Þjóðviljinn - 03.03.1990, Qupperneq 12
Thelma Sigurðsdóttir
leiðbeinandi
Já, ætli það ekki. Með því að lifa
heilbrigðu lífi nú sem endranær.
SPURNINGIN
Ætlarðu að taka þátt í
þjóðarátaki gegn krabba-
meini?
Arnar Ottesen
sölumaður
Já ég er mjög jákvæður fyrir því.
Með því að halda áfram að á-
stunda heilbrigt líferni eins og
kostur er.
Kristján S. Kristjánsson
rafvirki
Já, ætli það ekki og þá með því að
hætta að reykja.
Dagrún Þórðardóttir
viðskiptafræðingur
Já, trúlega geri ég það. Með því
að borða hollan mat og ástunda
heilbrigt líferni.
Kristín Þorsteinsdóttir
húsmóðir
Já, það geri ég örugglega. Und-
anfarin tvö ár hef ég greitt mán-
aðarlega til Krabbameinsfélags-
ins, auk þess sem ég kappkosta
að neyta hollrar fæðu og ástunda
heilbrigt líferni.
ÞlÓÐVIUINN
I ni innrHnm ir 3 mnrc 1 OOfl *Ali iKlnA A«; .
Lauoardagur 3. mars 1990 43. tölublað 55. örganour.
Stuðbylgjan
SÍMI 681333
SÍMFAX
681935
Ný útvaipsstöð í Kópavogi
9. bekkingar í Snœlandsskóla reka útvarpsstöð fram til miðnœttis
annað kvöld. Þorgeir Magnússon: Þetta verður mesta stuðbylgjanþar
sem rokkið fœr að njóta sín. Safnað fyrir ferð um ísland
Klukkan 17 í gær hóf ný út-
varpsstöð starfsemi sína.
Stöðin kallast Stuðbylgjan og
sendir út á FM 88,6 allan sólar-
hringinn fram að miðnætti á
morgun. Fyrsti þátturinn sem fór
í loftið kallaðist „Hestamaðurinn
Binni er útr...“ og eftir að Guð-
mundur Sigfinnsson hafði rakið í
stuttu máii þær raunir og þá erf-
iðleika sem þeir sem undirbjuggu
sendingar stöðvarinnar þurftu að
líða og stuðningsmönnum höfðu
verið færðar þakkir, sagðist út-
varpssnúðurinn ungi vonast til að
áheyrendur nytu helgarinnar
með Stuðbylgjunni og setti af stað
fyrsta lagið: „Sultans Of Swing“,
með Dire Strait, - aukin sam-
keppni á öldum ljósvakans var
staðreynd.
Þorgeir Magnússon sagði í
samtali við Þjóðviljann nokkrum
mínútum fyrir fyrstu útsendingu
að 9. bekkur ætlaði sér að safna
peningum með rekstri útvarps-
stöðvarinnar, til að greiða niður
ferðalag bekkjarins í maímánuði
um ísland. En meiningin er að
kynnast náttúru landsins með
ferðalaginu. Fjáröflunin færi
þannig fram að fyrirtæki og ein-
staklingar gætu hringt inn auglýs-
ingar í síma 44911.
Stuðbylgjan býður að öllum
líkindum upp á ódýrustu auglýs-
ingarnar í fjölmiðlaheiminum um
þessar mundir. Fyrir 2,500 krón-
ur fást þrjár birtingar, sem verður
að teljast vel sloppið. Þorgeir
sagði fyrirtæki í Kópavogi yfir-
leitt hafa tekið auglýsingasnáp-
um stöðvarinnar vel, en fyrirtæki
í Reykjavík hefðu verið tregari í
taumi.
Dagskrá Stðbylgjunnar verður
aðallega tónlist. Þorgeir sagði
fjölbreytta tónlist verða leikna á
FM 88,6, sem höfðaði sennilega
meira til ungs fólks en sú tónlist
sem leikin er á hinum stöðvun-
um. „Dagskráin verður blönduð
ýmis konar nýbylgjutónlist, rokki
og spjalli“, sagði Þorgeir. En
hvert dagskrárgerðargengi verð-
ur með þriggja og hálfs klukku-
stundar þátt.
Það er útvarpsstöð í hvíld, út-
varp Rót, sem er Stuðbylgjunni
innan handar um tækjabúnað og
kunna Snælendingar þeim þakkir
fyrir.
Hugmyndin að rekstri útvarps-
stöðvar í fjáröflunarskyni er ekki
alveg ný af nálinni í Snælands-
skóla. Ungur maður að nafni
Guðlaugur G. Ólafsson treysti
blaðamanni fyrir því að hann
hefði átt þessa hugmynd fyrstur
manna þegar útvarpsstöð var sett
á laggirnar í skólanum í fyrra.
Reksturinn þótti takast vel og
menn fóru því af stað reynslunni
ríkari í ár og ætla að gera enn þá
betur.
Utvarsstöðin Stuðbylgjan fór í loftið klukkan 17 í gær og verður í loftinu fram á miðnætti annað kvöld. Þjóðviljinn var á
staðnum þegar stöðin hóf starfsemi sína. Mynd: Jim Smart.
Reyndar fullyrtu þeir Þorgeir
og Gulli, eins og Guðlaugur vill
kalla sig, að þeir væru reyndustu
dagskrárgerðarmenn stöðvarinn-
ar. Þeir sögðust hlusta á allar teg-
undir rokktónlistar nema helst
ekki þungarokk, og gáfu í skyn að
smekkur þeirra myndi hertaka
öldur ljósvakans þegar þeir væru
við stjórnvölin. Af íslenskum
hljómsveitum eru Síðan skein sól
og Sálin hans Jóns míns í mestu
uppáhaldi og af erlendum hljóm-
sveituoi AC/DC, The Beatles og
Led Zeppilin. -hmp
Þjóðleik-
húsi lokað
Rúrik Haraldsson og Herdís
Þorvaldsdóttir í hlutverkum sín-
um í einþáttungnum Góð til að
giftast eftir Ionesco í sýningunni
Stefnumót, en önnur sýning á
Stefnumóti verður í Þjóðleikhús-
inu annað kvöld. Sú sýning verð-
ur jafnframt síðasta sýning í
Þjóðleikhúsinu fyrir lokun vegna
viðgerða, en stóra salnum verður
lokað á mánudaginn. Hefjast þá
miklir flutningar því aðstaða fyrir
tæknifólk hefur auk geymslu ver-
ið útbúin í skemmu í Sundagörð-
um en sýningum á Stefnumóti
verður haldið áfram í Iðnó og á
Endurbyggingu í einum af nýju
sölunum í Háskólabíói. Þar verð-
ur einnig frumsýning á nýrri revíu
eftir leikara Spaugstofunnar í
apríl.
Mynd - Kristinn