Þjóðviljinn - 13.01.1990, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 13.01.1990, Qupperneq 7
ERLENDAR FRÉTTIR Rúmenía Mótmæli gegn nýjum valdhöfum Almenningur sakar leiðtoga þjóðfrelsis- fylkingarinnar um kommúnisma |y| örg þúsund manns umkring- du höfuðbækistöðvar bráða- brigðastjórnarinnar í Rúmeníu í gær og hrópuðu ókvæðisorð að ráðamönnum. Fólkið krafðist þess að meintir kommúnistar í forystu þjóðfrelsisráðsins, sem fer með stórn í Rúmeníu, yrðu látnir víkja. Það krafðist þess líka að háttsettir embættismenn úr stjórn kommúnista yrðu teknir af lífí, en bráðabirgðastjórnin hefur afnumið dauðarefsingu. Mótmælaaðgerðirnar hófust á fjöldafundi sem stjórnvöld boð- uðu til að minnast þeirra sem féllu í byltingunni gegn Ce- ausescu í desember. Andófsað- gerðirnar, sem virtust sjálf- sprottnar, sýna vel andúð al- mennings á öllum þeim sem teng- dust stjórn kommúnistaflokksins á einhvern hátt. Rúmenska ríkis- sjónvarpið hafði beina útsend- ingu frá aðgerðunum Dagurinn í gær var opinber minningardagur um þá tíu þús- und manns sem talið er að hafi fallið í átökum við öryggislög- reglu landsins í byltingunni. Dag- blaðið Romania Liberia hvatti fé- laga í kommúnistaflokknum til að brenna flokksskírteini sín í gær. Fjöldi manns varð við áskorun blaðsins og brenndi skírteinin við helgiskrín sem sett voru upp víðsvegar á gangstétt- um í Búkarest þar sem menn höfðu fallið. Alls voru 3,8 miljónir félaga í flokknum. Starfsemi flokksins hefur legið niðri frá því að stjórn Ceausescus var steypt. Engar lík- ur eru á að hann taki aftur til starfa. Andstaða almennings við flokkinn er svo mikil að það er meira að segja ólíklegt að fyrr- verandi forystumenn flokksins treysti sér til að halda fund til að Ieggja hann niður. í gærkvöldi var því lýst yfir að flokkurinn hefði verið lagður niður. Strax eftir byltinguna komu fram ásakanir um að tækifæris- sinnar úr röðum kommúnista hefðu búið um sig í forystu þjóð- frelsisráðsins sem tók völdin eftir fall Ceausescus. Svo virðist sem sumir yfirmenn í hernum og aðrir háttsettir menn hafi byrjað að undirbúa að steypa Ceausescu jafnvel mánuðum fyrir bylting- una gegn honum. I ljós hefur komið að mörgum vikum fyrir desemberuppreisnina höfðu þeir samband við Sovétstjórnina til að kanna hver viðbrögð hennar yrðu ef Ceausescu yrði steypt. Gagnrýnendur bráðabirgða- stjórnarinnar benda á að Ion Iliescu, sem þjóðfrelsisráðið fól embætti forseta, hafði umsjón með hugmyndafræði kommún- istaflokksins þangað til hann féll í ónáð seint á sjöunda áratugnum. Silviu Brucan, áhrifamikill félagi í framkvæmdastjórn ráðsins, var líka náinn samstarfsmaður Ce- ausescus og fulltrúi Rúmena hjá Sameinuðu þjóðunum þar til á síðustu árum valdatíma hans. Petre Roman forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar er hins vegar fremur vinsæll þrátt fyrir að faðir hans hafi um tíma verið ráð- herra í stjórn kommúnista. Vin- sældir hans komu samt ekki í veg fyrir að hann væri hrópaður niður á minningarfundinum í dag þegar hann sagði fundarmönnum að kommúnistaflokkurinn væri ekki lengur til. Líklegt er að stjórnvöld neyðist til að taka tillit til gagnrýninnar og gera einhverjar breytingar á forystu þjóðfrelsis- ráðsins. Því hefur þegar verið lofað að láta fara fram rannsókn á því hvort einhverjir félagar í héraðs- og sveitanefndum ráðsins hafi gegnt störfum í stjórnkerfi kommúnista. rb íbúar Búdapest grafa fórnarlömb öryggislögreglunnar. Almenningur krefst þess að þeir sem báru ábyrgð á blóðbaðinu verði dregnir til ábyrgðar. Japanar r Stefna á tunglið Japanar ætla að senda gervi- hnött umhverfís tunglið síðar í þessum mánuði. Þar með verða þeir þriðja tunglferðarþjóð jarð- arinnar. Samkvæmt áætlun verð- ur japanska geimfarinu Muses-A skotið á loft 23. janúar með tvo gervihnetti innanborðs. Annar á að fara á sporbaug umhverfís tunglið en hinn umhverfís jörð- ina. Höfuðmarkmið geimferðar- innar er að kanna hvernig hægt sé að nota aðdráttarkraft tunglsins til að hafa áhrif á braut gervi- hnatta. Þá verða m.a. gerðar rannsóknir á nýjum japönskum fjarskiptabúnaði fyrir geimför sem nota á til að senda boð frá tækjum sem í framtíðinni verða send í útjaðar sólkerfisins. Þetta er fyrsta tunglferð jarð- arbúa frá því að Sovétmenn sendu ómannað geimfar til tungslsins í ágúst 1976. Banda- ríkjamenn urðu fyrstir til að nálg- ast tunglið með geimkönnuðin- um Pioneer 4 sem flaug framhjá mánanum 3. mars 1959. Sovéska geimfarið Luna 2 brotlenti svo á tunglinu 1959. Bandaríkin Metfiárfestingar útlendinga r Utlendingar fjárfcstu meira í Bandaríkjunum árið 1989 en nokkurn tíma áður. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðafjárfesting- arsamtakanna, sem hafa bæki- stöðvar í Washington, námu beinar fjárfestingar erlendra að- ila 66 mi|jörðum bandaríkjadala á árinu samanborið við 58 milj- arða árið 1988. Á fyrstu níu mánuðum ársins jukust erlendar fjárfestingar um 43,9 miljarða dollara og námu PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða símsmiði - símsmiðanema Laun eru greidd á námstímanum. Störf þessi henta jafnt körlum sem konum. Upplýsingar veita starfsmannadeild v/ Austurvöll og umdæmisstjórar á Akureyri, ísa- firöi og Egilsstöðum. samtals 373,7 miljörðum dollara í septemberlok. Jafnvel þótt ýmsir haldi því fram aö Japanar séu að leggj a undir sig bandarískt athafnalíf þá eru það Evrópumenn sem fjárfesta mest í Bandaríkjunum. Bretar fjárfestu langmest. Nýjar fjárfestingar þeirra námu 19,7 miljörðum doll- ara á fyrstu þremur níu mánuðum ársins og voru heildarfjárfesting- Vörubílabann í Mflanó Borgaryfírvöld í Mflanó hafa bannað alla vörubflaumferð í fjóra daga vegna mikillar loftmengunar. Bannið gekk í gildi í morgun. Almenningur var einnig hvattur til að draga úr húsakyndingu og nota einkabíla sem minnst í von um að það minnki mengunina. Haldi ástandið áfram að versna verður gripið til enn frekari að- gerða og skólum lokað. Þetta er annar veturinn í röð sem stjórnvöld í Mflanó hafa orð- ið að gera ráðstafanir til að tak- marka mengun. Miklar stillur eru í borginni svo að mengað útblást- ursloft frá bflum og verksmiðjum safnast fyrir. Reuter/rb ar þeirra í Bandaríkjunum komn- ar upp i 121,6 miljarða dollara í september. Japanar, sem komu næst á eftir Bretum, juku á sama tíma heildarfjárfestingar sínar um 5,4 miljarða dollara upp í samtals 52,6 miljarða. Erlendar skuldir Bandarflcja- manna jukust mun hraðar en sem nam erlendum fjárfestingum. Þær námu samtals 581 miljarði dollara í lok þriðja ársfjórðungs 1989 sem er 52,6 miljarða aukning frá ársbyrjun. Til saman- burðar má nefna að heildar- skuldir Bandaríkjamanna, sem eru næstskuldugasta þjóð heims, nema 108 miljörðum dollara. Reuter/rb Mexíkó Miljarða- aðstoð frá Spáni Spánverjar veita Mexíkó- mönnum jafnvirði 250 miljarða króna í efnahagsaðstoð á næstu fímm árum. Samkvæmt samkomulaginu, sem var undirritað í Mexíkóborg í fyrrakvöld, býður Spánarstjórn spænskum fyrirtækjum fjárhags- aðstoð til að fjárfesta í Mexíkó. Hið opinbera býður einkafyrir- tækjum hagkvæm lán að jafnvirði nær hundrað miljörðum króna gegn því að þau leggi sjálf fram rúmlega hundrað og fimmtíu miljarða króna til fjárfestinga í Mexíkó. Reuter/rb Austur-Þjóðverjar Fækka sendiráðum Austur-Þjóðverjar hafa í hyg- gju að leggja niður mörg af sendi- ráðum sínum erlendis. Talsmaður austur-þýska utan- ríkisráðuneytisins segir þetta gert til að draga úr útgjöldum við utanrikisþjón ana. Austur- Þjóðverjar hati ekki efni á mörg- um sendiráðum erlendis. Hann vildi ekki skýra frá því í gær hvaða sendiráð væri um að ræða. Framvegis eiga sendiráð Austur-Þjóðverja að sjá um hagsmuni þeirra gagnvart tveimur eða fleiri ríkjum. ERT ÞÚ VIÐBÚIN(N) ÓVÆNTUM „GESTI“ AF Á HÚF! RAÐ yUMFERÐAR I Laugardagur 13. janúar 1990 , Þ.tÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.