Þjóðviljinn - 11.01.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Vinnum saman í vor
Kjartan Valgarðsson skrifar
Borgarstjórnarkosningarnar í
Reykjavík nálgast. Síðustu
fjögur árin hefur málefnasam-
starf verið gott með fulltrúum
stjórnarandstöðunnar í borgar-
stjórn. Þess vegna má segja að
það liggi beinast við að þessir
flokkar taki sig saman og bjóði
fram sinn lista gegn Sjálfstæðis-
flokknum. Með því mæla mörg
rök. Oft hefur verið bent á að
atkvæði andstæðinga íhaldsins
nýtist illa þegar boðnir eru fram
margir listar (með 5 framboðum
geta Sjálfstæðismenn unnið
meirihlutann með 39% atkvæða,
eins og sósíalistar gerðu á Spáni
um daginn!), og samvinna er eina
mögulega leiðin til að koma
íhaldinu frá völdum í borginni og
hefja þar með önnur gildi til vegs.
Ekki bara flokkar
Eitt hefur gleymst í uumræð-
unni um einn lista og samvinnu í
borgarstjórnarkosningunum.
Það er sá mikli fjöldi óflokks-
bundins fólks sem á sameigin-
legan þann áhuga að breyta
stjórnun borgarinnar, auka lýð-
ræði og áhrif borgarbúa á eigin
málefni og umhverfi, skapa börn-
um og foreldrum, gamalmennum
og unglingum sæmilegt öryggi í
daglegu lífi, ráðast með einhverj-
um ráðum á það skrímsli sem um-
ferðin í Reykjavík er að verða;
fólks sem af mörgum ástæðum og
flestum skiljanlegum hefur ekki
fundið áhuga sínum farveg innan
flokkanna og treystir þeim í raun
ekki til að bæta úr. Til þess bendir
stofnun margs konar áhuga- og
hagsmunafélaga. Umræðan um
sameiginlegt framboð hefur hing-
að til öll takmarkast við flokkana
og liðsmenn þeirra. Því þurfum
við að breyta.
Nýtt framboð
Sú staðreynd, að ekki skuli enn
hafa tekist að koma fram
sameiginlegum lista andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins, bendir til
þess að flokkakerfið er ófært um
að uppfylla og svara kröfum og
þörfum fólks fyrir betra umhverfi
og öryggi. Þess vegna væri rétt nú
þegar kosningarnar nálgast að
fara nýjar brautir og reyna aðrar
leiðir. Flokkarnir ættu að koma
sér saman um að efna til nýs
framboðs og kalla til liðs við það
alla þá Reykvíkinga sem vilja
leggja sitt af mörkum til að það
verði lífvænlegt í Reykjavík. Út-
víkka m.ö.o. framboðið, halda
eitt sameiginlegt, galopið próf-
kjör þar sem óflokksbundið fólk
væri bæði kjörgengt og hefði
kosningarétt og hafa að baki
framboðinu eitt borgarmálaráð
(borgarmálaráðið gæti t.d. verið
30 manna listinn sem boðinn væri
fram). Með því yrðu tök flokk-
anna losuð og ýmis sambúðar-
vandamál kæmu síður upp. Ef við
berum gæfu til að láta slíkt fram-
boð verða að veruleika ntun það
eflaust auðvelda samstarf
jafnaðar- og félagshyggjufólks í
framtíðinni. Og á því þurfum við
svo sannarlega að halda.
Nú er lag
Eitt brýnasta verkefni ís-
Ienskra stjórnmála og efnahags-
mála er að koma Sjalfstæðis-
flokknum frá áhrifum og reyna
að halda honum áhrifalausum
eins lengi og hægt er. Til þess þarf
sameiginlegt átak. Það þarf einn-
ig að kveða niður gamla drauga
sem hafa torveldað fram að þessu
samstaf félagshyggjufólks,
drauga sem ekki er hægt að segja
að séu „í takti við nýja tíma” eins
og einn ágætur banki hér á landi.
Það liggur einnig í loftinu að fólk
sé tilbúið að hefja þessa göngu og
þess vegna skulum við hefjast
handa, henda gömlu þrætu-
eplunum foreldra okkar og horfa
fram en ekki aftur. „First we take
Reykjavik, then....”
Kjartan Valgarðsson cr formaður
Birtingar
„Eitt brýnasta verkefni íslenskra stjórnmála
og efnahagsmála er að koma Sjálfstœðis-
flokknumfrá áhrifum og reyna að halda hon-
um áhrifalausum eins lengi og hœgt er”
FRÉTTIR
Borgarstjórnarkosningar
Litlar líkur á samfylkingu
Kjartan Valgarðsson: Vona að afsameiginleguframboði verði. Stef-
anía Traustadóttir: Ekki grundvöllurfyrir samfylkingu
minnihlutaflokkanna
Litlar líkur eru á að minni-
hlutaflokkarnir í borgarstjórn
fari fram með sameiginlegan lista
í borgarstjórnarkosningum í vor,
þar sem Kvcnnalisti og Fram-
sóknarflokkur hafa þegar útilok-
að sameiginlegt framboð og Stef-
anía Traustadóttir formaður Al-
þýðubandalagsfélags Reykjavík-
ur segir sameiginlegt framboð
einungis koma til greina ef um
samfylkingu allra minnihluta-
flokkanna verði að ræða.
Kjartan Valgarðsson formaður
Birtingar sagði félagið styðja
sameiginlegt framboð minni-
hlutaflokkanna ef viðhaft verði
opið prófkjör við val á listann.
Alþýðuflokkurinn hefði boðið
ABR, Birtingu og Borgaraflokki
til viðræðna um sameiginlegt
framboð og Birting myndi ræða
þessi mál á félagsfundi í kvöld.
Kjartan sagði mikla málefnalega
samstöðu ríkja á milli minnihlut-
aflokkanna en það virtist vera
formastriði þar sem menn eyddu
meiri tíma í framboð en málefni.
Hann hefði orðið var við skiptar
skoðanir í öllum félögum stjórn-
málaflokkanna um sameiginlegt
framboð. Birting hefði ekki tekið
afstöðu til framboðs ef flokkarnir
bjóði ekki fram saman, mark-
miðið væri að leiða þessa flokka
saman.
Stefanía Traustadóttir sagðist
líta þannig á að ekki yrði um sam-
eiginlegt framboð að ræða þar
sem Kvennalisti, Borgaraflokkur
og Framsóknarflokkur hefðu
þegar tekið ákvörðun um að
bjóða fram undir eigin nafni.
Hún sæi ekkert nýtt og spennandi
við það að allir byðu fram undir
eigin nafni nema ABR. Fá félög
hefðu rætt þessi mál jafn opin-
skátt og ABR, sem alla tíð hefði
verið fylgjandi einhvers konar
samfylkingu minnihlutaflokk-
anna. Grundvöllur fyrir slíku
framboði virtist ekki vera til stað-
ar nú og því væri ABR að undir-
búa kosningarnar með hefð-
bundnum hætti. Hvort til greina
kæmi að bjóða fram með Al-
þýðuflokknum einum sagðist
Stefanía ekkert vilja segja um,
það væri félagsfundar að taka
ákvörðun um slíkt og ekkert boð
um viðræður við Alþýðuflokkinn
hefði borist stjórn ABR.
-hmp
ÞJÖÐVIUINN - SfÐA 5
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið
Vestmannaeyjum Margrét
Félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn í Kreml
fimmtudaginn 11. janúar kl. 20.30. Svav-
ar Gestsson menntamálaráðherra og
Margrét Frímannsdóttir alþingismaður
koma á fundinn og ræða landsmálin.
Félaqar, mætum öll og tökum með okkur
gesti.
Stjórnin
Svavar
FLÓAMARKAÐURINN
SMÁAUGLÝSINGAR
Til leigu
góð 4ra herbergja íbúð. Uppl. í síma
685144.
Æfingahúsnæði
fyrir hljómsveit óskast. Á sama stað
er til sölu Suzuki '81 á kr. 10.000.
Uppl. í síma 18503.
Hljómtækjaskápur
Pioneer, svartur með glerhurð, til
sölu. Uppl. í síma 75209.
Vantar klósett
Útvarp Rót vantar nothæft klósett
með stút í vegg. Uppl. í síma 622460
á kvöldin.
Síamskettlingar til sölu
Uppl. í síma 40266 e. kl. 17.
Vantar vél í Mazda 929
árgerð '80 (er 1800). Uppl. í síma
675809.
Nýleg barnakerra
til sölu á 4.000. Uppl. í síma 41373.
Hjálp!
Tvo unga námsmenn vantar innbú,
m.a. ísskáp, eldhúsborð, sófa og
stóla, potta og pönnur. Verður að
vera mjög ódýrt. Vinsamlegast hafið
samband í síma 72717 á kvöldin.
Einstæð móðir
óskar eftir þvottavél, litlum ísskáp og
lausu eldhúsborði ódýrt eða gefins.
Uppl. í síma 611136.
Til sölu
mokkakápa nr. 42, verð kr. 5.000.
Einnig tvískiptur prjónakjóll nr. 42-44,
verð kr. 2.500. Uppl. í síma 36117.
Hvitur páfagaukur
til sölu með búri og öllu tilheyrandi.
Uppl. í síma 43439 e. kl. 17.30.
Ágætu foreldrar!
Við mæðgurnar bjóðum barn á aldr-
inum 3-8 ára velkomið inn á heimilið
fyrri hluta dags. Ég er heimavinnandi
kennari og dóttir mín er fædd '84.
Bjóðum afslátt frá taxta. Uppl. í síma
24867.
Til sölu ódýrt
svefnbekkur, 190x70, hillur, hæð
126, breidd 161, skíðabuxur fyrir ca.
8-10 ára, svartir skautar nr. 37, gæru-
poki og burðarrúm. Uppl. í síma
33094.
Trésmíðavélar
Oska eftir að kaupa Eincostar tré-
smíðavél, Schroll sög, litla bandsög
og handverkfæri. Myndvarpi óskast á
sama stað. Uppl. í síma 98-34367.
Lítill ísskápur
og vel með farinn til sölu. Verð kr.
7.000. Sími 611426.
8-10 manna borðstofuborð
til sölu og 4 stolar geta fylgt með. Á
sama stað er einnig til sölu hornborð.
Uppl. í síma 686114.
Klassiskur gítar
Get bætt við mig nokkrum nemend-
um í klassískum gítarleik. Uppl. i síma
686114.
Ungbarnanudd
Kenni foreldrum ungbama á aldrin-
um 4 vikna til 10 mánaða nudd fyrir
ungbörn. Ragnheiður, sími 41734.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Laus staða
Fyrirhugað er að stofna í menntamálaráðuneytinu sér-
staka skrifstofu er nefnist almenn skrifstofa og er ætlað að
sinna verkefnum er varða rekstur ráðuneytisins og ýmsa
sameiginlega þjónustu.
Staða skrifstofustjóra almennrar skrifstofu menntamála-
ráðuneytisins er hér með auglýst laus til umsóknar. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir með upplýsingum um námsferil og störf skulu
hafa borist menntamálaráðuneytinu, 150 Reykjavík, fyrir
2. febrúar n.k.
Menntamálaráðuneytið,
8. janúar 1990
Happdrætti
Blindrafélagsins
Dregið 6. janúar
Vinningsnúmer eru:
8344, 5187, 7822, 11927, 9165, 11131,
11204, 1175, 1699, 1723, 6266, 6492,
7114, 7494, 8794, 9826, 10048, 11270,
4012, 11816.
Blindrafélagið, samtök blindra
og sjónskertra
Hamrahlíð 17
HVITUR STAFUR
TÁKN BLINDRA
íiv
UMFERÐ
FATLAÐRA’
VIÐ EIGUM
SAMLEIÐ
UMFERÐAR
Iráð