Þjóðviljinn - 11.01.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.01.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Salan á Vatnsenda Munar ekki imi svona bita Heimir Pálsson, formaður bœjarráðs Kópa- vogs, óttastfordœmisgildi eignarnáms Reykjavíkur á landi Vatnsenda Málið snýst ekki bara um þessa jörð. Það hlýtur að snúast um fordæmi, og það yrði náttúr- lega gífurlega áhrifaríkt fordæmi ef þetta gengi upp sisona. Það er það sem ég held að menn hljóti að óttast um allt land. Fyrir framtíð- ina í Kópavogi yrði það mjög al- varlegt mál ef þetta stóra svæði færi undan umráðum Kópavogs- kaupstaðar. Þetta segir Heimir Pálsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, um samning þann sem Reykja- víkurborg gerði á dögunum um kaup á jörðinni Vatnsenda, sem er innan lögsagnarumdæmis Kópavogs. Bæjaryfirvöld íKópa- vogi hafa frest til 5. febrúar næstkomandi til að ákveða hvort þau ætli að neyta forkaupsréttar síns á jörðinni. Ef Kópavogur afsalar sér þeim forkaupsrétti verður Reykjavíkurborg að fara fram á það við Alþingi að það samþykki lög til eignarnáms á jörðinni. Síðan yrði að nást sam- komulag milli aðila um lögsögu yfir landinu. Heimir segir það mikið alvöru- mál ef sveitarfélög fari í auknum mæli að kaupa land innan vé- banda annarra sveitarfélaga. Þar með sé hann þó ekki að gera því skóna að Reykjavík hafi boðið í iandið af einhverri illkvittni í garð Kópavogs. Og hann segist sjá fyrir sér algjört stjórnleysi ef mörk sveitarfélaga haldast ekki. „Menn velta því mjög fyrir sér hvernig svona kaup geti yfirleitt gerst, hvaða lagakrókum sé hægt að beita til þess. Maður spyr sig hvernig í veröldinni eigi að sýna fram á það að almannaheill Reykvíkinga krefjist þess að borgin fái eignarnámsheimild á þessu landi. Það er ekki hægt að bera því við að Reykjavíkurborg sé orðin svo landlaus að hún þurfi að leggja undir sig önnur sveitarfélög," segir Heimir. Einstakt námsafrek Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands afhenti Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni verkfræðinema náms-. styrk að upphæð 60.000 krónur úr Minningarsjóði Þorvalds Finn- bogasonar stúdents 21. desember sl. Sigurjón stundar nám í véla- verkfræði. Hann hefur náð þeim einstaka árangri að hafa meðal- einkunn 9.41 að loknum 80 náms- einingum af þeim 120 sem þarf að hafa til að ljúka lokaprófi í verk- fræði. Þetta er besti árangur sem nokkur þeirra 507 verkfræðinga sem þegar hafa útskrifast frá HÍ, hefur náð á sama stigi. 286 á Grund Um áramótin voru heimilismenn á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 286, þar af 199 konur og 87 karlar. I Ási/Ásbyrgi voru samtals 127 heimilismenn, þar af 74 karlar og 53 konur. Félagsráðgjafarstyðja frumvarp um felagsþjonustu Stéttarfélag íslenskra félags- ráðgjafa hefur lýst fullum stuðn- ingi við drög að frumvarpi um fél- Á Vitatorgi, frá Hverfisgötu niður að Skúlagötu, verða byggðar 93 íbúðir fyrir aldraða yfir tveggja hæða bilageymslu. Mynd: Kristinn. Borgin Bílar í Skuggahverfið Bílageymslur undir íbúðum aldraðra við Vitatorg. Sérstakt bíla- geymsluhús einnig neðar við Hverfisgötu. Guðrún Agústsdóttir: Hús- ið sómir sér mjög illa á þessum stað Hann segir að ekki sé hægt að beita vatnsverndarákvæðum þar sem samkomulag sé í gildi um vatnsvernd á svæðinu í kringum Gvendarbrunna, og einnig sé samkomulag um allar leiðslur vatnsveitunnar sem liggja um landið. „Lögfræðingar segja mér hins vegar sumir að það sé nú þegar búið að teygja þessi almanna- heillarákvæði svo mikið að það muni nú ekki um einn svona bita í því efni.“ Heimir segir að lögum sam- kvæmt þurfi eign á landi og lög- saga yfir því ekki að fylgjast að, fari svo að Reykjavíkurborg eignist Vatnsenda og Kópavogur neiti að láta lögsöguna af hendi. Hann segist hins vegar óttast það að ekki yrði lengi staðið gegn kröfu jafn voldugs aðila og Reykjavíkurborgar. Þess vegna finnist honum áhætta að afsala sér forkaupsréttinum en reyna að hanga á lögsögunni. „Samkvæmt íslenskum lögum tel ég þó alveg ótvírætt að við eigum að geta það,“ segir Heimir. Þá telur hann óskynsamlegt að útiloka þann möguleika að Reykjavíkurborg og Kópavogskaupstaður komist að samkomulagi um skiptingu landsins á milli sín, þótt form- legar viðræður um það hafi ekki átt sér stað. Samkvæmt nýju aðalskipulagi sem verið er að vinna fyrir Kópa- vog er gert ráð fyrir að Vatnsendalandið komi ekki til nýtingar fyrr en eftir 25-30 ár. Heimir segist vera sannfærður um að menn muni smám saman leggja meiri áherslu á dreifða byggð sem þó væri í nánum tengslum við þéttbýlið. „Þá er náttúrlega gríðarlega dýrmætt að vera ekki búinn að loka öllum leiðum á þeim svæð- um sem eru kannski best til þess fallin," segir Heimir Pálsson. -gb Breytinga er að vænta í bíla- geymslumálum miðborgar- innar, því ráðgert er að reisa tvær bflageymslur í Skuggahverfinu svokallaða með samtals um 500 bflastæðum. Þegar eru hafnar framkvæmdir á húsi við Vitatorg, en þar verða bflageymslur undir þjónustuíbúðum aldraðra, og bygging bflageymsluhúss neðar- lega við Hverfisgötu hefur hlotið nokkra gagnrýni að undanförnu. Að sögn Guðmundar Pálma Kristinssonar hjá embætti borgarverkfræðings verður í dag hafist handa við að grafa upp jarðveg á Vitatorgi, frá Hverfis- götu niður að Skúlagötu. Þar verða byggðar 93 leiguíbúðir fyrir aldraða með þjónustukjarna og dagheimili. „Lindargötuverkefn- ið“ svokallaða gerir einnig ráð Eg er að leita fyrir mér hvernig ég á að snúa mér í þessu, hvort hægt sé að brjóta lög á fólki enda- laust. Ég fékk upplýsingar hjá einum lögfræðingi sem taldi að þetta væri mannréttindabrot og þyrfti að taka það föstum tökum, segir Margrét Hjalte- sted, ekkja Sigurðar föður Magn- úsar Hjaltested, núverandi ábú- anda á Vatnsenda. Margrét telur að með samningi fyrir tveggja hæða bílageymslu fyrir 240 bíla. Hún verður alger- lega neðanjarðar séð frá Hverfis- götu en ofanjarðar við Skú- lagötu. íbúðirnar verða í þriggja hæða blokkum við Hverfisgötu en íbúðarturnar verða á norður- hliðinni. Lindargatan mun kljúfa þetta mannvirki og stór garður verður í miðjunni. Neðar við Hverfisgötu, því sem næst beint á móti Þjóðleik- húsinu, mun síðan rísa sérstakt bílageymsluhús sem verður alg- erlega ofanjarðar. Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi gagnrýndi byggingu þess harka- lega í borgarstjórn og sagði frá- leitt að setja slíkt hús á þennan stað. „Hvorki starfsemin né götu- mynd byggingarinnar er sérlega aðlaðandi, en það skiptir miklu sinum við Reykjavíkurborg um sölu á Vatnsenda hafi Magnús 'orotið ákvæði erfðaskrár um jörðina þar sem segir að ekki megi selja hana né veðsetja á meðan búið sé á henni. Hún segir að Magnús hafi þegar farið í kringum erfðaskrána 1978 þegar Reykjavíkurborg tók eignarnám í jörðinni fyrir 23 miljónir króna. í erfðaskrá fyrir Vatnsenda segir að ef ekki sé búið á jörðinni máli að svo sé á þessum stað. Þetta mun draga mikla umferð frá Lækjargötu upp Hverfisgötu- na en henni á að breyta í tvístefn- ugötu. Þá mun þetta bákn sóma sér mjög illa við hlið gamalla húsa og er enn eitt skipulagsslysið í borginni. Það er ekki síður mikil- vægt nú þegar framtíð Þjóðleik- hússins er athuguð að skoða næsta nágrenni við það,“ sagði Guðrún Ágústsdóttir í samtali við Þjóðviljann. Bílageymsluhúsið verður á 4-5 hæðum og verður þar pláss fyrir um 250-260 bíla. Byggingin var samþykkt í borgarskipulagi og samhljóða í borgarráði án þess að endanlegar teikningar lægju fyrir. og hún eigi að seljast, skuli sölu- verðið renna í sjóð til styrktar þeim afkomendum sem vilja ganga menntaveginn. Og Mar- grét lítur svo á að á Vatnsenda sé ekki bú. „Magnús barðist mest fyrir því að þessi erfðaskrá væri í gildi. Og úr því Hæstiréttur dæmdi hana gilda skal hann bara halda sig við þetta,“ sagði Margrét Hjaltested. -gb -þom Vatnsendi Þetta er mannráttindabrot . Sr-jf [I II; 1 1 m I Wf ■ - - Á*' ■■ || ' ; | II Frá afhendingu styrksins. Talið frá vinstri: dr. Þorsteinn Helgason prófessor, forseti verkfræðideildar, Sigurjón Þorvaldur Árnason verk- fræðinemi, frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og dr. Sigmundur Guðbjarnason rektor. agsþjónustu sveitarfélaga. í frétt- altilkynningu frá félaginu er lýst yfir ánægju með þá heildarsýn og samræmingarsjónarmið varðandi félagslega þjónustu sem frum- varpið leggur áherslu á. „Það er álit okkar að slíkt stuðli að því að allir íbúar sveitarfélaga geti á ýmsum skeiðum ævinnar átt greiðan aðgang bæði að altækri og sértækri þjónustu." Þá harmar félagið þá neikvæðu umfjöllun sem frumvarpið hefur fengið í fjölmiðlum varðandi tillögu um að yfirstjórn dagvistarmála færist í félagsmálaráðuneytið. Samtök viðskiptalífsins í ársbyrjun tók til starfa sam- eiginleg skrifstofa Félags ís- lenskra stórkaupmanna og Versl- unarráðs íslands. Hefur skrifstof- unni og samstarfi þessara aðila verið gefið nafnið Samtök við- skiptalífsins. Skrifstofan er á 7. hæð í Húsi verslunarinnar. Fram- kvæmdastjórar eru Árni Reynis- son og Vilhjálmur Egilsson en starfsmenn flestir þeir sömu og störfuðu á skrifstofu samtakanna tveggja. Vinningshafar í happdrætti heyrnarlausra Dregið var í Hausthappdrætti heyrnarlausra 22. desember sl. Vinningsnúmer eru eftirfarandi: 7996, 1219, 2263, 10390, 12609, 3522, 7421, 12755, 8750, 2157, 12110, 1105, 12186, 11165, 8133, 6028, 8585, 1883, 9192, 7877, 10006, 2159. Vinninga má vitja á skrifstofu Félags heyrnarlausra Klapparstíg 28, alla virka daga, sími 91-13560. Friðarömmur á Sögu Friðarömmur halda fund á Hótel Sögu í kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Þar verður rætt um fræðslu gegn ofbeldi o.fl. Allar ömmur velkomnar. Breskir námsstyrkir Bresk stjórnvöld hafa veitt þrem- ur íslenskum námsmönnum, sem stunda nám við breska háskóla, styrki til greiðslu skólagjalda og hafa þá alls 24 íslendingar hlotið samskonar styrki á þessu skó- laári. Fé þetta kemur úr sjóði sem er í vörslu breska utanríkisráðun- eytisins. Styrkir til íslenskra námsmanna í Bretlandi á skó- laárinu 1989-1990 nema nú 8,5 miljónum króna. Þeir sem þessa viðbótarstyrki hljóta eru Berg- þóra Úlfarsdóttir nemi í arkitekt- úr, Wilhelm Emilsson nemi í skapandi ritun og Eiríkur Kol- beinn Björnsson nemi í miðalda- fræðum. Fasteignagjöld og ellilífeyrisþegar Um þessar mundir er verið að senda út álagningarseðla vegna fasteignagjalda í Reykjavík 1990. Tekjulágir elli- og örorkulífeyris- þegar munu fá lækkun á fast- eignaskatti með hliðsjón af skattframtölum þeirra 1990. Þeg- ar framtöl hafa verið yfirfarin í mars eða apríl verður viðkom- andi tilkynnt um niðurstöður ef um breytingu verður að ræða. Þau mistök urðu við tölvuvinnslu við undirbúning útsendingar álagningarseðlanna, að lífeyris- þegar sem fengu lækkun eða niðurfellingu á síðasta ári fengu einnig tilkynningu um samsvar- andi lækkun nú. í flestum tilfell- um mun tilkynning um lækkun væntanlega reynast rétt en það kemur þó ekki í ljós fyrr en skattframtölin hafa verið yfirfar- in. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.