Þjóðviljinn - 10.03.1990, Side 3

Þjóðviljinn - 10.03.1990, Side 3
Framfœrslan Verðbólgan hægir á sér Vísitala framfærlsukostnaðar miðað við marsbyrjun er 0,8% hærri en í febrúar. Vísitalan hefur þá hækkað um 21,6% undan- farna 12 mánuði en undanfarna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 3% sem jafngildir 12,4% verðbólgu á ári. -Sáf FRETTIR Bankaeftirlit Greip of seint inn í Jón Sigurðsson: Umsögn umboðsmanns Alþingis um afskipti bankæftirlitsins af Ávöxtunar - málinuverður skoðuð vandlega. Opnunpeningamarkaðar krefst annars konar bankaeftirlits mboðsmaður Alþingis hcfur skilað skýrslu um starf bankaeftirlitsins varðandi. mál Q ármögnunarfy rirtækisins Sveit Norðurlanda tefldi í gær við Sovétmenn. Jóhann tefldi á 5. borði við Mikhaíl Gúrevitsj. Jón L. Árnason er á milli þeirra en andstæðingur hans var Sergei Dolmatov. Stórveldaskák Sterkasta skákmót hér Ef við náum að verða nokkurn veginn jafnfætis Englending- um og Bandaríkjamönnum verð- ur það að teljast mjög góður ár- angur. Við getum jafnvel sætt okkur við fjórða sætið. Það er með Sovétmennina í þessu eins og í handboltanum, það þýðir ekk- ert að hugsa um þá, sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari. Friðrik er liðsstjóri og fyrsti varamaður í sveit Norðurlanda sem etur kappi við sveitir Eng- lands, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna á móti sem hófst í gær. Tíu skákmeistarar eru í hverju liði og verða tefldar tvær umferð- ir. Sovétmenn eru með lang stiga- hæsta liðið á mótinu, en Norður- landabúar hafa fæst Elo-stig. kepptu við Sovét- ar Norðurlönd menn í gær. Norðmaðurinn Simen Agde- stein hefur flest Elo-stig skák- mannanna í Norðurlanda- sveitinni, en Helgi Ólafsson kem- ur næstur. Sex íslenskir skák- menn eru í sveit Norðurlanda. -gg Ávöxtunar sem fór á hausinn 1988 og er bankaeftirlitið gagnrýnt fyrir að hafa gripið allt að 18 mánuðum of seint í taumana. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra segir umsögn um- boðsmannsins vera umfangs- mikla og hann eigi eftir að kynna sér hana til hlítar. I umsögn um- boðsmannsins sé þó bent á margt sem vert sé að athuga og hann hafí beðið sína starfsmenn að skoða það vandlega. Viðskiptaráðherra sagði að bankaeftirlitið sjálft myndi kynna sér skýrslu umboðsmanns- ins. „Ég bendi á að frá því Ávöx- tunarslysið varð, ég leyfi mér að kalla það slys þegar þetta fyrir- tæki hrundi og fólk missti sitt sparifé, hafa verið sett ný og miklu ítarlegri lög um verðbréfa- viðskipti og verðbréfafyrirtæki, um upplýsingaskyldu þeirra við bankaeftirlit og viðskiptavini," sagði Jón. 1 nýju lögunum er strangari krafa um eiginfjárstöðu fjár- mögnunarfyrirtækja og kveðið er á um bann við svo kölluðum inn- herjaviðskiptum, að sögn Jóns. En innherjaviðskipti er það þeg- eigendur fjármögnunarfyrir- tækja lána fyrirtækjum sem þeir eiga í fjármagn. Þetta mun hafa gerst í Ávöxtunarmálinu að sögn Jóns. Auðvitað yrði þó aldrei hægt að girða fyrir áhættu af við- skiptum sem þessum, menn væru ekki að kaupa ríkisskuldabréf þegar þeir keyptu ávöxtunarbréf verðbréfasjóða, nema ríkis- skuldabréf væru þar að baki eins og stundum væri. Peningamarkaðurinn hefur verið að opnast á undanförnum árum á íslandi og viðskiptaráð- herra hefur verið talsmaður þess. Krefst þessi opnun ekki annars konar eftirlits með markaðnum en verið hefur? „t*að krefst öðru- vísi stofnana og öðruvísi athygli en í eðli sínu er þetta það sama,“ sagði Jón. Nýju lögin tækju til að mynda mið af þeim reglum sem mælt væri með innan hins sam- eiginlega markaðar hjá Evrópu- bandalaginu. íslendingar væru því fyrirfram búnir að ganga þannig frá hnútum að tengslin yrðu auðveldari. -hmp Loftþrýstingur Aldrei lægri Frá því byrjað var að mæla loftþrýsting hér á landi árið 1822 hefur hann aldrei mælst að með- altali lægri en í síðastliðnum fe- brúar eða 976,3 millibör. Að sögn Þórönnu Pálsdóttur veðurfræðings á Veðurstofu ís- lands hafði loftþrýstingur þar á undan mælst að meðaltali lægstur í janúarmánuði árið 1974 eða 977,7 millibör. Ástæðu þessa lága loftþrýstings í febrúar sagði Þór- anna vera öflugar staðbundnar lægðir við ísland. -grh án þess að það komi fram hvaða hindranir það fólk sem vinnur þessi verk á við að stríða hafi sýn- ingin ekki gildi. Með þessari sýningu minnum við á það sem hægt er að gera í gegnum myndmenntina. Fólk virðist oft svo heilbrigt þegar myndir þess eru skoðaðar og ég trúi því að innst inni sé maðurinn heill þótt á ytra borðinu virðist hann skertur. Myndirnar hjálpa fólki til að tjá þann persónuleika, sem býr að baki fötluninni og geta oft hjálpað því til að brjótast út úr þeirri einangrun sem hún hefur í för með sér. í tengslum við sýninguna verða bæði fyrirlestrar og Ijóðadag- skrár: Leikarar úr Félagi ís- lenskra leikara flytja ljóð og söngva, bæði sem tengjast sýn- ingunni og eru úr heimsbók- menntunum, á morgun, sunnu- dag, og hefst dagskráin kl. 15. Laugardaginn 17. mars mun hóp- ur fatlaðra, sem hefur æft í rúman mánuð undir stjórn Kjuregej Al- exöndru flytja dagskrá með ljóðalestri, söng og harmoníku- leik. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í Listasafninu næstkom- andi þriðjudag kl. 20. Þá flytur Sigrún Proppé myndmeðferðar- fræðingur fyrirlestur um mynd- meðferð og sállækningar og Ásta Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, formaður Landssamtak- anna Þroskahjálpar ræðir um við- horftil fötlunar. Þriðjudaginn 20. mars mun Vilhjálmur Arnason heimspekingur ræða um siðfræði og umönnun, en aðrir fyrirlestrar verða tilkynntir síðar. Úr hugarheimi verður í Lista- safni ASI til 25. mars og verður opin kl. 16-20 virka daga og kl. 14-20 um helgar. Aðgangur er ókeypis. LG Norrœna húsið Listin blómstrar TorAge Bringsvœrd gestur norskrar bóka- kynningar. Aldarafmœlis Everts Taubes minnst. Sýning um William Heinesen opnuð Morsk bókakynning og tón- leikar í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu sænska vísna- skáldsins Everts Taube verða í Norræna húsinu um helgina. Auk þess verður opnuð sýning á teikningum eftir William Heine- sen og á Ijósmyndum úr lífi hans opnuð í anddyri hússins. Kynningar á nýútkomnum bókum á Norðurlöndum eru orðnar árviss viðburður í Nor- ræna húsinu og verður ekki brugðið út af vananum í þetta sinn. Norsk bókakynning er sú fyrsta í röðinni og hefst kl. 16 í dag. Þá ræðir Oskar Vistdal send- ikennari um norskar bækur, sem út komu á síðasta ári og gestur kynningarinnar, Tor Age Brings- værd segir frá ritstörfum sínum og les úr nýjustu bók sinni. Tor Age Bringsværd er einn af- kastamesti rithöfundur Noregs; hefur samið eða ritstýrt 99 bókum undanfarin 25 ár. Hann fæddist á Þelamörk árið 1939 og hefur fengist við margs konar skáldskap, einkum skáldsögur, smásögur, leikrit, barnabækur og fræðibækur. Hann hefur auk þess gefið út ritröð um norræna goða- fræði handa börnum og kom ein þeirra, Þrumugoðinn Þór, út í ís- lenskri þýðingu Þorsteins frá Hamri á síðastliðnu ári. Tvær skemmtanir með vísum og lögum eftir Evert Taube verða í Norræna húsinu í tilefni af aldar- afmæli Taubes, sem var fæddur 12. mars. Duo Vi frá Gautaborg, þeir Thomas Utbult og Bert-Ove Lundqvist, sem leika á gítar og harmoníku auk annarra hljóð- færa þegar tækifæri býðst, skemmta í kvöld kl. 20:30 og á morgun kl. 16. Annað kvöld bregða þeir félagar sér til Borgar- ness og halda þar skemmtun kl. 20:30. Sýning um færeyska rithöfund- inn og myndlistarmanninn Wil- liam Heinesen verður opnuð í anddyri Norræna hússins í dag kl. 15. Sýndar verða teikningar eftir Heinesen og ljósmyndir úr lífi hans, en sýningin kemur frá List- askálanum í Þórshöfn og var sett upp í tilefni af níræðisafmæli Heinesens þann 15. janúar síð- astliðinn. Heinesen hefur teiknað og málað frá unga aldri og kemur víða við, hefur fengist við skrautritun og bókalýsingar, gert andlitsmyndir og skopteikningar, málað leiktjöld og veggskreyting- ar. Hann hefur haft mikil áhrif á þróun færeyskrar myndlistar og hefur stutt unga færeyska mynd- listarmenn með ráðum og dáð. Sýningin verður opin sunnudaga kl. 12-19, aðra daga vikunnar kl. 9-19 og stendur til 1. apríl. Fyrirlestur Bárðar Jákups- sonar um myndlist Heinesens, sem í Nýju Helgarblaði í gær var sagður vera á morgun, er ekki á dagskrá fyrr en eftir hálfan mán- uð, eða sunnudaginn 25. mars og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. LG Laugardagur 10. mars 1990 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3 HELGARRÚNTURINN VEÐURGUÐIRNIR mæla með útivist þessa helgi, að fólk dusti rykið af skíðunum og haldi á vit náttúrunnar, rétt er þó að minna fólk á að búast vel því töluvert frost verður um allt land. Þeir sem ekki treysta sér út undir bert loft ættu þó að geta fundið eitthvað við hæfi innan- dyra. Tónlistaunnendur hafa úr ýmsu að velja. Áhugafólk um vísna- tónlist ætti að koma við í Norræna húsinu í dag og á morgun, því þá skemmtir sænski dúettinn DUO VI með vísum og lögum Everts Taube. Á Kjarvalsstöðum halda þeir Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klarinett- leikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari tónleika á sunnudag kl. 20.30 og flytja tónlist frá rómantíska tímabilinu. Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir tónleikum í dag kl. 17 þar sem gítaleikar- inn UweG. Eschner flytur ýmis tilbrigði. Jassáhugafólk ætti aðgeta svalað sér í Duus húsi við undirleik Súldar á sunnudagskvöld. Sama kvöld leika Vinir Dóra og Júpiters á tónleikum á vegum Röskvu á Hótel Borg. ÚRHUGARHEIMI nefnist sýning sem verður opnuð í dag í Listasafni ASÍ, en á sýningunni eru verk fatlaðra. Á Gallerí Einn Einn við Skólavörðustíg 4a má virða fyrir sér skúlptúrlíkön og pappírssamfellur eftir Jóhann Eyfells. Á Kjarvalsstöðum eru sýningar á verkum Svavars Guðnasonar og Guðjóns Bjarnasonar. Ungir norrænir listamenn eru með samsýningu í kjallara Norræna hússins og í dag verður opnuð sýning á teikningum William Heinesen og ljósmyndum úr lífi hans í anddyri Norræna hússins. í Nýhöfn verður opnuð í dag sýningá verkum Karólínu Lárusdóttur. Suðrí Hafnarfirði er svo samsýningin Nonaginta, en að henni standa Eiríkur Smith, Daði Guðbjörnsson, Björn Roth, Kjartan Guðjónsson og Ómar Stefánsson. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er nú lokað vegna endurbyggingar og því verður Endurbygging færð í Háskólabíó og Stefnumót í Iðnó síðar í mánuðin- um. Höll sumarlandsins er hætt í Borgarleikhúsinu en Ljós heimsins gengur ennþá. Auk þess verða Kjöt og barnaleikritið Töfrasprotinn sýnd um helgina. Nemendaleikhúsið sýnir Óþelió í Lindarbæ á sunnu- dag. Þá ættu ópureuunnendur alls ekki að missa af Carmina Burana og Pagliacci í íslensku óperunni og vert er að benda ellilífeyrisþegum, námsmönnum og öryrkjum á að þeir fá 50% afslátt kaupi þeir miða klukkustund fyrir sýningu. Og kvikmyndaáhugamenn ættu að fjöl- menna í kvikmy ndaklúbbinn í Regnboganum á laugardag og sjá meistaraverk Renoir, Konan á ströndinni. JÓLABÓKAFLÓÐIÐ er fjarað út en í Hafnarfirði geta fagurkerar notið upplesturs á Sonnettum Shakespeares í Hafnarborg á sunnudag. Arnar Jónsson les þýðingu Daníels Á. Daníelssonar og Oliver Kentish les frumtextann, upplesturinn er svo skrey ttur tónlist frá endurreisnar- tímabilinu. í Norræna húsinu verður í dag norsk bókakynning og er norski rithöfundurinn Tor Age Bringsværd gestur kynningarinnar. HÁSKÓLIÍSLANDS opnar í dag gáttir sínar fyrir öllum sem hafa áhugá á að kynnast hinni fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í skólanum og í Þjóðarbókhlöðunni fer fram viðamesta námskynning sem haldin hefur verið á landinu. í TÉKKÓ leikur landsliðið í handbolta um níunda sætið í heimsmeistarakeppninni kl. 8 árdegis í dag og er víst að margur sem vanur er að sofa fram eftir á laugardögum skríður að skjánum nú í morgunsárið. Ogí Félagsheimili taflfélagsins í Faxafeni fer fram stór- veldaslagur í skák.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.