Þjóðviljinn - 10.03.1990, Blaðsíða 5
Er fjölmiðlun þjóðarböl?
Fáein orð í tilefni ummœla Jóns Baldvins utanríkisráðherra
í nýju hefti tímaritsins Þjóðlíf
er viðtal við Jón Baldvin Hanni-
balsson um alla heima og geima.
Þar er m.a. vikið að íslenskri fjöl-
miðlun sem utanríkisráðherrann
er lítt hrifinn af. Honum finnst
vanta „hlutlæga umræðu“ um
stjórnmál - með öllu í Ijósvaka-
tjölmiðlum, og oftar en ekki í
prentmiðlum, þótt viðleitni til
slíkrar umræðu sé að sönnu að
finna þar. Jón Baldvin telur mik-
inn mun á íslenskum fjölmiðlum
og erlendum að þessu leyti:
Eru stjórnmál
skítabisniss?
„Þar (í erlendum blöðum) er
ekki fjallað um stjórnmál eins og
þau séu skítabisniss, að gera
hvert mál sem upp kemur tor-
tryggilegt og afflytja það og j
skapa þannig frá degi til dags
einskonar neikvæða skrípamynd
af þjóðmálum, sem að lokum
hefur þau áhrif ómeðvitað að það
er verið að draga öll stjórnmál
niður í svaðið og þar með drepa
alla trú þjóðarinnar á getu sína til
að leysa þjóðfélagsleg vandamál
að hætti viti borinna manna. Fjöl-
miðlun á íslandi er að vissu leyti
orðin að þjóðarböli, vegna þess
að þegar um er að ræða erfitt
ástand, er hún af því tagi að hún
gerir illt verra. Með svartagalls-
rausi sínu kyndir íslensk fjölmiðl-
un undir bölsýni og uppgjöf, sem
stjórnmálamenn verða víða varir
við.“
Pressan og
sölumennskan
Óþarft væri nú að skrifa upp á
allt þetta hjá Jóni Baldvin. „Er-
lend pressa" er allt mögulegt -
svo dæmi sé nefnt - hún stendur
saman úr vönduðum blöðum
náttúrlega og svo mjög út-
breiddum blöðum sem aldrei
ræða neitt málefnalega - og það
eru einmitt þau blöð sem eru fyr-
irmyndir þeirra íslenskra fjöl-
miðlamanna sem ekkert sjá í pó-
litík annað en óheppileg fata-
kaup, kampavínskaup eða bfla-
notkun einstakra stjórnamála-
manna. (Við erum enn ekki
komnir að því að velta okkur dag-
lega upp úr ástamálum stjórn-
málamanna, en það er vafalaust
frekar stutt í það fyrst við erum í
fjölmiðlatilveru okkar sífellt á
leið vestur til Ameríku.)
í annan stað: það er ekki nema
von að fjölmiðlun beri sterkari
keim af „svartagallsrausi" en oft
áður. Hafa ekki allir verið að
hamast á fjölmiðlamönnum til að
þeir séu nógu andskoti harðir og
grimmir og láti ekki stjórnmála-
menn snúa á sig með fagurgala?
Er það ekki markaðslögmál að
„góðar fréttir" séu engar fréttir?
Hætt er nú við. Þar að auki verða
menn fljótir til að minna á víti til
varnaðar og vitna þá til framferð-
is einræðisherra af ýmsum lit,
sem eru einkum frægir fyrir að
koma sér upp „jákvæðri" pressu
- einmitt með tilvísun til þess að
svrtagallsrausið, neikvæðið, sé
lamandi og skaðlegt fyrir þjóð-
irnar á tvísýnum tímum.
Það er margt að varast.
Pað sem er
skaðlegt
Hitt er svo rétt hjá Jóni Bald-
vin, að þó nokkuð stór geiri fjöl-
Ökumenn „<<c2^a
þreytast íyrr
noti þeir léleg
sólgleraugu.
L \ l\j([
Vondum ^ /) -
val þeirra!
miðlunar skapar einskonar
„neikvæða skrípamynd“ af
stjórnmálum og dregur allt niður
í einhverja meiningarleysu þar
sem stjórnmálamenn eru eins og
fyrirfram sekir um allan skratt-
ann - jafnvel áður en þeir hafa
upp lokið sínum munni. Þetta
verður ekki af því að fjölmiðla-
menn séu of harðir í gagnrýni,
heldur einmitt vegna þess að þeir
eru ekki gagnrýnir, hvorki á
sjálfa sig né aðra, þeir skoppa
eins og korktappar í yfirborðinu í
fljótheitaleit að einhverjum
auðfengnum syndum pólitíkusa.
Stjórnmálamennirnir komast
náttúrlega ekki undan slíkri
skoðun. En hitt er svo lakara að
allt fer fram með þeim hætti, að
það er engu líkara en stjórnmál
séu ekkert annað en einhverjar
ómerkilegar reddingar, aldrei
neitt þar á dagskrá sem máli
skiptir. Og þetta verður svo til
þess eins og Jón Baldvin segir, að
þjóðin glutrar niður trú „á getu
sína til að leysa þjóðfélagsleg
vandamál að hætti viti borinna
manna". Og það er vissulega
skaðlegt: m.a. kemur þessi
skratti fram í því, að fjöldi manna
er bersýnilega búinn að segja sig
fyrirfram til sveitar í Evrópu út á
þann hugsunarhátt fyrst og
fremst að „íslendingar geta ekki
stjórnað sér sjálfir“ - eins og
maður hefur verið að heyra í hei-
tum pottum samfélagsins nú um
nokkurt skeið. Eins og karlinn
sagði: það getur verið að það sé
djöfullinn sem ræður. En samt
skal við hann siást upp á hvern
dag, engin ástæða til að láta þann
gikk í friði.
Á.B.
Hæstaréttar-
dómari
grunaður
um hæfni
Borgaraflokksmenn í Reykja-
neskjördæmi hafa nýlega tekið
sér fyrir hendur að efla tiltrú
kjósenda á flokknum og virðist
það ekki vonum fyrr. Þeir hafa
valið vel þekkta, en ekki að sama
skapi árangursríka leið. Þannig
hafa þeir flutt flokksbróður sín-
um, Óla Þ. Guðbjartssyni
dómsmálaráðherra, órímaða
drápu svo hvassyrta að ekkert
nema Höfuðlausn í sama stfl sýn-
ist geta orðið ráðherranum til
bjargar. Reyknesingar telja ráð-
herra sinn einskis verðan, nema
fordæmingarinnar. Einn af
oddvitum borgara á Reykjanesi
gerði nýlega grein fyrir því í blöð-
um hvað dómsmálaráðherrann
hefði á samviskunni að mati
flokkssystkina í kjördæminu. Þar
var af ýmsu að taka eins og við var
að búast.
Fyrst ber að nefna að ráðherra
hafi brugðist skyldu sinni með því
að styðja Aðalheiði Bjarnfreðs-
dóttur til tiltekinna trúnaðar-
starfa, þar næst að hann hafi ekki
verið nægilega eindreginn í and-
stöðu sinni við matarskattinn, í
þriðja lagi hafi hann alls ekki ver-
ið nógu tíður gestur í kjördæminu
og í fjórða og síðasta lagi: Hann
skipaði rangan mann í stöðu
hæstaréttardómara. Eins og hver
maður getur séð eru ávirðingar
ráðherra ekkert smáræði. Nú vill
að sönnu svo til að Aðalheiður er
þingmaður Borgaraflokksins og
þess vegna dettur utanflokks-
manni í hug að ekki geti talist
óeðlilegt að henni séu falin verk-
efni í nafni flokksins, sem hún
situr á þingi fyrir. Þetta hafa fram
að þessu þótt gjaldgengar vinnur-
eglur. Þá er ekki annað vitað en
dómsmálaráðherra hafi verið
álíka fúll út í matarskattinn og
aðrir borgaraflokksmenn. Þeim
hefur því miður ekki orðið ágengt
í því að útrýma skattinum vegna
ástar annars ráðherra á skatti
þessum, en það er önnur saga.
Hitt má aftur á móti Ijóst vera að
ráðherra dómsmála, sem kjörin
er á þing af Sunnlendingum,
verðskuldar ekki mikinn trúnað
eða virðingu Reyknesinga ef
hann trassar að láta sjá sig í kjör-
dæmi hinna síðar nefndu. Það er
varla von að flokksmenn hans
suður með sjó láti sér nægja að
hafa formann flokksins og um-
hverfismálaráðherra innan seil-
ingar. Menn vilja fá sinn varafor-
mann og dómsmálaráðherra í
heimsókn og ekkert múður.
Þá er komið að hinu síð-
asttalda, að ráðherrann skuli
leyfa sér að skipa utanflokks-
mann í embætti hæstaréttardóm-
ara. Hefur ráðherra í ríkisstjórn
áreiðanlega oft mátt sæta ákúrum
af ómerkilegra tilefni. Borgarar á
Reykjanesi vita áreiðanlega hvað
þeir syngja í þeim efnum. Af
þessu tilefni þykir Þrándi rétt að
kalla þann mann á vettvang sem
mesta athygli hefur vakið á Hæst-
arétti hin síðari ár, Magnús Thor-
oddsen fyrrum forseta dómsins
og handhafa forsetavalds.
Magnús hrökklaðist sem kunn-
ugt er úr embætti fyrir þá sök eina
að hafa náð einhverjum hag-
kvæmustu innkaupum á brenni-
víni sem sögur fara af. Morgun-
blaðið átti nýlega viðtal við hann í
tilefni af því að hann er að hverfa
til starfa suður í Genf þar sem
menn „eru með alla kjallara sína
fulla af brennivíni. Þeim þykir
ekkert sjálfsagðara“, svo vitnað
sé til orða hins lögfróða heims-
manns. En hann hafði fleira að
segja:
„Ég ætla að það hafi verið ein-
hver í þessari ríkisstjórn sem vildi
mig út úr hæstarétti af pólitískum
astæðum. Éger mikillsjálfstæðis-
maður og hef viljað túlka ýmis
ákvæði stjórnarskrárinnar með
íhaldssömum hætti."
Það sem hér vekur athygli eru
þær upplýsingar Magnúsar Thor-
oddsen að störf hans í hæstarétti
hafi mótast af því að hann er
„mikill sjálfstæðismaður" og
túlki stjórnarskrána í samræmi
við það. Þannig er dómarastarf í
Hæstarétti sambærilegt við
leiðaraskrif í Morgunblaðið eða
trúnaðarstörf í Sjálfstæðisflokkn-
um. Fer nú að verða skiljanlegt
hvers vegna Borgaraflokks-
mönnum á Reykjanesi, sárnar
við ráðherra sinn.
Dómsmálaráðherra setti að
sönnu viðurkenndan Sjálfstæðis-
mann í dómaraembættið í stað
Magnúsar og braut því ekki hefð-
ir í þeim efnum. Af orðum ráð-
herrans ræður Þrándur aftur á
móti, að hann hafi valið manninn
til starfsins vegna gruns um
hæfni, hvað sem líður pólitískum
skoðunum. Það er varla von að
traustir Borgaraflokksmenn,
sætti sig við slík ósköp, enda flest-
ir aldir upp í Sjálfstæðisflokknum
þar sem skilningur Magnúsar
Thoroddsen á aðskilnaði dóms-
valds, framkvæmdavalds og lög-
gjafarvalds ríður húsum.
Þrándur.
ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5
UR HUGARHEIMI
Sýning á verkum fatlaðra
verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag, laugardag,
10. mars kl. 15.00
Dagskrá opnunar:
★ Inngangsorð: Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroska-
hjálpar.
Ávarp: Svavar Gestsson menntamálaráðherra.
Setning: Ólöf Ríkarðsdóttir, varaformaðuröryrkjabandalags íslands.
Einsöngur: Dúfa Sylvía Einarsdóttir við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur.
Leikhópurinn Perlan.
★
★
★
★
&BI
þ
JLjdí*
toskahjálp
Öryrkjabandalag Islands
Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sími 9t-^6700
Opið frá kl. 16.00-20.00 virka daga og frá kl. 14.00-20.00 um helgar.
Landssamtökin Þroskahjálp
Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sími 91-29901
/s
/