Þjóðviljinn - 06.01.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.01.1990, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Bandaríkjamenn vita af langri reynslu og flytja boð þeirra greitt og milliliðalaust inn í valdamið- stöðvarnar hérlendis. Bandarísk stjórnvöld hafa lengi ætlað að tryggja ísland sem útvarðstöð í hernaðarkerfi eigin lands. Meira að segja færsla á bandarískum fjárveitingum til hernaðarframkvæmda hér á landi undir liðnum CONUS (Contin- ental US, þ.e. meginland Amer- íku) ber þessu órækt vitni. Það er ekki seinna vænna fyrir íslend- inga að gera það upp við sig, hvort þeir ætla landi sínu að vera áfram sú herstöð, sem bandarísk stjórnvöld miða við í langtíma- áætlunum Pentagon. Alþýðubandalagið og íslensk flokkaskipun Talsverð umræða fer nú fram um landslag stjórnmálanna hér- lendis og hlutverk einstakr- stjórnmálaflokka. Fyrir ári boð- uðu formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags til sérstakrar fundaherferðar undir heitinu „Á rauðu ljósi" til þess m.a. að ræða um samstarf og hugsanlega sam- einingu A-flokkanna. Fáir höfðu heyrt um þetta tiltæki Jóns og Ólafs fyrirfram og fundaherferð- in króknaði á miðri leið í þorra- byrjun. Nú er það vissulega engin ný bóla að rætt sé um þörfina á að þjappa fólki saman á vinstri kanti í íslenskum stjórnmálum: Sundr- ung félagshyggjufólks geri ekki annað en að skemmta skrattan- um, í þessu tilviki Sjálfstæðis- flokknum. Þessi misserin starfar sérstakur félagsskapur í kanti Al- þýðubandalagsins og kallar sig Birtingu. Það góða fólk hefur fest nokkra trú á þorraboðskap for- mannanna og telur sig sjá ljós í Alþýðuflokknum og sér í hill- ingum stóran „Jafnaðarmanna- flokk íslands". Mér hefur stundum orðið á að inna eftir málefnalegri uppskrift fyrir þennan draumaflokk, en fátt orðið um svör. Eftir þátttöku í stjórnmálum um nokkra ára- tugi, þar á meðal í kallfæri við gilda Alþýðuflokksmenn í tveimur ríkisstjórnum hef ég ekki fundið þann snertiflöt við Al- þýðuflokkinn að freisti til sam- starfs við hann umfram aðra flokka, hvað þá að samruni geti skilað öðru en andhverfu sinni: málefnalegri sundrungu - og er þá verr af stað farið en heima set- ið. Stjórnmál eiga að snúast um málefni og flokkarnir hafa sem slíkir mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Ég tel margt af því fólki sem styður nú Kvennalistann og Framsóknarf- lokkinn standa mér málefnalega nær en oddvita Alþýðuflokksins og hef ég þó engan sérstakan ím- ugust á þeim. Burtséð frá slíkum venslum tel ég að Alþýðubanda- lagið hafi sem flokkur enn hlut- verki að gegna. í þessari grein hef ég vakið máls á nokkrum stór- málum, sem Alþýðubandalags- menn hafa látið sig skipta og þar sem sérstaða flokksins hefur ver- ið skýr og ótvíræð. Landsmönnum öllum óska ég farsældar á nýbyrjuðu ári og þakka margháttuð samskipti og stuðning á liðinni tíð. Neskaupstað, á nýársdag 1989 Hjörleifur Guttormsson Grein þessi birtist í Austurlandi 4. janúar sl. og er prentuð hér lítil- lega stytt af höfundi. Petre Roman, forsœtisráðherra Rúmeníu Aristó- og tæknikrati úr nómenklatúm Eftir byltinguna í Rúmeníu beinist athyglin að nýjum ráðamönnum þarlcndis. Einn helstu manna í ríkisstjórninni nýju er Petre Roman, forsætis- ráðherra. Á austurevrópskan mæli- kvarða síðustu áratuga er hann hástéttarmaður. Hann er af gyð- ingaættum frá Transsylvaníu. Faðir hans hét í raun Ernst Neu- lander og var af gamalli rabbína- ætt. Hann gekk ungur til liðs við kommúnista og tók sér þá nafnið Valter Roman. Kommúnista- flokkur Rúmeníu var þá örsmár og margir félaga í honum gyðing- aættar. Valter Roman barðist í spænska borgarastríðinu á fjórða áratugnum, var í alþjóðaherdeild þeirri frægri er kommúnistar áttu mestan hlut að og stríddi með spænska stjórnarhernum gegn Franco. Á árum heimsstyrjaldar- innar síðari var Valter Roman í Moskvu og starfaði þar hjá Kom- intern. Þar gekk hann að eiga spænska konu, Hortensiu að nafni. Börn þeirra urðu tvö, Petre og dóttir sem Carmen • heitir. Er sovéski herinn hafði rekið þann þýska frá Rúmeníu sneri Valter Roman heim til föður- Sonardóttir Eisenhowers gift- ist Sovétmanni Susan Eisenhower, sonardóttir Dwights Eisenhower Bandaríkj- aforseta, hefur ákveðið að ganga í heilagt hjónaband með Roald Sagdeév, sovéskum geimvísinda- manni sem er einn æðstu manna við geimrannsóknastofnun So- vétríkjanna. Sagdeév er jafn- framt þingmaður á þjóðfulltrúa- þingi, var náinn vinur Andrejs Sakharovs, sem er nýlátinn, og starfaði um skeið sem ráðgjafi Míkhafls Gorbatsjovs. Susan Eisenhower er forstjóri fyrirtækis að nafni Eisenhower Group, Inc., sem annast þjón- ustu fyrir bandarísk stórfyrirtæki er skipta við Sovétmenn. Hjóna- efnin eiga samtals fimm börn úr fyrri hjónaböndum. Þau hafa ákveðið að búa til skiptis í Mos- kvu og Washington. Kontrar reyna að hindra kosningar Tveir opinberir starfsmenn voru drepnir og fimm særðir í fyrirsát, sem þeim var gerð við San Rafael del Norte, nyrst í Ník- aragva, í gær. Voru liðsmenn kontra þar að verki. Talsmenn Níkaragvastjórnar segja að und- anfarið hafi allmargir kontrar komið inn í landið frá Hondúras, þeirra erinda að trufla undirbún- inginn fyrir kosningarnar, sem fram eiga að fara þarlendis 15. febr. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana undanfarið er líklegt að sandinistar vinni þær. Rúmenum gefnir smokkar Breska fyrirtækið Durex, sem framleiðir smokka, hefur fært Petre Roman - fæddur með silfur- skeið Flokksins í munninum. landsins og komst fljótt til met- orða í skjóli flokks síns, sem fljót- lega varð alráður. Sonur hans Petre fæddist 1946. Valter Roman var skamma hríð yfirmaður herráðs rúmenska hersins og ráðherra, en var svipt- ur embættum er grunur féll á hann um títóisma. Hann slapp þó fremur vel frá því og ekki virðist það hafa sakað feril sonarins. rúmensku þjóðinni að gjöf 40,000 eintök af þeirri vöru. Stjórn sú, sem við tók er Ce- ausescu var steypt, lét verða eitt sitt fyrsta verk að afnema bann það við getnaðarvörnum, er Ce- ausescu hafði lagt og hafði verið í gildi í yfir 20 ár. Ceausescufjöl- skyldan er þó sjálf sögð hafa ver- ið vel birg af þessari vöru, eins og öðru sem almenning skorti. 300 látnir eftir járnbrautarslys Yfir 300 manns létust í versta járnbrautarslysi hingað til í sögu Pakistans, er varð á miðviku- dagskvöld er farþegalest ók á fullri ferð á kyrrstæða vöruflutn- ingalest. Gerðist þetta skammt frá borginni Sukkur í Indusdal. Mörg hundruð manna slösuðust og er mörgum þeirra ekki hugað líf. Þýskir þjóð- flutningar Um 721,000 manns fluttust á nýliðnu ári . frá fyrrverandi austantjaldslöndum til Vestur- Þýskalands, eða næstum þrefalt fleiri en árið áður. Flestir komu frá Austur-Þýskalandi, um 344,000 eða næstum nífalt fleiri en 1988, um 250,000 frá Póllandi, 98,000 frá Sovétríkjunum, yfir 23,000 frá Rúmeníu auk þess sem allmargir komu frá Tékkóslóvak- íu, Ungverjal_ _góslavíu. Allt þetta fólk fékk landvistar- leyfi og borgararétt í Vestur- Þýskalandi á þeim forsendum að það væri þýskrar ættar. Margir telja fulla þörf á þessari viðbót, enda flestir innflytjendanna ung- ir og tiltölulega vel menntaðir en í Vestur-Þýskalandi fjölgar öldr- uðu fólki sífellt í hlutfalli við ungt fólk. Mesta vandamálið viðvíkj- andi innflutningi þessum er hús- næðisskortur. 1953 var Valter Roman tekinn í fulla náð á ný og þá settur yfir bókaútgáfu á vegum flokksins. Petre Roman gekk í bestu skóla heimafyrir og nam síðan í Touiouseháskóla í Frakklandi. Hann hefur nú prófessorsstöðu í verkfræði við tækniháskólann í Búkarest. Þar í háskólanum kvað hann hafa komist í kunningsskap við Ion Iliescu, sem nú er orðinn forseti Rúmeníu. Fyrir nokkrum árum stofnaði maður að nafni Mihai Dragan- escu, stærð- og félagsfræðingur og meðlimur í rúmensku aka- demíunni, óformlegan umræðu- hóp til að fjalla um framfarir í tækni og vísindum. Þeir Iliescu og Roman voru báðir í hópi þessum, sem samanstóð af mönnum með tæknikratísk viðhorf. Á fundum hópsins sýndi Roman aukheldur áhuga á umhverfisvernd. Hann mun hafa verið einn stofnenda Þjóðbjörgunarráðsins, sem tókst PRÓFÍLL á hendur ríkisvaldið í bylting- unni, en úr þeim hópi var ríkis- stjórn mynduð. Frá því í bylting- unni hafa þeir Iliescu og Roman Dauðadómur fyrir klám í Quanzhou, borg í kínverska fylkinu Fujian, hefur maður ver- ið dæmdur til dauða eftir að hafa verið sekur fundinn um að spila á spil með myndum af nöktum kvenmönnum, auk þess sem á hann hafði sannast framleiðsla á almanökum með samskonar myndskreytingu. Dómurinn er þó skilborðsbundinn í tvö ár, þannig að sökudólgurinn, sem Wang Jinyan heitir, hefur mögu- leika á að sleppa með skrekkinn ef hann bætir ráð sitt. GorbatsjovtilL.it- háen á miðviku- dag Míkhaíl Gorbatsjov Sovétríkj- aforseti fer til Vilnu, höfuðborg- ar Litháens, á miðvikudaginn kemur til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Aðalumræðuefnið verður sú ákvörðun Kommún- istaflokks Litháens nýverið að ætíð verið saman, er þeir hafa komið fram opinberlega. Kunningjar Romans segja hann hafa á sér hástéttarbrag. Hann sé siðfágaður og kurteis, en haldi mönnum í vissri fjarlægð. Auk móðurmálsins talar hann frönsku, spænsku og rússnesku reiprennandi. Kona hans er Mio- ara Georgescu, dóttir fyrrum ambassadors Rúmeníu í Sviss. Mágur hans er kvæntur dóttur Cornelius Manescu, fyrrum utan- ríkisráðherra sem í fáeina daga var oddviti nýju forustunnar. Á yngri árum kvað Roman hafa verið allnáinn vinur Zoiu Ce- ausescu, dóttur einræðisherrans, sem lifði eins og prinsessa meðan hans naut við en er nú í varðhaldi. Bandaríska blaðið New York Times hefur eftir rúmenskum heimildamönnum að nýja forust- an sé öll úr nómenklatúru, yfir- stétt kommúnistaflokksins. Ætla má að það sem tengir félagana í hópnum saman sé tæknikratísk viðhorf, gagnrýnin afstaða gagnvart Ceausescustjórninni (sem flestir þeirra höfðu þó ekki hátt um meðan einræðisherrann var og hét) og að sumir þeirra höfðu komist í ónáð hjá Ce- ausescu eða áttu það yfir höfði skilja við Kommúnistaflokk So- vétríkjanna og verða óháður flokkur. Það líta sovéskir ráða- ntenn mjög alvarlegum augum. Gorbatsjov hefur af þessu tilefni frestað áður ákveðnum við- ræðum við erlenda stjórnmála- menn, og sýnir það hversu mikil- vægt málið er að hans dómi. Sakaruppgjöf í Rúmeníu Rúmeníustjórn hefur tilkynnt sakaruppgjöf fyrir alla pólitíska fanga þarlendis, svo og alla þá fanga sem dæmdir hafa verið í allt að þriggja ára fangelsi, að frá- töldum þeim sem sitja inni fyrir alvarlega glæpi eins og morð, nauðganir, rán og mútur. Þjóð- björgunarráðið, sem stendur á bakvið stjórnina, hefur ennfrem- ur lýst því yfir að saga kommún- istaflokksins rúmenska sé öll og að ráðsmenn muni bjóða sig fram í kosningum, sem fram eiga að fara í apríl n.k. Ekki eru allir áhyggjulausir um hvernig það muni ganga, þvi að Rúmenar hafa sáralitla reynslu af lýðræði. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi í fjárlögum fyrir árið 1990 er gert ráð fyrir sérstakri fjár- veitingu, sem ætluð er til styrktar leiklistarstarfsemi at- vinnuleikhópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu í fjár- lögum. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af þessari fjárveitingu. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. janúar næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 29. desember 1989 Laugardagur 6. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.