Þjóðviljinn - 23.01.1990, Page 6

Þjóðviljinn - 23.01.1990, Page 6
ERLENDAR FRETTIR Sovétríkin Landamærum við Iran lokað Sovéskar hersveitir lokuðu í gær landamærum Sovétríkj- anna og írans að sögn írönsku fréttastofunnar IRNA. Tugir þúsunda Azera hafa far- ið yfir landamærin að undan- förnu til að taka þátt í islömskum trúarathöfnum í Iran. Sovétmenn saka Azera í íran um að senda þá með vopn yfir til Sovétríkjanna. írönsk stjórnvöld hafa hvatt Sovétmenn til að sýna stillingu og beita ekki vopnavaldi gegn músl- imum í Azerbaijan. íranska stjórnin hefur samt forðast að Jemen Pólitískum föngum sleppt Stjórnvöld í Suður- og Norður- Jemen gáfu í gær út sameiginlega tilskipun um að allir pólitískir fangar í báðum ríkjunum skyldu leystir úr haldi. Ríkisstjórnir Suður-Jemens og Norður-Jemens undirrituðu í nóvember uppkast að stjórnar- skrá sem kveður á um samein- ingu ríkjanna. Samkvæmt henni verður ríkisstjórnin sameinuð og sömuleiðis allar ríkisstofnanir. Reuter/rb taka undir kröfur þjóðernissinn- aðra Azera um sjálfstæði enda búa að minnsta kosti ein og hálf miljón Azera í fran. Hætt er við að þeir kljúfi sig frá íran ef sjálf- stætt ríki yrði stofnað í Azer- baijan. Mörg hundruð þúsund Azerar búa líka í Tyrklandi og hefur tyrkneska stjórnin boðist til að senda læknisaðstoð til Azer- baijan. Sovésk yfirvöld hafa hingað til haldið því fram að þjóðernis- hreyfing Azera nyti lítils fylgis. En eftir miljón manna mótmæla- aðgerðir í Baku í gær viðurkenndi fréttamaður sovéska sjónvarps- ins í fréttatíma að almenningur styddi þjóðernishreyfinguna. Reuter/rb Þjóðernissinnar hafa komið upp vegatálmum víðsvegar í Azerbaijan til að hindra för sovéska hersins. Mútur Indverjar stefna Bofors Indversk stjórnvöld lögðu í gær fram kæru á hendur sænska vopnaframleiðandum Bofors fyrir að hafa mútað indverskum embættismönnum til að kaupa sænsk vopn. Svíarnir eru sagðir hafa greitt jafnvirði rúmlega þriggja milj- arða íslenskra króna í mútur til að tryggja sér vopnapöntun árið 1986 fyrir um áttatíu miljarða króna. Rajendra Shekhar fram- kvæmdastjóri Rannsóknarnefnd- ar indverska ríkisins segir að nokkrir indverskir embættis- menn hafi einnig verið kærðir fyrir aðild að málinu. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa átt aðild að glæpsamlegu sam- særi, þeir hafi misnotað aðild sína sem opinberir starfsmenn, dregið sér fé og falsað skjöl. Upp komst um mútumálið í apríl 1987 þegar sænska ríkisút- varpið skýrði frá mútgreiðslum Boforsfyrirtækisins til indverskra embættismanna. Vishwanath Pratap Singh for- sætisráðherra Indlands var þá varnarmálaráðherra í stjórn Kongressflokksins. Hann sagði af sér eftir að Gandhi þáverandi forsætisráðherra neitaði að verða við kröfu hans um að upplýsa málið. Boforshneykslið olli hörðum deilum á indverska þinginu. Það varð meðal annars til þess að Ra- jiv Gandhi boðaði til þingkosn- inga í nóvember þar sem stjórn hans missti meirihluta. Reuter/rb ísskápurlnn - frystikistan Endurnýjum ísskápinn og frystikist- una. Fljót og góð þjónusta. Kæli- tækjaþjónustan sími 54860. íbúft óskast Par óskar eftir íbúð í eða í nágrenni við miðbæ Reykjavíkur. Leiga sam- kvæmt samkomulagi. Uppl. í síma 25686 eftir kl. 17.00. Notaður eldhúsbekkur úr eldhúsinnróttingunni sem þú ert að henda óskast til kaups. Þovaldur, sími 25188 á daginn, 13391 á kvöld- in- i . - Att þu gamlar dýnur sem þú þarfta að losa við? Við þiggjum það með þökkum. Vinsamlegast hringið í síma 681331 eða 681310 kl. 9-5. Toyota Corolla DX ‘87 ekinn 45.000 km, 5 gíra, þriggja dyra og rauður á litinn. Verð kr. 560.000. Útborgun 300.000, eftirstöðvar á skuldabréfi í eitt ár. Á sama stað er til sölu eldavél á kr. 5.000, afruglari á kr. 12.000 og Saab 900 GL ‘80, verð samkomulag. Upplýsingar í síma 34029 eða 33586. Til sölu Cortina ‘79 óryðgaður og í góðu lagi. Vetrar- og sumardekk. Selst ódýrt. Uppl. í síma 25373. Hæ, hæ! Við erum 4 hressar og vanar stúlkur sem tökum að okkur hreingerningar og barnapössun á kvöldin. Við erum í síma 39166 eftir kl. 17.00. Tinna. Múraranemi á síðasta ári tekur að sér ýmis konar verkefni, breytingar, viðgerðir o.fl. Sími 78181, Torfi. íbúð óskast Einstaklingsíbúð eða stórt herbergi með eldunaraðstöðu óskast fyrir reglusaman einhleypan mann. Ör- uggar mánaðargreiðslur. Sími 82470 kl. 10-18 og 670223 á kvöldin. Þvottavél - Ferðaþristur Óska eftir tölunni 4 í samreit Ferða- þrists, skipti eða greiðsla í boði. Einn- ig óskast þvottavél til kaups. Aðeins góð vél kemur til greina. Uppl. í síma 30834. Greiðabíll á stöð Vel með farinn greiðabíll á stöð til sölu á kr. 400.000. Uppl. í síma 40344. JH sölu notað sófasett og borð á kr. 10.000 og ónotuð þvottavél á kr. 15.000 (Index). Einnig Philips ryksuga á kr. 5.000. Upplýsingar í síma 29498. Trommusett Sem nýtt trommusett til sölu. Uppl. í síma 17369. Júgóslavía Flokksræði afnumið Júgóslavneskir kommúnistar afsöluðu sér valdaeinokun á þingi kommúnistaflokksins í gær. Flokksþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að leggja til við þingið að innleiða fjöl- flokkakerfi í Júgóslavíu. Hörð andstaða kom hins vegar fram við tillögu slóvanskra kom.núnista um að flokkurinn yrði leystur upp í átta flokka, einn fyrir hvert fylki í Júgóslavíu. Tillaga um að kljúfa flokkinn í tvo flokka, kommúnistaflokk og sósíalistaflokk, fékk lítinn hljóm- grunn. Reuter/rb íran Alþjóðlegt hungurveridall Iranskir stjórnarandstæðingar í útlegð hófu í gær tíu daga hung- urverkfall til að mótmæla mannréttindabrotum í íran. Talsmaður hópsins í Genf sagði að hungurverkfallið næði til sex hundruð manns í tólf borgum víðsvegar um heim. Hungurverkfallið var boðað núna til að vekja athygli á heim- sókn eftirlitsfulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Reynaldo Galindo Pohl, til írans til að kanna meint mannréttindabrot. Pohl, sem er frá E1 Salvador, kom til Teheran í gær. Þar beið eftir honum hópur fólks sem vildi segja honum frá örlögum ætti- ngja sem hefðu verið líflátnir. Reúter/rb Sviss Suður-Kórea Fjendur fallast í faðma Stjórnarflokkurinn í Suður- Kóreu og tveir flokkar stjórnar- andstæðinga hafa ákveðið að sameinast í einn stóran flokk. Roh Tae-woo forseti Suður- Kóreu skýrði frá þessu í gær ásamt stjórnarandstöðuleiðtog- unum Kim Young-sam og Kim Jong-pil. Þeir sögðu að stefnt væri að því að stofna nýja flokk- inn fyrir febrúarlok. Flokkurinn, sem á að heita Lýðræðislegi frelsisflokkurinn, kemur til með að hafa yfirgnæf- andi meirihluta á suður-kóreska þinginu. Fjölmiðlar í Suður- Kóreu segja að hann sé byggður á fyrirmynd Frjálslynda lýðræðis- flokksins í Japan sem hefur verið samfleytt við stjórn frá því skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari. Fréttum um sameininguna var tekið vel á verðbréfamarkaðnum í Suður-Kóreu og ruku verðbréf strax upp um þrjú prósent. Leiðtogar Lýðræðislega frels- isflokksins eru sagðir hafa gert samkomulag um breytingar á stórnkerfi Suður-Kóreu. I stað voldugs forseta, sem er kosinn í beinum kosningum eins og í Bandaríkjunum, á að koma for- sætisráðherra sem þingið kýs. Eftir sameininguna verður bara einn stjórnarandstöðuflokk- ur eftir undir forystu Kim Dae- jungs. Hann hefur löngum þótt róttækari en aðrir leiðtogar stjórnarandstæðinga og hefur honum meðal annars verið brugðið um vinsemd í garð kom- múnista í Norður-Kóreu. Reuter/rb Danmörk Uppgjör við stalínista Harðlínumenn urðu undir í danska kommúnistaflokknum, DKP, um helgina. Umbótasinnar undir forystu Ole Sohn náðu meirihluta í mið- stjórn flokksins á aukafundi sem haldinn var um breytingarnar í Austur-Evrópu og kreppu kommúnismans. Gamlir stalín- istar, sem hafa ráðið stefnu flokksins í yfir 30 ár, urðu að víkja fyrir umbótasinnum í miðst- jórninni. Danski kommúnistaflokkur- inn hefur ekki haft fulltrúa á þingi frá 1979. Embættismenn flokks- ins segja að félagar í honum séu um sjö þúsund talsins. Reuter/rb Vígvæöingardeilur í Alpafjöllum Kaspar Villiger varnarmála- ráðherra Svisslendinga segir nauðsynlegt að endurnýja flug- flota svissneska hersins þrátt fyrir háværar kröfur um niðurskurð á útgjöldum til hermála. Ráðherrann sagði á blaða- mannafundi í gær að breytingam- Eg heití SISSA Ég er sauður - ég meína hrútur SJÁUMST í DANSHÖLLINNIÁIAUGAPDAGINN ar í Austur-Evrópu og samdrátt- ur í herafla hernaðarbandalaga austurs og vesturs drægju ekki úr mikilvægi þess að endurnýja flug- flotann sem væri löngu orðinn úr- eltur. Varnarmálaráðuneytið vill eyða jafnvirði 120 miljarða ís- lenskra króna til að kaupa 34 F/ A-18C Hornet orrustuþotur frá McDonnelI Douglas fyrirtækinu á næstu árum. Mikil andstaða er við þessar áætlanir á svissneska þinginu og meðal almennings. 35,6% kjós- enda greiddu atkvæði í nóvember með tillögu um að leggja niður svissneska herinn. Reuter/rb 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.