Þjóðviljinn - 21.03.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.03.1990, Blaðsíða 12
■SPURNINGIN- Óttastu jarðskjálfta? Jana Thorarensen nemi: Nei, þaö geri ég ekki. Það er eng- in ástæða til að óttast þó að einn og einn sjálfti komi annað slagið sem er nú ekki oft. Sigursveinn Agnarsson trésmiður: Nei, alls ekki. Ég sé enga ástæðu til þess þar sem ég bý í traustu og sterkbyggðu húsi. Haraidur Bjarnason greiðabílstjóri: Nei, það er engin ástæða til að óttast. Það er allt svo traust og vel byggt hérlendis að okkur er tjáð. Kolbrún Guðmundsdóttir barnfóstra: Nei, það geri ég ekki. Þessir kipp- ir sem hafa komið eru þess eðlis að það er engin ástæða til að óttast. Auður Magnúsdóttir nemi: Nei, alls ekki. Hérna koma ekki það stórir og kröftugir skjálftar að það sé ástæða til óttast eitt né neitt. þlÓÐVIUINN Miðvikudagur 21. mars 1990. 55. tölublað 55. árgangur SiMI 681333 SÍMFAX 681935 Listafélag Menntaskólans við Hamrahlíð gekkst fyrir tónleikum með bresku hljómsveitinni Happy Mondays í samvinnu við hljómplötuút- gáfuna Geisla. íslenska súpergrúppan Risaeðlan hitaði upp áheyrendur í Hátíðarsal MH og fengu aðdáendur sveitarinnar loksins að heyra nýtt efni frá eðlunni sem verður á væntanlegri breiðskífu sem hljómsveitin sendir frá sér þann 23. apríl. Nýju lögin voru öll hin forvitnilegustu og samleikur þeirra Möggu og Dóru hefur tekið út mikinn og góðan þroska. Þær stöllur eru tvímælalaust eitt það fersk- asta sem er að gerast í rokkinu í dag og þær eru vel studdar af strákunum í bandinu sem eiga líka skildar rósir í sín hnappagöt. Happy Mondays sýndi góðan leik en sviðsframkoman var ekki jafn fjörug og hjá Risaeðlunni ef frá eru talin látalæti dansara hljómsveitarinnar hans Bez. Bretarnir tóku flest sinna bestu laga við góðar undirtektir tónleika- gesta sem voru á bilinu 6-700. Hátíðarsalur MH er ágætur tónleika- staður en undirrituðum þótti alger óþarfi að leita á fullorðnum tónl- eikagestum að áfengi, eins og um unglinga í félagsmiðstöð væri að ræða. En eins og meistari Megas sagði í þessum sama sal fyrir allt of mörgum árum: „Þetta er skóli, þið vitið það“. Á þessari mynd sem Kristinn, útsendari Þjóðviljans, tók á tónleikunum, sést Bez í miðri sveiflu. -hmp Geimfréttir Gölluð geimstöð Starfsmenn bandarísku geim- rannsóknastofnunarinnar NASA hafa komist að því ati al- varlegir gallar eru á hönnun geimstöðvarinnar Frelsis sem Bandaríkjamenn hyggjast byggja Bandaríkjamenn senda á loft í næsta mánuði öflugasta og fullkomnasta geimsjónauka sem jarðarbúar hafa smíðað. Með honum ætla þcir að skoða fjar- lægar stjörnur í von um að flnna merki um upphaf heimsins og njósna um líf á öðrum hnöttum. Sjónaukanum verður skotið á loft 12. apríl með bandarísku geimferjunni Discovery frá Can- averalhöfða í Florída. Hann er 13 metra langur og tíu tonn á þyngd. Smíði hans, sem hófst fyrir þrettán árum, er árangur sam- starfs bandarískra og evrópskra geimvísindamanna. Byrjað verður að taka við myndum og upplýsingum frá sjónaukanum þremur mánuðum síðar. Þá líta menn væntanlega fyrsta sinn augum ótal stjarn- fræðileg fyrirbæri í allt að tíu milj- arða ijósára fjarlægð frá jörðinni að sögn sérfræðinga. Leonard Fisk vísindamaður á næstu árum í samvinnu við aðr- ar vestrænar þjóðir. Dagblaðið New York Times hefur eftir embættismönnum að verði geimstöðin byggð eftir nú- verandi teikningum megi búast hjá NASA geimvísindastofnun Bandaríkjanna segir að með til- komu þessa nýja sjónauka opnist bókstaflega nýtt tímabil í stjarn- fræðirannsóknum. William Jefferys stjarnfræð- ingur við Texasháskóla, sem hef- ur unnið að þessu verkefni, segir að rannsóknir á myndum frá sjónaukanum geti varpað ljósi á tilveru reikistjarna í öðrum sól- kerfum og hvort þar séu lífsskil- yrði. Sjónaukinn gengur undir nafn- inu Hubble í höfuðið á frægum bandarískum stjarnfræðingi Edwin Hubble sem setti fram kenninguna um stöðuga útþenslu alheimsins frá upphafi hans í stórahvelli. Áætlað er að smíði sjónaukans kosti samtals um 1,5 miljarða dollara þegar upp verður staðið. Rekstrarkostnaður við hann er áætlaður um 200 miljónir dollara á ári þau fimmtán ár sem búist er við að hann haldist á braut. við að hún fari að liðast í sundur áður en smíði hennar lýkur. Geimstöðin Frelsi kemur til með að verða 150 metrar á lengd og 290 tonn að þyngd. Heildar- kostnaður við smíði hennar er áætlaður um 30 miljarðar dollara (tæpir tvö þúsund miljarðar króna). Starfsmenn NASA komust að því með útreikningum í ársbyrjun að endurnýjun og viðgerðir á stöðinni yrðu að hefjast strax og lokið hefur verið við 60 til 70 prósent smíðinnar. Hönnunarkostnaður geim- stöðvarinnar er nú þegar kominn upp í 3,9 miljarða dollara. Á fjár- lögum Bandaríkjanna fyrir þetta ár er 1,8 miljörðum dollara ráð- stafað til undirbúningsvinnu fyrir Japanar urðu þriðja þjóð jarð- arkringlunnar til að senda geimfar í kringum tunglið á mánudag þegar geimfarið Hagor- omo fór umhverfls það í 16 þús- und kflómetra fjarlægð. Hagoromo dregur nafn af fjað- urham japanskrar þjóðsagna- veru. Það var sent á sporbaug umhverfis tunglið á sunnudags- kvöld frá móðurfari sem er á braut um jörðu. Markmið tunglferðarinnar er að rannsaka hvernig hægt er að stöðina og Bandaríkjastjórn hef- ur beðið um 2,5 miljarða dollara fjárveitingu til hennar á næsta ári. Sérfræðingar NASA segja að ef ekki verði gerðar breytingar á stöðinni megi búast við að geimfarar verði að vinna um 2.200 klukkustundir úti undir berum geimi við viðhald. Banda- rískir geimfarar hafa hingað til aðeins gengið um 400 klukku- stundir samtals úti í geimnum. Geimförum er sögð stafa mikil hætta af geimgeislum, loftsteina- regni og fljúgandi geimbraki. Endurskoðun á byggingu geimstöðvarinnar lýkur í júní og má þá búast við tillögum um breytingar á hönnun hennar. Reuter/rb nota aðdráttarsvið tunglsins til að landa geimförum á tunglinu eða sveifla þeim af stað til annarra reikistjarna. Einungis Bandaríkjamenn og Sovétmenn hafa sent geimför í kringum tunglið. Jarðarbúar sendu síðast far til tunglsins í ág- úst 1974 þegar ómannað sovéskt geimfar, Luna 24, lenti þar. Bandaríkjamenn urðu fyrstir til að senda geimfar framhjá tungl- inu 3. mars 1959. Reuter/rb Magnað geimauga Japanar fara tunglhring

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.