Þjóðviljinn - 06.03.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.03.1990, Blaðsíða 3
______FRÉTTIR_____ Reyðarfjörður Blásið til sóknar Um 20 manns á atvinnuleysisskrá Samdráttur í fískvinnslu á Reyðarfirði er aðalástæðan fyrir því að um 20 manns eru þar á atvinnuleysisskrá. Til að spyrna við fótum og snúa vörn í sókn eru uppi hugmyndir um það í héraði að allir hlutaðeigandi aðilar legg- ist á eitt til að hægt verði að kaupa nýtt skip í plássið. Um síðustu helgi stóð Byggð- arlagssvið JC á Reyðarfirði fyrir atvinnumálafundi þar sem rætt var um leiðir til að útrýma núver- andi atvinnuleysi þar sem einnig var horft til framtíðar með bygg- ingu stóriðju á svæðinu í huga. f>á skoraði fundurinn á hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps að taka nú til hendinni til að reyna að ráða niðurlögum atvinnuleysisins. Að öllu óbreyttu bendir margt til þess að það muni aukast þegar loðnubræðslan hættir starfsemi í vor og þegar skólakrakkar fara að hópast inn á vinnumarkaðinn. Að sögn Sigurjóns Baldurs- sonar á Reyðarfirði er gerður út frá staðnum einn nýr og fullkom- inn frystitogari og einn ísfisk- togari sem er gerður út sameigin- lega með þeim og Eskfirðingum. Á sama tíma er á Reyðarfirði fullkomið frystihús í eigu Kaupfélagsins sem getur unnið allt að 25 tonn á dag en fær í mesta lagi 5 tonn til vinnslu á degi hverj- um. Auk þess er á staðnum fullkomin saltfiskverkun en þar hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum sökum hráefnis- skorts. Sigurjón sagði að fljót- virkasta leiðin til að bæta at- vinnuástandið væri að sveitarfé- lagið, almenningur og fyrirtæki í þorpinu legðust á eitt við að safna fé til skipakaupa. „Héðan hefur verið atgervis- flótti undanfarin ár og nú er svo komið að plássið þolir það ekki miklu lengur. Af þeim sökum er brýnt að heimamenn snúi bökum saman til að leggja grunn að nýrri framfarasókn," sagði Sigurjón Baldursson. -grh Sambandið Tapið eykst Rekstrartap Sambandsins meira en þœr250- 300 miljónir sem áœtlað var Astjórnarfundi Sambandsins sem haldinn var um síðustu helgi var lagt fram bráðabirgða- yfírlit um rekstur Sambandsins á síðasta ári. Ólafur Sverrisson stjórnarformaður SÍS staðfesti að rekstrartapið væri meira en þar 250-300 miljónir króna sem áætlaðar hefðu verið. Hann vildi ekki nefna nákvæma tölu. Ólafur sagði að tölur Morgun- blaðsins um allt að 900 miljóna króna tap væru þótt ekki réttar. „Það er þó ljóst að við verðum að losa okkur við eignir til að mæta þessu tapi. Þar horfum við eink- um til eignarhluta okkar í Aðal- verktökum. Sala hans er til um- ræðu og miðar áfram þótt hægt fari.“ Að sögn Ólafs eru helstu ástæður fyrir tapinu fjármagns- kostnaður og skuldir sem Sam- bandið varð að afskrifa á árinu. Báðir þessir liðir hefðu verið hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Einnig væri ljóst að sums staðar mætti spara í rekstri og væri nú í athugun hvar hægt væri að spara. -ÞH Ólafsvík Nýtt fólk á G-lista Alþýðubandalagið í Ólafsvík hefur gengið frá framboðs- lista sínum fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Herbert Hjelm sem verið hefur fulltrúi G- listans í bæjarstjórn lætur af því embætti en efsti maður listans er Norðurlönd Vestumorrænn leiðtogafundur Formaður landsstjórnarinnar í Grænlandi, lögmaður Færeyja og forsætisráðherra Islands ætla að hittast á vesturnorrænum leiðtogafundi í Nuuk á Grænlandi í haust. Ráðgert er að þeir þremenn- ingar, Motzfeldt, Sundstein og Steingrímur, muni ræða m.a. fiskveiðar og menningarsamstarf landanna þriggja á fundinum, sem halda á í lok ágúst. -gg Árni G. Albertsson skrifstofu- maður. Að sögn Jóhannesar Ragnars- sonar ríkti mikill einhugur um skipan listans á félagsfundinum á mánudaginn var. „Það gekk bet- ur en okkur óraði fyrir að fá fólk til að taka sæti á listanum og menn eru bjartsýnni en síðast á gengi okkar í kosningunum. í öðru sæti á G-listanum í Ól- afsvík er Heiðar Friðriksson fisk- matsmaður, 3. Margrét S. Birgis- dóttir húsmóðir, 4. Herbert Hjelm veitingamaður, 5. Sigríður Þóra Eggertsdóttir kaupmaður, 6. Jóhannes Ragnarsson hafnar- vörður, 7. Margrét Jónasdóttir húsmóðir, 8. Rúnar Benjamíns- son vélstjóri, 9. Guðmundur Baldursson sjómaður, 10. Alfons Finnsson sjómaður, 11. Kjartan Haraldsson verkstjóri, 12. Sig- urður Þorsteinsson verkamaður, 13. Sveinbjörn Þórðarson fisk- matsmaður og 14. HaraldurGuð- mundsson skipstjóri. _þjj ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3 Það ætlar ekki að ganga átakalaust að staðsetja húsið fyrir úrslitaleikinn í HM í handknattleik 1995. Viðræður ríkisins og Kópavogs um málið eru þó að hefjast og búist er við að rætt verði við Hafnfirðinga á næstunni. Mynd Kristinn. Rflci og borg talast ekki við Það virðist Ijóst að engar við- ræður munu fara fram milli ríkis og Reykjavíkur um bygg- ingu íþróttahúss fyrir úrslita- leikinn í HM í handbolta árið 1995. Ríkið virðist ekki geta hugsað sér að óska eftir við- ræðum við Reykjavík og borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins láta eins og þeim komi málið ekki við. Sem stendur virðist því lík- legast að húsið verði reist í Kópa- vogi, en Hafnfirðingar eru einnig áhugasamir og ekki útilokað að Akureyringar muni einnig lýsa yfir áhuga sínum. „Reykjavíkurborg er ekki aðili að þessu máli og mun ekki koma inn í það að fyrra bragði. Það er útilokað að við munum óska eftir viðræðum við ríkið um byggingu handboltahúss,“ segir Júlíus Haf- stein borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. „Reykjavíkurborg ræður hvað hún gerir í þessu máli en hún hef- ur ekki sýnt byggingu þessa húss neinn áhuga. Eg hefði vel getað hugsað mér að húsið yrði reist í Reykjavík, en það þarf ekki endi- lega að rísa þar. Svæðið sem Kópavogur hefur lagt til undir húsið er mjög heppilegt að mínu mati,“ segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra við Þjóð- viljann. Viðræður við Kopavog Á meðan ríki og borg talast við á þennan hátt í gegnum fjöimiðla er ríkið að fara í viðræður við bæjaryfirvöld í Kópavogi um byggingu húss sem rúma á úrslita- leikinn 1995 og að sögn Svavars^ Gestssonar verður líklega farið út í viðræður við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði innan tíðar. Fulltrúi menntamálaráðuneytisins átti reyndar óformlegar viðræður við fjármálastjóra Hafnarfjarðar um málið í gær. Hugmynd Kópavogsbúa er að byggja sjö þúsund manna hús í Kópavogsdal, en þar á að rísa stórt íbúðahverfi á næstu árum. Að úrslitaleiknum loknum á hús- ið að rýma grunnskóla, fjögur þúsund manna íþróttahús, æfinga- og keppnishús og félags- aðstöðu fyrir Breiðablik. Ráðgert var að fara út í allar þessar framkvæmdir á næstu árum, en nú sjá Kópavogsbúar fram á að geta sameinað þær í eina og lokið þeim mun fyrr en ella. Auk þess gera þeir ráð fyrir að ríkissjóður fjármagni fram- kvæmdirnar að verulegu leyti. „Við gerum ráð fyrir að húsið sjálft, að skólanum frátöldum, muni kosta 634 miljónir króna og það er að minnsta kosti helmingi lægri tala en rætt var um í upp- hafi. Og með þessari tengingu við skólann og aðstöðu Breiðabliks höfum við tryggt húsinu rekstrar- grundvöll í framtíðinni,“ segir Valþór Hlöðversson, bæjarfull- trúi í Kópavogi og fulltrúi í við- ræðunefnd bæjarins. í BRENNIDEPLI Sem stendur virðist því líklegast að húsið verði reistí Kópavogi, en Hafnfirðingar eru mjög áhugasamir og ekki er heldur útilokað aðAkur- eyringar muni lýsa yfir áhuga sínum Ekki fyrir einn leik „Það er alveg rétt hjá Davíð Oddssyni að það er geðveiki að ætla að reisa hús fyrir einn leik, en það er alls ekki ætlun okkar. Ríkið hefur lýst yfir því á al- þjóðavettvangi að þetta hús verði byggt og er undir þrýstingi um að standa við þá yfirlýsingu. Við bjóðum fram þessa lausn á mál- inu og viljum fá afdráttarlaust svar um það fljótlega hvort ríkið hefur áhuga. Ég geri ráð fyrir að ríkið muni fjármagna framkvæmdirnar að verulegu leyti,“ segir Valþór. Hugmynd Hafnfirðinga er komin frá Haukum og er talsvert frábrugðin hugmynd þeirra í Kópavogi. Bæjarráð Hafnar- fjarðar hefur lýst einhuga yfir stuðningi við áform Haukanna og óskað eftir viðræðum við ríkis- stjórnina um málið. Haukar hafa fengið úthlutað íþróttasvæði á Ásvöllum og leggja til að þar verði reist hús fyrir úrslitaleikinn. Þeir gera ráð fyrir að síðan verði hægt að nota húsið fyrir íþróttir, alls kyns sýn- ingar og hljómleika. Alfreð ákafur Þorsteinn Steinsson, fjármála- stjóri Hafnarfjarðar, segir að Haukahúsið eigi að kosta 636 miljónir með öllum búnaði. „Við verðum auðvitað að skoða þetta mjög vel áður en lengra verður haldið, en við höf- um áhuga á að reisa þetta hús,“ segir Þorsteinn. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og í Kópavogi virðast vera einhuga í áhuga sínum á að fá að reisa þetta margumrædda hús. Allt annað er uppi á teningnum í Reykjavík. Álfreð Þorsteinsson, vara- borgarfulltrúi og formaður Fram, hefur verið ákafastur áhugamað- ur um málið í borgarstjórn. Hann hleypti af stað umræðum um mál- ið á fundi borgarstjórnar í síðustu viku og þar kom greinilega fram að áherslur eru mjög mismun- andi. Alfreð lagði mjög að borgar- stjórn að óska eftir viðræðum við ríkið um byggingu húss, enda tel- ur hann að neyð ríki í húsnæðis- málum íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík og synd að hafna fjármagninu sem væntanlega kemur frá ríkinu. Samningsstaðan Það væri synd að segja að orð hans hafi fallið í góðan jarðveg. Davíð Oddsson sagðist til dæmis ekki telja að borgin gæti haft góða stöðu í hugsanlegum samn- ingum við ríkið ef hún færi „á fjórum fótum til manna sem sátu á ríkisstjórnarfundi og sam- þykktu að skera fjárveitingar til framkvæmda við íþróttahús í Breiðholti niður um fimm milj- ónir.“ „Það er ekkert voðalegt þótt úrslitaleikurinn fari ekki fram í Reykjavík. Með fullri virðingu fyrir okkar mönnum á ég ekki von á að ísland leiki þennan úr- slitaleik," segir Július Hafstein við Þjóðviljann. „Reykjavík er hins vegar alveg tilbúin að ræða við ríkisstjórnina ef óskað verður eftir því. Okkur hefur bara ekki borist nein slík ósk.“ Sigurjón Pétursson, Alþýðu- bandalagi, sagði á borgar- stjórnarfundi í síðustu viku að hann væri ekki hrifinn af því að byggja þyrfti þetta handboltahús, en ef svo væri ætti það að rísa í Reykjavík. Borgin ætti því að óska eftir viðræðum við ríkis- stjórnina. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.