Þjóðviljinn - 24.01.1990, Síða 6
ERLENDAR FRETTIR
Sovétríkin
Skæmhemaður í Azeihaijan
Vopnaðar sveitir þjóðernis-
sinna í Azerbaijan hafa hafið
skæruhernað gegn sovéska hern-
um. Þær hafa setið fyrir herflokk-
um og skotið á hermenn úr laun-
sátri.
Gennady Gerasimov talsmað-
ur sovésku stjórnarinnar sagðist
hafa fréttir um að leyniskyttur
hefðu skotið að minnsta kosti
fjóra hermenn til bana í fyrrinótt.
Og samkvæmt upplýsingum sov-
éska innanríkisráðuneytisins
féllu tveir sovéskir hermenn þeg-
ar skæruliðar réðust á þá úr laun-
sátri skammt frá Baku.
Róttækir þjóðernissinnar hót-
uðu að hefja víðtækan skæru-
hernað ef sovéska stjórnin kall-
aði ekki herinn burt frá Azerbai-
jan í dag. Skipstjórar olíuskipa í
höfninni í Baku hótuðu líka að
sprengja skip sín í loft upp ef so-
véther hyrfi ekki á brott.
Trud málgagn sovésku verka-
lýðshreyfingarinnar segir að hóp-
ar öfgasinnaðra Azera, sem réð-
ust á Armena í Baku fýrr í mán-
uðinum og rændu íbúðir þeirra,
hafi nú ráðist til atlögu við
rússneska íbúa borgarinnar.
Leiðtogar Alþýðufylkingar
Azerbaijans segja samt að hreyf-
ing þeirra sé ekki öfgasamtök og
að þeir séu reiðubúnir til samn-
ingaviðræðna. Háttsettur yfir-
maður í sovéska hernum tók
undir þetta í gær. Yevgeny Nec-
hayev undirhershöfðingi sagði á
fréttamannafundi í Moskvu í gær
að ögahópar, sem stæðu utan Al-
þýðufylkingarinnar, bæru ábyrgð
á ofbeldinu í Azerbaijan.
Tofik Guseinov einn af leið-
togum Alþýðufylkingarinnar
sagði í Moskvu í gær að þjóðern-
iskröfur Azera stæðu ekki í neinu
sambandi við islömsku bylting-
una. Stríðið í Azerbaijan væri
ekki trúarstríð milli múslima og
kristinna manna. Alþýðufylking-
in vildi byggja upp lýðræðisríki í
Azerbaijan þar sem allir íbúar
hefðu sömu réttindi án tillits til
trúarbragða eða kynþátta.
Átökin við Armena stafi ekki af
trúarástæðum heldur af því að
Armenar hafi ætlað að sölsa
undir sig land sem tilheyri Azer-
baijan.
Samningaviðræður milli leið-
toga Alþýðufylkingarinnar og
sovéskra stjórnvalda eru sagðar
standa yfir. Sovétstjórn hikaði í
gær við að samþykkja kröfur Az-
era um að kalla herinn heim.
Þingið í Azerbaijan hefur hótað
sambandsslitum við Sovétríkin
nema brottflutningur hersins
hefjist í dag.
Nokkuð virðist hafa dregið úr
vopnaviðskiptum Azera og Arm-
ena eftir að sovéski herinn var
sendur til átakasvæðanna. Mikil
spenna er enn á landamærum Az-
erbaijans og Armeníu en armen-
ska fréttastofan Armenpress
segir að ekki komi lengur til
beinna vopnaviðskipta óaldar-
hópa Armena og Azera þar.
Lýðrœðisþróun
Mongolum
lofað kosningum
Stjórnvöld í Mongólíu lofuðu í
gær að almenningur fengi að
kjósa embættismenn til bæjar- og
sveitarstjórna næst þegar þeir
verða valdir. Hingað til að hafa
allir embættismenn í Mongólíu
verið tilnefndir af kommúnista-
flokknum.
Stjórnarandstæðingar í Mong-
ólíu hafa á undanförnum vikum
staðið fyrir fjöldafundum í höf-
uðborginni Ulan Bator þar sem
þess er krafist að endi verði bund-
inn á alræði kommúnista.
Stjórnvöld hafa látið mótmæla-
aðgerðirnar afskiptalausar og í
fyrradag sagði talsmaður ríkis-
stjórnarinnar að til greina kæmi
að taka upp fjölflokkakerfi í
landinu.
Ríkisútvarpið í Mongólíu
skýrði frá því í gær að ákveðið
hefði verið að afnema ýmis for-
réttindi flokksfélaga. Almenn-
ingur fær aðgang að sjúkrahúsi og
hvfldarheimili sem hingað til hafa
einungis verið ætluð háttsettum
flokksfélögum. Sérverslunum
fyrir flokksfélaga verður lokað og
einkanot flokksforingja af opin-
berum bifreiðum verða takmörk-
uð.
Alþýðulýðveldið Mongólía
nær yfir víðáttumiklar sléttur á
milli Sovétríkjanna og Kína. íbú-
arnir eru um tvær miljónir en um
þrjár miljónir Mongóla búa
innan landamæra Kína í Innri
Mongólíu.
Kfnversk stjórnvöld eru sögð
hafa áhyggjur af stjórnmálaþró-
unin í Mongólíu geti orðið til að
kynda aftur undir kröfur kínver-
skra stjórnarandstæðinga um lýð-
ræði.
Reuter/rb
Stjórnarandstæðingar í Mongólíu héldu fjöldafund í Ulan Bator á sunn-
udag þar sem þeir kröfðust endaloka valdaeinokunar kommúnista.
Afvopnun
Ungverjar losna við sovéska herínn
Miklos Nemeth forsætisráð-
herra Ungverjalands skýrði
frá því í gær að Sovétmenn hefðu
fallist á að kalla all herlið sitt burt
frá Ungverjalandi á næstunni.
Nemeth hefur farið tvisvar til
Moskvu á undanförnum sex vik-
um til viðræðna um brottkvaðn-
Rúmenía
Stjómvöld
stofna flokk
Þjóðfreslisfylking, sem hefur
stjórnað Rúmeníu frá því að Ce-
ausescu var steypt af stóli, lýsti
því yfir í gær að henni yrði breytt
í stjórnmálaflokk sem tæki þátt í
kosningum í maí. Forystumenn
fylkingarinnar höfðu áður sagt
að hún yrði lögð niður strax eftir
kosningarnar.
Silviu Brucan félagi í fram-
væmdastjórn Þjóðfrelsisfylking-
arinnar sagði að fulltrúum frá
Sameinuðu þjóðunum yrði boðið
að fylgjast með kosningunum.
Upphaflega stóð til að halda þær
strax í apríl en þeim var frestað til
20. maí til að gefa nýjum
stjórnmálaflokkum tækifæri til
að skipuleggja sig.
Reuter/rb
ingu sovéska hersins. Hann segir
að Nikolai Ryzhkov forsætisráð-
herra Sovétríkjanna hefði verið
sér sammála um að engar pólit-
ískar eða hernaðarlegar forsend-
ur væru fyrir að hafa sovéska her-
inn áfram í Ungverjalandi.
Sovétmenn hafa haft yfir
fimmtíu þúsund hermenn í Ung-
verjalandi frá því að þeir brutu
niður uppreisnina þar árið 1956.
Jafnhliða brottkvaðningu sov-
éska hersins ætla Ungverjar sjálf-
ir að fækka mikið í eigin herafla.
Ungverska stjórnin skýrði frá því
í desember að stefnt væri að því
að fækka um fjórðung í hernum
fýrir árið 1992 til viðbótar við níu
prósenta fækkun á þessu ári sem
þegar hafði verið ákveðin.
Náttúruvernd
Matyas Szuros forseti Ung-
verjalands hefur látið í ljós þá
skoðun að Ungverjar ættu hugs-
anlega að segja sig úr Varsjár-
bandalaginu og gerast hlutlausir
jafnvel áður en hernaðarbanda-
lögin í austri og vestri yrðu leyst
upp.
Reuter/rb
Blómabanki á Svalbarða
Norsk stjórnvöld vilja að stofn-
aður verði alþjóðlegur
blómabanki eða fræhirsla á Sval-
barða til að koma í veg fyrir út-
rýmingu sjaldgæfra blóma, grasa
og annars gróðurs.
Norðmenn segja kaldar og
djúpar námuholur á Svalbarða
tilvaldar til að varðveita fræ af
öllum jarðarinnar gróðri. Mun
öruggara sé að geyma fræin í nátt-
úrulegum kæli en í frystihúsum
þar sem vélabúnaður gæti brugð-
ist.
Vísindamenn segja að mörg
hundruð þúsund plöntutegundir
séu til í heiminum. Margar þeirra
eru í útrýmingarhættu vegna
eyðingar regnskóga, mengunar
og loftslagsbreytinga. Umhverf-
isslys og kjarnorkustyrjöld gæti
líka útrýmt gróðri á stórum svæð-
um í einu vetfangi. Þá væri hægt
að þíða fræ frá Svalbarða og
rækta nýja stofna af horfnum
plöntutegundum.
Torun Dramdal ritari þróun-
arráðuneytis Norðmanna segir
að Norðmenn ætli að bjóðast til
að standa straum af því að byggja
fræhirslurnar en að þeir vilji fá
Sameinuðu þjóðirnar til að sjá
um daglegan rekstur. Áætlaður
stofnkostnaður er um fimmtíu
miljónir íslenskra króna.
Hugmyndir um fræhirslur eða
genabanka til að varðveita jurta-
líf jarðar hafa áður verið ræddar
hjá Sameinuðu þjóðunum. Ýms-
ar þjóðir hafa sjálfar stofnað litl-
ar frægeymslur. Norðmenn
geyma nú þegar fræ ýmissa
korntegunda í lítilli fræhirslu á
Svalbarða.
Vísindamenn segja að hægt sé
að geyma fryst fræ óskemmd í að
minnsta kosti tíu til tuttugu ár á
þurrum og köldum stað. En
æskilegt sé þá að skipta og fá ný
fræ. Geymslutíminn getur samt
hugsanlega orðið miklu lengri og
eru dæmi um að fræ hafi varðveist
í þúsundir ára í gröfum egypskra
faraóa. Ui.n(,.r/rh
ísrael
Gyðingum
bjargað
frá Baku
Yitzhak Shamir forsætisráð-
herra ísraels sagði í gær að ísra-
elsstjórn hefði gert sérstakar ráð-
stafanir til að bjarga gyðingum
frá Baku og öðrum borgum í Az-
erbaijan þar sem nú geisa hörð
þjóðernisátök.
Talið er að um eitt hundrað
þúsund gyðingar séu búsettir í
Baku. Vígorð gegn gyðingum
hafa verð máluð á veggi í borg-
inni ásamt vígorðum gegn Arm-
enum og Rússum. Búist er við að
stór hluti þeirra reyni að komast
til ísraels.
Embættismenn í utanrfkis-
ráðuneyti ísraels segja að um
750.000 gyðingar í Sovétríkjun-
um hafi sótt um að flytjast til ísra-
els. Reiknað sé með að um
250.000 innflytjendur komi frá
Sovétríkjunum á næstu þremur
árum.
Leiðtogar Palestínumanna á
hernumdu svæðunum í Palestínu
hafa látið í ljós áhyggjur vegna
fjöldaflutninga sovéskra gyðinga
til ísraels. Margir þeirra setjast
að sem landnemar í Palestínu.
Reuter/rb
Þýskaland
Stanslaus
austanstraumur
Ekkert lát hefur orðið á fólks-
flutningum Austur-Þjóðverjar til
Vestur-Þýskaland á nýju ári.
Fólksstraumurinn yfir landa-
mærinn hefur þvert á móti aukist.
Samkvæmt upplýsingum vest-
ur-þýska innanrfkisráðuneytisins
fluttust 33.530 Austur-
Þjóðverjar vesturyfir fyrstu þrjár
vikur ársins samanborið við
344.000 allt árið 1989.
Þessir miklu fólksflutningar
hafa orðið til þess að vestur-þýsk
stjórnvöld telja sig tilneydd að
skera niður aðstoð við aðkomu-
menn frá Austur-Þýskalandi.
Þau óttast aukið atvinnuleysi og
húsnæðisskort í Vestur-Þýska-
landi ef ekki tekst að draga úr
fólksstrauminum. Vestur-
þýska stjórnin telur hættu á að
áframhaldandi fólksflutningar
vestur yfir landamærin geti leitt
til efnahagshruns í Austur-
Þýskalandi. Það hefði ekki síður
alvarlegar afleiðingar á Vestur-
Þýskaland og gæti torveldað sam-
einingu þýsku ríkjanna.
Reuter/rb
Krabbamein
Eftirlit
með hundum
Norskir hundaeigendur hafa
verið beðnir um að útfylla ítar-
lega spurningalista ef hundar
þeirra hafa fengið krabbamein.
Dýralæknaháskólinn í Osló
stendur að könnuninni sem nær
til þriggja norskra sveita. Mark-
miðið er að kanna hvort umhverfi
hefur áhrif á krabbameinstíðni
meðal hunda, hvaða hundateg-
undum er hættast við krabba-
meini og hvort það sé arfgengt.
Reuter/rb
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. janúar 1990