Þjóðviljinn - 06.03.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.03.1990, Blaðsíða 9
FRETTIR Umhverfisráðherrar Norðurlanda Dounreay mótmætt Umhverfisráðherrar Norður- landanna munu mótmæla sameiginlega fyrirhugaðri endur- vinnslustöð fyrir kjarnorkuúr- gang f Dounreay í Skotland, á Norðursjávarráðstefnunni sem hefst í Haag í Hollandi í dag og lýkur á morgun. Á ráðstefnunni mun Júlíus Sólnes umhverfisráðherra leggja fram yfirlýsingu fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar varðandi mengun- armál sjávar. Þar kemur fram að íslendingar hafa áhyggjur af mengun Norðursjávar þar sem hún berst til íslands með sjávar- straumum á fjórum til sex árum. íslendingar leggja áherslu á mikilvægi alþjóðlegra samninga um varnir gegn mengun sjávar, en benda á þá staðreynd að slíkir samningar einir sér koma ekki í veg fyrir mengunarslys. Því beri að leggja áherslu á forvarnir og yfirfæra sönnunarbyrði á meng- unarvaldinn fremur en þá sem verða fyrir mengun. Þá er sérstaklega varað við mengun sjávar af völdum geisla- virkra efna, sem öllum fiskveiði- þjóðum við N-Atlantshaf stafar mikil ógn af. Auk þess sem Júlíus tekur þátt í sameiginlegum mót- mælum umhverfisráðherra Norðurlandanna á Dounreay mun hann ítreka mótmæli íslend- inga. I yfirlýsingunni er sagt frá þriggja ára framkvæmdaáætlun íslensku ríkisstjórnarinnar, sem lýtur að umfangsmiklum mæling- um á sjávarmengun við ísland. Enn fremur kemur fram sú skoðun, að nú þegar beri að draga verulega úr losun úrgangs- efna í sjó og í mörgum tilvikum banna slíka losun algerlega. Æskilegt er, að landstöðvar, sem hafa frárennsli til sjávar, noti bestu mögulegu tækni til að hreinsa skólp og annan úrgang fyrir losun. _Sáf Svínaræktin Hemil á framleiðsluna Þegar metnir eru möguleikar í svínakjötsræktuninni verður að nokkru að taka mið af þeim óstöðugleika, sem greinin hefur búið við á undanförnum árum, sagði Hörður Harðarson í Laxár- dal á ráðunautafundi 1990. Framleiðsla svínakjöts hefur aukist úr 956.973 kg árin 1981- 1982 í 2.579.443 kg 1988/1989. Þó hefur verðlag oftast haldist í hendur við eðlilegt framboð og eftirspurn þótt komið hafi fyrir að verð til framleiðenda hafi farið ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Kvöldvaka Kvöldvaka Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum verður haldin í sal Sveinafélags járniðnaðarmanna við Heiðarveg föstudaginn 9. mars klukkan 20.30. Dagskrá: Borðhald - Skemmtiatriði - Söngur. Þátttökutilkynnmgar berist til Huldu í síma 1 -16-84, Baldvins s: 1 -22-79 og Guðmundu í síma 1-21-26. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Félagsmálanefnd AB AB Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðanreppi Kvöldskemmtun í Gaflinum Alþýðubandalagsfélögin í Hafnarfirði, Garðabæ og hreppi halda sameiginlega kvöldskemmtun í Gaflinum föstudag inn 9. mars kl. 20. Léttur kvöldverður og skemmtiatriði. Ræðustúfa flytja Magnús Jón Árnason og Hilmar Ingólfsson. Miðaverð kr. 1300. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. Stjórmrnar Alþýðubandalagið Kópavogi Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga. Fólagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá f réttir af málefnum bæjarfélagsins og greiða félagsgjöldin. Sími 41746. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld Spilakvöld verður haldið í Þinghól, Hamraborg 11, þriðju hæð, mánudaginn 12. mars kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin Málefnaumræðu fram haldið í kvöld, uppi á Punkti og pasta (áður Torfunni), hefst 20.30. Hópnefnd FRA MENNTAMÁLA- RÁÐUNEYTINU: Laus staða Staða fræðslustjóra í Suðurlandsumdæmi er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní 1990. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 3. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið niður tyrir kostnaðarverð, eink- um árin 1983-1984 og 1989, en þá jókst framboðið snögglega. Of hröð framleiðsluaukning er greinilega eitt helsta vandamál greinarinnar um þessar mundir. Til lausnar á því hafa svínabænd- ur bent á ýmsar hugmyndir, svo sem þak á bústærð og setningu reglugerðar um aðbúnað og holl- ustuhætti á svínabúum, sem nú er unnið að í landbúnaðarráðu- neytinu. Þar er gert ráð fyrir að öll svínabú verði tekin út af dýra- lækni a.m.k. einu sinni á ári og þau bú ein, sem uppfylla ákvæði reglugerðarinnar, fái starfsleyfi. Flestir þeir, sem byrjað hafa framleiðslu án þess að viðunandi aðbúnaður og þekking hafi verið til staðar, hafa fljótlega helst úr lestinni. Áf lauslegri athugun má ætla að af hverjum 15 nýjum framleiðendum hafi aðeins tveir náð sæmilegum tökum á svína- ræktinni. Hverjum bónda er nauðsynlegt að fylgjast vel með þróun kjötmarkaðarins og hafa vissan sveigjanleika í framleiðsl- unni. Að undanförnu hafa framleið- endur orðið að taka á sig sífellt stærri hluta af vægi söluskatts á svínakjöt, sem síðan hefur leitt til rekstrarerfiðleika og vanskila. Á þessu þarf að ráða bót. Athuga þarf möguleika til hag- ræðingar á rekstri sláturhúsa, með sameiningu þeirra og aukinni samvinnu sláturleyfis- hafa. Tryggja þarf að erfiðleikum í rekstri kjötvinnslu og smásölu- verslunar verði ekki mætt með hækkun á sláturkostnaði. Því er eðlilegt að sláturhús hafi sjálf- stæðan fjárhag, óháð öðrum deildum fyrirtækja með fjölþætta starfsemi. Dreifingu og markaðssetningu þarf að endurskoða f ljósi þeirrar þróunar, sem orðið hefur í beinni sölu framleiðenda til smásölu- verslana. Þau viðskipti hafa oft valdið bændum stórtjóni í töpuð- um afurðatekjum. Áthuga þarf hvernig unnt er að auka hlutdeild viðurkenndra afurðastöðva í vinnslu og markaðssetningu og jafnframt sé reynt að draga úr beinni sölu framleiðenda til versl- ana, en hún hefur torveldað skipulag á framleiðslumagni og framboði og örvað til undirboða einstakra framleiðenda. - Endur- Umboðsmaður Skattamál og forsjármál algengust Alls bárust umboðsmanni AI- þingis 150 kvartanir frá einstak- lingum og samtökum á síðasta ári. Auk þess tók hann upp 4 mál að eigin frumkvæði og sem 35 málum var ólokið í upphafi árs- ins. Alls fjallaði umboðsmaður- inn því um 189 mál á árinu og þegar hafa 122 þeirra hlotið af- greiðslu. Kvartanir sem borist hafa til umboðsmanns hafa lotið að ýms- um þáttum í stjómsýslunni.Flest- ar kvartanir hafa lotið að fram- kvæmd skattamála, eða 13 tals- ins, og næstflest um ákvarðanir stjórnvalda í skipan forsjár barna og umgengnisréttar og meðferð slíkra mála, eða 11 talsins. í 9 tilvikum var kvartað yfir meðferð og afgreiðslu í málum er varða atvinnuréttindi og atvinnuleyfi. Af öðrum málaflokkum má nefna málefni opinberra starfs- manna, málefni fanga og annað er lýtur að fangelsum og meðferð ákæruvalds. 29 málum lauk með því að um- boðsmaður lét uppi álit sitt á því hvort athöfn stjórnvalda bryti í bága við lög eða vandaða stjórnsýsluhætti. í 23 málum kom ekki til frekari afskipta umboðs- manns, þar sem aðilar höfðu ekki skotið málum sínum til æðra stjórnvalds áður en kvörtun var borin fram. f 29 málum var fallið frá kvörtun eða kvörtun gaf ekki tilefni til frekari meðferðar að lokinni frumathugun og í sumum tilvikum höfðu þeir, sem báru fram kvörtun, fengið leiðréttingu á sínum málum eftir að umboðs- maður beindi fyrirspurn til hlut- aðeigandi stjórnvalds. -Sáf skoða þarf gildandi reglur um mat og merkingu svínaafurða. Með samstarfi kjötframleið- enda og afurðastöðva má helst tryggja að framboð og hag- kvæmni í framleiðslu og vinnslu verði með þeim hætti, að neyt- endur sjái sér hag í kaupum á ís- lenskum kjötafurðum, sagði Hörður Harðarson. -mhg Hafrannsókn Deilt um smælkið Mælingar eftirlitsmanna sjáv- arútvegsráðuneytisins á síð- asta ári á undirmálsfíski í afla tog- ara gefa til kynna að hann hafí aðeins verið 4 þúsund tonn. Sú niðurstaða stangast því mjög á við þá sem fram kom í skoðana- könnun sem Skáís gerði fyrir Kristin Pétursson alþingismann en þar kom fram að togarar fleygi árlega 16.604 tonnum aftur í sjó- inn. Sambærilegar upplýsingar liggja þó ekki fyrir um bátaflot- ann. Á vegum Hafrannsóknastofn- unar hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að meta úrkast smá- þorsks, auk þess sem tölulegar upplýsingar liggja fyrir sem gefa vísbendingu um breytingar í þess- um efnum síðustu 15 árin. Sam- kvæmt þeim minnkaði hlutur smáfisks verulega þegar möskvi í togveiðarfærum var stækkaður á árunum 1976-1977 og hlutfall smáfisks í afla var í lágmarki á tímabilinu 1978-1981. Áárunum 1982-1984 jókst hlutur smáfisks í afla og hélst hár til og með 1987. Eftir það hefur dregið úr smáfisk- adrápi en einkum þó á síðasta ári. -grh MINNING Ingibjörg Krístjánsdóttir F. 28. júní 1898 - D. 26. febrúar 1990 Ekkert mannshjarta er svo sterkt að eitt sinn hætti það ekki að slá, engin vegferð svo löng að sá dagur renni ekki upp að henni ljúki. Hún Inga vinkona mín hóf göngu sína hér í heimi vestur á Patreksfirði í lok síðustu aldar og þar sleit hún fyrstu skónum sín- um. Þaðan átti hún margar sínar fegustu minningar en jafnvel þær sárustu. Þá sögu þekki ég ekki nema af örstuttum frásögnum hennar um þessa tíma, oftast skotið inn í annað rabb og vanga- veltur um tilveruna. Leið Ingu lá til höfuðborgar- innar, þar sem hún ól aldur sinn lengst af síðan. Erfiðisvinnan varð hlutskipti hennar á þessum stað. Árum saman flakaði hún og beinskar fisk til útflutnings og lagði þannig með verkum sínum grunn að því vellauðuga samfé- lagi sem við búum í núna, án þess að bera mikið úr býtum sjálf. Því að veraldlegur auður safnaðist Ingu aldrei og iðulega var hún á hrakhólum með húsnæði. Efna- leg fátækt Ingu var að miklu leyti naumum launakjörum dagl- aunakonunnar að kenna, en hitt hygg ég þó ekki síður hafa verið ástæðuna að Inga var ósínk á au- rana við þá sem henni voru kærir, og gjafir hennar oft stórtækari en efnin hefðu leyft eigingjarnari huga. Því að hjartað hennar Ingu sló fyrir aðra, einkum þó Hlín frænd- konu hennar Magnúsdóttur og afkomendur hennar. Þeim gaf hún ást sína og umhyggju eftir fremsta megni. Nú er þetta hjarta hætt að slá og Inga hefur stigið sín hinstu spor meðal okkar. A þess- ari stundu er mér efst í huga þakklæti í garð Ingu fyrir ómetanleg kynni og vináttu. Aldrei man ég eftir því að ég bæri svo upp við hana erindi að hún yrði ekki við því. Hafi forsjónin heila þökk fyrir að láta leiðir okk- ar skerast. Trausti Ólafsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.