Þjóðviljinn - 03.03.1990, Síða 1
Laugardagur 3. mars 1990 43. tölublað 55. árgangur.
Skýjum ofar. Þeir sækja stíft á brattann þessir ungu menn sem Ijósmyndari Þjóðviljans rakst á í sjöunda himni nú í vikunni. En þótt fyrirstaðan virtist lítil, þá hafði aðdráttarkraftur
jarðarinnar ekki slegpt af þeim beislinu, þannig að þeir gerðu sér lítið fyrir og höfðu plánetuna í eftirdragi með öllu því fargani sem henni fylgir. Geri aörir betur. Ljósm. Kristinn.
Norðurlandaráð
Þarf yfirþjóðlegt vald?
Bjarne MörkEidem: Verðum að rœða hvortNorðurlandaráðþarfekki yfirþjóðlegt valdtilþess aðgera starfið skilvirkara
Ee held við verðum að ræða
hvort Norðurlandaráð á ekki
að fá yfirþjóðlegt vald til þess að
vinna ráðsins geti orðið skilvirk-
ari. Hingað til höfum við lagt til
og beðið ríkisstjórnir um að
framkvæma hluti, en getum ekki
falið ríkisstjórnum að fram-
kvæma. Þetta verðum við að
ræða án fordóma, sérstaklega
með hliðsjón af þróuninni í Evr-
ópu, sagði Bjarne Mörk Eidem,
talsmaður jafnaðarmanna á þingi
Norðurlandaráðs, við Þjóðvilj-
ann í gær.
Eidem er þingmaður Verka-
mannaflokksins í Noregi og
fyrrum sjávarútvegsráðherra.
Hann situr í forsætisnefnd
Norðurlandaráðs og er formaður
í skipulagsnefnd.
Eidem varpaði hugmyndinni
um yfirþjóðlegt vald Norður-
landaráðs fram í umræðum á síð-
asta degi þingsins. Hugmyndin
um yfirþjóðlegt vald hefur ekki
verið rædd ítarlega á vettvangi
ráðsins, en ljóst er að hún mun
víða mæta mótspyrnu.
Páll Pétursson, forseti ráðsins,
sagði til dæmis við Þjóðviljann í
gær að hann væri andvígur hug-
myndinni um löggjafarvald ráðs-
ins.
Anker Jörgensen kom hins
vegar í pontu og tók undir orð
Eidem, enda hefur málið verið
rætt í hópi jafnaðarmanna. Jörg-
ensen sagðist m.a. geta hugsað
sér yfirþjóðlegt vald í umhverf-
ismálum.
Bjarne Mörk Eidem sagðist í
gær geta hugsað sér að yfirþjóð-
legt vald gæti í fyrstu umferð náð
til fjárhagsáætlunar ráðsins.
„Pá yrði ráðið að vinna á allt
annan hátt en nú. Ráðið hefur
haft tilhneigingu til þess að sam-
þykkja allt án þess að setja hluti í
forgangsröð, en þessu yrði að
breyta ef ráðið hefði ákvörðunar-
vald,“ sagði Eidem við Þjóðvilj-
ann.
„Þessi hugmynd hefur ekki
verið rædd að ráði og ég veit ekki
hvort einstök lönd munu geta
sætt sig við þetta, en þetta getur
verið leið til þess að ná betri ár-
angri í Norðurlandaráði. Því það
eigum við að gera og samstarf
okkar á að halda áfram.“
En er þetta yfirþjóðlega vald
ekki einmitt eitt af því sem menn
óttast varðandi Evrópubanda-
lagið?
„Jú, en nú verðum við að velja.
Ef við viljum hafa möguleikann á
að taka ákvarðanir t.d. í um-
hverfismálum, verðum við að
koma upp yfirþjóðlegu valdi að
einhverju leyti. Mengun virðir
engin landamæri.
Við getum haldið áfram að
ráðleggja en þá tekur þetta mun
lengri tíma og þegar umhverfið á í
hlut er tíminn að verða naumur.
Ég segi ekki að þessi hugmynd
hafi verið rædd svo ítarlega að
henni megi hrinda í framkvæmd,
en við viljum að hún verði rædd,“
sagði Bjarne Mörk Eidem.
Þingi Norðurlandaráðs lauk
skömmu eftir hádegi í gær, en
þingið kemur næst saman í Kaup-
mannahöfn að ári. Nema sam-
þykkt verði að efna til sérstaks
aukaþings um samskipti Norður-
landa við önnur Evrópulönd eins
og fulltrúar vinstri sósíalista hafa
lagt til. rí?g
Sjá síðu 4
Suður-Afríka
Islenskt viðskiptabann áfram
Islensk stjórnvöld koma ekki til
með að aflétta viðskiptabanni á
Suður-Afríku fyrr en stjórnvöld
þar ganga til móts við kröfur Afr-
íska þjóðarráðsins um mannrétt-
indi og afnám aðskilnaðarstefn-
unnar sem mismunar fólki eftir
litarhætti.
Pritz Dullay sérlegur fulltrúi
Afríska þjóðarráðsins ræddi í gær
við Jón Baldvin Hanníbalsson
utanríkisráðherra og Steingrím
Hermannsson forsætisráðherra.
Þeir fullvissuðu hann um að
stefna íslands væri óbreytt. Ekki
stæði til að svo komnu máli að
aflétta viðskiptahömlum á
Suður-Afríku frá því í janúar á
síðasta ári. íslendingar fylgdu
sömu stefnu og önnur Norður-
lönd í þessu máli.
Dullay lagði áherslu á mikil-
vægi áframhaldandi efnahagsþ-
vingana til að neyða hvítu minni-
hlutastjórnina í Suður-Afríku til
að aflétta kynþáttakúgun og
semja við Afríska þjóðarráðið
um að koma á lýðræðislegu
þjóðfélagi. Jafnvel þótt stjórn-
in hefði leyst Nelson Mandela úr
haldi og leyft starfsemi Afríska
þjóðarráðsins væru aðskilnaðar-
lögin enn í gildi og meirihluti íbúa
Suður-Afríku nyti ekki almennra
mannréttinda.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði ekki útilokað
að íslendingar gætu styrkt Afr-
íska þjóðarráðið á einhvern hátt.
Hann lofaði að kanna hvort ekki
væri mögulegt að beina hluta þró-
unaraðstoðar íslendinga til
stuðnings við samtökin.
-rb
Sjá nánar viðtal við Pritz
Dullay um baráttu Afríska
þjóðarráðsins á bls. 6.