Þjóðviljinn - 10.03.1990, Page 4
þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Staðsetning
álvers
Stóriðjumál eru aftur komin ofarlega á dagskrá vegna
þess að flestar líkur benda til þess að senn verði gengið ti!
samninga um byggingu nýs álvers hér á landi.
Þetta er ekki fyrsta lotan sem íslandsbúar kærir taka í
þessum málum, sem hafa skipt mönnum í fylkingar allt frá
því þjóðskáldin ortu nálægt aldamótum andheit kvæði um
fossa og nýtingu þeirra orku. Sá er þó munur á þeirri lotu
sem nú stendur og hinum fyrri, að lítið fer fyrir gagnrýni á
það, að álverið verður alfarið í eigu erlendra stórfyrirtækja.
Kannski munu menn reikna þá staðreynd þjóðinni til alþjóð-
legs fjárfestingaþroska („þetta gera allir hinir“). Nær væri
samt að ætla að útbreidd samstaða um að eignarhald á
stóriðjufyrirtæki skipti litlu nú orðið beri vitni um hnignun
sjálfstrausts með þjóð, sem lengi vel stóð furðuvel saman
um að hún vildi sjálf manna stjórnpalla efnahagslífs í
landinu.
En semsagt: nú eru uppi önnur deiluefni. Nú er tekist á um
staðsetningu álvers eins og sjá mátti í Morgunblaðinu í
fyrradag. Þar gera tveir oddvitar Sjálfstæðisflokksins úr
Norðurlandskjördæmi eystra harða hríð bæði að ríkisstjórn-
inni og flokksbróður sínum, Friðriki Sóphussyni. Þeir vilja
álver við Eyjafjörð og engar refjar. Um leið segja þeir sögur
af því hvernig þessu hugðarefni þeirra hafi vegnað á liðnum
árum. Þá kemur heldur betur í Ijós heimilisböl í Sjálfstæðis-
flokknum: Norðlendingar ásaka Friðrik Sóphusson fyrir það,
að hann hafi í sinni iðnaðarráðherratíð svikið landsbyggðina
og stílað upp á stækkun álvers í Straumsvík. Friðrik hefur
reyndar fleiri syndir á bakinu. Halldór Blöndal er þykkju-
þungur í garð flokksbróður síns og fyrrum varaformanns fyrir
það, að Friðrik hefur látið að því liggja að „úlfaþytur" fyrir
nokkrum árum út af álveri við Eyjafjörð hafi orðið til þess að
útlendingar hættu við að koma til íslands í álhugleiðingum!
Norðlendingar hafa þau rök uppi í sínu máli, að það sé
„kjarni heilbrigðar byggðastefnu að skapa þar (við Eyja-
fjörð) mótvægi við höfuðborgarsvæðið“ eins og Halldór
Blöndal segir. Hinn greinarhöfundurinn, Tómas I. Olrich,
telur það af og frá að „láta erlenda aðila leggja línuna í
byggðamálum á íslandi" og síst megi forsætisráðherra láta
sem hann sé „valdall'us leiksoppur erlendra aðila í þessu
máli“.
Nú skal undir það tekið, að vissulega skipta byggðasjón-
armið miklu máli þegar menn ætla stórum fyrirtækjum stað á
íslandi. En þversögnin í máli Sjálfstæðismannanna að
norðan er sú, að byggðasjónarmið eru orðin réttlítil á timum
þeirrar*markaðshyggju sem flokkur þeirra sjálfra aðhyllist.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir mjög véfréttarlega í
Alþýðublaðinu í gær að „staðsetningin á að ráðast af arð-
semi og hagkvæmni en það verður líka að líta til umhverfis-
sjónarmiða og æskilegrar þróunar búsetu í landinu". Hvoru-
tveggja getur ekki ráðið: sem mest arðsemi og staðsetning í
anda „æskilegrar þróunar byggðar", annað sjónarmiðið
hlýtur að vera ríkjandi á kostnað hins í flestum dæmum.
Og fyrst menn eru komnir í bland við erlenda iðnaðarrisa
þá er eins gott að átta sig á því, að þeim kemur arðsemin ein
við, það er engin ástæða til að þeir hafi minnstu áhyggjur af
eða vilji sýna byggðastefnu á íslandi minnsta tillit. Það gera
þeir ekki nema þeim sé borgað fyrir - þeas, með því að t.d.
Eyjafjörður reyni að „borga með sér“ með einhverjum þeim
hætti sem um munar. Og af því að margir eru á hraðri leið inn
í Evrópu, þá er eins gott að menn átti sig á því í tíma, að þær
leikreglur sem í þeim stóra félagsskap gilda eru einmitt til
þess fallnar að gera íslenska ráðherra „valdalausa
leiksoppa erlendra aðila" í slíkum og þvílíkum málum.
Unaðsreitir
ÓlafurH. Torfason
skrifar og teiknar
Kjarnaskógur innan við Akur-
eyri er einn unaðsreitanna á Is-
landi. Þar er hægt að vitja góðra
stunda, eins og brauðsins í bak-
aríinu, allan ársins hring, einn
eða í hópi með öðrum. Þeir sem
bara heimsækja Lystigarðinn á
Akureyri og hafa ekki uppgötvað
Gróðrarstöðina og Kjarnaskóg
eru sviptir miklum unaði. En það
vill stundum gleymast okkur, sem
fáum að njóta sumra þessara
indælu reita á landinu, að þeir
eru ekki sjálfsögð náttúrugæði,
heldur uppskera fórnfýsi, hug-
sjóna og vinnu ötulla frumherja.
Skoðum litla sumarstund sem
þetta fólk gaf manni: Liggjandi
þarna á bakinu í gróinni laut í
Kjarnaskógi í skjóli hávaxinna og
þroskamikilla trjáa lætur maður
hugann reika, meðan krakkarnir
skemmta sér í frumlegum
leiktækjum, elta knött eða fara í
rannsóknarleiðangur um þykkn-
ið, yfir læki, stokka og steina.
Andinn staðnæmist við úrtölu-
menn og efahyggjumenn af ýmsu
tagi.
Sumir foreldrar álitu að hún
Hulda Á. Stefánsdóttir væri
hreinlega orðin léttklikkuð hérna
snemma á öldinni þegar hún var
að láta skólakrakkana pota
plöntum með hrossataðs-
skömmtum ofaní brekkuna úti á
Akureyri, berangur og mela sem
núna skarta ekki bara Lystigarði
heldur göfugum gróðri hér og
þar. Nokkrir vildu láta stoppa
konuna í þessari vitleysu.
Maður stendur á fætur í
lautinni góðu í Kjarnaskógi, finn-
ur ilminn af steiktum pylsum og
lambakjöti sem starfsmannafélag
POB er að grilla hinum megin í
skóginum, horfir á tvo Slipp-
stöðvarmenn trimma eftir trimm-
stígnum og eygir badmintonkúlu
skjótast hátt í loft af spaða Zonta-
systur, sem er nýkomin frá því að
reita arfa úr kartöflugarðinum
við Nonnahús. Um leið og maður
röltir í átt að gróðrarstöð Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga rifjar
maður upp að núna er unnið að
því að mynda eitt samhangandi
og fjölbreytt gróðurbelti með
göngustígum frá Lystigarðinum
og hingað suður í Kjarnaskóg,
nokkurra kílómetra leið.
í skyldunámsefni allra grunn-
skólanema á að vera einn svona
göngutúr, en gegnum Hallorms-
staðarskóg, til að börnin geti séð
Mörkina, Guttormslund, birkið,
Ierkið, þininn og blómin. Ein slík
náttúrulifun, hvernig sem veðrið
er, er gagnlegra innlegg í vitund
og skilning barnanna en samfellt
heilsársnám í líffræði, með til-
raunum og öllu tilheyrandi. Við
eigum ekki bara að segja börnun-
um, heldur sanna fyrir þeim,
hvers íslands er megnugt,
kveikja ást þeirra á umhverfinu.
Skoðum vetrardag: Þeir sem
arka og renna gönguskíðaleiðirn-
ar í gegnum Kjarnaskóg í vetur
vita kannski ekki allir, að hér var
fyrir 40 árum almenningsbithagi
fyrir búfé og ekki fleira af trjám
en eldflaugaskotpöllum. Skóg-
ræktarfélag Eyfirðinga leigði
svæðið 1952 til útplöntunar og
þegar fullplantað var 1974 af-
henti félagið eigandanum, Akur-
eyrarbæ, þessa yndislegu vin.
Svæðið hefur síðan verið í umsjá
Skógræktarfélagsins, sem sér um
rekstur þess og hefur á aðdáunar-
verðan hátt tekist að gera það að-
gengilegt með ýmsu móti. Hér er
fólk örvað til útvistar og tengt
gróðrinum.
Gönguskíðamaðurinn kann að
meta brautina, sem lögð hefur
verið fyrir hann, en hann veit
kannski ekki heldur, að í ár girðir
Skógræktarfélagið 800 hektara
svæði til viðbótar, sem nær í
norður og vestur allt að Glerá,
svo möguleikarnir til útivistar
margfaldast á næstu áratugum.
Þennan unaðsreit skapaði hug-
sjónafólk. Við sem eru gestir í
skóginum, eintómir þiggjendur,
eigum þó ýmsa möguleika: Átak
1990, Yrkja, Græðum ísland-
fsland græðir.
í Þjóðviljanum 7. þ.m. er frétt
um væntanlegt stjórnarkjör í
Starfsmannafélagi ríkisstofnana.
Vegna missagna í umræddri
frétt viljum við undirritaðir
nefndarmenn í uppstillingar-
nefnd SFR taka eftirfarandi
fram:
Vinnubrögð
uppstillingarnefndar
Vinnubrögð í uppstillingar-
nefnd SFR voru nú nákvæmlega
eins og tíðkast hefur samkvæmt
reglum félagsins, þangað til
meirihluta nefndarinnar voru
settir úrslitakostir af hálfu Sig-
ríðar Kristinsdóttur, um að hún
gæfi ekki kost á sér í stjórn á veg-
um uppstillingarnefndar, nema
hún og nokkrir fleiri úr hennar
hópi fengju að ráða tilteknum
nöfnum sem boðin yrðu fram til
stjórnarkjörs.
Hagsmunir félagsmanna
Þannig má ekki vinna í stéttar-
félögum, sem ber að taka
hagsmuni félagsmanna fram yfir
viðhorf einstaklinga og þröngra
Missagnir
hópa, sem setja annarleg sjón-
armið á oddinn.
Auðvitað kemur mikill fjöldi
félagsmanna til greina við upp-
stillingu til stjórnar í 5000 manna
félagi.
Vandi uppstillingarnefndar er
því að velja. Hún er alls ekki að
hafna neinum, þótt nefndin geri
skyldu sína að tilnefna menn í
stjórn.
Uppstillingarnefnd Starfs-
mannafélags ríkisstofnana er til-
nefnd af stjórn og trunaðar-
mannaráði félagsins og starfar í
umboði og á ábyrgð þess. Niður-
stöður nefndarinnar eru síðan
lagðar fyrir trúnaðarmannaráð til
samþykktar eða synjunar.
Skylda trúnaðarmannaráðs
Tillögur hennar um formann,
meðstjórnendur og varastjórn
voru samþykktar mótatkvæða-
laust af trúnaðarmannaráði.
Það er skylda trúnaðarmanna-
leiðréttar
ráðs samkvæmt 11. grein félags-
Iaga SFR að ganga frá tillögum
um stjórnarmenn, kjörstjórn og
endurskoðendur og skulu þær
liggja fyrir a.m.k. 25 dögum fyrir
aðalfund.
Trúnaðarmannaráð Starfs-
mannafélags ríkisstofnana er
skipað u.þ.b. 400 trúnaðarmönn-
um sem tilnefndir eru af félags-
mönnum á jafn mörgum vinnu-
stöðum.
Formaður sjúkraliða á lista
uppstillinganefndan
Að gefnu tilefni viljum við
vekja sérstakatathygli á því, að á
lista uppstillingarnefndar er
Kristín A. Guðmundsdóttir for-
maður Sjúkraliðafélags íslands.
Samþykk:
Tómas Sigurðsson
Sigrún Aspelund
Stefdn Arngrímsson
Mólhildur Angantýsdóttir
Gunnar Gunnarsson,
framkvœmdastj. SFR
þJÓÐVILJINN
Síðumúla 37-108 Reykjavík
Sími:68 13 33
Símfax:68 19 35
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason.
Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Garðar
Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson
(Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, ÞrösturHaraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Simavar8la: Sigríöur Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbrelftslu- og afgreiftslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgrelftsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaftur: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiftsla, ritstjórn:
Síftumúla 37, Reykjavík,sími:68 13 33.
Símfax: 68 1935.
Auglýsingar:Síðumúla37,sími68 13 33.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verft í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánufti: 1100 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. mars 1990