Þjóðviljinn - 03.03.1990, Síða 3

Þjóðviljinn - 03.03.1990, Síða 3
FRETTIR Margrét Thatcher Skattleggur íslenska námsmenn Nýr og óvinsœll nefskattur íBretlandi leggst á íslenska námsmenn sem greiða um hálfa milljón ínámsgjöld en hafa engar tekjur ílandinu. Lánasjóðurinn mun sennilega lána fyrir skattinum Nýr og umdeildur nefskattur sem taka á gildi þann 1. aprfl í Bretlandi verður lagður á ís- lenska námsmenn. Islenskir námsmenn greiða að öllu jöfnu mjög há námsgjöld í Bretlandi eða á bilinu 3-500 þúsund og þyk- ir mögrum súrt að vera skatt- lagðir í ofanálag. Hólmfríður Garðarsdóttir starfsmaður Sam- bands íslenskra námsmanna er- Mér fínnst lítt skiljanlegt að ríkisstjórnir Norðurlanda skuli ekki nota þetta tækifæri og mótmæla skýrt ákvörðun Breta um að byggja endurvinnslustöð- ina í Dounreay. Ég vil að Norður- lönd bregðist mun harkalegar við ákvörðun Bretanna, sagði Hjör- leifur Guttormsson við Þjóðvilj- ann í gær, en hann lagði fram fyr- irspurn á þingi Norðurlandaráðs um viðbrögð norrænu ríkis- stjórnanna við stöðinni í Dounre- ay. Ekkert kom fram um það í svarinu hvort ríkisstjórnirnar hyggðust mótmæla, en bent á að norræna ráðherranefndin hefur lendis, segir fjölda námsmanna hafa sett sig í samband við SÍNE vegna þessa máls. Að sögn Þórðar Gunnars Valdimarssonar upplýs- ingafulltrúa Lánasjóðsins, mun sjóðurinn að öllum líkindum lána fyrir skattinum. Þessi skattur sem kallaður er „Community Charge“ af bresk- um stjórnvöldum en „Poll Tax“ af stjórnarandstöðunni, er mjög sent bresku ríkisstjórninni mót- mælabréf. í svarinu er tekið undir að stöð- in í Dounreay er möguleg ógnun við fiskveiðar, heilsu og öryggi á svæðum í nálægð við stöðina. „Það eru greinilega mismun- andi skoðanir á þessu innan ríkis- stjórnanna og ég hef staðfestan grun um að Svíar og Finnar dragi lappirnar í þessu máli, enda f ram- leiða þeir sjálfir orku í kjarnorku- verum. Svíar eru sjálfir í erfiðleikum með að koma frá sér úrgangi frá Forsmark kjarnorkuverinu," sagði Hjörleifur. „Ég held að menn hafi ekki átt- umdeildur í Bretlandi þar sem hann leggst jafnt á efnaða ein- staklinga sem minna efnaða og fasteign viðkomandi skiptir engu máli. Hver og einn einstaklingur eldri en 18 ára á að greiða um 37 þúsund krónur á ári en íslenskir námsmenn eiga að greiða 20% skattsins séu þeir í fullu námi en allan skattinn séu þeir í tíma- bundnu eða hlutanámi. Makar að sig almennilega á hve alvarleg ákvörðun bresku stjórnarinnar er. Það hefur verið ákveðið að stöðin í Dounreay skuli byggð.“ Norski umhverfisráðherrann, Kristin Hille Valla, svaraði fyrir- spurn Hjörleifs og fyrirspurn Atla Dam. Dam spurði hvort Norðurlönd myndu leggja til á Norðursjávarráðstefnu í mars og ársþingi Parísarnefndarinnar að bann yrði lagt við byggingu stöðva eins og í Dounreay. „Þetta mál hlýtur að verða tekið upp á Norðursjávarráð- stefnunni í næstu viku,“ sagði Hjörleifur í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. -gg námsmanna sem ekki eru í námi eiga að greiða fullan skatt en geta sótt um lækkun og verður þá tekið tillit til tekna þeirra. Þeir sem ekki greiða skattinn geta fengið 5 þúsund króna sekt og átt yfir höfði sér að vera reknir úr landi. Hólmfríður Garðarsdóttir sagði fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN ætla að leggja fram tillögu í stjórn LÍN um að sjóðurinn láni fyrir skattinum. f samtali við Þjóðvilj- ann sagði Þórður Gunnar Vald- imarsson að það væri í samræmi við vinnureglur sjóðsins að greiða aukakostnað sem þennan og nemendur yrðu fyrir. Sigurbjörn Þorbjörnsson sér um alþjóðlega samninga varð- andi skattamál fyrir utanríkis- ráðuneytið. Hann sagði þau drög að samningi sem nú lægju fyrir um skattamál á milli fslands og Bretlands ekki ná til nefsskatts eins og Poll-skattsins. Samning- urinn næði einungis tii tekju- skatta. Bresk stjórnvöld væru þess vegna í fullum lagalegum rétti þegar þau skattlegðu er- lenda námsmenn með þessum hætti. Skatturinn kemur í stað sér- staks eignaskatts og hefur orðið svo óvinsæll að hreyfing hefur myndast gegn honum í Bretlandi og skorað er á fólk að greiða ekki skattinn. Skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins hefur einnig dregið í efa að ríkisstjórnin hafi 'pólitískt umboð kjósenda til að leggja skattinn á, þar sem hans hafi ekki verið getið í kosninga- stefnuskrá íhaldsflokksins. -hmp Fríhöfnin Bjór seldur Sex mánaða bjór- bindindi lokið Flugfarþegar til og frá landinu hafa tekið eftir því að nú er hægt að kaupa bjór á ný i Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Því geta þeir komufarþcgar sem vilja keypt sér einn kassa af bjór og haft með sér heim. Þar með er lokið sex mánaða bjórbindindi sem hófst þann l.september þegar ákveðið var að hætta að selja þessar veigar í Fríhöfninni nema auðvitað á barnum í sjálfri Flugstöðinni. Að sögn Harðar Bjamasonar hjá Varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins eru tvær ástæður fyrir því að ákveðið var að hefja sölu bjórs á ný í Fríhöfninni. í fyrsta lagi vegna óska innlendra bjórframleiðenda þar um og í öðru lagi vegna þess að sam- kvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir tekjuaukningu frá Fríhöfninni í ríkissjóð. —grh Dounreay Svíar og Finnar draga lappimar Hjörleifur Guttormsson: Ríkisstjórnir Norðurlanda verða að mótmœla stöðinni í Dounreay harkalega Fjórir listamannanna fimm, sem opna sýningu í Hafnarborg í dag: Björn Roth, Ómar Stefánsson, Eiríkur Smith og Daði Guðbjörnsson. Kjartan Guðjónsson gat ekki verið við myndatökuna og því hafa þeir Eiríkur og Daði eitt málverka hans á milli sín. Mynd - Kristinn. Listasafn Sigurjóns Landamæri skáldskapar og sagnfræði órunn Valdimarsdóttir mun ræða aðferðir við ævisagna- ritun á bókmenntadagskrá, sem verður haldin í Listasafni Sigur- Tónlistarfélagið Ljóðatónleikar í Óperunni Rannveig Fríða Bragadóttir og Jónas Ingimundarson halda Ijóðatónleika á vegum Tónlistar- félagsins í íslensku óperunni næstkomandi mánudagskvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru gamlar ítalskar aríur, þýsk þjóðlög í út- setningu Brahms og lög eftir Schubert, Schönberg, Samstarf þeirra Rannveigar og Jónasar hófst í nóvember 1988 þegar þau héldu tónleika í ljóðat- ónleikaröð Gerðubergs. Rann- veig Fríða er nú hér í stuttri heim- sókn, en hún er fastráðin við Ríkisóperuna í Vínarborg. í heimsókninni mun hún enn frem- ur taka þátt í flutningi á annarri Sinfóníu Mahlers á afmælistón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands þann 9. mars næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og stendur miðasala nú yfir í ís- lensku óperunni. lq jóns Ólafssonar á sunnudaginn, svo sem venja er fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Mun Þórunn einkum beina at- hyglinni að því sem hún kallar landamærin milli skáldskapar og sagnfræði og nota í því sambandi dæmi úr ævisögu sinni um séra Snorra á Húsafelli. Þórunni til aðstoðar verða leikararnir Guðný Ragnarsdóttir og Karl Guðmundsson, sem lesa óbirtan kafla úr ævisögu séra Snorra, en bókin kom út fyrir síðustu jól. í lok dagskrárinnar gefst áheyr- endum kostur á að beina spurn- ingum til Þórunnar. Dagskráin hefst kl. 15 og stendur í um það bil klukku- stund. LG Laugardagur 3. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 HELGARRÚNTURINN FROSTHÖRKUNUM virðist vera að linna og ef ekki verður þeim mun meiri asahláka í boðuðum hlýindum ætti að vera hægt að hafa það bærilegt á galeiðunni þessa helgina. Þar ber að sjálfsögðu hæst heim- sókn kúbönsku salsasveitarinnar Los Novels og söngkonunnar Leonor Zayaz en hún gefur að sögn ekkert eftir bestu dægurlagasöngkonum nútímans. Kúbanina má berja augum og eyrum í skóla FÍH í dag, á Hótel Borg í kvöld og á árshátíð Kúbuvina á sunnudagskvöldið. í íþróttahúsi Mosfellsbæjar verður haldið upp á 15 ára afmæli Karla- kórasambands Suðurlands í dag kl. 15 og tekur Sinfónían þátt í gleð- skapnum. f kvöld verða Tómas R. og félagar á Hótel íslandi en kl. 15.30 syngur Ester Helga Guðmundsdóttir sópran lög úr söngleikjum við undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Kl. 17 á morgun verða tónleikar til stuðnings Amncsty í Bústaðakirkju þar sem kórar og hljómsveitir kenndar við heilagan Kristófer og heilaga Katrínu koma fram ásamt fleirum. Um kvöldið verður leikið á klarinett og píanó að Kjarvalsstöðum og í Heita pottinum í Duus-húsi mætir Ólafur Stephensen með tríóið sitt og sveiflar sér... NORRÆN MENNING er mjög á dagskrá þessa dagana enda bærinn fullur af Skandinövum. í Listasafni íslands verður opnuð sýningin Uppþot og árekstrar í norrænni list á árunum 1960-72 og í Norræna húsinu er meira af norrænni kúnst. Jóhann Eyfells sýnir verk sín í Gallerí einum á Skólavörðustíg 4a, Sigurjón Jóhannsson sýnir myndir af síldarævintýrinu í Gamla Lundi á Akureyri, Birgitta Jónsdóttir opnar sýningu á þurrpastelmyndum í Listamannahúsinu í Hafnarstræti og í Hafnarborg í Hafnarfirðí sýna fimm listmálarar málverk. Allt í norrænum bræðralagsanda... FJÖLBREYTNIN er allsráðandi á leiklistarsviðinu. í gærkvöldi var frumsýnt Stefnumót í Þjóðleikhúsinu og það verður sýnt aftur annað kvöld en í kvöld er Endurbygging Havels á dagskrá. í Skeifunni 3c sýnir leikhópurinn Fantasía Vagnadans annað kvöld, í Óperunni er verið að sýna Carmina Burana og Pagliacci í kvöld og suður í Hafnar- firði er Hrói höttur sýndur þrívegis í dag og á morgun. í Borgarleikhús- inu er allt við það sama, Ljósvíkingurinn á báðum sviðum, Kjötið hans Ólafs Hauks sýnt í kvöld og Töfrasprotinn báða dagana kl. 14. Norður á Akureyri er verið að sýna þorskinn hennar Guðrúnar Ásmunds. Síðast en ekki síst ber að nefna söngleikinn Líf og frið sem sýndur verður í Langholtskirkju annað kvöld kl. 20.30 en þar er dvalið á skipsfjöl Arkarinnar hans Nóa... BÓKMENNTIRNAR eru á dagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 15 á morgun en þar verður bókin um Snorra á Húsafelli lesin og krufin af höfundi og fleirum... UNNENDUR FUNDA og fyrirlestra fá sinn skammt um helgina. í Glym sem áður hét Broadway verður ráðstefna um starfsemi félags- miðstöðva á vegum samtaka sem nefna sig Samfés og stendur hún frá kl. 10-16 í dag. Klukkan 13 í dag heldur Ingibjörg Hafstað erindi um konur í íslensku samfélagi á norsku í Norræna húsinu en á rnorgun kl. 14.30 flytur dr. Alex Berzin fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki í Lögbergi en hann ber yfirskriftina Hver er munurinn á búddískum hugleiðanda sem ímyndar sér að hann sé Búdda sjálfur og brjálæðingi sem heldur að hann sé Mikki mús?...

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.