Þjóðviljinn - 10.03.1990, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.03.1990, Síða 6
ERLENDAR FRETTIR Lýðrædistaka Litháar láta ekki hræða sig Sjálfstæðissinnar í þinei Lithá- ens ætla ótrauðir að lýsa yfir óskoruðum rétti Litháa til sjálf- stæðis um helgina þrátt fyrir hót- anir sovéskra stjórnvalda um háar fjárkröfur á hendur þeim vegna fjárfestinga Sovétmanna í Litháen. Vasiliauskas Lionginas yfir- maður upplýsingaþjónustu Saj udis-kosningabandalags sjálfstæðissinna sagði í símavið- tali við Reuterfréttastofuna í gær að hann byggist við að ítrekun á sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa frá árinu 1918 yrði samþykkt á lithá- enska þinginu á sunnudag. Á fundi Sajudis á fimmtudag var ákveðið að leggja fram tillögu um sjálfstæði Litháens þegar Kosovo Útgöngu- banni aflétt Stjórnvöld í Kosovo ákváðu í gær að aflétta útgöngubanni í héraðinu nú um helgina að sögn júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug. Útgöngubann var sett í Kosovo 21. febrúar vegna óeirða alban- ska þjóðarbrotsins sem er í meiri- hluta í Kosovo. Að minnsta kosti 28 manns létust í óeirðunum. Stjórnvöld segja að óeirðunum sé nú lokið. Þau sjái því enga á- stæðu til að takmarka ferðafrelsi almennings lengur. Reuter/rb þingíð kemur saman á sunnudag. Samtökin unnu nægan meirihluta í nýafstöðnum þingkosningum til að koma stjórnarskrárbreyting- um í gegnum þingið svo að þau eru örugg um að fá hana samþyk- kta. Sjálfstæðissinnar líta svo á að innlimum Litháens í Sovétríkin árið 1940 með leynilegum samn- ingum sovéskra stjórnvalda við Þýskaland Hitlers hafi verið ólögleg. Litháar séu því ekki að lýsa yfir nýrri sjálfstæðistöku heldur að sjálfstæðisyfirlýsingin frá árinu 1918 sé enn í fullu gildi. Gorbatsjov Sovétleiðtogi er sagður hafa skýrt Algirdas Braz- auskas leiðtoga litháenskra kommúnista frá því fyrir nokkr- um dögum að Litháar kunni að þurfa að greiða Sovétmönnum 21 miljarð rúblna í skaðabætur fyrir sovéskar fjárfestingar og óupp- fyllta framleiðslusamninga ef beir taki sér siálfstæði. Lýðræðissinnar svara því til að Sovétmenn eigi þá að greiða þeim miljarða í skaðabætur fyrir ólöglega innlimun í Sovétríkin um hálfrar aldar skeið og í bak- reikninga vegna notkunar á landi Litháa undir sovéskar verksmiðj- ur. Reuter/rb Litháar krefjast sjálfstæðis. Þeir segja innlimun Litháens í Sovétríkin ólöglega. Sjálfstæðisyfirlýsing þeirra frá 1918 sé enn í fullu gildi. Islam Guðfræði- deilur um álimun Islarnskir guðfræðingar í Saudi-Arabíu eru í vafa um hvort það sé guðfræðilega réttlætanlegt að græða aftur á fólk limi sem hafa verið höggnir af í refsingar- skyni. Vikuritið Al-Moslimoun skýrði frá því í gær að félagar í guðfræðiráði múslima kæmu saman í Jiddah í Saudi-Arabíu á miðvikudag til að ræða þetta guð- fræðivandamál. Samkvæmt islömskum lögum, sem er stranglega fylgt í Saudi- Arabíu, er þjófum einatt refsað með því að höggva af höndina sem framdi þjófnaðinn. Fyrir ýmsa aðra glæpi er líka refsað með því að höggva af hönd eða fót. Morðingjar og fíkniefnasalar eru venjulega hálshöggnir. Reuter/rb Evrópubandalag Hmn í A-Evrópu eykur atvinnu Fall einræðisstjórna kommún- ista í Austur-Evrópu hefur haft góð áhrif á atvinnulíf í Vestur-Evrópu samkvæmt upp- Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúö og vinnustofa, sem ætl- uð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkur- borg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsað- stöðu í Parísarborg með samningi við stofnun sem nefnist Cité Internationale des Arts, og var samning- urinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endan- lega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld, er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnað- ar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en al- menn leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, og jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjar- valsstofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið l.ágúst 1900 til 31. júlí 1991. Skal stíla umsóknir til stjórnar- nefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstof- anna að Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 6.apríl n.k. Reykjavík, 9. mars 1990, Stjórnaranefnd Kjarvalsstofu lýsingum framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins. Atvinnuleysi í Evrópubanda- laginu minnkaði úr 8,9 prósent- um í 8,6 prósent á tímabilinu okt- óber til janúar og flest bendir til að það haldi áfram að minnka. Hlutfall atvinnuleysingja á vinnumarkaðinum var að með- altali um níu prósent í fyrra sem er minnsta atvinnuleysi í Evrópu- bandalaginu frá því árið 1981. Henning Christophersen efnahags- og fjármálaráðherra Evrópubandalagsins segir að með opnun nýrra markaða í Mið- og Austur-Evrópu og með þróun Austur-Evrópuríkja í átt til blandaðs hagkerfis opnist mögu- leiki á að útrýma fjöldaatvinnu- leysi í ríkjum Evrópubandalags- ins á örfáum árum. Iðnaðfyrirtæki í Vestur- Evrópu búa sig nú undir að hasla sér völl í Austur-Evrópu og hafa mörg aukið umsvif sín í því skyni. Vestur-Þýskaland er eina ríki EB þar sem atvinnuleysingjum hefur fjölgað hlutfallslega. Það stafar eingöngu af miklum fjölda austur-þýskra flóttamanna. Op- inberar tölur sýna að raunveru- lega hefur nýjum störfum fjölgað verulega en það hefur ekki nægt til að skapa öllum aðkomu- mönnum atvinnu. Atvinnuástandið hefur hins vegar versnað mjög í flestum ríkj- um Austur-Evrópu þar sem mörg ríkisfyrirtæki hafa orðið gjald- þrota eða ramba á barmi gjaldþ- rots. Hagfræðingar spá því að at- vinnuleysingjum þar komi til með að fjölga mjög á þessu ári. Svo fækki þeim aftur þegar nýir framleiðsluhættir og fram- leiðsluaðstæður taka við. Reuter/rb Chile Pinochet lætur af völdum Augusto Pinochet hershöfðingi lætur af embætti forseta í Chile á morgun og við tekur Patr- icio Aylwin sem sigraði í forseta- kosningum í desember. Með stjórnarskiptunum er endir bundinn á sextán ára ein- ræðisstjórn Pinochets sem tók völdin í blóðugu valdaráni hers- ins fyrir sextán árum. Pinochet, sem er 74 árs gamall, kemur samt ekki til með að setj- ast í helgan stein. Hann verður áfram æðsti yfirmaður hersins. Samkvæmt lögum getur hann gegnt því embætti í átta ár enn. Fjölmiðlar í Chile segja að Pin- ochet fýsi mjög að komast aftur til valda. Aylwin forseti segist samt ekki trúa því að hann ræni aftur völdum með aðstoð hersins. Pinochet hafi hins vegar í huga að bjóða sig fram til forseta að fjór- um árum liðnum. Aylwin segist ekki hafa í hyggju að draga yfirmenn hersins fyrir dómstóla eða láta fara fram opinbera rannsókn á mannrétt- indabrotunum hersins. Áfram- haldandi seta Pino^bets í æðstu stöðu hersins gerir slíkt reyndar mjög erfitt enda var það í krafti þess embættis sem hann tók völd- in á sínum tíma. Hinn nýi forseti hefur hins veg- ar lofað að leyfa réttarrannsókn á einstökum mannréttindabrotum sem framin voru í stjórnartíð Pin- ochets. Efnahagur Chile er tiltölulega góður eftir sextán ára herstjórn samanborið við flest önnur ríki Suður-Ameríku. Hins vegar jókst munur ríkra og fátækra mjög á þessum tíma. Hinir fá- tæku urðu fátækari og hinir ríku ríkari. Reuter/rb Viðskipti Ungverjar semja við EFTA Ungverskt dagblað skýrði frá því í gær að Ungverjar væru í þann veginn að undirrita rarama- samning um viðskipti við frívers- lunarbandalagið EFTA. Samningurinn kemur í staðinn fyrir viðskiptasamninga Ung- verja við einstök EFTA-ríki. Ungverjar lögðu fram uppkast að samningnum fyrr í þessari viku að sögn dagblaðsins Vilaggazda- sags. Fulltrúi EFTA í höfuðstöðvum samtakanna í Genf staðfesti þetta í gær. Hann sagði að enn væri eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum en búast mætti við að samningurinn yrði undirritaður fljótlega. Heildarviðskipti Ungverja við EFTA-ríkin námu 2,3 miljörðum dollara á síðasta ári sem eru 17 prósent af heildarútflutningi þeirra. Öll Norðurlöndin eiga að- ild að EFTA og ennfremur Austurríki og Sviss. Reuter/rb 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.