Þjóðviljinn - 03.03.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR
Stúdentar
Skerðing lána verði bætt
Menntamálaráðherra segir tillögu að lausn koma fyrir mánaðamótin
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra skýrði frá því á fjöl-
mennum fundi með stúdentum
við Háskóla íslands um lánamálin
í gær, að fyrir lok þessa mánaðar
yrði lögð fram tillaga um hvernig
staðið skuli við loforð um að bæta
námsmönnum þá skerðingu á
námslánum sem varð í tíð Sverris
Hermannssonar í menntamála-
ráðuneytinu.
Námsmönnum var lofað í fyrra
að skerðingin skyldi bætt í þrem-
ur áföngum. Síðasta hækkun lán-
anna átti að koma til fram-
kvæmda í janúar, en af því varð
ekki vegna fjárhagsvandræða
Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Nefnd sem menntamálaráðherra
skipaði komst að þeirri niður-
stöðu að þriðja áfangahækkunin
skyldi koma til i'ramkvæmda svo
fljótt sem auðið væri.
Stúdentar viðhöfðu þung orð í
garð menntamálaráðherra og
sökuðu hann um að standa ekki
við samkomulagið sem gert var
við þá.
Svavar svaraði því m.a. til að
hann hefði talið að menn vildu
taka tillit til aðstæðna. Lánasjóð-
urinn væri ekki einn í heiminum,
heldur væri hann hluti af efna-
hagslegum veruleika í landinu.
Hann sagði að óráðsían í góðær-
inu í tíð fyrri ríkisstjórnar væri að
koma niður á stúdentum og nú
þyrftu allir að sameinast um að
halda merki LÍN á lofti.
-gb
Heilsurœkt
Ufshatt-
unum breytt
Hér er ekki verið að stofna enn
eina líkamsræktina, sagði Grím-,
ur Sæmundsen læknir og
stjórnarmaður í nýstofnuðu
hlutafélagi sem opnar í dag al-
hliða forvarnar- og endurhæf-
ingarstöð að Faxafeni 14 í
Reykjavík. Meðal hluthafa í stöð-
inni eru stéttarfélög, lífeyris- og
sjúkrasjóðir og fyrirtæki í
Reykjavík.
Framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, sem hlotið hefur nafnið Mátt-
ur hf., er Hilmar Björnsson
íþróttakennari. Hann sagði að í
starfsliði stöðvarinnar væru lækn-
ar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar,
hjúkrunarfræðingar, næringar-
fræðingar og íþróttakennarar.
Fyrirkomulag rekstrarins er með
því sniði að allir sem leita til
stöðvarinnar eru beðnir að svara
spurningum um heilsufar sitt og
lífshætti. Á grundvelli svaranna
er fólki svo veitt ráðgjöf um hvað
það þarf.
„Ætlunin er að hafa áhrif á lífs-
hætti fólks til lengri tíma,“ sögðu
þeir Grímur og Hilmar. „Það er
staðreynd að helming allra sjúk-
dóma sem fullorðnir fá má rekja
til lífsháttanna. „Pað eru hins
vegar mörg sorgleg dæmi um fólk
sem byrjar að þjálfa sig en hættir
fljótlega vegna þess að það vant-
ar stuðning. Við viljum reyna að
stýra þessu. Við byrjumáað setja
fólk í þoipróf og mælum blóð-
þrýstinginn, blóðfituna og húðfit-
una. Á grundvelli þessara prófa
veitum við svo ráðgjöf um þjálf-
un og breytta lífshætti.“
í stöðinni verður boðið upp á
sex vikna námskeið þar sem sam-
an fer líkamleg þjálfun og
fræðsla, td. um mataræði,
reykingar, slökun gegn streitu,
líkamsbeitingar, vinnuaðstöðu
og um það hvað felst í hreyfingu
Hilmar Björnsson framkvæmdastjóri
tekur púlsinn á stjórnarformanni
Máttar hf„ Pétri A. Maack. Til vinstri
er Magnús L. Sveinsson formaður
VR og til hægri Lýður Friðjónsson,
forstjóri Vífilfells. Mynd: Jim Smart.
og heilbrigði. Grunnverð þessara
námskeiða er 12.000 krónur en
þeir sem aðild eiga að stéttarfé-
lagi og/eða vinna hjá fyrirtæki
sem á aðild að Mætti hf. fá veru-
legan afslátt, allt að 80%. Auk
þess verður boðið upp á ýmiss
konar styttri námskeið og reglu-
lega líkamsþjálfun.
Meðal eigenda Máttar hf. eru
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur og Lífeyrissjóður versl-
unarmanna, Iðja, Dagsbrún, Lö-
greglufélagið, Trésmiðafélagið
og fyrirtæki á borð við Vífilfell,
Hampiðjuna, Sjóvá/Almennar,
Flugleiðir, Áburðarverksmiðj-
una og Odda, svo nokkur séu
nefnd. -ÞH
Peningar
Raunvextir
hafa ekki
lækkað
Ögmundur Jónasson:
Raunvextir ekki háðir
náttúrulögmálum
■ ■
Ogmundur Jónasson, formað-
ur BSRB, telur þá umræðu
sem nú fer fram um vaxtamálin
vera bæði ruglandi og afvega-
leiðandi.
„Það sem máli skiptir eru raun-
vextirnir, þær vaxtabyrðar sem
hvfla á almenningi. Þessir raun-
vextir hafa ekki lækkað og það er
ekkert sem bendir til að þeir
muni gera það, annað en vilji og
kröfur almennings um það,“
sagði Ögmundur í samtali við
Þjóðviljann.
Hann sagði að sér sýndist vera
ótrúleg tregða hjá bankakerfinu,
sem birtist í því að forvextir lækk-
uðu ekki í takt við aðra vexti.
„Maður spyr sjálfan sig hvort
bankakerfið og fjármagnskerfið
hafi svo mikilla hagsmuna að
gæta í að halda verðbólgunni
hárri, til að geta áfram stundað
blekkingarleik gagnvart almenn-
ingi, að þeir séu að reyna að
koma í veg fyrir að við náum
verðbólgunni niður," sagði Ög-
mundur.
Hann sagði að BSRB myndi
áfram ítreka kröfur sínar um að
raunvextir yrðu færðir niður.
„Raunvextir eru ekki háðir nátt-
úrulögmálum. Þeireruháðir vilja
og það sem við munum gera er að
ýta á þann vilja,“ sagði Ógmund-
ur Jónasson, formaður BSRB.
-gb
Hafnarborg
Söngleikir og Nonaginta
Fimm listamenn opna sýningu íHafnarborg ídag. Lög úr kunnum
söngleikjum flutt á sunnudagstónleikum
Skák
Tvö stóimót á næstunni
Fimm listamenn opna samsýn-
ingu undir yfirskriftinni Non-
aginta í Hafnarborg, menningar-
og listastofnun Hafnarfjarðar í
dag. Á morgun verða síðan aðrir
tónleikarnir í tónleikaröð Hafn-
arborgar og Tónlistarskóla Hafn-
arfjarðar, en stefnt er að því að
stuttir tónleikar fyrsta sunnudag
hvers mánaðar verði fastur liður í
starfsemi Hafnarborgar.
Nonaginta er sýning þeirra
Björns Roth, Daða Guðbjörns-
sonar, Eiríks Smith, Kjartans
Guðjónssonar og Ómars Stefáns-
sonar. Þeir hafa komist að þeirri
niðurstöðu að þó þeir séu ólíkir
um margt eigi þeir þó ýmislegt
sameiginlegt, eins og til dæmis
það að mála og því sé ekkert því
til fyrirstöðu að þeir sýni saman.
A tónleiknum munu tveir tveir
kennarar við Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar, Ester Helga Guð-
mundsdóttir sópransöngkona og
Guðni Þ. Guðmundsdóttir pí-
anóleikari flytja nokkur lög úr
kunnum söngleikjum, svo sem
Porgy og Bess, Showboat, Sound
of Music og Cats.
Ester Helga stundaði nám við
Söngskólann í Reykjavík og við
Háskólann í Indiana í Bandaríkj-
unum, auk þess sem hún hefur
sótt fjölda námskeiða. Hún hefur
haldið fjölda tónleika bæði hér á
landi og erlendis.
Guðni lauk tónmennta-
kennaraprófi frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík og var við org-
elnám við Konservatoríið í Kaup-
mannahöfn. Hann er organ-
leikari Bústaðakirkju og hefur
komið fram sem kórstjóri og ein-
leikari á fjölmörgum tónleikum
hér á landi og erlendis.
Tónleikarnir hefjast kl. 15:30 á
sunnudag og er aðgangur
ókeypis. Hafnarborg er opin kl.
14-19 alla daga nema þriðjudaga
og Nonaginta stendur til 18.
mars.
LG
íslenskir skákáhugamenn hafa
ærnar ástæður til að kætast þessa
dagana, því á næstu vikum verða
haldin hér á landi tvö öflug al-
þjóðleg skákmót.
Fyrra mótið er svokallaður
stórveldaslagur, þar sem landslið
Bandaríkjanna, Sovétríkjanna,
Bretlands og úrvalslið frá
Norðurlöndunum leiða saman
hesta sína. Stórveldaslagurinn
hefst 9. mars og lýkur þann 15.
Síðara mótið er Búnaðarbanka-
mótið, eða Reykjavíkurskák-
mótið, sem stendur dagana 17.-
30. mars.
í stórveldaslagnum verður
tefld tvöföld umferð á tíu borðum
og meðal þátttakenda eru
fremstu skákmenn þjóðanna sem
í hlut eiga. Þar má nefna Yusup-
ov, Ivanchuk og Sokolov frá
Sovétríkjunum. íliði Bandaríkj-
anna eru menn á borð við Gulko,
Seirawan og deFirmian. Bretar
tefla fram Short, Speelman,
Nunn og fleiri. í liði Norðurland-
anna eru alls sex íslendingar, þeir
Helgi Ólafsson, Margeir Péturs-
son, Jón L. Árnason, Jóhann
Hjartarson, Friðrik Ólafsson,
sem jafnframt er liðsstjóri, og
Karl Þorsteins. Þeir tveir síðar-
nefndu eru varamenn. Af öðrum
í okkar liði má nefna Agdestein,
Hellers og Schússler.
Tæplega 90 skákmenn taka
þátt í Búnaðarbankamótinu og
þar á meðal verða margir þátttak-
endanna í stórveldaslagnum.
Reykjavíkurskákmótið er hið
fjórtánda í röðinni og að þessu
sinni er það haldið í tengslum við
60 ára afmæli Búnaðarbankans á
þessu ári. Kostnaður við mótið
verður 6-7 miljónir króna. í verð-
laun verða greiddir 30 þúsund
dollarar.
Skákmótin tvö fara fram í nýj-
um húsakynnum Skáksambands
íslands og Taflfélags Reykjavík-
ur að Faxafeni 12. -gb
Myndlist
Hugamyndir við Hafnarstræti
Birgitta Jónsdóttir opnar sýningu í dag
Birgitta Jónsdóttir listmálari og
Ijóðskáld opnar sína fyrstu
einkasýningu hér á landi í Lista-
mannahúsinu, Hafnarstræti 4 kl.
16 í dag. Við opnunina stendur
Birgitta ásamt tímaritinu Rómi
fyrir dagskrá með tónlist, upp-
lestri, skyggnumyndasýningu og
fleiru.
Birgitta, sem áður hefur sýnt í
Kaupmannahöfn, Osló og Lundi,
mun í þetta sinn aðallega sýna
þurrpastelmyndir og olíumál-
verk, en auk þess verða til sýnis
punktamyndir úr ljóðabók henn-
ar Frostdinglum. Við opnunina
framkallar Sigurður Sigurðsson
munnhörpuleikari hugamyndir
ásamt Birgittu og Steinunn Asm-
undsdóttir, Sigurgeir Orri, Char-
les Egill Hirt og Margrét Hugrún
lesa úr eigin verkum. Helga Inga-
dóttir syngur, Gunnar Grímsson
flytur tónaflóð og Sigurður Ing-
ólfsson, Charles Egill og Baltasar
Samper kynna tímaritið Róm.
Enn fremur má búast við óvænt-
um uppákomum. Kynnir verður
Geir Hlöðversson.
Sýning Birgittu stendur til 1.
aprfl og verður opin á verslunart-
íma nema annað sé auglýst., LG
Bírgitta Jónsdóttir opnar sína
fyrstu einkasýningu hér á landi í
dag
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. mars 1990