Þjóðviljinn - 21.03.1990, Síða 11

Þjóðviljinn - 21.03.1990, Síða 11
LESANDI VIKUNNAR Bjartmar Guðlaugsson skáld með gítar. Mynd Jim Smart Hvað ertu að gera núna? Eins og er er ég að hella upp á könnuna handa okkur og ná átt- um svo þetta viðtal lukkist vel. Skáldgyðjan er búin að halda mér í transi síðan um áramót og ég er búinn að semja mikið. Á næst- unni verð ég á tónleikaferðalagi um landið og það krefst talsverðs undirbúnings. Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Fyrir 10 árum bjó ég austur á Seyðisfirði og vann við að mála hús. Hvað gerirðu helst í frístund- um? Þetta er allt eitt og það sama hjá mér vinnan og frístundaiðjan, að semja lög og ljóð. Segðu mér frá bókinni sem þú I DAG Það færi mér illa að vera hreinn og tær ert að lesa núna. Ég les talsvert af kiljum núorð- ið; Obærilegur léttleiki tilverunn- ar eftir Milan Kundera, Mín káta angist eftir Guðmund Andra Thorsson og svo er ég að rifj a upp Guðberg Bergsson með því að lesa Hermann og Dídí. Ég held mikið upp á Guðberg og finnst hann einn af okkar bestu rithöf- undum. Hver er uppáhaldsbarnabókin þín? Þegar ég var strákur las afi minn húslestur á kvöldin og þá voru fullorðinsbækur einnig bækur okkar krakkanna. Ég held að ég haldi mest upp á Sálminn um blómið eftir Þórberg Þórðar- son. Við vorum eiginlega alin upp í guðlegri dýrkun á Þórbergi. Hvers minnistu helst úr Biblí- unni? Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, þetta finnst mér góður frasi hjá Jesú vini mínum. Segðu mér af ferðum þínum í leik- og kvikmyndahús í vetur. Ég er eiginlega alltof upptek- inn af eigin hugðarefnum til að geta tekið inn mikið af því sem aðrir eru að gera. Hef ekki komið í kvikmyndahús í tæp þrjú ár og ekki farið í leikhús í vetur. Lestu gagnrýni um t.d. bœkur og leiklist í blöðum? Já, ég les gagnrýni en fer alls ekki eftir henni. Oft á tíðum finnst mér hún algjörlega á skjön við það sem mér finnst sjálfum. Kúltúrinn hjá okkur er allt að því úrkynjaður á sumum sviðum, t.d. finnst mér oft verið að hampa kolröngu fólki og þau sem virki- lega eru efnileg fá lítið að njóta sín. Fylgistu með einhverjum ákveðnum dagskrárliðum í út- varpi og sjónvarpi? Já, það geri ég. Ég fylgist með öllum fréttatímum og má svo alls ekki missa af snillingunum í 90 á Stöðinni. Það er mikið tekið upp fyrir mig þegar ég er að heiman sem ég horfi svo á þegar ég hef tíma. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum hefur það farið eftir því hvar ég hef búið á landinu, en ég hef alltaf kosið sama flokkinn í alþingiskosningum þangað til í síðustu kosningum. Ertu ánægður með frammi- stöðu þess flokks sem þú kaust síðast? Það er annar flokkur sem ég vildi kjósa, en ég var og er mjög óánægður með frammistöðu hans og kaus Kvennalistann í staðinn. Ég er hins vegar ánægður með frammistöðu þeirra og finnst þær trúar málstað sínum. Eru til hugrakkir stjórnmála- menn og konur? Já, þær eru til. Það er alveg lygilegt hvað þeir sýna mikið hug- rekki þegar þeir þurfa að hygla sínu fólki og búa í haginn fyrir sjálfa sig. Eg dáist að þeim og hvað þeir hafa mikið úthald í þetta. Viltu nafngreina þá? Nei. Er landið okkar varið land eða hernumið? Landið okkar er hernumið. Ég skil ekki af hverju við látum bjóða okkur þetta og það er okk- ur til skammar að hafa ekki kom- ið þessum smánarbletti af þjóð- inni að hafa þetta lið suður á Miðnesheiði. Aðstæður hafa breyst mikið í heiminum undan- farin ár og viðhorf til hernaðar- umsvifa. Nú er allt að þróast á b'-tri veg í Evrópu að því er virð- ist, en á sama tíma eru umsvif Bandaríkjahers aukin hér með fleiri ratsjárstöðvum og jafnvel talað um varaflugvöll. Þessir sömu stjórnmálamenn okkar sem samþykkja þessi auknu umsvif eru svo þarna úti og fylgjast með, meira að segja hjalandi um frið á jörðu. Mér finnst þetta lýsa van- þroska. Eiga hugtökin hægri-vinstri rétt á sér í íslenskum stjórnmálum í dag? Nú á dögum get ég ekki gert greinarmun á hægri og vinstri í stjórnmálum. Miklar breytingar eiga sér nú stað austantjalds, hverjar gœtu breytingar orðið til hins betra hér? Mér virðist ekki vera lýðræði lengur, a.m.k. ekki eins og ég túlka lýðræði. íslenskur verka- lýður kýs þá sem hann heldur að séu málsvarar hans, en raunin er önnur. Þegar þessir menn koma á þing virðast þeir gleyma sér í eigin bitlingasöfnun og sjálfum- gleði. Það er til fátækt á Islandi í dag þó svo hún sjáist ekki eins og áður. Munurinn er sá að fátæktin er betur klædd í dag, hún er í fínni fötum. En hún er jafn eitruð og mannskemmandi og þegar menn báru hana utan á sér. Þegar múr- arnir falla annars staðar þá skulu þeir vera að reisa þá hérna, móti allri heilbrigðri skynsemi. Þetta eru óttalegar subbur. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Ég velti því aldrei fyrir mér, og finnst það skiljanlegt og sjálfsagt að eitthvað sé í fari mínu sem menn geta ekki sætt sig við. Ég myndi ekki vilja vera í þeirri að- stöðu að vera svo tær að það væri ekki hægt að finna eitthvað að mér. Ég held það færi mér af- skaplega illa að vera tær og hreinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mér finnst allur íslenskur matur góður og ég er mest fyrir einfaldan mat. Eg get orðið trylltur af gleði ef mér er boðið upp á saltkjöt og soðkökur, að ég tali nú ekki um svið. Svo á ég hákarl heima. Hvar mundirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? Hvergi iiokkurs staðar. Hvernig finnst þér þœgilegast að ferðast? Með flugi. Hvert langar þig helst til að ferðast? Ég er á stanslausu ferðalagi innanlands. Það er skemmtilegt' að kynnast landinu og fólkinu og mér líður vel úti á landsbyggð- inni, ég þekki orðið svo vel til þar. Hins vegar finnst mér alltaf gaman að koma til Kaupmanna- hafnar og ef ég yrði að búa annars staðar en á íslandi veldi ég hana. En í svipinn man ég ekki eftir neinu landi eða stað sem mig langar til að heimsækja öðrum fremur. Hvaða bresti landans áttu erfið- ast með að þola? Ég þoli Islendinga afskaplega vel. En hvaða kosti íslendinga metur þú mest? Við erum öll læs og skrifandi, það er kostur. Þegar landamæri heimsins eru útmáð eru málin sem við tölum einu landamærin. Þannig að landamæraverðir framtíðarinnar verða þeir sem eru læsir og skrifandi. Við getum hætt að hafa minnimáttarkennd gagnvart útlendingum. Við þurf- um ekki að skammast okkar fyrir landið okkar, því síður málið, ljóðin og sögurnar, heldur leggja rækt við allt saman. Þá verðum við framúrskarandi landamæra- verðir. Ég veit að þú hefur skoðanir á umhverfisvernd og sinnuleysi ráðamanna og fjölmiðla. Já, ég er forundrandi á því hvað íslenskir ráðamenn eru seinir að kveikja á perunni gagnvart því að umhverfismál eru pólitík og hvað fjölmiðlar hafa sinnt umhverfismálum lítið hing- að til. Ef fjölmiðlar sinntu þessu væri aldrei gúrkutíð hjá þeim. ís- lenskir ráðamenn skildu í lof- ræðum sínum um land og þjóð fara varlega í að tala um ísland og umhverfi þess sem ómengaða paradís í drullugum heimi, því svo er ekki þegar betur er að gáð. Ég fagna auðvitað stofnun um- hverfisráðuneytis eftir 18 ára þóf, en ef Júlíus Sólnes hefði gert sér grein fyrir því hve hafið í kring um landið er orðið mengað og fullt af eiturefnum, hvort heldur er á miðum, inni í fjörðum eða fjörum, þá hefði hann sennilega keypt sér kafbát með skíðagrind. Guðrún Þioðviliinn FYRIR50ÁRUM „Þegar ég kom hingað til borgar- innar fyrir nokkrum vikum sá ég mjög einkennilegt fyrirbrigði í byggingarlist. Við austurenda Landsbankahússins hefur verið byggðureins konarskápur, sem tengir saman Landsbankann og Ingólfshvol. Þessi nýja bygging ber þess ótvírætt vitni, hvað þeir húsameistarar er hér hafa ráðið, standa á lágu stigi í list sinni... Ferðamaður 21.mars Miðvikudagur. Benediktsmessa. 80.dagurársins. Sólarupprásí Reykjavík kl. 7.26,-sólarlag kl. 19.46. Viöburöir 1974: Umsjónarmenn hreyfing- arinnar „Varið land“ afhenda undirskriftir 55 þús. íslendinga með ósk um áframhaldandi her - setu. Hnfsan er að koma upp að landinu og gráendurfara að vitja varpstöðvanna. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 16. til 22. mars er í Ingólfs Apóteki og Lyfjabergi. Fyrrnefnda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22 til 9 (til 10 fridaga). Siðarnefnda apótekiö er opið á kvöldin 18 til 22 virk daga og á laugardögum 9 til 22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík.............sími 1 11 66 Kópavogur.............sími 4 12 00 Seltjarnarnes.........sími 1 84 55 Hafnarfjörður .......sími 5 11 66 Garðabær..............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík.............sími 1 11 00 Kópavogur.............sími 1 11 00 Seltjarnarnes.........sími 1 11 00 Hafnarfjörður .......sími 5 11 00 Garðabær..............simi 5 11 00 LÆKNAR Læknavaktfyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes, og Kópavog er i Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til kl. 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, síma- ráðleggingar og timapantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- þjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspítal- inn: Göngudeildin er opin kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt sími65666, upplýsingar um vaktlækna sími51100. Akureyri: Dagvakt kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni sími: 23222, hjá slökkviiið- inu sími 22222. hjá Akureyrar Apóteki sími 22445. Farsími vaktlæknis 985- 23221. Keflavík: Dagvakt. Uppjýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna sími 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar. Landspítalinn: Alla daga 15 til 16 og 19 til 20. Borgarspítal- Inn: Virka daga 18:30 til 19:30, um helg- ar 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæð- ingardeild Landspitalans: 15 til 16. Feðratími 19.30 til 20.30. Öldrunar- lækningadeild Landspitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14 til 20 og eftirsamkomu lagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga16til 19, helgar 14 til 19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstig opin alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.30. Landakotsspítali: Alladaga 15 til 16og 18.30til 19. Barndeild: Heimsóknirann- arra en foreldra kl. 16 til 17 daglega. St.Jósefsspítali Hafnarfirði: Alladaga 15 til 16 og 19 til 19.30. Kleppsspftal- inn: Alladaga 15 til 16og 18.30 til 19. Vestmannaeyjum: Alla virka daga 15 til 16 og 19 til 19.30. Sjúkrahús Akra- ness: Alladaga 15.30 til 16og 19til 19.30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alladaga 15til16og 19.30 til 20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35. Sími:622266, opið allan sólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræði- legum efnum. Sími: 687075. MS-fálagið, Álandi 13. Opið virkadaga frá kl. 8 til 17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöf in Hlaðvarpanum Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga 13.30 til 15.30 og kl. 20 til 22, simi 21500, símsvari. Sjálfshjálparhóparþeirra, sem orðið hafafyrir sifjaspellum, sími 21500, sím- svari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúlrunarfræð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiðfyrirnauðgun. Samtökin 78.Svaraðeríupplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91 -28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:sími: 27311. Rafmagnsveita bilanavaktsimi: 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, sími: 652936. Vlnnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260 allavirkadagakl. 13til 17. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema.erveittísímal 1012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabbameinssjúklinga og aðstandendur, þeirra á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 -2240 alla virka daga. GENGIÐ 20. mars 1990 Bandaríkjadollar........... 61,1200 Sterlingspund................ 98,99900 Kanadadollar.............. 51,83000 Dönsk króna................... 9,45760 Norsk króna................... 9,31850 Sænsk króna.................. 9,97060. Finnskt mark................. 15,27430 Franskur franki.............. 10,72000 Belgískur franki.............. 1,74270 Svissneskur franki........... 40,49560 Hollenskt gyllini............ 32,17270 Vesturþýskt mark............. 36,24610 (tölsk lira................... 0,04902 Austurriskur sch.............. 5,15020 Portúg. escudo................ 0,40830 Spánskur peseti............... 0,56370 Japanskt jen.................. 0,39753 (rskt pund................... 96,40800 KROSSGATA 7 Z1 11 ; 'i: . '■ r^~r LIlŒElXltj Lárétt: 1 lof4hnoða6 kona 7 bleyta 9 frjáls 12 ávöxtur 14 slóttug 15 mánuður16hindra 19 nagla 20 kvæði 21 inn- heimti Lóðrétt: 2 sefa 3 sæði 4 styrki 5 fataefni 7 blautast 8 brún 10 lykt- aði 11 viturri 13 blett 17 kerald 18 svefn Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 sukk4stoð6 art7spöl9ótta12stela 14lek15kös16renna 19svað 20 espa21 raust Lóðrétt:2upp3kalt4 stól5oft7sálast8 Öskrar10takast11 austan13enn17eða 18nes. Miðvikudagur 21. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.