Þjóðviljinn - 21.03.1990, Side 4

Þjóðviljinn - 21.03.1990, Side 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Auður safnast á faeiri hendur Það er algengt að menn haldi á lofti þeirri mynd af íslensku þjóðfélagi að það sé stéttlaust. Að minnsta kosti sé hér engin stéttaskipting sem það nafn eigi skilið. Við höfum aldrei átt aðal og í borgarastétt hafi ekki orðið til þeir pen- ingafurstar sem sambærilegir væru við erlendar auðstéttir. í þjóðarvitundinni ber íslenskur ríkismaður nokkurn svip af skopstælingu úr skáldsögu eða leikriti: í honum er eitthvað af Pétri þríhrossi og því fólki, hann á sér fortíð fyrir skömmu meðal alþýðu, auður hans stendur ekki traustum fótum, félagsleg hegðun hans er nokkuð svo reikul. Við lifum í ungu þjóðfélagi í fleiri en einum skilningi, umskipti hafa orðið hröð, hvort sem litið er til búsetu, tæknivæðingar eða lífskjara. Þetta ástand hefur gefið mörgum tækifæri til að komast áfram eins og það heitir, komast í álit og efni og til mannafor- ráða ýmist með dugnaði, menntun eða þá braski og prettum. Allt þetta leiðir til þess að við eigum erfitt með að sjá fyrir okkur yfirstétt sem stendur traustum fótum og ein- kennist af hefð og stöðugleika. Sjálfsagt hefur þetta ástand einnig leitt til þess að menn hafa ekki gefið því gaum sem skyldi, á hvaða leið þetta þjóðfélag er að því er varðar gamla og nýja stéttaskiptingu. Menn hafa lítt gefið því gaum, að hér á landi á sér stað hliðstæð þróun við þá sem annarsstaðar gerist: en hún er sú að meiri eigur og þar með meiri völd og áhrif í þjóðfélaginu eru að safnast á hendur þeirra sem mest eiga fyrir. Það er því athyglisvert, að einmitt Morgunblaðið skuli nú fara af stað með ádrepur sem lúta að því að efnahagslífið í landinu sé að komast undir „fámennisstjórn“. Og er þá átt við það að í ýmsum stærstu fyrirtækjum landsins - Eimskip, Flug- leiðum, Sjóvá-Almennum og Skeljungi - hitta menn sífellt i fyrir sömu mennina, sem margir hverjir eru tengdir nánum fjölskylduböndum. Blaðið hefur lesið þessu „fámenni" pistil- inn og telur að þeir menn sem nú bítast um hlutabréf og völd í stórfyrirtækjum landsins séu að fæla almenning frá því að trúa á hlutabréfamarkaðinn. Fæla menn frá þeim draumi sem sameiginlegur hefur verið Sjálfstæðisflokknum og mörgum öðrum hægriflokkum - ekki síst íhaldsflokki frú Thatcher - að andstæður í samfélaginu verði best leystar með því að gera sem allra flesta að smákapítalistum og láta þá spila í kauphöllum. En hvað sem þeim áhyggjum Morgunblaðsins líður, þá eru slík og þvílík skrif áminning um að það eiga sér stað miklar „eignatilfærslur" í þjóðfélaginu - og að þær stefna þegar á heildina er litið í þá átt að „vald og auður safnast á fimmtán fjölskyldur“ eins og slegið var upp í Tímanum um daginn. í sama blaði var reyndar vakin athygli á þeim þætti þessrar þróunar, að menn telja nú að minni fjölskyldufyrir- tæki standi höllum fæti og séu hinir stærri aðilar að gleypa þau smátt og smátt. Þetta er þróun sem getur haft verulegar pólitískar afleiðingar. Til skamms tíma hafa margir átt erfitt með að greina stéttaskiptingu í íslensku samfélagi sem fyrr segir - og þá ekki síst vegna þess hve greiður aðgangur hefur verið að stöðu og kjörum millistétta. Ef það nú kemur á daginn að að þeim þrengir í harðnandi samkeppni þar sem þeir einir lifa af sem eiga mikið undir sér, þá er þar með kippt fótum undan ýmsum þeim hugmyndum sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lifað á þægilegu lífi á næstliðnum árum og lúta að því, að eiginlega séum við íslendingar allir í einum báti, hagsmunir okkar fari saman. KLIPPT OG SKORIÐ Allir á móti Eimskip Fram koma nú á ólíklegasta vettvangi frétta- og ritstjórnar- skrif þar sem látnar eru í ljós viss- ar áhyggjur af því hve völd og auður eru að færast á sífellt færri manna hendur á íslandi. Morg- unblaðið birti fyrir nokkru frægt Reykjavíkurbréf þar sem geirin- um var beitt að einkaframtakinu í líki Eimskipafélags íslands. Þar var bent á að þetta „óskabarn þjóðarinnar" sé nú orðið óskabarn hinna útvöldu, sé lent í höndunum á fáum aðilum og að innbyrðis tengsl stórra íslenskra fyrirtækja þjappi valdinu of mikið saman, auk þess sem hagsmunatengsl skapi óeðlilegar aðstæður. Forstjóri Eimskipafélagsins sá ástæðu til að svara opinberlega og mótmæla því til dæmis, að tengsl Eimskipafélagsins og Flug- leiða væru athugaverð. DV spurði hins vegar af sama tilefni: „Hver á ísland?“ Fjölskyldurnar fimmtán Tíminn birti síðan vegna þess- arar umræðu bráðabirgðayfirlit sitt 17. mars um hverjir séu nú voldugastir auðmenn íslands. Hins vegar er vakin athygli á að þessar „peningafjölskyldur" fást lítið við grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveg, en reka helst ýmiss konar viðskipti og þjónustu. Síðan segir Tíminn: „Helsti kjarni fjölskyldnanna hefur komið sér fyrir í nokkrum fyrirtækjum, svo sem eins og Eimskip, Flugleiðum, Sjóvá- Almennum og Skeljungi. Helsta manna þeirra um þessar mundir má telja Halldór H. Jónsson, stjórnarformann Eimskips, tengdason Garðars heitins Gísla- sonar. Húsameistari ríkisins er m.a. sonur hans og annar sonur annast hlutabréfakaup. Fast á hæla Halldóri í fjölskyldubrans- anum koma afkomendur Hall- gríms Benediktssonar, þeir Geir, fyrrum forsætisráðherra og Björn forstjóri. Hallgrímur sonur Geirs er nú stjórnarformaður Skelj- ungs, en Kristinn sonur Björns er að verða forstjóri sama fyrir- tækis. Þá mun þessi ætt eiga hlut í Sjóvá-Almennum. En þar ráða húsum afkomendur Sveins Bene- diktssonar, ákafamanns til allra verka, sem var bróðir Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætis- ráðherra. Benedikt Sveinsson er stjórnarformaður Sjóvá-Al- mennar...“ „...Síðan er ljóst að erfingjar Sveins Valfells komust í bland við fjölskyldurnar með sameiningu Loftleiða og Flugfélags Is- lands...Nú er Flugfélagsarmur- inn að taka yfir í krafti meiri- hlutavalds og komast þá aðilar tengdir Johnson & Kaaber í bland við fjölskyldurnar...“ Tíminn rekur með ýmsum hætti hvernig hlutabréfaeign og stjórn dreifist með ýmsum hætti á fjölskyldurnar sem getið er en segir svo: “Fleiri eru nefndir til í hóp fjölskyldnanna þótt tengslin kunni að vera minni. Þar má nefna Thor Ó. Thors hjá íslensk- um aðalverktökum og Jón H. Jónsson í Keflavíkurverktökum, sem hafa auðgast vel á verkum fyrir Varnarliðið. Árvakur, eigandi Morgunblaðsins, er að stórum hluta í eigu fjölskyldn- anna, en framkvæmdastjóri þar er Haraldur Sveinsson Sveins- sonar í Völundi. Þá má nefna Pét- ur Björnsson, eiganda Vífilfells og Þórðar Sveinssonar & Co. Hann er sonur Björns Ólafs- sonar, fyrrum ráðherra. Þeir Heklubræður skulu tilnefndir, en Sigfús faðir þeirra var fjármála- legur umsjónarmaður Sjálfstæð- isflokksins. Synir Ingvars Vil- hjálmssonar eru líka í fjölskyld- unum. Þá verður að telja Þorvald Guðmundsson með fjölskyldun- um, en hann var áhrifamaður í Verslunarbankanum. Davíð Scheving Thorsteinsson er einn í hópnum, þó ekki væri fyrir annað en eign hans í Sól hf. Nefna má Kristján Loftsson vegna tengsla við Eimskip og þá Sveinssyni, Benedikt og Einar. Eflaust mætti laga þennan lista eitthvað, en það mun sannast mála að meðal upptalinna manna hér að framan má finna á einum stað auðugustu menn íslands.“ Fjölskyldurnar þrjár Dagfinnur sá sem heldur „Dagatal“ sitt á ritstjórnarsíðu Alþýðublaðsins bætir svo enn um betur í gær: „Morgunblaðið seg- ist vera blað allra landsmanna. Eimskip segist vera óskabarn þjóðarinnar. Samt eiga lands- menn ekki Morgunblaðið. Og eigendur Eimskips eru ekki óskabörn þjóðarinnar...Þrjár fjölskyldur eiga Morgunblaðið. - Það er fjölskyldan sem átti Völ- undarauðæfin. - Það er H.Ben.- klanið. - Og það eru erfingjar Valtýs Stefánssonar fyrrum rit- stjóra blaðsins.. .Það eru sem sagt þessar þrjár fjölskyldur sem eiga blað allra landsmanna.“ Alþýðublaðspenninn heldur áfram nokkru síðar: „Það er að- eins í Sovétríkjunum sem blað hefur náð öðrum eins markaði. Það er Pravda sem er svo víðlesin að blaðið getur gefið flokknum allan ríkisstyrkinn sinn. Alveg eins og Morgunblaðið." Og síðan koma hinar beittu ályktanir: „Nú hefur það farið fyrir brjóstið á ritstjórum verk- takafjölskyldnanna þriggja, að óskabarn þjóðarinnar er í fáum höndum. Þeir segja sem svo að í hlutafélögum eigi hin virka þátt- taka almennings að vera sem víð- tækust. Fé eigi ekki að safnast á fárra hendur. Allavega ekki hlutafé ...En fyrst þetta er skoðun verktakablaðsins, þá hlýtur blaðið að vera sjálfu sér samkvæmt og bjóða út sín eigin hlutabréf. Eða bjóða út viðbóta- rhlutafé, svo þátttaka almenn- ings í hlutafélaginu Árvakri sé sem almennust. Ef Morgunblaðið ætti að iðka eigin orð, ætti auðvitað að breyta útgáfufélaginu Árvakri hf. í al- menningshlutafélag. Þá væri Morgunblaðið orðið að blaði allra landsmanna. Þangað til verður Morgunblað- ið blað þriggja fjölskyldna. Sem ekki eru þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stór hlutabréf í Eim- skip...“ íslenskur ósigur? Tíminn á svo lokaorðin í þess- um árásum á Eimskipafélagið að sinni í gær, en þar furðar Oddur Ólafsson sig á því, hve lítið fari fyrir íslenskri reisn á skrifstofum „fjárfestingafyrirtækisins sem gengur undir nafninu Eimskip" eins og hann orðar það. Það hef- ur nefnilega komið í ljós, að Eim- skip segist eftir 1992 hvorki lengur hafa efni á því að skrá skip sín á íslandi, né ráða íslenska far- menn til starfa á þeim. Þetta kom m.a. fram í ræðu stjórnarfor- mannsins Halldórs H. Jónssonar á aðalfundi félagsins fyrir skemmstu. Tímanum líst eðlilega ekki á að Eimskip láti „skrá skip sín í ein- hverri Líberíunni, þar sem lög um tryggingar og mannréttindi, hvað þá starfsréttindi, eru ekki brotin, því þau eru ekki til—ís- lenskir farmenn eru ekki brúk- legir til að færa varninginn heim og þar ofan í kaupið þarf að gera skip þjóðarinar, eða fjölskyld- nanna, svo alþjóðleg að fjárfest- ingarfirmað Eimskip verður ekki skattskylt á íslandi.“ Og loks segir Tíminn um þá ákvörðun umboðsmanna fjöl- skyldnanna að fella Þórshamar- inn niður sem merki félagsins, vegna aðkasts erlendis frá: „Nú taka forráðamenn Eimskips fyrirskipunum utan úr heimi um hvernig þeir mega eða mega ekki merkja skipin og hvaða merki þeir mega hafa í bréfhausum fyrirtækisins.“ ÓHT þJÓÐVIUINN Síðumúla 37-108 Reykjavík Sími:68 13 33 Símfax:68 19 35 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, ólafur H.Torfason. Frétta8tjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson. Aðrir blaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar(pr.),Garöar Guöjónsson, Guðmundur RúnarHeiöarsson, HeimirMárPétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, ÞrösturHaraldsson. Skrifstofuatjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: Olga Clausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiöur Ingi- mundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Slmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbroiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkoyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 37, Reykjavík, sími: 68 13 33. Símfax: 68 19 35. Auglýsingar: Síðumúla 37, sími 68 13 33. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu: 100kr. Nýtt Helgarblað: 150kr. Askriftarvorð á mónuðí: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.