Þjóðviljinn - 11.01.1990, Blaðsíða 9
BÆKUR
„Plöntum, vökvum
rein viö rein“
Grœðum ísland - Árbók Landgrœðslunnar 1988
Árið 1987 voru 80 ár liðin frá
því að Sandgræðsla ríkisins var
stofnuð. Síðar var heiti hennar
breytt í Landgræðslu ríkisins. I
tilefni afmælisins kom út bókin
„Græðum Island“, árbók Land-
græðslunnar nr. I. Fyrir nokkru
kom svo út Árbók Landgræðsl-
unnar nr. II og ber hún sama nafn
og hin fyrri. Ritstjórar eru þau
Andrés Árnalds og Anna Guðrún
Þórhallsdóttir.
Efni bókarinnar er ákaflega
fjölþætt og yfirgripsmikið, enda
þótt það tengist eðlilega fyrst og
fremst landgræðslu og gróður-
verndarmálum. Þar er að finna 20
greinar auk ávarpsorða Stein-
gríms J. Sigfússonar, landbúnað-
arráðherra og formála Sveins Ru-
nólfssonar, landgræðslustjóra,
en þar segir hann tilganginn með
útgáfunni vera „að kynna starf-
semi Landgræðslunnar á liðnu ári
og koma á framfæri markmiðum
stofnunarinnar í landgræðslu- og
gróðurverndarmálum. Ennfrem-
ur viljum við skapa vettvang til
þess að birta vísindagreinar um
landgræðslu, ásamt ýmsum fróð-
leik, er varðar umhverfismál“.
í fyrstu grein bókarinnargrein-
ir Sveinn landgræðslustjóri frá
starfsemi Landgræðslunnar á ár-
inu 1988, en stærstu uppgræðslu-
svæðin þá voru við Skógey í
Hornafirði og á Reykjanesi, þótt
mun víðar væri komið við. Girð-
ingar Landgræðslunnar eru nú 67
og um 935 km að lengd og ekkert
smáræðisverk að halda þeim við
og endurnýja. ftarlega er sagt frá
landgræðslufluginu en alls var
1924 tonnum af áburði og gras-
fræi dreift með flugvélum á árinu.
Sagt er frá hinni nýju fræverk-
smiðju í Gunnarsholti en hún
gjörbreytir aðstöðu Landgræðsl-
unnar til meðhöndlunar á fræi.
Um fjölmargt fleira er fjallað í
hinni yfirgripsmiklu grein Sveins
landgræðslustjóra.
Magnús Þorkelsson, fornleifa-
fræðingur, ritar um fornleifar í
uppsveitum Árnessýslu og færir
rök að því að Hauícadalur, sem
nú er í útjaðri byggðar, hafi áður
verið miðsvæðis í fjölbýlli sveit. -
Þorsteinn Þorsteinsson, líffræð-
ingur, ritar skemmtilega grein
um „sambúð lands og þjóðar“ og
bendir á þau líffræðilegu lögmál,
sem mannkindin er háð líkt og
aðrar lífverur. - Ólafur Arnalds,
j arðvegsfræðingur, fjallar um
nokkra helstu umhverfis- og jarð-
vegsþætti, sem hafa áhrif á jarð-
vegseyðingu á íslandi og bendir á
að hér hafi orðið meiri jarðvegs-
eyðing en í nálægum löndum. -
Ólafur R. Dýrmundsson, land-
nýtingarráðunautur, bendir á að
þótt sauðkindinni hafi löngum
verið kennd mest öll gróður-
eyðing á landinu þá sé það samt
sem áður svo, að hross muni ekki
nýta minni úthagabeit en sauðfé.
Vetrarbeit þessi heyri að mestu
fortíðinni til en fyrir hross sé hún
talsvert nýtt. Bendir Ólafur á
nokkur atriði, sem hestaeigendur
í þéttbýli þurfa að huga nánar að.
- Hákon Sigurgrímsson, fram-
kvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda ræðir um ný viðhorf í
gróðurverndarmálum og bendir
á, að umræður um þau stjórnist
oft meir af tilfinningum en rök-
hyggju. - Haukur Ragnarsson
skógfræðingur leiðir rök að því
að gróður á íslandi hafi verið
mjög í afturför við landnám
vegna kólnandi veðráttu og því
hafi undanhald gróðursins, með
tilkomu grasbítanna, orðið örari
en ella.
Sveinn Runólfsson, land-
græðslustjóri, fjallar um landg-
ræðsluskóga og bendir á nauðsyn
þess að nýta vaxandi áhuga al-
mennings til framdráttar þessu
málefni því árangur starfsins
„byggist ekki hvað síst á því að
þjóðin öll skilji mikilvægi þess að
efla gróðurríki landsins".
Andrés Arnalds, gróður-
verndarfulltrúi, ritar um endur-
heimt birkiskóga en íslenska
birkið sé ein af þeim trjátegund-
um, sem Landgræðslan muni
nota í auknum mæli á næstu
árum. Fá þurfi skólaæsku lands-
ins til samstarfs um gróður-
verndarmálin og í því skyni sé á
döfinni að koma á „Landgræðslu-
degi skólafólks". - f framhaldi af
því fjalla þeir Sigurður M.
Magnússon og Borgþór Magnús-
VEISTU ...
að aftursætið
fer jafnhratt
og framsætið.
SPENNUM BELTIN
hvar sem við sitjum
í bílnum.
ÚUMFEROAR
RÁÐ
son um ýmsa þætti í „vistfræði“
birkis og not þess við landgræðslu
og benda m.a. á að árangur af
sáningu birkifræs hérlendis hafi
víða verið góður.
Jón Guðmundsson ræðir um
þýðingu belgjurta við land-
græðslu og bendir á að við vissar
aðstæður sé hægt að spara áburð-
argjöf með notkun þeirra. Minnir
hann í því sambandi á hvítsmára,
umfeðming, baunagras og lúp-
ínu, sem sé mjög hentug til land-
græðslu t.d. á sandsvæðum. - Ás-
geir Beinteinsson, yfirkennari,
segir frá landgræðsluátaki því á
Suðurnesjum, sem gefið hefur
verið nafnið „Vordagar Vigdís-
ar“.
Davíð Pálsson segir frá land-
græðsluferð Rauða krossins í
Þórsmörk og skrifar aðra grein
um afréttarnotkun í Biskup-
stungum. Kemur þar fram álit
ýmissa bænda á notkun afréttar-
innar, ástandi hennar og upp-
græðslu og er engan veginn sam-
hljóða fremur en við var að bú-
ast. Haraldur Þórðarson greinir
frá landgræðslustörfum Lions-
klúbbsins Baldurs, Davíð Páls-
son frá landgræðslustarfi Sam-
bands ungra framsóknarmanna,
Anna Guðrún Þórhallsdóttir frá
hlutverki gróðurverndarnefnda
en þær eru nú 23 talsins. - Þá eru
þarna greinar um Strandarkirkju
við Selvoginn og þær miklu og
árangursríku landgræðslu fram-
kvæmdir sem unnið hefur verið
að í Árnessýslu undanfarna ára-
tugi. - Loks er greint frá
landgræðslu- og landverndar-
áætlun áranna 1987-1991 og
þeim verkefnum, sem unnið var
að samkvæmt henni á árinu 1988.
Höfundar þeirrar samantektar
eru ýmsir starfsmenn viðkom-
andi stofnana.
Þessi bók er mikil fróðleiks-
náma. Hún er prýdd fjölmörgum
myndum og öll hin vandaðasta.
- mhg
ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Birting og borgarstjórnar-
kosningarnar
Félagsfundur verður haldinn nk. fimmtudagskvöld, 11. janúar, í
Tæknigarði, Dunhaga 5 og hefst hann kl. 20.30.
Fundarefni: Birting og borgarstjórnarkosningarnar.
Tekst að fækka listum? Hvað gerir Birting?
Frummælandi: Kjartan Valgarðsson.
Stjórnin
Eskifjörður - Félagsfund-
ur
Alþýðubandalagið á Eskifirði heldur félags-
fund i Valhöll f immtudaginn 18. janúar kl.
20.30
Dagskrá:
1. Landsmálin - staða og horfur. Hjörleifur
Guttormsson alþingismaður.
2. Félagsstarfið framundan.
3. Nýjungar í atvinnumálum.
Félagar - mætum öll.
Stjórnin
Hjörleifur
Fundir á Austurlandi
Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og
landbúnaðarráðherra og Hjörleifur Gutt-
ormsson alþingismaður verða á opnum
fundum:
í Staðarborg í Breiðdal laugardaginn
13. janúar kl. 13:30.
Á Fáskrúðsfirði í Verkalýðshúsinu
laugardaginn 13. janúar kl. 17.
Á Reyðarfirði í Verkalýðshúsinu sunnu-
daginn 14. ianúar kl. 13:30.
Allirvelkomnir. Alþýðubandalagið
Steingrímur J.
Fundir á Austurlandi
Hjörleifur Guttormsson ræðir landsmál og
heimamálefni á opnum fundum á næstunni
sem hér segir:
Á Bakkafirði í félagsmiðstöðinni, mánu-
daginn 15. janúar kl. 20.30
Á Vopnafirði í Austurborg, þriðjudaginn
16. janúar kl. 20.30
Á Seyðisfirði í Herðubreið, miðvikudaginn
17. janúar kl. 20.30.
Allir velkomnir
Alþýðubandalagið
Hjörleifur
Alþýðubandalagid Kópavogi
Spilakvöld
Þriggja kvölda spilakeppni hefst mánudaginn 15. janúar i Þinghól
Hamraborg 11 Kópavogi kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Alþýðubandalag Héraðsmanna
Félagsfundur
Félagsfundur föstudagskvöldið 12. janúar kl. 20.30 að Selási 9
Egilsstöðum.
Rætt verður um landsmálin og flokksstarfið í byrjun árs.
Steingrímur J. Sigfússon ráðherra og Hjörleifur Guttormsson al-
þingismaður verða á fundinum.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin
Alþýðubandalag Skagafjarðar
Félagsfundur
Almennur félagsfundur verður n.k. mánudagskvöld kl. 20.30 í
Villa Lova Sauðárkróki.
Dagskrár:
1. Bæjarmálin.
2. Önnur mál.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Ólafsvík
Bæjarmálafundur
Fundur í Alþýðubandalaginu á Ólafsvik á sunnudag kl. 13 í Mettu-
búð.
Fundarefni: Bæjarmálin og sveitarstjórnarkosningarnar.
Framsögumaður Herbert Hjelm.
Stjórnin
AB Kópavogi
Þorrablót
Hið vinsæla þorrablót Alþýðubandalags Kópavogs verður haldið í
Þinghóli Hamraborg 11, laugardaginn 3. febrúar kl. 19.
Nánar auglýst síðar.
Auglýsið í ■unin'iiin:i:i
-m,* ... Siðumúla 6
Þjoðviljanum 0 6813 33