Þjóðviljinn - 13.01.1990, Side 4

Þjóðviljinn - 13.01.1990, Side 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Tjón af völdum náttúrunnar Skeytingarleysi margra íslendinga um náttúruna og um- hverfismál á sér sögulega skýringu. Margra alda andúö kynslóðanna á þessu landi sínu er lífseig. Þeir sem rækta þennan óláns-arf óafvitandi elska ekki náttúru okkar, bera enga virðingu fyrir henni, heldur líta á hana sem óþægilegan ógnvald, og ill örlög að hafa fæðst í þessu hrjóstruga veðra- víti. Bölsýni og umvandanir margra svokallaðra umhverfis- verndarsinna hafa líka öfug áhrif við tilganginn þegar verst lætur. Áhrif nöldurs og neikvæðis geta nefnilega valdið því að fólki finnist iítið til um skóglítið land, eyðimerkur og hrís- móa. Sífelldar ábendingar um ókosti landsins í núverandi ástandi eflir ekki endilega ást og virðingu æskunnar, heldur laumar því að henni að við séum „á mörkum hins byggilega heims." Leiðtogar þjóðarinnar klifa meira að segja á því stundum, að hér sé svo erfitt og dýrt að búa, að þessi þjóð verði að leggja meira að sér en aðrar, byrja fyrr á ævinni að puða og sitja uppi með lengri vinnuviku en tíðkast í samanburðar- löndunum vinsælu. Þar er enn alið á hugmyndinni um landið vonda. Rómantík 19. og 20. alda skáldanna okkar er villandi heimild um afstöðuna til land- og lífsgæða hér. Til að finna afsökun handa Fjallkonunni líktu þau henni við stranga en ástríka móður. Frostið átti að herða okkur, byljirnir og öldu- rótið að aga þjóðina. Af þessum draumsýnum er runnin sú bábilju-þróunarkenning, að umhverfið hérna hafi hreinsað úr mannfólkinu allt óhagstætt, að íslendingar séu afburða- kynstofn eftir ströngustu arbera-síu veraldarinnar, ísland í ellefuhundruð ár. Þegar réttindabarátta hjúa og verkafólks var að byrja á síðustu öld og gekk fram af góðbændum og höfðingjum, orðaði eínn höfuðklerkur norðan lands þá bæn sína í bréfi, að Drottinn gæfi nú þó ekki væri nema eitt duglegt hallæri, til að lækka rostann í vinnufólki og sýna því að þessi jarðvist væri ekkert grín. Vesturferðir íslendjnga á síðari hluta 19. aldar efldust að miklum mun vegna Öskjugoss og annarra harðinda. Fólk gafst upp á því að búa við þessi lífsskilyrði lengur. Ferða- skrifstofur þess tíma voru líka ósvífnar í brögðum sínum við að gylla fjarlæga unaðsreiti. Sannleikurinn er sá að fyrri tíðar menn fyrirlitu þetta um- hverfi sitt lengst af og völdu því hrakleg ummæli. íslendingar vöndust því öldum saman að líta á náttúru og vistkerfi ís- lands sem andstæðing. Náttúruöflin drápu og slösuðu fólk, ollu búsifjum, torvelduðu samgöngur og juku allt basl. Þetta sáu þeir skýrast sem heimsóttu erlend lönd. Ótrúlegast fannst þeim sem heimsóttu arabalöndin á 17. öld í kjölfar ránsferða Alsírmanna hingað að sjá hversu góð héruð Guð hafði afhent muslimum, ósvífnum heiðingjum að þeirra mati. Eina skýringin á því hvers íslendingar ættu að gjalda að sitja uppi með þennan refisvönd náttúrunnar var ao Guð agaði þann sem hann elskar. Náttúruhamfarirnar við suðurströndina um daginn sanna enn á ný að óvíða er manneskjan berskjaldaðri fyrir hættum af völdum náttúruaflanna en á íslandi. Sakleysislegustu ferðalög á sjó og landi hafa snúist upp í harmleiki, sem erfitt er að varast. Skriðuföll og snjóflóð tóku löngum fleiri mannslíf en nokkurt annað fyrirbæri. Á þessum áköfu tækni- tímum halda þau áfram að heimta eignir og mannslíf. Nær hálft hundrað sjómanna ferst árlega á hafinu, hvernig sem reynt er að auka öryggi til sjós. Öll þau dæmi sem hér voru rakin vísa á brýn verkefni í öryggismálum. Sjóvarnargarðar, brimbrjótar, Slysavarna- skóli sjómanna, snjóflóðavarnir og leiðbeiningar fyrir ferða- fólk - allt þetta verður að efla hérlendis. Tækni nútímans leyfir okkur að mótmæla því að landið sé vont, heldur segja, að við búum í góðu og hrikafögru landi, sem býður upp á heilbrigði og hreysti íbúanna. Þetta er heldur ekki of hættu- legt land, heldur land sem þarf að kunna á. Feiknarlegt tjón hefur orðið á Stokkseyri, Eyrarbakka, í Grindavík, vík í Mýrdal og víðar, vegna veðurofsa og sjó- gangs. íbúar þar eiga rétt á öruggum stuðningi opinberra aðila og myndarlegri aðstoð við gerð traustra, nútímalegra varna. Hugur þjóðarinnar er hjá þeim sem urðu fyrir skakka- föllum og óbætanlegu tjóni af ýmsum toga. ÓHT SMART-SKOT þJÓDVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími:681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufófag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, ólafur H.Torfason. Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aftrir blaftamenn: Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Inavarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÖmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrlfstofuatjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og af greiðsl ustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgrelftsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaftur: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiftsia, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Siðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verft í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblaft: 140kr. Áskr iftarver ft ó mánufti: 1000 kr. 4 StÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.