Þjóðviljinn - 23.01.1990, Síða 1
Þriðjudagur 23. janúar 1990 15. tölublað 55. órgangur
Samningar
Tiygging ræður úrslitum
Vonast eftirað samið verðifyrirhelgi. Rœtt við ríkisstjórn o.fl. ídag. KröfurASI ekki enn Ijósar, en Ijóstað trygging
verðursettáoddinn. Búist við 3% launahœkkun á árinu og 5% verðbólgu
Ígær sátu fulltrúar Alþýðusam-
bands íslands og vinnuveitenda
á fundi í húsi sáttasemjara og
stefndu markvisst að því að ganga
frá drögum að samningi fyrir
kvöldið þannig að hægt verði að
ræða einstök atriði við ríkis-
stjórn, banka og Stéttarsamband
bænda í dag. Takist það er vonast
til að hægt verði að ganga frá
samningi um eða eftir næstu
helgi.
Þótt samningsaðilar sameinist
um slíkan ramma eru enn margir
óhnýttir endar varðandi samn-
ingsgerðina. í fyrsta lagi hefur
ASI ekki enn sett fram launa-
kröfur sínar. Þá er ljóst að ef sam-
ið verður um litlar launahækkan-
ir einsog allt virðist benda til,
verður krafan um einhverskonar
kaupmáttartryggingu sett á
oddinn við samningsgerðina, en
atvinnurekendur hafa verið mjög
tregir til viðræðna um það.
Rætt er um fjórar leiðir til að
tryggja kaupmátt. í fyrsta lagi
beina verðtryggingu launa með
vísitölubindingu, en mikil and-
staða er við það meðal atvinnu-
rekenda. í öðru lagi rauð §trik
þannig að kaup hækki ef verðlag
fer yfir tiltekin mörk. í þriðja lagi
önnur útfærsla á rauðum strik-
um, þar sem launanefnd ákvarði
launabreytingar að gefnum for-
sendum. í fjórða lagi að samning-
ar verði uppsegjanlegir með
stuttum fyrirvara ef verðlag fer
fram úr gefnum viðmiðunar-
mörkum.
Forsetar ASÍ, Örn Friðriksson, Ragna Bergmann og Ásmundur Stefánsson ræða málin við upphaf fundar í gær. Mynd: Jim Smart.
„Það sem enn er óunnið er að
tryggja að samningar fái þann
framgang sem vænst er. Vanda-
málið er alltaf að þrátt fyrir að
skrifað verði undir vitræna kjara-
samninga haldi áfram óstjórn
efnahagsmála þannig að samn-
ingurinn verði keyrður út í móa,“
sagði Einar Oddur Kristjánsson
formaður VSÍ fyrir fundinn í gær.
Hann taldi mjög mikilvægt að
hægt yrði að ganga á fund fyrr-
greindra aðila í dag.
Samningaviðræðum hefur ver-
ið skipt upp í átta starfshópa þar-
sem einkum hefur verið rætt um
kaupmáttartryggingu, lífeyris-
mál, vaxtamál og félagsleg atriði.
Hópurinn sem ræðir lífeyrismál
fór á fund Guðmundar Bjarna-
sonar heilbrigðisráðherra í gær
en ráðherra tók ekki undir til-
lögur þeirra, enda ganga þær ým-
ist út á hærri útgjöld eða lægri
tekjur.
Það veltur því á viðræðum við
ríkisstjórn, bændur og banka-
stjóra hvort hægt verður að semja
á næstu dögum. Ekki er ólíklegt
að viðkomandi samningur muni
fela í sér 3% launahækkun á ár-
inu og færi verðbólga þá niður í
allt að 5% og kaupmáttur yrði
svipaður og hann var í desember
sl.
-þóm
Sjá síðu 3
Húshitun
Landsvirkjun lækkar afslátt
Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðustu viku að lœkka afsláttáorku til
Rafmagnsveitna ríkisins um 50%. RARIKfékk 74 miljónir íafslátt í
fyrra. Jóhann Már Maríusson: Rafmagn enn ódýrara en olía
Stjórn Landsvirkjunar ákvað á
fundi sínum á fimmtudaginn í
síðustu viku að lækka afslátt á
raforku til húshitunar sem Raf-
magnsveitur ríkisins hafa fengið,
úr 31 eyri á kílóvattstund í 15,5
aura. Guðmundur Guðmunds-
son hjá RARIK sagði í gær að
Landsvirkjun hefði ekki enn til-
kynnt þetta formlega til RARIK
þannig að hann vildi ekki tjá sig
um málið.
Á síðasta ári fékk RARIK
samtals 74 miljóna afslátt á orku
til húshitunar. Jóhann Már Mar-
íusson hjá Landsvirkjun sagði
Þjóðviljanum að upphaflega
hefði Landsvirkjun veitt þennan
Fatlaðir
Neyðarástand í húsnæðismálum
Við krefjumst þess að bætt
verði úr husnæðismálum
mikið fatlaðs fólks í landinu,“
sagði Helgi Hróðmarsson starfs-
maður Öryrkjabandalags Islands
og Þroskahjálpar, en þessi
samtök hafa sent Steingrími
Hermannssyni forsætisráðherra
bréf þar sem þess er krafist að
ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu
þess efnis að við fjárlagagerð
fyrir árið 1991 verði tryggt fjár-
magn tii þess að ráða bót á vanda
þeirra fötluðu einstaklinga sem
eru í brýnastri þörf fyrir húsnæði
og þjónustu, og að það verði gert í
samráði við hagsmunasamtök
fatlaðra.
Helgi sagöi að sl. vor heföi ver-
ið gerð könnun á húsnæðismálum
fatlaðra og þá hefði komið í ljós
að 108 mikið fatlaðir einstak-
lingar bjuggu við mjög slæmt
ástand í húsnæðismálum. í fram-
haldi af því ákváðu samtök fatl-
aðra að gera átak í málinu og dag-
ur fatlaðra, 13. október sl. var
m.a. liður í því, e'n þá var farið
fram á úrbætur í þessum málum.
„Stjórnvöld hafa rætt um fram-
kvæmdaáætlun sem taki til allra
þátta sem varða fatlaða en því
miður hafa húsnæðismálin ekki
verið tekin út úr sem sérstakt
neyðarmál, en þar teljum við að
skórinn kreppi einna verst,“
sagði Helgi.
Helgi sagði að samtökin hefðu
haldið fund með fulltrúum allra
stjórnmálaflokka og farið fram á
samstöðu flokkanna um þessi
mál.
„Þessu erindi okkar var vel
tekið og talað um að það bæri að
leysa þessi mál,“ sagði Helgi að
lokum.
-Sáf
afslátt til þess að raforka yrði
samkeppnisfær sem orkugjafi við
olíuna. Hrein viðskiptaleg sjón-
armið hefðu ráðið þar ferðinni.
Landsvirkjun hefði í huga á
hverjum tíma að rafmagnið kæmi
betur út en aðrir orkugjafar og
þrátt fyrir lækkun afsláttarins
stæði rafmagnið betur að vígi en
olían.
í raun gæti Landsvirkjun fellt
afsláttinn niður að fullu og samt
væri ódýrara að kynda með raf-
magni en olíu, sagði Jóhann Már.
í raun væri munurinn á samsvar-
andi orku frá olíu og rafmagni 58
aurar.
Ákvörðun Landsvirkjunar
mun hækka húshitunarkostnað
hjá þeim sem kynda með raf-
magni. Ef miðað er við 20 þúsund
kílóvattstunda notkun á ári
hækkar orkureikningurinn um 3-
4.000 krónur. „Það stendur ekki
til að leggja neinar manndráps-
klyfjar á fólk,“ sagði Jóhann
Már. Landsvirkjun reyndi að
halda olíu fyrir utan með eins
lágu verði á raforku og hægt væri.
-hmp
Azerbaijan
Sambands-
slitum hótað
|% ingið í Azerbaijan hótaði í
10 gær að segja Sovétlýðveldið
Azerbaijan úr Sovétríkjunum
nema neyðarlög yrðu afnumin.
Þingið gaf sovésku stjórninni
tveggja sólarhinga frest til að
kalla burt herlið sem var sent til
Azerbaijan eftir að til óeirða kom
í höfuðborginni Baku fyrir viku.
Þingið ætlar að boða til kosninga
um sambandsslit við Sovétríkin
ef sovéska stjórnin verður ekki
við þessum kröfum. Sovéski
herinn greip til skotvopna á laug-
ardag til að brjótast í gegnum
vegatálma fyrir utan Baku.
Stjórnvöld segja að færri en
hundrað manns hafi fallið en leið-
togar Azera segja að allt að eitt
þúsund manns hafi látið lífið í
árás hersins.
Nær ein miljón manns safnað-
ist saman í Baku í gær við fjöl-
daútför sextíu fórnarlamba átak-
anna þrátt fyrir útgöngubann í
borginni.
Tass fréttastofan sovéska
skýrði frá því að fjölmennir mót-
mælafundir hefðu líka verið
haldnir í mörgum öðrum borgum
og bæjum í Azerbaijan og nokkur
þúsund Azerar tóku þátt í mót-
mælaaðgerðum í Moskvu í gær.
Reuter/rb
Sjá síðu 6