Þjóðviljinn - 10.03.1990, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 10.03.1990, Qupperneq 11
LESENDABREF I DAG Tónlist Það verður djassað og blúsað Borgarbúar geta valið á milli Súldarinnar íDuus húsi ogJúpiters og Vina Dóra á Hótel Borg. Sunnudagurinn dagur sveiflurnar Tónlistarlífið í Reykjavík hagar sér í samræmi við annað í landinu, það er í sveiflum. Heilu vikurnar og mánuðina er lítið sem ekkert að gerast og tónlistar- unnendur sem vilja fara út úr húsi verða að láta sér nægja misbaga- lega skífuþeytara sem flestir eru meira í því að skemmta sjálfum sér en öðrum. En svo kemur uppsveifla og menn eiga í vand- ræðum með að velja. Annað kvöld verða tvennir tónleikar sem ættu að draga að sér fólk. í Duus húsi kemur hljómsveitin Súld fram í fyrsta skipti síðan á tónleikum í Mont- real árið 1988. Frá þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á hljóm- sveitinni. „Ég er einn eftir af uppruna- legum meðlimum," sagði Steingrímur Guðmundsson trommuleikari Súldarinnar í stuttu samtali við Þjóðviljann. En þeir Zymon Kuran og Stefán Ingólfsson hafa yfirgefið skútuna og í þeirra stað eru mættir til leiks Páll Pálsson á bassa, Tryggvi Húbner á gítar og Lárus Gríms- son á hljómborð. Gestur á tónl- eikunum annað kvöld verður slagverksleikarinn Maarten van der Valk. En hafa mannabreytingarnar haft í för með sér breytingar á tónlist Súldarinnar? Steingrímur sagði erfitt að skilgreina það en vissulega hefðu átt sér stað breytingar. „Það má segja að rokkáhrifin séu meira áberandi nú en áður og að vissu leyti meiri kraftur í tónlistinni,“ sagði Steingrímur. Annars segðu rokk- tónlistarmenn að Súldin spilaði djass en djassarar segðu Súldina spila fúsjón. Allt efni Súldarinnar á tónleik- unum er frumsamið, mest eftir Lárus Grímsson. Steingrímur sagði að nokkur lög yrðu þó tekin eftir aðra höfunda, til að mynda Það verður Súld í Duus húsi annað kvöld og gleðigrúppan Júpiters og Vinir Dóra kynda hjörtun á Hótel Borg. Sveifluelskendur hafa því í nógu að snúast. Charles Mingus. Hann sagði mjög spennandi að hefja störf aftur með Súldinni og lífsnauðsynlegt. „Ef maður væri ekki í tónlist sem þessari tæki því ekki að vera í tónlist," sagði Steingrímur. Súldin stefnir að því með vorinu að gefa út plötu efni sem hljómsveitin hefur verið að æfa í um hálft ár. Á Hótel Borg verða einnig tón- leikar á sunnudag. Þar munu stilla saman lúðra sína og gítara hljómsveitirnar Júpiters og Vinir Dóra. Júpiters hefur unnið hylli stórs hóps fyrir stórskemmtilega tónlist í „biggbandstílnum“, þar sem sveiflan er allsráðandi og gleðin því aldrei langt undan. Á haustmánuðum tilkynnti hljóm- sveitin andlát sitt en birtist svo aftur upprisin á tónleikum í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir skömmu, áhangendum sínum til ómældrar gleði. Vinir Dóra er eins og Júpíters hljómsveit sem ekki er alltaf skipuð nákvæmlega sama fólk- inu. Hljómsveitin spilar rafmagn- aðan blús sem nýtur vaxandi hylli hér á landi sem tónleikafyrirbæri vegna þrautseigju þeirra örfáu sem haldið hafa á lofti merki þessarar tónlistartegundar um nokkurra ára skeið. Af öllum meðlimum Vina Dóra ólöstuðum fer ekki á milli mála í mínum huga að Andrea Gylfadóttir söngkona er besti Vinurinn. Hún hefur sýnt á hljómplötum Grafíkur og Tod- mobile að hún er frumlegur og umfram allt góður söngvari en með Vinum Dóra sýnir Andrea á sér aðra og spennandi hlið. Hún syngur blúsinn að innlifun og ger- ir það léttilega, rétt eins og að drekka smjör. í stað þess að fara á hefðbundið kráarölt er því hægt að fara á sveiflurölt á sunnudagskvöldið. -hmp Blessun blankheitanna Mikil er blessun blankheitanna fyrir þjóðfélagið, að ekki sé talað um einstaklingana og þó einkum og sérílagi einstaklinginn mig. Ég hef ekki efni á neinu °g ÞV1 gerl ég ekki neitt og sé ég spurður, hvers- vegna liggur þú í leti í stað þess að mála loftið í stofunni þá svara ég einfaldlega: ég hef ekki efni á því, það verður að bíða nýrra þenslutíma. Konan eignaðist gönguskíði í fyrra. Þá voru blankheitin ekki eins bölvanleg og nú. Samt var farið að sverfa það mikið að, að heimilisbókhaldið sligaðist af skíðaútbúnaði konunnar. En það kemur vetur eftir þessi harðindi, sagði konan í fyrra. Og viti menn það kom vetur aftur og svo kom snjór úr lofti, jörð varð alhvít og konan og börnin fóru niður í kjallara að taka fram skíðaútbúnaðinn. Jæja, á morgun skreppum við upp í Mússík og sport og kaupum gönguskíði handa þér, sagði konan áður en hún hvarf niður kjallaratröppurnar. Ég gluggaði í heftið og viti menn ég átti upp í útborgun. Nú voru góð ráð dýr. Ég flýtti mér að grauta í gluggapóstinum og tíndi til nokkra ógreidda reikninga, vissi þó að það myndi lítt gagnast, þeir yrðu afgreiddir á hinn hefðbundna hátt: Þeir hafa beðið það lengi að nokkrar vikur til eða frá skipta ekki máli. Það má því segja að ég hafi verið kominn í þrot og við blasti hörmuleg framtíðarsýn á skíðum um helgar ef æðri máttarvöld gripu ekki í taumana með því að læða lægðum inn yfir landið þegar hvíld- ardagurinn nálgaðist. En það voru ekki æðri máttarvöld sem gripu í taumana heldur náttúrulögmálið. Nú er illt í efni, sagði konan þegar hún kom upp úr kjallaranum. Stelpan er vaxin upp úr skíðunum og þarf því nýjan útbúnað. Hjartað í mér tók kipp og öll óveðursskýin sem hrannast höfðu upp við helgarnar leystust uppi og framundan voru bjartar helgar upp í sófa á meðan mæðgurnar brytust í gegnum skafla úti í óbyggðum. Já, mikil er blessun blankheitanna. Mér leiðast leikhús. Hef aldrei skilið tilganginn í því að borga fyrir það að sitja aðgerðalaus í sal og horfa á sæmi- lega skynugt fólk gera sig að fíflum. Mér finnst það hálf pínlegt. Að ég tali ekki um nútímalegar upp- færslur þegar reynt er að gera áhorfendur að þátt- takendum í leiknum. Af hverju fá þeir þá ekki borgað fyrir framlag sitt einsog leikararnir? Ég lenti í því fyrir nokkrum árum að sitja á fremsta bekk á svona frumlegri uppsetningu. Allir höfðu dásamað leikinn. Og viti menn. Ég veit ekki fyrri til en aðal- leikkonan vindur sér að mér, tekur um hnakkann á mér og þrýstir vitum mínum inn á milli bústinna brjósta sinna. Það munaði mjóu að ég kafnaði. Og þetta gerðist á opinberum vettvangi og eiginkonan við hliðina á mér og það sem mér þótti verst, fyrir þessa háðung hafði maður greitt stórfé. Slíkir fjármunir eru sem betur fer ekki fyrir hendi núna og þegar konan, sem er haldin þessari undar- legu áráttu landans, að elska leikhús, spyr hvort við eigum ekki að skreppa í leikhús um helgina, eftir að hún er búin að þjóta yfir hvíta snæbreiðu á skíðum með dótturinni, þá bendi ég henni einfaldlega á að heimilisbókhaldið þoli ekki slík útgjöld, hinsvegar getum við kannski önglað saman í einn miða með því að gleyma símareikningnum í tvær vikur til við- bótar. Hún geti örugglega talið einhverja vinkonu sína á að skreppa með sér. Sem hún sættist á að dáist að fórnfýsi minni. Já, mikil er blessun blankheitanna. Og hámarki sælunnar náð þegar síminn lokar. -Sáf þlOÐVILIINN FYRIR50ÁRUM Svíþjóð og Noregur búast til varnargegn innrás Banda- manna. Stjórnarbylting í Fiskifé- laginu. „Hringurinn" gefurríkinu hressingarhælið í Kópavogi. V. M. Molotoff fimmtugur. 10. mars laugardagur. 69. dagurársins. 21. vika vetrar byrjar. Sólarupp- rás í Fteykjavík kl. 8.05-sólarlag kl. 19.13. Viðburðir Togaranum Reykjaborgsökkt árið 1941. Alexandra Kolantais látinárið 1952. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 9. tll 15. mars er I Apóteki Austurbæj- ar og Breiðholts Apóteki. Fyrmef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22 til 9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18 til 22 virk daga og á laugardögum 9 til 22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltjarnarnes simi 1 84 55 Hafnarfjörður sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltjarnarnes sími 1 11 00 Hafnarfjörður simi 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 L4EKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes, og Kópavog er I Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til kl. 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, síma- ráðleggingar og tímapantanir í sima 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- þjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- iækni eða ná ekki til hans. Landspital- inn: Göngudeildin eropin kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt sími65666, upplýsingar um vaktiækna sími51100. Akureyri: Dagvakt kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni sími: 23222, hjá slökkvilið- inu sími 22222. hjá Akureyrar Apóteki sími 22445. Farsími vaktlæknis 985- 23221. Keflavík: Dagvakt. Uppjýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna sími1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar. Landspitalinn: Alla daga 15 til 16 og 19 til 20. Borgarspítal- inn: Virka daga 18:30 til 19:30, um helg- ar 15 til 18ogeftirsamkomulagi.Fæð- Ingardeild Landspítalans: 15 til 16. Feðratimi 19.30 til 20.30. Öldrunar- lækningadeild Landspitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14 til 20 og eftirsamkomu lagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga 16 til 19, helgar 14 til 19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstlg opin alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.30. Landakotsspitali: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19. Barndeild: Heimsóknirann- arra en foreidra kl. 16 til 17 daglega. St.Jósefsspftali Hafnarfirði: Alladaga 15 til 16og 19til 19.30. Kleppsspítal- Inn: Alladaga15til 16og 18.30 til 19. Vestmannaeyjum: Alla virka daga 15 til 16og 19 til 19.30. Sjúkrahús Akra- ness: Alla daga 15.30 til 16 og 19til 19.30. Sjúkrahúsið Húsavfk: Alladaga 15 til 16 og 19.30 til 20. YMISLEGT Hjálparstöð RKI: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35. Sími:622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræði- legum efnum. Sími: 687075. MS-fólagið, Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8 til 17. Síminner 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga 13.30 til 15.30 og kl. 20til 22, simi 21500, símsvari. Sjálfshjáiparhópar þeirra, sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, sími 21500, sím- svari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúlrunarfræð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrirkonur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiðfyrirnauðgun. Samtökin 78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91 -28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: sími: 27311. Rafmagnsveita bilanavakt sími: 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, sími: 652936. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 13 til 17. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabbamelnssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmls- vandann sem vilja styðja smitaðaog sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i sima 91 -2240 alla virka daga. GENGIÐ 9. mars 1990 Bandaríkjadollar............. 61,14000 Sterlingspund................ 99,87200 Kanadadollar................. 51,79800 Dönsk króna................... 9,39170 Norsk króna................... 9,30740 Sænsk króna................... 9,92370 Finnskt mark................. 15,25640 Franskur franki.............. 10,64600 Belgískur franki.............. 1,73190 Svissneskur franki........... 40,63130 Hollenskt gyllini............ 31,97200 Vesturþýskt mark............. 35,99960 Itölsk líra................... 0,04873 Austurrískur sch.............. 5,11630 Portúg. escudo................ 0,40790 Sþánskur þeseti............... 0,55990 Japanskt jen.................. 0,40457 frskt pund................... 95,85200 KROSSGATA Lárétt: 1 gráða 4 tryllta 6 upptök 7 hvetja 9 feiti 12 ílát 14 hljóö 15 hross 16 fýll 19 rola 20 fyrrum 21 staura Lóðrótt: 1 hreinn 3 gróður 4 eyktarmark5 tunga7visst8hlýr10 glundroði 11 blaðra 1j3 fálm 17 vökva 18 glö6 Lausn á síðustu krossgátu Lrótt: 1 labb 4 föst 6 afl 7fikt9ómak 12linna 14 púa 15 kál 16 messa 19sepi20áðan21 ’ ángri Lóðrrótt: 2 asi 3 bati 4 flón5sía7fipast8 klampa10makaði11 kæling 13nes 17ein18 sár Laugardagur 10. mars 1990 WÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.