Þjóðviljinn - 21.03.1990, Síða 3

Þjóðviljinn - 21.03.1990, Síða 3
Rannsóknasjóður 55 miljarða lýmun Rannsóknaráð ríkisins mótmælirfyrirhuguð- um 10 miljóna niðurskurði á framlögum til Rannsóknasjóðs. Framlag rýrt um 40% síðan 1985. Svavar Gestsson: Ekki við migaðsak- ast Rannsóknaráð ríkisins segir framlög til Kannsóknasjoðs hafa rýrnað um 55 miljarða króna miðað við verðlag þessa árs frá stofnun sjóðsins árið 1985, eða um 40%. í fréttatilkynningu frá Rannsóknaráði segir að menntamálaráðherra hafi gert tillögu um niðurskurð á fram- lögum til sjóðsins í ár upp á 10 milljónir af 95 miljóna króna fyrirhuguðu framlagi og ríkis- stjórnin samþykkt það. Svavar Gestsson segir ósanngjarnt og óeðlilegt að Rannsóknaráð bregðist við með þessum hætti og ráðist sérstaklega að sínum ráð- herra. í fréttatilkynningu Rann- sóknaráðs segir að framlag til Rannsóknarsjóðs hafi verið 140 miljónir króna árið 1985 á verð- lagi ársins í ár. En í fjárlögum 1990 var gert ráð fyrir 95 miljón- um sem nú hefur verið gerð til- laga um að lækka í 85 miljónir. Þetta sé í andstöðu við stefnu annarra ríkja sem hafi aukið fra- mlög til rannsókna umfram vöxt í þjóðarframleiðslu. Norðmenn hafi tam. ákveðið að auka þessi framlög um 10% að raungildi á milli ára í nokkur ár. Rannsóknaráð segist hafa full- an skilnig á vanda fjárveitingar- valdsins. Það sé hins vegar skoðun Rannsóknaráðs að erfið staða fjárveitingarvaldsins sé að verulegu leyti til komin vegna þess að ekki hafi verið lögð nægi- leg áhersla á að beina efnhagsþ- róuninni inn á nýjar brautir og beita til þess vísinda- og tækni- þekkingu með markvissum hætti. Það muni enn auka á efnahags- vanda þjóðarinnar ef stöðugt sé haldið niður á við í þessum efn- um. Umsóknir um styrki frá Rann- sóknasjóði voru 147 í ár upp á samtals 325 miljónir króna og á móti bjóðast umsækjendur til að leggja fram 407 milljónir króna. Ef niðurskurður á framlagi til Rannsóknasjóðs nær fram að ganga þarf að hafna 3/4 umsókna eða lækka einstaka styrki, segir í fréttatilkynningunni. „Vilji stjórnmálaforystan í landinu bera ábyrgð á þessari stefnu er ekki um það að fást“ segir orðrétt. En þá verði stjórnmálamenn að vera sjálfum sér samkvæmir og hætta að tala opinberlega eins og þeir hafi áhuga á nýsköpun í atvinnulífi. Svavar Gestsson sagðist hafa beðið Rannsóknaráð og Vísinda- ráð um vísindastefnu fram til aldamóta en engar tillögur feng- ið. Hann hefði talið að slíkar til- lögur ættu að fylgja kveðjum sem þessum. Málið væri að sjálfsögðu til meðferðar á Alþingi, ráðherra ákveddi ekki fjárveitingar. Auðvitað væri mjög takmörkuðu fjármagni varið til rannsókna og þróunarverkefna hér á landi og það jaðraði við hneyksli. Að mati Svavars er því ástæða til þess að Rannsóknaráð og menntamála- ráðuneyti fylgtu liði til að knýa á um endurbætur í þessum málum. -hmp Veðurstofan Nýjungar á döfinni Símsvarifyrir alla landsmenn og símagjald hið sama. Veðursjá sem greinir úrkomu íallt að250 kílómetrafjarlœgð. Skipulegar aðvar- anir um hálku á vegum í haust Ymsar nýjungar eru á döfinni hjá Veðurstofunni sem allar miða að því að veita lands- mönnum betri og skilvirkari upp- lýsingar um veður og veðurhorf- ur. Af þessum nýjungum má nefna að innan skamms verður tekin í notkun símsvari sem gerir öllum kleift að fá nýjustu veður- spá og verður símagjaldið hið sama fyrir alia. Skák Reykjavíkur- mótið Eftir fjórðu umferð Reykja- víkurmótsins er Polúgaévskí ef- stur með 4 vinninga, vann Az- majparasvíli. Helgi Ólafsson vann góðan sigur á Benjamín frá Bandaríkjunum, Jón L. gerði jafnt við Wojtkiewicz og Karl Þorsteins við Dolmatov, stiga- hæsta mann mótsins. Karl og Helgi eru því með 31/2 vinning ásamt Kamský, sovésku undra- barni sem nú býr í Bandaríkjun- um. Biðskákir verða tefldar á morgun og fimmta umferð á fimmtudaginn. J.T. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi sem Veður- stofan efndi til í gær í tengslum við Veðurdaginn sem verður á föstudaginn 23. mars. Það er Al- þjóða veðurfræðistofnunin sem hefur valið þennan dag sem bar- áttudag fyrir viðfangsefnum veðurfræðinnar, en þann dag fyrir 40 árum voru þessi samtök stofnuð. Að þessu sinni er dagur- inn helgaður því verkefni veður- fræðinnar að liðsinna og leiðbeina í viðnámi gegn náttúru- hamförum. Þetta er líka yfirlýst baráttumál Sameinuðu þjóðanna á komandi áratug. Af öðrum nýjungum sem Veð- urstofan hefur á prjónunum er að í haust verður komið upp veður- sjá sem sett verður upp við veg- inn milli Sandgerðis og Keflavík- ur. Hér er um að ræða sérhann- aðan radar sem greinir úrkomu í allt að 250 kílómetra fjarlægð og mun hann senda myndir látlaust til Veðurstofunnar. Myndirnar verða væntanlega símsendar til Evrópu og í staðinn ætti Veður- stofan að geta fengið reglulega skýjamyndir frá kyrrstæðu gervi- tungli yfir miðbaug. Þá er ennfremur í athugun að hefja með haustinu skipulegar aðvaranir um hálku á vegum þeg- ar þess þykir þörf og yrðu þær þá sendar út með spám í útvarpi. Einnig er verið að rannsaka að- ferðir til að endurbæta erlendar tölvuspár til skamms tíma, með tilliti til nýjustu veðurathugana og landslags hérlendis. _grh Tvíhliða og/eða samhliða Fá mál hafa fengið eins mikla umræðu á Alþingi og sam- skipti Islendinga við ríki Efna- hagsbandalagsins í kjölfar þeirra breytinga sem eru að verða í Evr- ópu. Helst af öllu dcila menn menn um með hvaða aðferðum skuli samið við EB, i tvíhliða við- ræðum eða með samfloti við önnur ríki Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA). Á mánudag fóru fram umræður um þing- sályktunartillögu Eyjólfs Konr- áðs Jónssonar Sjálfstæðisflokki og fleiri, um að Alþingi feli for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra að undirbúa nú þegar, í samráði við utanríkismálanefnd, beinar samningaviðræður við EB um viðauka við bókun 6 frá árinu 1972, sem fjallar um tolla á ís- lenskum fískafurðum hjá EB. Hjörleifur Guttormsson Alþýðu- bandalagi tók undir ýmis þau rök sem flutningsmenn bera fyrir til- lögunni en Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra segir hana ekki tímabæra. Hjörleifur vill tvíhliða Hjörleifur sagði Þjóðviljanum að hann tæki að vissu leyti undir málflutning flutningsmanna. í raun væri hann ekki að gera ann- að en það sem landsfundur Al- þýðubandalagsins hefði lagt á ríka áherslu í nóvember sl., þar sem menn tækju undir það sjón- armið að taka þyrfti með beinum hætti á viðræðum við EB um okk- ar sjávarútvegshagsmuni og tolla, sem miðuðu að því að ná fram tollafrelsi. Landsfundur hefði undirstrikað að okkar fisk- afurðir væru okkar iðnvarningur í útflutningi og enginn sanngirni fælist í því að hleypa inn í landið tollfrjálsum iðnvarningi á meðan við þyrftum að greiða þó nokkra tolla af okkar afurðum. Um þessi mál þyrfti að ræða í tvíhliða við- ræðum við EB en rasa þar ekki um ráð fram, heldur vanda vel undirbúng. Að mati Hjörleifs hefur það verið allt of lítið skoðað hvernig taka eigi á þessum málum og ná þyrfti samstöðu um að vísa frá kröfum sem spáð væri að kæmu fram hjá EB um aðgang að fiski- miðum okkar gegn tilslökunum á tollum. Hann hefði alltaf lýst yfir andstöðu sinni við þann grund- völl sem fælist í viðræðum EFTA við EB og hann teldi að það væri að koma æ skýrar í ljós að þar værum við ekki á réttri leið. Menn mættu ekki setja málið þannig upp að þeir sem vildu tví- hliða viðræður væru um leið að hafna aðlögun að því sem væri að gerast í viðskiptaveruleika Evr- ópu. „Við erum einfaldlega að segja að málum sé betur borgið í tvíhliða viðræðum við EB en að reyna að samstilla okkur í sex ríkja hópi sem eru með mjög ólfk viðhorf innan EFTA og mörg hver að hugsa hvert um sig og má ætla að fari fyrr en varir í bið- röðina um inngöngu í EB,“ sagði Hjörleifur. Hann sagði það einn- ig rangt eins og utanríkisráðherra héldi fram að EB hafnaði tvíhliða viðræðum, það væri vitleysa og falsrök. Forseti framkvæmda- stjórnar EB, Delore, hefði lýst yfir þessum vilja EB og banda- lagið hefði einnig átt í tvíhliða viðræðum við ríki Austur Evróþu og meðal annars gert víðtæka samninga við Pólland og Ung- verjaland. \ Jón Balþvin Hannibalsson utanríkisráðjierra sagðist aldrei hafa haldið þýíTram að EB hafn- aði fyrirfraik tvíhliða viðræðum, enda hefjlu íslendingar verið í tvíhliða viðræðum við EB í tvö ár. Ef við hins vegar óskuðum eftir tvíhliða samningaviðræðum við framkvæmdastjórn EB um lækkun á tollum á fiskafurðum, myndi svar bandalagsins verða á Hjörleifur Guttormsson og Jón Baldvin Hannibalsson eru ekki sam- mála um aðferðir í viðræðunum við Evrópubandalagið. þá leið að ekki verði samið um slíkt án þess að íslendingar gefi veiðiheimildir á móti. Af þessum sökum sagðist Jón Baldvin benda flutningsmönnum á að það væri þversagnakennt að segja eins og Eyjóifur Konráð, að í fyrsta lagi ætti alls ekki að ræða tvíhliða við EB um fiskveiðimál, í öðru lagi að flytja síðan tillögu um tvíhliða formlegar viðræður og segja síðan að ef krafan um veiðileyfi komi fram eigi að hafna henni. Jón Baldvin sagði aftur á móti vitað mál að sú krafa kæmi fram í slíkum viðræðum. í BRENNIDEPLI Jón Baldvin sagði það sitt matað við fengjum ekki hnekkt hinni sameigin- legufiskveiðipólitík EB. En vonir stæðu til aðpól- itískir forráðamenn ein- stakra ríkisstjórna EB sýndu skilning á sérstöðu íslands Utanríkisráðherra sagði þings- ályktunartillöguna því ekki tíma- bæra vegna þess að ríkisstjórnin hefði mótað þá stefnu að tvíhliða viðræður annars vegar og sam- eiginlegar viðræður með EFTA hins vegar útilokuðu ekki hver aðra. fslendingar væru í við- ræðum við EB eftir EFTA- leiðinni og í tvíhliða viðræðum við forystumenn einstakra ríkis- stjórna EB og reyndar við eins- taka framkvæmdastjórnarmenn í Brussel og minnti ráðherrann þar á viðræður sínar við forsætisráð- herra, sjávarútvegsráðherra og fleiri ráðamenn þessara ríkja. Um þetta sagði Jón Baldvin því ekki ágreining, menn væru sam- mála um að sækja fram á báðum vígstöðvum. Spurning um stuðningsafsal „Það sem ég segi hins vegar er þetta: Það er ekki tímabært núna að taka ákvörðun um hvort eða hvenær við færum í tvíhliða við- ræður. Ef við gerðum það núna værum við í fyrsta lagi að taka málið út af hinu sameiginlega samningaborði og þar með afsala okkur stuðningi hinna EFTA- ríkjanna við þessa kröfu,“ sagði utanríkisráðherra. Ef það gerðist hefði verið til lítils að berjast fyrir því í 19 ár innan EFTA að fá þann stuðning ef við segðum nú að við ætluðum að sjá um þetta sjálfir. Skynsamlegra væri að láta reyna á hvert við kæmumst eftir EFTA- leiðinni. Jón Baldvin sagði að ef íslend- ingar mætu málin svo á einhverj- um tímapunkti að við þyrftum að taka málið upp í tvíhliða samn- ingaviðræðum, yrðum við að horfast í augu við staðreyndir. í slíkum viðræðum yrðum við spurðir hvort við værum tilbúnir að skiptast á veiðiheimildum, semja um nýtingu á vannýttum stofnum og nýtingu á flökku- stofnum. íslendingar yrðu einnig spurðir hvort þeir væru búnir að gera samstarfssamning um fisk- veiðimálefni, fiskveiðirannsókn- ir, mengunarvarnir, gæðaeftirlit og jafnvel löndunarréttindi og samnýtingu á stofnum á milli ís- lands og Grænlands. Ef menn svöruðu að þetta kæmi ekki til greina eins og flutn- ingsmaður þingsályktunartill- ögunnar, Eyjólfur Konráð, þá hefðu menn ekkert í tvíhliða við- ræður að gera. Undirbúningsviðræður þær sem nú eiga sér stað á milli EFTA og EB eru vel á veg komnar og sumir telja að eiginlegar samn- ingaviðræður geti hafist um sam- eiginlegt efnahagssvæði í vor og að þeim viðræðum geti jafnvel lokið með samninum fyrir ára- mót. Utanríkisráðherra var því spurður hvort hann væri miðað við stöðuna í viðræðunum í dag, bjartsýnn á að íslendingar næðu fram viðurkenningu á sinni sér- stöðu varðandi veiðiheimildirn- ar. „Ég ætla nú ekki að slá neinu föstu um það hverju við náum fram við samningaborðið. Ég veit bara eitt, við höfum sterkari stöðu þegar sú krafa er studd af sex ríkjum, þegar það liggur fyrir þar sem EFTA talar einni röddu, að aðalsamningamaður og for- mennskuland EFTA verður að taka þessa kröfu upp sameigin- lega, getur ekki skilist við það mál vegna þess að EFTA-ríkin hafa mótað þessa kröfu sameigin- lega og hafa samstöðu í málinu. Ég tel alls ekki útilokað að við náum fram þessari kröfu vegna þess að hún mun fá stuðning víðar að. Það eru margir sem segja að þeir hafi ekki mikla trú á að við fáum atfylgi Svisslendinga eða Austurríkismanna. En það er einmitt heila málið, þeir eru bún- ir að skuldbinda sig til að styðja hana og það á ekki að kasta því frá sér fyrirfram." Jón Baldvin sagði það sitt mat að við fengjum ekki hnekkt hinni sameiginlegu fiskveiðipólitík EB. En vonir stæðu til að pólit- ískir forráðamenn einstakra rík- isstjórna EB sýndu skilning á sér- stöðu fslands með þeim hætti að sameiginleg fiskveiðistefna gæti ekki átt við í tilfelli íslands. Því ísland væri eina þjóðin sem væri svo háð fiskveiðum að 70% gjald- eyristekna kæmu frá þeim, sam- anber 7% hjá þeirri þjóð sem kæmi á eftir okkur og 2% hjá næstu þar á eftir. -hmp ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.