Þjóðviljinn - 21.03.1990, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 21.03.1990, Qupperneq 5
VIÐHORF Að afloknum kosningum í Nicaragua Ósigur Sandinistahreyfingar- innar (FSLN) í kosningunum í Nicaragua er áfall fyrir vinnandi alþýðu, sem og byltingarsinna og Iýðræðislega þenkjandi fólk um allan heim. Hinn 25. apnl tekur við völdum ríkisstjórn í Nicarag- ua sem er vilhöll Bandaríkja- stjórn. í rúm 10 ár, frá því er FSLN var í forystu fyrir að steypa einræðis- stjórn Somoza af stóli, hefur Nic- aragua staðið af sér hernaðar- lega, efnahagslega og pólitíska herferð af hálfu Bandaríkja- stjórnar. Óvild ráðastéttarinnar í Bandaríkjunum í garð Sandinist- astjórnarinnar óx er alþýða manna lét ekki undan síga. Hún hélt áfram að verja fullveldi landsins og stóð föst á þjóðlegri reisn sinni þrátt fyrir að kontra- stríðið kostaði yfir 30.000 mannslíf. Gylfi Páll Hersir skrifar Greinin er að stofni til samhljóða ávarpi er flutt var á árshátíð Vináttufélags íslands og Kúbu (VÍK), sunnudagskvöldið 4. mars. orro hvernig eigi að fást við hin mörgu pólitísku og efnahagslega vandamál í Nicaragua11. Emb- ættismaður Bandaríkjastjórnar kvað þessa þurfa með, til þess að tryggja „alger umskipti“ frá ríkis- stjórn Ortega til Chamorro. Hvað kom fyrir FSLN? Bandaríkjastjórn lofar að fella Margirstuðningsmenn bylting- arinnar í Nicaragua spyrja: Hvað kom fyrir FSLN? Hreyfingin hafði forystu fyrir verkafólki og smábændum í að velta úr sessi hinu hataða einræði Somoza og stjórnkerfi kapítalistanna. Eins leiddi hún stríðið gegn kontrun- um og sigraði. Hvernig gat FSLN svo tapað í kosningum fyrir bandalagi er komið var á fót og stutt af Bandaríkjastjórn? verkafólks og bænda, yfirtöku jarða og verksmiðja. Með þessari ríkisstjórn hafði vinnandi alþýða í Nicaragua fengið í hendur verkfæri til þess að færa fram baráttu fyrir því að kollvarpa efnahagskerfi kapítal- ismans og hefja uppbyggingu só- síalisma. Nicaragua kostaði geysimiklu til þess að sigrast á kontrunum. Verkafólk og bændur gáfu líf sitt „Eftirlits- mennirnir ,En alþýða manna í Nicaragua á það skilið að við leggjum henni lið, ekki að við hörfum. Um allan heim hljótum við að mótmœla afskiptum Bandaríkjanna afmálefnum Nic- aragua. “ (i Strax eftir sigur Violetu Cham- orro, forsetaframbjóðanda Þjóð- arandstöðunnar (UNO) og hala- hengis Bandaríkjastjórnar yfir forsetaframbjóðanda FSLN, Daniel Ortega, steig ráðastéttin í Bandaríkjunum fyrstu skrefin til þess að taka að sér stjórn mála. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Elliot Richardson, fyrrverandi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna og aðalritari Samtaka Ameríkuríkja (OAS) tilkynntu að þeir hefðu í hyggju að dvelja í Nicaragua framyfir forsetaskiptin til þess að „stuðla að stöðugleika ríkis- stjórnarinnar“. Premenningarnir voru meðal þeirra 2.000 „eftirlitsmanna“ er Bandaríkjastjórn og aðrar ríkis- stjórnir sendu til Nicaragua til þess að hafa umsjón með og leiðbeina á allan hátt við fram- kvæmd kosninganna. Krafan um umfang og eðli þessa eftirlits á sér ekkert fordæmi hvað varðar fullvalda ríki. Margir eftirlitsmannanna halda kyrru fyrir í landinu ásamt Carter og Richardson. Pá hefur Bandaríkjastjórn tilkynnt að hún hyggist fjölga í sendiráðinu í Managua. Það á að vera „fólk sem getur leiðbeint frú Cham- niður viðskiptabann á landið og veita lán, gangi embættistaka Chamorro vel fyrir sig. Auk ógn- ana um að halda eftir efnahags- aðstoðinni gangi hlutirnir ekki samkvæmt óskum Bandaríkja- stjórnar er hætta á hernaðar- legum afskiptum Bandaríkjanna til stuðnings ríkisstjórn Cham- orro. Margir úr röðum vinnandi al- þýðu í Nicaragua hafa af því áhyggjur að sigur UNO verði til þess að hvetja kapítalistana í landinu til þess að þrýsta á um lægri laun og lélegri vinnuaðstæð- ur, að jarðnæðisumbætur verði numdar úr gildi, réttindi verka- lýðsfélaga afnumin og aðrir ávinningar vinnandi alþýðu frá 1979 afturkallaðir. Kosningaósigur FSLN ýtir undir ögranir og ógnanir við bylt- inguna á Kúbu. Hann ýtir undir tilraunir til þess að brjóta á bak aftur frelsisbaráttuna í E1 Salva- dor. Robert Dole, leiðtogi Repu- blikana í Öldungadeild Banda- ríkjaþings setti markmið ríkis- tjórnar sinnar fram hnitmiðað. Hann sagði: „Eins og ég sé þetta eru tveir búnir, Panama og Nicar- agua. Þá er einn eftir - Kúba.“ Búnaðarþing Stefnumöríuin gróðurvemd i Fyrir Alþingi liggur þings- ályktunartillaga um land- græðslu. Er hún flutt af mönnum úr öllum þingflokkum. Tillagan var send Búnaðarþingi til um- sagnar. Lýsti það einhuga fylgi sínu við hana og tók sérstaklega undir það sjónarmið, að afmarka bæri uppblásturssvæði, sem Landgræðslan einbeiti sér að að græða á næstu 10 árum. Jafnframt fagnaði þingið þeim markmiðum, sem á er bent í rit- inu „Gróðurvernd - markmið og leiðir“, sem gefið er út af land- búnaðarráðuneytinu, Land- græðslunni og Skógræktinni og hvetur til þess, að fjárveitingar til Leiðrétting Þau mistök urðu við birtingu minningargreinar um Jafet Ott- ósson hér í blaðinu í gær að niður féll nafn annarrar systur hans, Margrétar. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. landgræðslu verði verulega auknar. í ályktun Búnaðarþings segir að öðru leyti: „Breyttir bú- skaparhættir, sem byggjast á ræktun og hagabótum í heima- löndum, m.a. með tilstyrk jarð- ræktarlaga, hafa minnkað beitarálag á viðkvæm gróðurlönd til fjalla. Víða er gróðurþekja landsins að styrkjast af þessum ástæðum. Ræktun á bújörðum og ákveðnum afréttarsvæðum hafa opnað leið að samkomulagi milli bænda og Landgræðslu ríkisins um uppgræðslu og friðun á við- kvæmum gróðurlendum. Á þess- um grundvelli ber að vinna að gróðurverndarmálum áfram. Búnaðarþing skorar á sveitar- stjórnir og bændur landsins að ganga til liðs við þessi markmið með því að vernda þau svæði, sem Landgræðsla ríkisins og rétt- bærir aðilar í héraði telja vera með viðkvæmt gróðurríki og í hættu af völdum uppblásturs eða annarrar gróðureyðingar." -mhg Baráttan við Kontra Ríkisstjórnin sem komst til valda 1979 kom á víðtækum lýð- ræðisumbótum, steig fyrstu skrefin til að uppræta kúgun kvenna, deildi út jarðnæði til bænda, hófst handa um að af- nema misrétti gagnvart frum- byggjum og svörtum íbúum Atl- antshafstrandarinnar. Stjórn FSLN bast strax sterk- um böndum við byltingarsinna á Kúbu, Grenada, E1 Salvador, Suður-Afríku og Burkina Faso. Nýjum her, lögreglu og varnar- sveitum var komið á fót. Ríkis- stjórnin studdi fjöldahreyfingu til þess að verja fullveldi landsins og ávinninga byltingarinnar. Sig- urinn yfir kontrunum bauð uppá tækifæri til þess að hafa forystu fyrir verkafólki og bændum í bar- áttu fyrir afnámi ríkjandi eignaaf- stæðna kapítalistanna, sem voru ósnortnar í Nicaragua. Þúsundir ungmenna er tekið höfðu þátt í stríðinu voru reiðu- búnar. Þess í stað tók ríkisstjórn FSLN upp pólistíska og efna- hagslega stefnu er grundvallaðist á því að afstæður hins kapitalíska markaðar væru ósnertar um ná- komna framtíð. Félagslegt mis- rétti jókst. Stéttarmeðvitund, sjálfsöryggi og skipulagningu verkafólks og smábænda hnign- aði. Motmælum afskiptum Bandaríkjanna Unga baráttufólkið er hafði sigrast á kontrunum sundraðist. Baráttuþrek og völd verkalýðsfé- laga minnkuðu. Fátækir smá- bændur höfðu minna og minna að segja í bændasamtökum FSLN. FSLN varð að flokki er stílaði uppá kosningar. Alþýðan gat fylgst með, verið áhorfendur, ekki lengur þátttakendur. Mikið var lagt uppúr „þjóðareiningu", á kostnað lífskjara sem þurfti að bæta, á kostnað baráttu fyrir hærri tekjum, meira landi til handa þeim sem yrkja það, bar- áttu fyrir frjálsum fóstureyðing- um. Stjórnin gekk svo langt að skrifa undir samkomulag um frið í Mið-Ameríku, er byggði á því að FMLN, forystuafl fyrir þjóð- frelsisbaráttunni í E1 Salvador, legði niður vopn. En alþýða manna í Nicaragua á það skilið að við leggjum henni lið, ekki að við hörfum. Um allan heim hljótum við að mótmæla af- skiptum Bandaríkjanna af mál- efnum Nicaragua. Við stöndum gegn lygaherferðum eins og Morgunblaðið er farið af stað með þegar því er haldið fram að Sandinistaherinn sé aðalorsökin fyrir ófriði í landinu. Og að borg- arastéttin í Nicaragua hafi steypt Somozahyskinu af stóli. Og við mótmælum vaxandi ógnunum sem beint er gegn Kúbu og öðr- um löndum í þessum heimshluta! Gylfí Páll Hersir dvaldi í Nicaragua um tveggja mánaða skeið, haustið 1987. Hann skrifaði formála að bók- inni „Byltingin í Nicaragua, ræður og rit sandinista". Miövikudagur 21. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA :5 Makkað gegn lýðræði? Um síðustu helgi kom allstór hópur manna úr ýmsum flokkum á vinstri kantinum saman til fund- ar með fólki utan flokka sinna og ákvað að stofna til framboðs gegn íhaldi og eigin flokkum við borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Þetta er gert í þeim alkunna til- gangi að sameina vinstri menn og er aðferðin alþekkt þótt árangur- inn hafi oftast verið grátlega rýr. Alþýðublaðið í gær er að von- um ánægt með þetta framtak, enda mun til þess stofnað til að koma í veg fyrir að Alþýðu- flokksmenn „lufsist sáróá- nægðir“ í fullkomnu tilgangsleysi að kjörborðinu í því hraksmánar- lega skyni að kjósa „félaga Bjarna“, svo farið sé í smiðju til formanns Alþýðuflokksins frá því fyrr í vetur. Leiðari blaðsins nefnist „Lýðræði gegn flokks- ræði“. Þar segir m.a.: „Frumkvæði Alþýðuflokksfél- aganna í Reykjavík hefur nú skilað sér. Nýr vettvangur hefur verið stofnaður á fjölmennum fundi um helgina. Nýtt, lýðræðis- legt og þverpólitískt afl hefur fæðst í Reykjavík; stjómmálaafl sem teflir lýðræði gegn flokks- ræði. Það er aðdáunarvert að flokksfólk úr ýmsum flokkum og stjórnmálahreyfingum hefur ákveðið að standa saman að sam- eiginlegu og opnu prófkjöri og hafa hugsjónir ofar síngirni. Þannig hefur borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins stutt hið nýja framboð af alefli. Kristín Á. Ól- afsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins hefur gefið kost á sér til prófkjörs hjá hinum nýja vettvangi.“ Leiðarahöfundurinn er vafa- laust í góðri trú um að nú sé stofn- að til samtaka gegn því lýðræðis- fjandsamlega fyrirbæri sem heitir stjórnmálaflokkar og hafa lengst af verið taldir hornsteinar lýð- ræðis í fjölflokkaþjóðfélagi. En á sama tíma sat Jón Daníelsson blaðamaður handan við vegginn, sýnilega vel kunnugur í þeim samtökum sem beita „lýðræði gegn flokksræði“, og skrifaði aðra grein sem líka birtist í Al- þýðublaðinu í gær. Hann segir: „Þótt prófkjörið sé öllum opið, þýðir það ekki að þær fylkingar sem að framboðinu standa vilji ekki hafa áhrif á það hvernig list- inn kemur til með að líta út. Útlit listans er meira að segja verulega viðkvæmt mál vegna þess að ekki er um venjulegt flokksprófkjör að ræða. Af þessum sökum verð- ur trúlega reynt að ná einhverju samkomulagi, - vissulega óform- legu, - um það hvemig skuli kjósa. Verði þátttaka í prófkjörinu mjög lítil er á hinn bóginn hægt að hugsa sér að fyrirfram um- samin úrslit gætu raskast vegna þess að innan annars hvors armsins verði á síðustu stundu tekin ákvörðun um að rjúfa samkomulagið." Jón telur að vísu að uppsögn á samningi „um fyrir- fram umsamin úrslit“ sé heldur ólíkleg þar sem viðsemjendur átti sig á að framboðslistinn þurfi „að vera þannig úr garði gerður að hann geti fengið atkvæði úr a.m.k. þremur áttum: Frá Al- þýðuflokksfólki, frá Birtingarf- ólki og frá óháðum kjósendum." Kemur sjálfsagt fáum á óvart að aðstandendur lista vilji hafa hann þannig að þeir séu a.m.k sjálfir reiðubúnir að kjósa hann. Og áfram heldur Jón Daníels- son: „Ef gengið er út frá því að Ólína Þorvarðardóttir nái kjöri í fyrsta sætið, stendur baráttan um annað sætið milli Bjarna P. Magnússonar og Kristínar Á. Ól- afsdóttur. Á næstu dögum verður væntanlega reynt að ná óform- legu samkomulagi milli Alþýðu- flokksmanna og Birtingarfólks- ins um annað og þriðja sætið.“ Og síðar segir hann: „Eins og mál standa nú virðist allt eins geta komið til greina að ekkert sam- komulag verði gert um 2. og 3. sæti listans, heldur verði Kristín óg Bjarni einfaldlega látin slást um annað sætið. Verði niðurstað- an þessi gæti þó komið til greina að samið verði um það að þeir sem kjósa Kristínu í 2. sætið kjósi Bjarna í það þriðja og öfugt.“ Þetta þykja Þrándi merkar vangaveltur um vinnubrögð þess fólks sem „hefur ákveðið að standa saman að sameiginlegu og opnu prófkjöri og hafa hugsjónir ofar síngimi.“ Gangi lýsingar Jóns Daníelssonar eftir verður ekki betur séð en að á Nýjum vettvangi sé lýðræðið orðið að samningum um fyrirfram gefnar niðurstöður í prófkjöri sem á að vera öllum opið, og hugsjónir að pólitískum slagsmálum þar sem keppendur í toppbaráttu hafa samið um að leið annarra upp á verðlaunapallinn sé lokuð. Hefði kannski farið betur á því að leiðarinn héti „Makkað gegn lýðræði“? - Þrándur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.