Þjóðviljinn - 06.01.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.01.1990, Blaðsíða 1
Laugardagur 6. janúar 1990 4. tölublað 55. árgangur Vatnsendi Borgin ryður frá sér Borgarráð samþykkir samhljóða kaup á Vatnsendalandifyrir 170 miljónir. HeimirPálsson: Látum lögsögu aldrei af hendi ogþað er óheyrt ííslandssögunni að ákveðin sé lögsaga án samþykkis beggja aðila. Magnús Hjaltested: Óánœgður með verðið en átti ekki annarra kosta völ. Stöð 2 tókst að afla 150 miljóna hlutafjár Við munum aldrei láta löesögu Vatnsendalands af hendi, en það er óheyrt í íslandssögunni að slíkt sé gert með lögum án sam- iþykki beggja aðila. Gefi löggjafi 'fordæmi á því geta önnur sveitarfélög einsog Mosfellsbær farið að óttast um sinn hag því víða leynast veiðilendur í ná- grenni Reykjavíkur. Það er því spurning hvernig túlka beri orð borgarstjóra um að fallið verði frá kaupum samþykki Kópavog- ur ekki lögsöguna, sagði Heimir Pálsson formaður bæjarráðs Kópavogs eftir að Reykjavíkur- borg hefur gert samning um kaup á nær allri jörðinni á Vatnsenda, sem er í lögsögu Kópavogs. Davíð Oddsson borgarstjóri og Magnús Hjaltested landeigandi gengu frá þessum samningi í gær og var hann samþykktur sam- hljóða í borgarráði. Borgin kaupir um 700 hektara lands af Magnúsi á 170 miljónir króna, en Magnús heldur um 50 hekturum meðfram Elliðavatni ásamt veiðirétti í vatninu og svæði þar- sem nú eru byggð hesthús. 12 miljónir greiðast sem útborgun á einu ári, en eftirstöðvar eru greiddar á 10 árum með verðbót- um og venjulegum skuldabréfa- vöxtum. En þótt samkomulagið hafi þegar verið undirritað verður landið alls ekki strax í eigu Reykjavíkur því Kópavogur hef- urenn forkaupsrétt. Hafni Kópa- vogur forkaupsrétti er samkomu- lagið háð því skilyrði að Alþingi setji lög um heimild Reykjavík- urborgar til eignarnáms og sölu á landinu. Fáist eignarnámsheim- ild ekki á þessu þingi fellur samkomulagið úr gildi. Þá skal aflýsa veðskuldum er hvíla á jörðinni, en annars er kaupanda heimilt að halda eftir hluta skuldabréfa. „Við eigum aðeins kost á að bjóða samsvarandi tilboð eða fyr- irgera forkaupsrétti okkar. Hvorn kostinn við veljum get ég ekkert sagt um, en við munum auðvitað nota okkar 28 daga til að athuga málið vandlega," sagði Heimir um það hvernig Kópa- vogur muni bregðast við þessu samkomulagi. Magnús Hjaltested sagðist hafa gengið að þessu samkomu- lagi vegna þess að honum stóð ekkert annað til boða. „Ég er óá- nægður með verðið en átti ekki annarra kosta völ. Ég veit ekkert hvað Kópavogur ætlar að gera í málinu því þeir hafa aldrei verið til umræðu um kaup á landinu. Um það hvort þetta samkomulag væri í einhverjum tengslum við hlutafjáraukningu í Stöð 2 sagði Magnús það fjarri lagi. „Ég þekki engin deili á Stöð 2 nema hvað konan mín vinnur þar. Hafi þeir náð að auka hlutafé sitt er það ekki frá mér komið, enda mun ég ekki sjá krónu úr þessum samn- ingi á næstunni," sagði Magnús. Fyrri eigendur Stöðvar 2 hafa náð að auka hlutafé sjónvarps- stöðvarinnar um 150 miljónir einsog gert var ráð fyrir í samn- ingi við Eignarhaldsfélag Versl- unarbankans. „Þeir hafa tilkynnt mér að 150 miljóna hlutafjár- aukning hafi takist en ég vil ekk- ert ræða hvernig hennar var aflað,“ sagði Þorvarður Elíasson varaformaður Eignarhaldsfélags- ins og stjórnar Stöðvar 2. Ekki náðist ; þremenningana í gær enda sátu þeir tíða fundi með fjármagnseigendum varðandi hlutafjáraukninguna. -þóm Noriegamálið Von á óþægilegum uppljóstrunum Bush segir George Bush Bandaríkjaforscti þvertók fyrir það í gær að til greina kæmi að vægja Manuel Antonio Noriega, hinum afsetta einræðisherra í Panama, gegn því að hann gæfi bandarískum yfir- völdum upplýsingar um eiturlyfj- aviðskipti. Noriega gafst sem kunnugt er Bandaríkjamönnum á vald í Panamaborg á miðviku- dagskvöld eftir tíu daga vist í sendráði Páfagarðs þar í borg. Bandaríska blaðið New York Times hafði í gær eftir ónefndum manni háttsettum í Bandaríkja- stjórn að stjórnin væri reiðubúin samkomulag við fyrrverandi starfsmenn sinn ekki koma til greina til samkomulags við Noriega af því tagi, er að ofan greinir. Hermt hefur verið að Bush og fleiri háttsettir menn þarlendis séu ekki svo áfram um að lög- sækja Noriega sem þeir láta, af ótta við að í málaferlunum komi ýmislegt það á daginn er kunni að verða þeim óþægilegt, t.d. frá þeim árum er Bush var forstjóri CIA og Noriega undirmaður hans þar. Verjendur Noriega hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ganga hér á lagið og krefjast þess að birt verði fyrir rétti skjöl með upplýs- ingum um störf Noriega meðan hann þjónaði CIA. Þegar Nori- ega kom fyrst fyrir rétt í Miami í fyrradag héldu verjendur hans því fram að handtaka Noriega og málaferlin gegn honum væru ólögleg, þar sem hann væri leið- togi annars ríkis, auk þess sem Bandaríkjamenn hefðu náð hon- um á sitt vald með innrás er hefði verið brot á alþjóðalögum. Jafnskjótt og Noriega var genginn Bandaríkjamönnum í greipar flugu þeir með hann til Miami, en kviðdómar þar og í Tampa ákærðu hann 1988 fyrir að hafa þegið 10 miljón dollara mútur af kólombískum kókaín- barónum og að launum verndað smyglara á vegum barónanna, „þvegið" fyrir þá illa fenginn gróða og hjálpað þeim um útbún- að í eiturlyfjafabrikkur. Noriega mætti fyrir rétti í fyrradag í ein- kennisbúningi hershöfðiíngja með fjórum stjörnum, var hinn roggnasti og kvaðst ekki viður- kenna dómsvald bandarísks rétt- ar yfir sér. Hann getur átt von á fangelsisdómi upp á 145 ár, verði hann sekur fundinn. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.