Þjóðviljinn - 23.01.1990, Page 11
Dyngjudraumar
Ríkisútvarpið - Leiklistardeild.
Dyngja handa frúnni eftir Odd
Björnsson.
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir.
Leikendur: Erlingur Gíslason, Helga
Backmann, Árni Tryggvason, Vald-
imar Helgason, Þorsteinn Gunnars-
son, Randver Þorláksson, Saga Jóns-
dóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Guð-
rún Marinósdóttir og fleiri.
Fyrir nær þrem áratugum hóf
Oddur Björnsson höfundarferil
sinn með leikriti í útvarpinu sem
kallaðist Einkennilegur maður.
Þetta verk vó salt milli tveggja
hefða í leikritun þessa tíma. Það
vísaði í senn aftur til reykvískra
gamanleikja eftirstríðsáranna og
fram til þeirra tilrauna sem áttu
eftir að blómstra áratuginn á eftir
og Oddur átti ekki minnstan þátt
í með sínum mörgu leikþáttum.
Oddur hefur æ síðan verið skáld
hins knappa forms. Hann skoðar
jafnan afmarkað þröngt þema og
spinnur úr því stutta þætti sem
gjarna liggja á ystu mörkum eftir-
líkingar, á skjön við hversdags-
leikann og yrkja gjarna kunnar
kringumstæður og persónur,
skopgerir þær og færir í snið fár-
ánleikans. Hann hefur einbeitt
sér um nokkra hríð að verkum
fyrir hljóðvarp og látið aðra
miðla vera.
íslenskir leikritahöfundar búa
reyndar við næsta takmarkaðan
markað og eru dæmdir til mein-
lætalifnaðar eða áhugamennsku í
starfi sínu, leikhúsin eru fá og
sýna sjaldan innlend verk, verða
líka að vera vandfýsin á hvað þau
sýna af efnahagslegum ástæðum,
sjónvarpsvettvangur fyrir leik-
skáld er smár, kvikmyndir hafa
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
enn ekki opnast þeim, áhugaleik-
hópar hafa ekki fjárhagslegt bol-
magn til að taka innlend verk til
frumsýninga nema höfundar selji
vinnu sína og verk með afslætti.
Allar kringumstæður í leiklistar-
lífi okkar eru letjandi fyrir inn-
lenda höfunda. Leiklistardeild
Ríkisútvarpsins virðist þeirra
hinsta skjól og greiðir reyndar
lágmarkslaun fyrir vinnu þeirra
en birtir þó umtalsverða fjölda
innlendra verka á ári.
Liðnar tvær vikur hefur
leiklistardeild hlóðvarps flutt
þætti úr þriggja þátta framhalds-
verki eftir Odd Björnsson sem
kallast Dyngja handa frúnni.
Þetta er skopleikur um kaup-
mannsfrú í Reykjavík sem tekur
upp á því manni sínum og dóttur
til hugarangurs að hefja skriftir
„lífsreynslusögu“ í svefnherbergi
sínu, upplifa bóhemíska óra á
pappírnum líklega sökum þess
hvað hversdagslífið er snautt af
tilbreytingu og skemmtun. Ást-
æðurnar eru aldrei ljósar og
reyndar er allur söguþráður, per-
sónugerð og kringumstæður með
miklum ólíkindum og felst skop-
færsla leiksins að hluta til í því.
Eftir að skriftirnar eru hafnar lík-
ar henni aðstaðan illa og lætur
kjörbúðareigandann, mann sinn,
reisa sér dyngju. Segir síðan af
sambandi kerlingar við útibús-
stjóra banka, útgefanda og sál-
fræðings. Allt er þetta í ólíkinda-
tóni skrifað, í leikandi léttum stíl
og forleikur Mozarts úr Cosi van
tutte sem fluttur er að hluta á
undan leiknum gefur tóninn strax
í upphafi.
Eg verð að játa að ég fann ekki
púðrið í þessum tveim þáttum
sem þegar er búið að senda út.
Víst vinna leikararnir prýðilega
með stemmningu textans. Allt er
leikandi létt, hratt og hástemmt,
en skop Odds finnst mér fara fyrir
ofan garð og neðan, samræðurn-
ar þungamiðjulausar enda átök
öll í verkinu léttvæg. Skopið
minnir líka mikið á liðna tíð,
heim sem er horfinn. Sálfræð-
ingabrandarar ganga vissulega
ennþá en hljóma undarlega á
skjön við veruleikann og byggja
engan veginn á málstíl og við-
fangsefnum stéttarinnar í dag
sem líklega var vilji til að skop-
stæla. Sömu sögu er að segja af
hugleiðsluskopi í þriðja þættin-
um og reyndar öllu menningar-
stússi kerlingar sem var ekki í
neinum tengslum við játninga-
ástundun kvenna í fjölmiðlum í
dag. Hvort tveggja mátti þó
skopstæla í ríkum mæli. En þá er
ég farinn að heimta annað en
Oddur skrifaði. Skopleikur hans
átti sýnlega að vera léttur og
skemmtilegur en var það ekki.
- pbb
Kvennalistinn á móti
Örstutt athugasemd við Össur Skarphéðinsson
á beininu
í viðtali við Össur Skarphéð-
insson í síðasta Helgarblaði Þjóð-
viljans er eftirfarandi haft eftir
honum um sameiginlegt framboð
minnihlutaflokkanna í borgar-
stjórn í Reykjavík: „Afstaða
Kvennalistans er alls ekki skýr.
Fáeinar forystukonur Kvenna-
listans hafna sameiginlegu fram-
boði en aðrar forystukonur, sem
hafa áður leitt bæði þinglista og
borgarstjórnarlistann í kosning-
um eru því fylgjandi. Þá tel ég
það ekki spurningu að grasrótin í
Kvennalistanum er slíku fram-
boði fylgjandi, einkum ef A-
flokkarnir væru komnir af stað.“
Ekki veit ég hvaðan Össur hef-
ur sínar upplýsingar, en þær eru
rangar. Afstaða Kvennalistans er
mjög skýr í þessu máli. Kvenna-
listinn í Reykjavík hefur tekið
málið fyrir á þrem félagsfundum.
Fyrst þegar Alþýðuflokksfélagið
í Reykjavík viðraði hugmyndir
um sameiginlegt framboð, svo
aftur þegar Birtingarfólk kynnti
svipaðar hugmyndir, og nú sfðast
þegar Vinnum saman í vor-
hópurinn vildi kanna möguleika
á sameiginlegu framboði minni-
hlutaflokkanna og óflokksbund-
ins fólks.
Það er engum blöðum um það
að fletta að yfirgnæfandi meiri-
hluti á þessum fundum var and-
vígur hugmyndum um sameigin-
legt framboð. Konur fóru í fram-
boð upphaflega m.a. vegna þess
að þær voru ósáttar við stöðu sína
í samfélaginu og þóttust búnar að
sannreyna að starfandi flokkar og
samtök voru ekki í stakk búin eða
höfðu ekki vilja til að leiðrétta
það misrétti sem konur eru
beittar. Kvennalistakonur telja
að hlutverki okkar sé enn ekki
lokið. Ingibjörg Hafstað
þlÓÐVILJINN
FYRIR 50 ÁRUM
Umboðsmenn atvinnurekenda
taka við stjórn Dagsbrúnar.
Churchill skorar á hlutlausu ríkin
að ganga í lið með Banda-
mönnum. Blöð hlutlausra landa
taka þessum tilmælum fjarri. So-
vétflugvélar gera margar loftá-
rásir á herstöðvar Finna.
I DAG
23.janúar
þriðjudagur. 23. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavík kl. 10.35
-sólarlag kl. 16.45.
Viðburðir
Fyrsti togarinn sem íslendingar
látasmíða, Jón forseti, kemurtil
landsins 1907. Verkalýðsfélag
Dalvíkur stofnað 1932. Eldgos á
Heimaey 1973.
PAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúöa vikuna
19.-25. jan. 1990 er í Breiðholts Apó-
teki og Apóteki Austurbæjar.
Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er
opið á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
4 12 00
Seltj.nes sími 1 84 55
Hafnarfj sími 5 11 66
Garðabær sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabilar:
Reykjavík sími 1 11 00
Kópavogur sími 1 11 00
Seltj.nes sími 1 11 00
Hafnarfj sími 5 11 00
Garðabær sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, simaráðleggingar og tíma-
pantanir í síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sim-
svara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspít-
alinn: Göngudeildin eropin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn sími 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17áLæknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsími vaktlæknis 985-23221.
Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
. 1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknarjímar: Landspítalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn:
virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftir samkomulagi. Fæðingardeild
Landspitalans: 15-16. Feðratími 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og eftir samkomulagi. Crensásdeild
Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsuverndarstöðin við
Barónsstíg opin alla daga 15-16 og
18.30-19.30. Landakotsspítali: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
, heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17
daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spítalinn:alladaga 15-16og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavík: alladaga 15-16 og
19.30-20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKI. Neyðarathvarf fyrirung-
lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálfræðístöðin. Ráðgjöf I sálfræðilegum
efnum. Sími 687075.
MS-félagið Alandi 13. Opið virka dagafrá
kl.8-17. Síminner 688620. ’
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum vestur-
götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, •
sími 21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari.
Upplýsingar um eyðni. Simi 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing
á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, sími 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konursem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin '78. Svarað er I upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21—
23. Símsvari á öðrum timum. Síminn er
91-28539.
Bllanavakt rafmagns-og hi'.aveitu: s.
27311. Raf magnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími
21260allavirkadagakl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt I síma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlið 8 er „Opið hús” fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á
fimmtudögumkl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styðja við smitaöa og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 -
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
17. jan. 1990
kl. 9.15.
Sala
Bandaríkjadollar............. 60.96000
Sterlingspund............. 101.09000
Kanadadollar................. 52.36400
Dönskkróna.................... 9.28910
Norsk króna................... 9.33390
Sænskkróna.................... 9.90090
Finnsktmark.................. 15.26670
Franskurfranki............... 10.57230
Belgískurfranki............... 1.71440
Svissneskurfranki............ 40.44450
Hollenskt gyllini............ 31.87370
Vesturþýsktmark.............. 35.94450
Itölsk lira................... 0.04826
Austurrískursch............... 5.10660
Portúg. Escudo................ 0.40870
Spánskur peseti............... 0.55580
Japansktyen................... 0.41893
Irsktpund.................... 94.98500
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 guðir4harm-
ur6eiri7vatnsfall9
handsama 12 skjal 14
fugl 15lærdómur16
skaut 19 prik 20 ótti 21
álasi
Lóðrétt: 2 þannig 3úr-
gangur 4 þykkildi 5
sterk 7 styggjast 8 vitr-
anlOhótaði 11 vor-
kennir13orka17efi18
hreinn
Lausnásíðustu
krossgátu
Lárétt: 1 ásum 4 gerð 6
æru 7 lest 9 miid 12 vik-
an14frí15núp16
kænur19raus20páll
21raups
Lóðrétt: 2 ske 3 mæti 4
guma5ról7loforð8
svíkur10innrás11
depill 13 kæn 17 æsa
18upp
Þriðjudagur 23. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11