Þjóðviljinn - 23.01.1990, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN—
Telurðu að herða beri
reglur um ferðir fólks um
hálendið?
Bjarney Anna Árnadóttir
húsmóðir:
Já það finnst mér og þá sér-
staklega yfir vetrartímann.
Ástæðan er fyrst og fremst til að
koma í veg fyrir óþarfa slys sem
hljótastafvanbúnaði mannasem
þekkja ekki til aðstæðna.
Ingibjörg Hafsteinsdóttir
meðferðarfulltrúi:
Já alveg örugglega. Mér finnst
að fólk fari sér að voða eins og\
þessum málum er háttað í dag og
nauðsynlegt að koma í veg fyrir
það á einhvern hátt.
Anna Júlíusdóttir
húsmóðir:
Já það finnst mér. Sérstaklega
í Ijósi síðustu atburða og þá ekki
síst út af ótimabærum kostnaði
sem hlýst af öllu leitar- og björg-
unarstarfi.
Guðmundur Jensson
kennari:
Já alveg örugglega. Leitar- og
björgunarstarf er það dýrt að það
er brýnt að setja ákveðnari reglur
um ferðir fólks um hálendið og þá
sérstaklega yfir vetrartímann.
Jón L. Óskarsson
rafvirki:
Já alveg tvímælalaust. Fyrst
og fremst vegna þess kostnaðar
og hættu sem björgunar- og
leitarmenn þurfa að leggja sig í
að óbreyttum reglum.
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
SÍMFAX
681935
Verður það Dani
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs tilkynnt í
í ár?
í dag verður tilkynnt hver hlýtur
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs í 29. skipti sem þau eru
veitt. Þau verða svo afhent á fundi
Norðurlandaráðs í Reykjavík í fe-
brúarlok. Ovenjulega margar
ljóðabækur eru tilnefndar í ár,
sex af ellefu bókum. Hvorki Fær-
eyingar né Grænlendingar til-
nefna bók frá sér.
Við hérna heima leggjum fram
skáldsögu og ljóðabók,
Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jak-
obsdóttur - söguna um ungu
stúlkuna sem endurheimtir kerið
undan miðinum góða sem rænt
var frá hofgyðjunni Gunnlöðu í
árdaga og helgi þess svívirt - og
Dag af degi eftir Matthías Jo-
hannessen, fjölbreytta og auðuga
ljóðabók.
Danir tilnefna líka skáldsögu
og ljóðabók. Prœludier eftir Peer
Hultberg er óvenjuleg bernsku-
saga sem gerist í Varsjá í Póllandi
á fyrri hluta 19. aldar og segir frá
drengnum Fryc sem elst upp á
borgaralegu heimili ásamt syst-
rum sínum þrem. Fjölskyldan er
ekki efnuð og uppeldið er
strangt, börnin verða að læra að
spara og fara vel með. Þegar í ljós
kemur að drengurinn hefur list-
ræna hæfileika er allt gert til að
bæla þá niður, hann má ekki
verða listamaður. En eðlið vill út
-enda heitir drengurinn Frederic
Chopin.
Hin danska bókin er líka
spennandi, það er ljóðabókin
Vandspejlet eftir Henrik Nord-
brandt sem hefur verið kallaður
„skáldkonungur Danmerkur".
Hann hefur verið lagður fram
tvisvar áður og ljóð hans hafa
komið út í íslenskri þýðingu
Hjartar Pálssonar.
Finnar tilnefna Rósu Liksom
annað árið í röð og eru greinilega
mjög ánægðir með þessa ungu
skáldkonu. Bókin Station Gagar-
in er safn örstuttra sagna eða
þátta sem Rósa notar til að túlka
stemmningar, tilfinningar og ör-
lög manna. Hún myndskreytir
bókina sjálf.
Finnar tilnefna einnig ljóða-
bókira Ett sátt att rakna tiden
eftir Solveigu von Schoultz sem
hefur verið virtur og vinsæll höf-
undur síðan fyrir 1940 og er nú
orðin 82 ára. Ljóðabókin hennar
fjaliar mikið um tímann, fortíð,
nútíð og framtíð sem afstæð hug-
tök.
Norðmenn leggja líka fram
reynda skáldkonu, Bergljótu Ho-
bæk Haff sem gaf út fyrstu bók
sína fyrir 34 árum. Nýja sagan
hennar heitir Den guddommelige
tragedie og fjallar um nýjan guðs
son sem fæðist svartri móður í
Suður-Afríku á vorum dögum.
Norðmenn leggja fram tvær
skáldsögur, hin er Gobi. Djeve-
lens skind og ben eftir Tor Age
Bringsværd, þriðja bindi í ennþá
lengri röð sagna frá miðöldum.
Svava Jakobsdóttir
Matthías Johannessen
Hér segir frá munkinum Eusebi-
usi, hirðmanni Chus prins, sem
hefur það hlutverk að skemmta
prinsinum með sögum. Ein af
sögunum sem hann segir er harm-
sagan um smiðinn Völund.
Svíar leggja fram tvær ljóða-
bækur. Önnur heitir Krákorna
skrattar og er eftir Ragnar Tho-
ursie sem hefur þagað sem ljóð-
skáld í 37 ár. En svo mikill styrk-
ur og hiti er í bókinni að menn
þykjast sjá að hann hafi aldrei
alveg hætt að yrkja.
Hin bókin er eftir eitt þekkt-
asta ljóðskáld Svía, heima og er-
lendis, Tomas Tranströmer: För
levande och döda. Tomas er
meistari formsins og myndmáls-
ins sem hann notar í þessari bók
m.a. til að lífga þá sem löngu eru
dánir en enn eiga sér líf og ganga
frá hinum sem halda að þeir lifi
en eru löngu dauðir.
Samar leggja fram eina bók,
Solen, min far, eftir Nils Aslak
Valkeapáá, ljóðabók með
gömlum ljósmyndum sem sýna
brot úr sögu Sama. Þessar myndir
hafa mikið heimildagildi og hefur
höfundur eytt sex árum í að safna
þeim, á Norðurlöndum, annars
staðar í Evrópu og í Bandaríkjun-
um. Svo notar hann myndirnar til
að leiða okkur inn í heim orðsins
og láta hvort tveggja spiia saman
á listilegan hátt.
Undanfarin tíu ár hafa Svíar
fengið þessi verðlaun þrisvar,
Norðmenn og íslendingar tvisv-
ar, Danir, Finnar og Færeyingar
einu sinni. Danir fengu verð-
launin síðast 1983 (Peter See-
berg: Om fjorten dage) og þar
áður árið 1974. Framlag þeirra í
ár er sterkt og þeim mun líka
þykja sem komið sé að þeim.
Hvort þeim verður að ósk sinni
fréttum við seinna í dag. Víst er
að allar bækurnar í ár eru verðug-
ir fulltrúar norrænna bókmennta.
SA
Ljósvakinn
Tíu á toppnum í loftinu
Mest hlustað á Rúv-rásir og Bylgjuna
Stefán Jón Hafstein hjá dæg-
urmálaútvarpi Rásar 2 er vinsæl-
asti dagskrárflytjandi í útvarpi
samkvæmt skoðanakönnun sem
Gallup gerði fyrir íslenska út-
varpsfélagið. Næst í röðinn er
Valdís Gunnarsdóttir hjá Bylgj-
unni, en þau tvö eru langt fyrir
ofan næstu menn.
Stærð úrtaksins var 850 manns
en aðeins 40% viðmælenda svör-
uðu spurningunni um vinsælasta
dagskrárflytjandann. 55 þeirra
sögðu Stefán Jón og 47 Valdís.
Páll Þorsteinsson er í þriðja
sæti með 26 atkvæði, þá Jónas
Jónasson 23, Sigurður G. Tómas-
son með 20, Bjarni Dagur og Jó-
hanna Harðardóttir með 17,
morgunhanarnir Jón Ársæll
Þórðarson 14 og Leifur Hauks-
son 12 og í tíunda sæti er Eva Á.
Albertsdóttir með 8 atkvæði.
Alls voru tilnefndir 361 dag-
skrárflytjendur í könnuninni.
Þá var spurt hvaða útvarpsstöð
fólk hlustaði mest á. 25,5%
hlusta mest á Rás 2. Bylgjan
kemur þar rétt á eftir með 24,2%.
Þá Gufan með 22,7%. Aðrar út-
varpsstöðvar eru með mun lægri
prósenttölu; Eff emm 7,9%,
Stjarnan 6,8% og Aðalstöðin
4,6%.
Könnunin var gerð 11. og 12.
janúar sl. og í hópi svarenda voru
44% kariar og 56% konur.
-Sáf