins 1989 og fram- undan eru frekari verðhækkanir á olíu. Frysting hefur verið rekin með nokkrum hagnaði, en það dæmi versnaði nú um ármótin þegar greiðslum var hætt úr verð- jöfnunarsjóði. Tap hefur verið á saltfiskverkun og fer nú vaxandi. Við þetta bætist að í útreikning- um Þjóðhagsstofnunar er vaxta - kostnaður enn vanmetinn svo munað getur mörgum prósentum í afkomu. Þannig eru líkur á að afkoma fískvinnslunnar verði bágborin nú í upphafi árs. Þorri fyrirtækja í sjávarútvegi er mjög skuldsettur og eigiðfé sáralítið. Það er því í raun brýnt að skapa sjávarútveginum mun betri af- komu en nú er, þannig að sjávar- útvegsfyrirtæki fái að búa við góða afkomu, geti unnið sig upp úr öldudal liðinna ára og staðið fyrir nýsKöpun sem skilar sér fyrir framtíðina. Afkoma í sjávarút- vegi varðar alla þjóðfélagsþegna en hún kemur þó fyrst af öllu fram á landsbyggðinni, í afkomu- möguleikum fólksins þar og stöðu sveitarfélaganna. Sjávarútvegsstefna og viðskiptabandalög Mikið vantar á að málefnum sjávarútvegsins sé sinnt svo sem verðugt væri í þjóðmálaumræðu hérlendis. Stór hluti landsmanna, einkum á höfuðborgarsvæðinu.er í lítilli snertingu við þessa undir- stöðu og þeim mun meiri þörf er á að í skólum, fjölmiðlum og ann- ars staðar sé reynt að varpa ljósi á þýðingu sjávarútvegsins fyrir mannlíf á íslandi. í stjórnmálaumræðu ber sjáv- arútvegsmál vissulega mikið á góma, en eins og gengur eru það dægurvandamálin sem oftast eru á dagskrá. Langsæ stefnumörkun er alltof lítið rædd og sérstaklega skortir á að einstakir þættir sjáv- arútvegsmála séu settir í heildar- samhengi. Mest hefur verið fjall- að um fiskveiðarnar og fisk- veiðistefnu hin síðustu ár, en nýt- ing aflans, fiskvinnslan, gæði og markaðssetning afurða orðið út- undan til mikils efnahagslegs tjóns fyrir þjóðarheildina. Það er í rauninni brýnt verk- efni að Alþingi, í samvinnu við hagsmunasamtök í sjávarútvegi, atvinnurekendur, sjómenn og launafólk, fari yfir allt svið sjávarútvegsmálanna með það að markmiði að móta heildstæða sjávarútvegsstefnu. Slík stefna þarf að taka mið af þjóðarhags- munum í bráð og lengd. Allt frá því að sigur vannst í landhelgismálinu fyrir hálfum öðrum áratug hafa menn verið of andvaralausir um sjávarútveginn í heild sinnim Þegar miklar svipt- ingar eru á mörkuðum fyrir sjáv- arafurðir og að þrengir með afla ætti nauðsyn heildstæðrar stefnu- mörkunar að blasa við og sam- staða að geta tekist um að ráðast í að móta sjávarútvegsstefnu. Byggðamálin þurfa að sjálfsögðu að vera. samofin þeirri vinnu, einnig umhverfisvernd og stefnu- mótun um rannsóknir svo eitthvað sé nefnt. Evrópubandalagið og sjávarútvegsmálin f samskiptum við Evrópu- bandalagið höfum við verið minnt á nauðsyn þess að skil- greina hagsmuni okkar sem þjóð- ar, ekki síst á sviði sjávarútvegs- mála. Markaðssvæði Evrópu- bandalagsins hefur vaxið að þýð- ingu fyrir okkur íslendinga síð- ustu árin, og um leið höfum við rekist þar á tollmúra, sem ekki voru fyrirsjáanlegir þegar við- skiptasamningur var gerður við EB árið 1972. Þar er óhagræði á ferðinni, einkum varðandi salt- fisk og fersk flök, sem nemur á annan miljarð króna á ári um þessar mundir og fer vaxandi. í raun eru hins vegar miklu stærri hagsmunir í húfi litið til lengri tíma, og þeir snerta almennt við- skiptahagsmuni okkar út á við og stöðu okkar sem þjóðar. Á liðnu ári tóku íslenskir ráða- menn rangar ákvarðanir um að hefja víðtækar samningaviðræð- ur við Evrópubandalagið í gegn- um fríverslunarsamtökin EFTA. Alþýðuflokkurinn, sem fer með utanríkis- og viðskiptamálefni í ríkisstjórninni, var þar illu heilli látinn ráða ferðinni. Þessar við- ræður snúast fyrst og fremst um að tengja ísland inn í alþjóðlegt fjármálakerfi með tilheyrandi sjálfræðissviptingu. Meirihluti stjórnmálamanna sýnir vítavert ábyrgðarleysi í þessu örlagaríka máli og stór hluti fólks hefur ekki áttað sig á hvað hér er raunveru- lega á seyði. í þeim hópi hygg ég að einnig megi finna alþingis- menn, þótt aðstaða þeirra til að setja sig inn í þessi mál ætti að vera betri en hjá flestum öðrum. f marsmánuði 1989 var fullyrt, að væntanlegir samningar snerust að því er ísland varðar aðallega um það að ná fram fríverslun með fisk og í því efni nytum við til- styrks annarra EFTA-ríkja. Til þess að ná þessum ávinningi ætt- um við m.a. að kalla yfir okkur lög og reglur innri markaðar Evrópubandalagsins með óheft- um fjármagnsflutningum til og frá landinu og rétt fyrir útlend- inga til að stofna hér og kaupa fyrirtæki. Þótt rætt sé í þessu sam- bandi um að halda eigi fyrirtækj- um í sjávarútvegi utan við seilingu útlendinga, eru litlar lík- ur á að sú yrði reyndin á. Nú þegar alvaran nálgast gera fæstir ráð fyrir því að glansmynd- in um fríverslun með fisk standist próf veruleikans þegar kemur að Evrópubandalaginu, þar sem sjávarútvegur er styrktur í bak og fyrir og alls ekki er stefnt að því að aflétta því kerfi. Meira að segja EFTA-ríkið Noregur eykur á árinu 1990 styrki sína til sjávar- útvegs, þvert ofan í Óslóaryfirlýs- inguna frá í mars um hið gagn- stæða! Sjávarútvegsmálin hafa verið hornreka í málsmeðferðinni fram að þessu og fyrir hin EFTA-ríkin sem okkur er ætlað að tala með einum rómi eru þau algjört auka- atriði. Þannig er hætt við að á -þessi aðalhagsmunamál okkar ís- lendinga reyni fyrst undir lok samningaviðræðnanna og varð- andi fríverslun með fisk hefur EB þegar vísað til sameiginlegrar fiskimálastefnu bandalagsins. Evropumálin og stjórnarsamstarfið Sá sem þetta ritar hefur ítrekað varað við og ráðið frá því að við bindum trúss okkar við EFTA til að taka á hagsmunamálum okkar gagnvart Evrópubandalaginu. Landsfundur Alþýðubandalags- ins í nóvember sl. gerði ítarlega ályktun um Evrópumálin og segir þar m.a.: „Sjávarútvegsmál eru aðalat- riðið í viðskiptalegum sam- skiptum fslendinga við banda- lagið og eðli málsins samkvæmt hljóta samningar um þau að vera viðfangsefni í tvíhliða viðræðum. -Á sviði sjávarútvegsmála eigum við aðeins takmarkaða samleið með öðrum EFTA-ríkjum, þar sem iðnaðarhagsmunir sitja í fyrirrúmi. Undirbúa þarf því hið fyrsta tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið, m.a. með því að móta skýra sjávarútvegs- stefnu.“ Evrópska efnahagssvæðið, sem er viðfangsefni samningavið- ræðna EFTA og EB, er í raun ekkert annað en fordyri að sjálfu Evrópubandalaginu og mun auðvelda þeim eftirleikinn sem gæla við beina aðild að banda- laginu. Þar er Alþýðuflokkurinn þegar langt leiddur og sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins hafa þegar sagt sitt orð um aðild að EB á landsfundi flokksins sl. haust. Þær stjórnmálaákvarðanir sem mestu skipta á nýbyrjuðu ári munu snúast um stefnuna í samn- ingaviðræðum við EB. í því sam- bandi hlýtur að hrikta í stjórnar- samstarfínu, sem auðvitað er létt- vægt í samanburði við þýðingu þessara mála fyrir framtíð lands og þjóðar. Því fyrr sem við losum okkur út úr neti samningavið- ræðna með öðrum EFTA-ríkjum og búum okkur undir beinar og milliliðalausar viðræður við Evrópubandalagið, þeim mun betra. Jafnframt verður að setja kraft í að greina betur en gert hefur verið viðskiptalega hagsmuni okkar á öðrum svæð- um heimsins, því að þótt sam- skiptin við EB varði miklu, liggja hagsmunir okkar og möguleikar á framtíðarsamskiptum miklu víðar. Þar er m.a. nærtækt að benda á Norður-Ameríku, en einnig Austur-Evrópa kallar á sérstaka athygli í ljósi þeirra miklu breytinga sem þar ganga nú yfir. Austur-Evrópa og sósíalisminn Liðins árs verður eflaust lengi minnst vegna breytinganna sem náðu fram að ganga í löndum Austur-Evrópu. Sú gata sem þar er nú að opnast fyrir lýðræðislega stjórnarhætti ætti að vera öllum og ekki síst sósíalistum fagnaða- refni. Það var löngu ljóst, að stjórnkerfi Sovétríkjanna með flokkseinræði og valdníðslu á flestum ef ekki öllum sviðum þjóðlífsins var óbærileg og hafði leitt til efnahagslegrar stöðnunar og hnignunar í andlegu lífi, að ekki sé talað um réttleysi og vald- níðslu gagnvart einstaklingum. Krústsjoff svipti hulunni af ein- ræði og glæpaverkum Stalíns fyrir 35 árum, en sú vök sem hann bræddi var fljót að frjósa saman á ný. Innrásin í Tékkóslóvakíu 1968 batt enda á vonir um að leppríki Sovétmanna í Austur-Evrópu hefðu svigrúm til að brjótast undan okinu. Vorið í Prag sem kommúnistar í Tékkóslóvakíu beittu sér fyrir undir forystu Du- bséks var kæft í blóði af innrásarherjum. Það er ekki að- eins táknrænt heldur tær og á- hrifamikill veruleiki, að nú 21 ári síðar skuli sami Dubsék stýra störfum þingsins í Prag og kjöri Vaclavs Havels sem forseta, en sá síðarnefndi er nýsloppinn úr tukthúsvist. Valdboð Brésnefs og skylduliðs seinkaði ekki aðeins umbótum í lýðræðisátt í Austur- Evrópu um röska tvo áratugi, heldur svipti framsækin öfl í valdaflokkum svokallaðra al- þýðulýðvelda tækifærinu til að reka af sér slyðruorðið. Það þarf mikið að gerast áður en komm- únistaflokkar þessara landa geti vænst þess að ávinna sér trúnað almennings og safni um sig ein- hverju teljandi fylgi í frjálsum kosningum. Aðrir hljóta að verða kvaddir til að vinna að endurreisn efnahagslífs og sjálf- stæðis í þessum löndum og sá sós- íalismi sem aldrei varð þar til nema í munni valdhafanna, á lengra í land en þegar upp var lagt í lok heimsstyrjaldar. Skilyrðin fyrir hugsjónabaráttu verða þó sköpuð með tilkomu borgaralegs lýðræðis, sem sum þessara ríkja þekkja aðeins af afspurn. Gorbatsjoff hinn sovéski á ekki eftir að ganga inn á spjöld sögunnar sem mikill garpur. Eng- inn skyldi ætla að hann hafí staðið einn fyrir þeirri opnun sem varð í Sovétríkjunum frá 1985 að telja, það væri að ofmeta þátt einstak- linga í sögulegri framvindu. Hins vegar tókst honum að brjóta ísinn í stokkfreðnu kerfi og ná mikils- verðum áfanga án borgarastyrj- aldar til þessa. Framlag Sovét- ríkjanna til afvopnunar á þessu skeiði er kapítuli út af fyrir sig, en margir taka vongóðir undir stað- hæfingu Gorbasjoffs, sem hann setti fram í heimsókn sinni í Finn- landi sl. haust þess efnis að tími eftirstríðsáranna sé liðinn og kalda stríðinu lokið. Endurheimt íslensks hlutleysis Þróun alþjóðamála þar sem verið er að stíga stórt skref í af- vopnun og hernaðarbandalögin eru að missa tökin hvert á sínu áhrifasvæði hlýtur að kalla á endurmat á ríkjandi utanríkis- stefnu íslendinga. Rök þeirra sem á eftirstríðsárunum hafa andæft gegn herstöðvum Banda- ríkjamanna hérlendis og gegn að- ild að NATÓ hafa öðlast nýtt vægi. Vaxandi hernaðarupp- bygging á íslandi þessi árin hróp- ar í himininn svo og margt annað í þeirri utanríkisstefnu sem for- maður Alþýðuflokksins beitir sér fyrir. Það væri hins vegar blekking að halda að hér verði á breyting án baráttu eða að breytt ástand heimsmála taki af okkur ómakið og losi okkur við herstöðvar og NATÓ-aðild. Bandaríkin hafa nú sem íyrr allt önnur markmið að því er ísland áhrærir en að gefa aðstöðu sína hér upp á bátinn vegna þíðu á alþjóðavettvangi. Um það vitna áætlanir þeirra allt frá stríðslokum 1945, sem birtust okkur m.a. í beiðni um herstöðv- ar til 99 ára. Síðast fengum við að heyra boðskapinn að vestan í ræðu McVadons yfirmanns her- liðsins á Keflavíkurvelli í maí 1989, þar sem hann lýsti því m.a. yfir að herstöðvarnar á íslandi yrðu enn þýðingarmeiri eftir því sem fækkaði í bandarísku herliði á meginlandi Evrópu. Nýr sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi hafði þann boðskap efst á blaði, að hér væri þörf á nýjum hernaðarflugvelli og í leiðinni kitlaði hann féþúfutaugarnar sem 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.