Þjóðviljinn - 06.03.1990, Side 5
VIÐHORF
Yfirstjóm öryggismála
Jón Hjálmar Sveinsson skrifar
Þorvaldur Garðar hefur lagt
fram þingsályktunartillögu þess
efnis að „yfirstjórn öryggismála“
verði samræmd í lögum og að
með þau mál fari „öryggismála-
stjóri“. Við tillöguna og greinar-
gerð hennar er ýmislegt að at-
huga.
„Tilgangur... að samhæfa þá
stjórnsýslu sem lýtur að öryggis-
og löggæslu ríkis og almennings í
landinu. - Hlutverk sérstakrar
yfirstjórnar öryggismála verði að
fara með skipulega samstjórn
lögreglumála, landhelgisgæslu og
mála sem varða tollgæslu, al-
mannavarnir og aðra öryggis-
gæslu.“ Lögregla, landhelgis-
gæsla og tollgæsla sjá um lög-
gæslu þe. hið verklega eftirlit
með því að lög séu ekki brotin.
Almannavarnir eiga að undirbúa
almenning undir náttúruhamfarir
og sjá þannig um fyrirbyggjandi
aðgerðir sem og að stjórna sjálf-
um björgunaraðgerðum þegar
Til ritstjóra Þjóðviljans
Ágætu ritstjórar.
Leyfist mér að biðja ykkur að
ljá eftirfarandi athugasemd rúm í
blaðinu við hentugleika.
Einar Kárason rithöfundur,
kvikmyndahandritahöfundur og
formaður Rithöfundasambands
íslands gerir sér það ómak í
laugardagsblaði Þjóðviljans að
hjóla í vesaling minn með stór-
yrðum út af viðtalsbút sem DV
birti nú fyrir skemmstu, þar sem
undirritaður lætur í ljósi nokkrar
áhyggjur af framtíð kvikmynda-
gerðar á fslandi.
Því fer fjarri að ég hafi með-
tekið á einu bretti alla þá andagift
sem formaðurinn tjáir með hinni
sérstæðu stflsnilld sinn í þessari
grein, en þegar ég var loksins bú-
inn að stauta mig gegnum hana
virtist mér E. Kárason rithöfund-
ur vera að myndast við að taka
upp hanskann fyrir þá englaboss-
ana Friðrik Þór Friðriksson og
Hrafn Gunnlaugsson og umfram
allt Jón sáluga þumlung og gera
að skjólstæðingum sínum.
Þetta er honum guðvelkomið
mfn vegna - og ekki hef ég heldur
á móti því að formanni Rithöf-
undasambandsins skuli hafa þótt
englamyndin „taktföst, sniðug og
kraftmikilsmámynd" ogviljilof -
syngja verkið opinberlega. Hitt er
verra ef svo er komið fyrir for-
manni Rithöfundasambandsins,
að hann eigi erfitt með að þola að
óbreyttir félagsmenn í samband-
inu skuli ekki hafa náð jafnháum
þroska og raffíneruðum smekk
og hann sjálfur.
Ég segi það fyrir mig að ég
vona heitt og innilega að Friðriki
Þór takist að gera kvikmynd sem
verði bæði góð og vinsæl. Síðasta
kvikmynd hans (Skytturnar) náði
ekki vinsældum - og ef satt skal
segja þá held ég að formaður Rit-
höfundasambandsins hafi fyrst
og fremst reiðst mér fyrir að ýja
að þeim vinsældaskorti í fyrr-
nefndu DV-viðtali - og kynni ef
til vill að hafa eitthvað með það
að gera að sá sem skrifaði hand-
ritið að Skyttum Friðriks Þórs hét
einmitt Einar Kárason. En nú
hefur Friðrik útvegað sér annan
handritshöfund, Einar Má Guð-
mundsson, til að skrifa handritið
að næstu mynd og ég sé ekkert
því til fyrirstöðu að hún geti orðið
bæði góð og vinsæl.
Sömuleiðis vona ég að Hrafni
Gunnlaugssyni gefist nægilegt
tóm til þess að skrifa, undirbúa
og byrja að taka upp leikna kvik-
mynd um geðsjúklinginn Jón
þumlung fyrir þessa hálfu fimmtu
stórslys hendir Olíklegt er að
meiri skilvirkni náist með því að
sameina löggæslu og stórslysa-
varnir, til þess eru hlutverkin of
ólík, en vissulega nýta almanna-
varnir starfskrafta lögreglu og
undirbúa þá þar sem þeir mættu
nýtast þeim.
Nú vaknar sú spurning hvernig
skilgreina flutningsmenn tillög-
unnar hugtakið „öryggismál" al-
mennt og í framhaldi af því hug-
takið „öryggisgæsla" sértækt?
Þar sem skilgreiningar liggja ekki
fyrir er hæpið að fara að búa til
einhvern öryggismálastjóra sem
á að vera yfir löggæslu og „örygg-
miljón sem hann fékk úr Kvik-
myndasjóði - á sama tíma og
hann gerir þrjúhundruðmiljón
króna sjónvarpsseríu fyrir Nord-
vision.
Formaður Rithöfundasam-
bandsins kallar ævisögu Jóns
þumlungs eina af „sérkennileg-
ustu perlum íslenskra miðalda-
bókmennta" og ég vona aðeins að
við þurfum ekki að sjá þeirri
perlu fleygt fyrir svín.
í niðurlagi greinar sinnar kem-
ur formaðurinn með hjartnæmar
raunatölur um að hann hafi orðið
fyrir stríðni þegar hann dvaldi í
Danmörku á árunum 1979-83 út
af íslenskum sjónvarpsleikritum
almennt og Snorra Sturlusyni sér-
staklega og sömuleiðis segist
hann þekkja ,fullt affólki, aðal-
lega í Danmörku og Svíþjóð,sem
er mjög áhugasamt um flest sem
íslenskt er; les bœkur sem eru
þýddar héðan og vill fá senda ís-
lenska tónlist og myndlist. En ís-
lenskar bíómyndir segir það, nei
takk því miður og þú verður að
fyrirgefa; við höfum séð meira en
við kœrum okkur um af því tagi í
sjónvarpinu (Sic.).“
Mér þykir að sjálfsögðu leitt til
þess að vita að formaður Rithöf -
undasambands íslands skuli á
unga aldri hafa verið hafður að
háði og spotti í Danmörku og
vona að honum hafi verið sýnd
næg virðing síðan hann flutti
heim; en hvað kvikmyndirnar
áhrærir þá er ég ekki hissa á því
að erlendu vinirnir fúlsi við þeim
myndum sem Einar er að reyna
að halda að þeim - ekki síst úr því
smekkur formannsins er orðinn
svo háþróaður að hann telur að
„englamyndin“ í sjónvarpinu hafi
verið ,framför frá þeim seigdrep-
andi leiðindum sem leikin íslensk
sjónvarpsverk hafa oftast verið í
gegnum tíðina“.
Dylgjur og fúkyrði formanns
Rithöfundasambandsins í minn
garð eru sjálfsagt ágætis afþrey-
ingarefni í laugardagsblöð Þjóð-
viljans - ef maður hefur smekk
fyrir svoleiðis, en allt um það frá-
bið ég mér að lenda í frekari stæl-
um við hann, því hvað hefur einn
óbreyttur meðlimur Rithöfunda-
sambandsins að gera í hendurnar
á þessum mikla mannkosta-
manni, sem hefur svo góðan
smekk að honum þykir það gott
sem öðrum þykir vont - og stýrir
þar að auki penna sem í allri sinni
dýrð minnir helst á mykju-
dreifara.
Með þökk fyrir birtinguna.
Þráinn Bertelsson
Þráinn Bertelsson er kvikmynda-
gcrðarmaður.
ismálum". Er kannski verið að
búa til embætti fyrir einhverja í
Sjálfstæðisflokknum eins og
Kjartan Gunnarsson, Arnór Sig-
urjónsson eða Magnús Bjarna-
son?
Er verið að stofna til persón-
unjósna og búa til íslenska útgáfu
af Securitate, KGB, CIA neða
MI6? Og hvað er átt við með „ör-
yggisgæslu ríkis"? Kannski það
að ólýðræðislegum ákvörðunum
stjórnmálamanna og forsendum
þeirra skuli haldið leyndum fyrir
hinum sauðsvarta, fávísa al-
menningi, náungum eins og mér
og þér? Þetta gæti verið tilfellið
þar sem ekki eru til neinar reglur
um það hverju skuli haldið
leyndu, hvernig og fyrir hverjum
og þaðan af síður hversvegna. Á
íslenskt stjórnkerfi eftir að taka
upp hugtakið „óvinur ríkisins“
frá hinum deyjandi kommaflokk-
um Austur-Évrópu?
Og hvað er þá „öryggisgæsla
almennings"? Er það stóri bróðir
sem vakir sífellt yfir þér, hugsun-
um þínum og skoðunum? Eða er
hér bara átt við sjúkraflutninga
með þyrlu, viðvörunarflautur al-
mannavarna og sjúkramóttöku
spítalanna? Mér hrýs hugur við
að fá yfir mig skoðanalögreglu,
persónunjósnir og kerfi svartra
lista stjórnað af mönnum sem
vinna allt í leyni undir yfirskini
einhvers óskilgreinds „öryggis".
Hvernig er svo eftirlit með
þessari starfsemi hugsað?
„Vegna mikilvægis þessara mála
og sérstaks eðlis má hugsa sér að
Alþingi kjósi hlutfallskosningu
nefnd alþingismanna til eftirlits
og varðstöðu um að öryggismál-
um sé haldið utan við og ofar
flokkspólitískum hagsmunum og
viðhorfum.11 Hvert er mikilvægi
mála sem ekki fást skilgreind og
hvert skyldi eðli þeirra vera?
Ekkert mál er svo mikilvægt að
það hafi forgang fyrir lýðræði og
mannréttindum. Það viðhorf
kemur fram í tilvitnuninni að
flokkar hafi hagsmuni og viðhorf
sem koma ofar þjóðarheill. Þing-
menn eru ekki bundnir af neinu
öðru en samvisku sinni og ef
Sjálfstæðisflokkurinn er að tala
fyrir sjálfan sig, hvaða viðhorf
hefur hann sem koma ofar þjóð-
arhag? Séu þingmenn virkilega
svo spilltir sem gefið er í skyn er
þá nokkur von að nefnd nokkura
þessara sömu þingmanna muni
vera minna spillt? Þá gæti sú
staða komið upp asð stór hluti
þingflokka ætti engan fulltrúa í
nefndinni, jafnvel að einn eða
tveir flokkar aðeins ættu fultrúa
þar árum saman. Það færðist
mikið vald á fárra hendur.
Einna furðulegast við tillöguna
er þó eftirfarandi: „Það er gert
ráð fyrir að þessi samræmda
gæsla sé þannig að skipulagi og
framkvæmd að hún sé þess um-
komin að taka við verkefnum af
varnarliðinu eftir því sem við
verður komið og allri öryggis- og
löggæslu á Keflavíkurflugvelli
þegar til þess kemur að varnarlið-
ið hverfi af landi brott. Það er
hvorki gengið út frá því að erlent
varnarlið verði í landinu um alla
framtíð né að innlendum her
verði komið á fót.“ Enn má
spyrja hvaða verkefnum gegnir
varnarliðið í dag sem íslendingar
gætu tekið við þegar það fer? Sé
um einhver slík verkefni að ræða,
hefði ekki verið eðlilegra að ís-
lendingar gegndu þeim frá upp-
hafi og hvernig lentu þau á vam-
arliðinu?
Hér getur ekki verið um lög-
gæslu að ræða því ef svo væri þá
þyrfti varla að stofna sérstaka yf-
irstjórn, aðeins að fjölga stöðu-
gildum við lögregluna á vellinum.
Ef ekki á að stofna innlendan
her, ekki er gert ráð fyrir erlendu
„varnarliði“, hver eru þá í dag
óhernaðarleg verkefni vamar-
liðsins? Einhver hljóta þau að
vera fyrst brottför þess krefst ís-
lenskra staðgengla.
Fjórir stjálfstæðismenn flytja
tillöguna, þar af einn fyrverandi
utanríkisráðherra. Ein aðalfors-
enda tillögunnar virðist að þeir
gera beinlínis ráð fyrir að landið
verði herlaust. Sjálfstæðismenn
hafa alltaf talið sig mikla tals-
menn svonefndra varnarmála en
á það orð hefur alltaf vantað for-
skeytið her í þeirra umfjöllun.
Skilningsleysi þeirra á það hvað
raunverulega felst í hervörnum,
einstaklingsbundið siðferðilegt
val þegnanna, - er svo mikið að
jafnauðveldlega afskrifa þeir inn-
lendan her eins og þeir hatramm-
lega og af mikilli tilfinningasemi
vörðu veru erlends her í landinu
og gera enn, þó ekki af eins mikil-
li ákefð. Hervarnir snúast ekki
um öryggi heldur þjónustu, borg-
araleg réttindi og skyldur, vopna-
burð gegn innrás í stað samvinnu
við hernámslið. Fyrir þeim sner-
ist málið alltaf um „hæfilegan
arð“ af verktakaframkvæmdum
sem nú sér fyrir endann á. Sjálf -
stæðismaður hefur aldrei gegnt
herskyldu, þessvegna hefur eng-
inn þeirra neitt umfram aðra
borgara þessa lands til málanna
að leggja nema síður sé að teknu
tilliti til sögu flokksins í
„utanríkis-, öryggis- og varnarm-
álum“.
Jón Hjálmar Sveinsson er fyrr-
verandi sjóliðsforingi í Norska
hernum.
Miðvikudagur 7. mars 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5
Mannkostamanni
svarað
Þráinn Bertelsson skrifar
Rvík., 4. mars, 1990
Hin Ijúfsám
minning
um
Komintern
„Mér er það í minni, er ég í
kring um tíu ára aldurinn var að
stelast til að lesa Þjóðviljann í
stiganum en maðurinn upp á lofti
var áskrifandi að blaðinu."
Sá sem hefur það á samvisk-
unni að hafa stolist til að lesa
Þjóðviljann fyrir á að giska fjór-
um áratugum heitir Eiður
Guðnason, þingmaður Alþýðu-
flokksins á Vesturlandi og þing-
flokksformaður með meiru. Þessi
lífsreynsla þingmannsins hefur
orðið honum notadrjúg í pólit-
ísku amstri daganna, og hann
segir af næmum skilningi þess
manns sem sýnist hafa minning-
una um stolna lestrarstund fyrir
40 árum að leiðarljósi. „í mínum
huga hefur Þjóðviljinn alltaf ver-
ið málgagn þess sósíalisma sem
iðkaður hefur verið í Sovétríkj-
unum og Austur-Evrópu.“
Hin tilvitnuðu orð eru úr
„Króníku" sem þingmaðurinn
reit í Alþýðublaðið á laugardag-
inn var. Fór fyrir honum, eins og
mörgum nú um stundir að vera
uppteknari af fortíðinni en nútíð
og framtíð. Full ástæða er til að
fagna áhuga þingmannsins á sög-
unni, en harma aftur á móti þann
skilning að fortíðin sé veruleiki
nútímans.
Eiði Guðnasyni þykir ein-
kennilegt „að horfa á Alþýðu-
bandalagið engjast í snöru sög-
unnar og keppast við að afneita
öllu sem það áður trúði og jafnvel
dýrkaði.“ Nú verður að vísu ekki
ráðið af orðum þingmannsins
hvað það var sem Álþýðubanda-
lagið „trúði og jafnvel dýrkaði“
en afneitar nú með öllu. Éftir því
sem næst verður komist á hann
við hugmyndir manna í Komm-
únistaflokki íslands, sem starfaði
á árunum 1930-1938 og síðar
Sósíalistaflokksins er tók við af
honum og var við allgóða heilsu í
20 ár en þjáðist af uppdráttarsýki
síðasta áratug ævi sinnar. Þing-
maðurinn virðist ekki hafa veitt
því athygli að Alþýðubandalagið
var stofnað árið 1968 meðal ann-
ars vegna þess að hugmyndir sem
réðu ferðinni í forverum þess
þóttu ekki lengur í takt við tím-
ann. Þrándur, sem eins og fyrri
daginn hefur áhuga á velferð
vinstri sinna, sér enga ástæðu til
að Alþýðubandalagið afneiti
forfeðrum sínu, eða amist við því
að menn rannsaki sögu þeirra.
En þá má alls ekki gleyma „garm-
inum honum Katli“. Alþýðu-
flokkurinn er langafi Alþýðu-
bandalagsins og á rétt á athygli
eins og hinir. Það er hárrétt hjá
Eiði Guðnasyni að enda þótt
„það væri rosalega gaman, ef
maður gæti miðað upphaf alls
veruleika og sögu við eigin fæð-
ingu“, þá gengur þess háttar sýn á
veruleikann ekki til frambúðar.
Þessi skilningur kemur þing-
manninum því miður að litlu
haldi því hann segir að „Við í Al-
þýðuflokknum þurfum ekkert á
þessu fortíðaruppgjöri að halda.
Það fór meðal annars fram þegar
kommúnistar klufu sig úr flokkn-
um og stofnuðu Kommúnista-
flokk Islands og þegar hluti af
liðsmönnum Alþýðuflokksins
gekk til liðs við kommúnista
undir nýju nafni árið 1938.
í bæði skiptin var klofningur-
inn samkvæmt línunni að austan.
Afstaða íslensku kommúnist-
anna til Alþýðuflokksins var á
hverjum tíma afstaða Komint-
ern, alþjóðasambands kommún-
ista. Línan var sótt til Moskvu.“
Þannig hefur, að mati hins
áhrifamikla þingmanns, ekkert
gerst í sögu Alþýðuflokksins,
sem vert er umhugsunar, síðan
1938. Er þá ástæðulaust að leita
skýringa á því hvers vegna þessi
flokkur, sem líta vill á sig sem
hefðbundinn jafnaðarmanna-
flokk í ætt við þá sem öðrum
flokkum fremur hafa mótað
þjóðfélagsþróunina á Norður-
löndum eftir stríð, hefur mátt
sæta því að flokkar vinstra megin
við hann höfðu meira (stundum
miklu meira) fylgi, og það svo
áratugum skipti? Meðan systur-
flokkar hans í grannlöndunum
hafa notið 35-55% stuðnings
meðal þjóðanna, hefur Alþýðu-
flokkurinn lengst af orðið að una
við 10-15%.
Er hugsanlegt að Sósíalista-
flokkur og Alþýðubandalag hafi
verið í svipaðri stöðu og jafnaðar-
mannaflokkar Norðurlanda?
Þeim hafi tekist, líkt og norrænu
flokkunum, að sameina mikil
áhrif í hreyfingu launafólks hinni
pólitísku baráttu og þess vegna
öðlast tiltrú sem falla hefði átt
Alþýðuflokknum í skaut? Og
þannig mætti halda áfram að
spyrja. Svörin verða auðvitað
margvísleg en hætt er við að þau
verði í undarlegra lagi hjá þeim
sem naumast hafa áttað sig á að
Komintern lagði upp laupana
fyrir svo sem hálfri öld.
- Þrándur