Þjóðviljinn - 21.03.1990, Síða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1990, Síða 6
ERLENDAR FRETTIR Evstrasaltsríkin Valdbeiting útilokuð Eduard Sévardnadze utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna sagði í gær að sovésk stjórnvöld myndu ekki beita hervaldi til að bæla nið- ur sjálfstæðishreyfingu í Eystras- altsríkjum Sovétríkjanna. Sévardnadze lýsti þessu yfir á blaðamannafundi áður en hann ræddi við James Baker utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna í Wind- hök höfuðborg Namibíu þar sem þeir eru báðir staddir til að taka þátt í hátíðahöldum í tilefni af sjálfstæðistöku ríkisins. Sévardnadze sagðist ekki vita til þess að neinar óvenjulegar hernaðaraðgerðir stæðu yfir í Lit- háen í kjölfar fyrirskipunar Gor- batsjovs að Litháar taki aftur sjálfstæðisyfirlýsingu sína. Sévar- dnadze sagði að sovéskar her- sveitir væru alltaf í Litháen og neitaði fréttum um að liðsauki hefði verið sendur til ríkisins. Vytautas Landsbergis þjóðar- leiðtogi Litháa sagði hins vegar í gær að sovésk stjórnvöld hefðu hert öryggisgæslu við kjarnorku- ver í Litháen og aðra hernaðar- lega mikilvæga staði. Gorbatsjov fyrirskipaði á mánudag aðgerðir með það fyrir augum að fá Litháa til að draga sjálfstæðisyfirlýsingu sína til baka. Þá var útrunninn þriggja daga frestur sem hann hafði gefið litháenskum stjórnvöldum til að fylgja ákvörðun sovéska fulltrúa- þingsins sem lýsti sjálfstæðisyfir- lýsinguna ólöglega. Ekki er ljóst með hvaða hætti Gorbatsjov hyggst þvinga Litháa til að draga einhliða sjálfstæðisyf- irlýsingu sína til baka úr því að Sovétmenn hafa útilokað notkun hervalds. Bush Bandaríkjaforseti lét í gær í ljós þá skoðun að Sovét- menn myndu standa við orð sín um að beita ekki valdi í Litháen. Talið er Gorbatsjov vilji með viðbrögðum sínum koma í veg fyrir að Lettar og Eistar feti í fót- spor Litháa. Sjálfstæðishreyfing Lettlands er sögð hafa unnið stór- sigur í þingkosningum til lett- lenska þingsins á sunnudag en enn er ekki ljóst hvort hún nær tveimur þriðju hluta þingsæta sem þarf til að breyta stjórnar- skránni. Tass-fréttastofan skýrði frá því í gær að Gorbatjsov hefði hitt þrjá æðstu leiðtoga Letta og rætt við þá um breytingar á stjórn- skipan Sovétríicjanna í átt til laustengds ríkjasambands. Gorbatsjov hefur neitað að semja við litháenska leiðtoga á grundvelli sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra. Hann hefur hins vegar látið í ljós vilja til óformlegra við- ræðna við þá. Reuter/rb Þjóðfrelsi Namibía sjálfstætt ríki Namibía fékk sjálfstæði á mið- nætti eftir 75 ár undir stjórn Suður-Afríku. Mikill fögnuður ríkir í Namibíu vegna sjálfstæðis- ins. Þjóðarleiðtogar hvaðanæva að komu til Windhök höfuðborgar Namibíu í gær til að taka þátt í hátíðarhöldunum og vera við- staddir þegar Sam Nujoma leið- togi Alþýðusamtaka Suðvestur- Afríku, SWAPO, tekur við emb- ætti sem forseti hins nýfrjálsa ríkis. Tékkóslóvakía Auglýsinga- útvarp á frönsku Fyrsta útvarpsstöðin í Tékkó- slóvakíu, sem byggir tekjur sínar eingöngu á auglýsingum, hóf út- sendingar í gær á frönsku. Utvarpsstöðin Evrópa plús er rekin sameiginlega af frönsku út- varpsstöðinni Evrópa 1 og tékk- neska ríkisútvarpinu. Hún út- varpar léttri tónlist, fréttum og auglýsingum. Til að byrja með endurútsendir hún dagskrá frönsku stöðvarinn- ar sem send er með gervihnetti til Prag. Stefnt er að því að hefja útsendingar á tékknesku 1. maí næstkomandi en tónlistardag- skráin kemur eftir sem áður frá Frakklandi. Ákveðið var að hefja starfsemi stöðvarinnar í gær í tilefni af fyrstu opinberu heimsókn Václ- avs Havels forseta Tékkóslóvak- íu til Frakklands. Reuter/rb T'......... / : \ Góóar veislurenda vel! Eftir einn -ei aki neinn UUMFERÐAR RÁO SWAPO barðist í 23 ár skæru- hernaði gegn yfirráðum Suður- Afríkumanna sem fengu yfirráð yfir Namibíu í kjölfar ósigurs Þjóðverja í heimsstyrjöldinni fyrri. Þjóðverjar lögðu Suðvestur- Afríku upphaflega undir sig árið 1884 og stofnuðu þar nýlendu. Þjóðabandalagið veitti Suður- Afríkumönnum umboð til að fara með stjórn Suðvestur-Afríku árið 1920. Sameinuðu þjóðirnar endurnýjuðu umboðið árið 1946. SWAPO hóf skæruhemað sinn fyrir sjálfstæði ríkisins árið 1966 sama ár og Sameinuðu þjóðimar sviptu Suður-Afríkumenn um- boði til að stjórna því. Nafni ríkisins var breytt í Namibíu árið 1968 og árið 1971 dæmdi Al- þjóðadómstóllinn yfirráð Suður- Afríkumanna ólögleg. Það var samt ekki fyrr en í des- ember 1988 að stjórnvöld í Suður-Afríku féllust á áætlun um að veita Namibíu sjálfstæði gegn því að Kúbumenn kölluðu heim 50 þúsund manna herlið frá Ang- ólu. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna sáu um framkvæmd samkomulagsins og höfðu yfir- umsjón með fyrstu frjálsu kosn- ingunum í Namibíu í nóvember síðastliðnum. SWAPO vann þá hreinan meirihluta á þingi. Reuter/rb Namibíukona sýnir fána hins nýfrjálsa lýðræðisríkis, Namibíu, sem fékk fullt sjálfstæði á miðnætti. Þjóðernisátök Rúmenar og Ungverjar slást Um tvö þúsund Rúmenar vopn- aðir sigðum og lurkum réðust á fimm þúsund manna hóp ung- verskra mótmælenda sem hafði lagt undir sig bæði ráðhúsið og ráðhústorg í bænum Tirgu Mures í Transylvaníu í Rúmeníu. Að minnsta kosti einn maður lést og sextíu særðust. -Ungverjarnir voru að mót- mæla ofsóknum rúmenskra þjóð- ernissinna á hendur þjóðernis- hreyfingu Ungverja í bænum. Þetta eru hörðustu átök milli Rúmena og ungverska þjóðar- brotsins í Rúmeníu síðan stjórn kommúnista var steypt í desemb- er. Lögregla blandaði sér ekki í átökin og horfði aðgerðarlaus á þegar rúmensku þjóðernissinn- arnir ráku þá ungversku burt af torginu með barsmíðum. Mikil og vaxandi spenna hefur verið á milli Rúmena og ungver- ska þjóðarbrotsins í Rúmeníu sem telur um tvær miljónir manna. Rúmenskir þjóðernis- sinnar óttast að Ungverjar krefj- ist sjálfstæðis Transilvaníu sem er auðugasti hluti Rúmeníu. Reuter/rb Evrópubandalagið Malta vill aðild Eddie Fenech Adami forsætis- ráðherra Möltu sagði í gær að Malta myndi sækja formlega um aðild að Evrópubandalaginu. Adami sagði á fréttamanna- fundi að hann teldi að það hefðu verið mistök að Malta skyldi ekki hafa sótt um aðild að banda- laginu fyrr. Það væri andstætt hagsmunum eyríkisins að vera áfram utan Evrópubandalagsins í ljósi þróunarinnar í Austur- Evrópu. Hann sagði að Malta uppfyllti öll nauðsynleg skilyrði fyrir aðild að Evrópubandalaginu. Hann gæti ekki séð hvernig bandalagið gæti hafnað umsókn þaðan. Reuter/rb Umhverfismál Alþjóðleg soipnýting Nokkur af þekktustu risafyrir- tækjum heims hafa tekið höndum saman um stofnun alþjóðafyrir- tækis í Belgíu til að endurnýta umbúðir utan af söluvörum sín- um. Meðal þeirra fyrirtækja, sem taka þátt í stofnun endurnýt- ingarfyrirtækisins, má nefna gos- drykkjafyrirtækin Coca-Cola og Pepsi-Cola, bjórframleiðandann Heineken, svissneska matvælaf- yrirtækið Nestle, franska snyrti- vöruframleiðandann L'Oreal, þvottaefnisframleiðandinn Proc- ter and Gamle, og breski matvæla- og gosframleiðandinn Cadbury Schweppes. Forsvarsmenn endurvinnslu- fyrirtækisins segja að markmið þess sé að sýna fram á hvernig hægt sé að endurnýta gler, plast, pappírogönnurefni. Jean Gand- ois forstjóri fyrirtækisins segir að hefðbundnar aðferðir við að losa sig við sorp með því að grafa það eða brenna sé geti ekki gengið lengur. Gandois áætlar að einungis um tvö til sjö prósent af sorpi frá heimilum í Evrópu séu endur- nýtt. Fyrirtækið hafi sett sér að sýna hvernig hægt sé að auka þetta hlutfall. Reuter/rb Pólland Fjölmiðla- risa splundrað Pólska stjórnin hefur ákveðið að leysa upp Ijölmiðlahring kommúnista sem boðaði opin- bera stefnu kommúnista ára- tugum saman. Málgagn stjórnarinnar, Rzeczpospolita, sagði í gær að ákvörðun um að leggja niður fjöl- miðlafyrirtækið RSW hefði verið tekin eftir að samningaviðræður við Sósíaldemókrataflokkinn runnu út í sandinn. Sósíaldem- ókrataflokkurinn erfði yfirráð yfir RSW þegar kommúnista- flokkurinn var lagður niður. RSW gefur út 44 dagblöð, 30 vikurit og 86 önnur tímarit auk þess sem það rekur þrjú bóka- forlög, 21 prentsmiðju og hefur einokun á blaðadreifingu. Pólska stjórnin var reiðubúin að leyfa Sósíaldemókrataflokkn- um að halda fimm dagblöðum, einu vikuriti, einu mánaðarriti og prentsmiðju. En flokkurinn krafðist áframhaldandi yfirráða yfir 40 prósentum af eignum RSW. Pólska þingið verður að sam- þykkja ákvörðun stjórnarinnar. Reuter/rb Hlýjasti vetur sögunnar Pólska veðurstofan segir að þessi vetur hafi verið sá hlýjasti sem um getur frá því að hita- stigsmælingar hófust í Póllandi árið 1779. Meðalhitinn í Varsj á hefur ver- ið 2,7 stig á Celsíus en í venjulegu árferði er hitinn langt undir frost- marki. Enginn mánuður var með meðalhita undir frostmarki í vet- ur. Reuter/rb 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.