Þjóðviljinn - 27.03.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Álverið
Geröardómi
hafnað
Gylfi Ingvarsson: Ekki íokkar valdi hvort
eigendur álversins hœtta rekstri eða ekki. Til-
laga VSÍ um að vísa deilunni ígerðardóm ekki
tekin alvarlega
Afyrsta fundi samninganefndar
starfsmanna álversins og full-
trúa Vinnuveitendasambands ís-
lands með ríkissáttasemjara í
gær, lögðu vinnuveitendur fram
tiilögu um að vísa deilunni í gerð-
ardóm. Gylfi Ingvarsson yfir-
trúnaðarmaður álversins sagðist
ekki taka þessa tiliögu alvarlega,
hún hlyti að vera sett meira fram
sem stríðni en eitthvað annað.
Ríkissáttasemjari boðaði dei-
luaðila á annan fund á
fimmtudag.
Varðandi yfirlýsingu Jakobs
Möllers starfsmannastjóra ál-
versins um að álverinu kunni að
verða lokað komi til verkfalls,
sagði Gylfi að verkalýðsfélögin í
álverinu færu aðeins með kjara-
mál félagsmanna sinna en hefðu
engin áhrif á það hvort erlendur
auðhringur tæki ákvörðun um að
hætta starfsemi eða ekki. Hagn-
aður álversins hefði verið 1,5
miljarðar í fyrra og framleiðni
þar aldrei verið eins mikil og nú
og ef eigendurnir ætluðu að loka
við þær aðstæður og þegar til
stæði að semja um O-samninga,
hlyti eitthvað annað að ráða
þeirri ákvörðun en rekstraraf-
koma og kjarasamningar. Gylfi
sagði ummæli Jakobs því ekki
vera innlegg í umræðuna.
Gylfi ítrekaði að starfsmenn ál-
versins myndu aldrei sætta sig við
að samþykkja lækkun á launum
sínum áður en samið yrði upp á
núlllausn. Bæði vinnuveitendur
og Alþýðusambandið hefðu
skuldbundið sig til að semja á
þessum nótum og starfsmenn ál-
versins samþykkt það. „í
samkomulagi ASÍ og VSÍ var
gengið út frá því að aðrir semdu
ekki upp á meira en ekkert sam-
komulag var um að einstakir aðil-
ar ættu að lækka í launum, eins og
VSÍ gerir nú að sinni kröfu,“
sagði Gylfi Ingvarsson.
-hmp
Fiskvinnslufólk
Á móti kvótasölu
Fiskvinnslufólk innan Verkamannasam-
bandsins telur að tryggja þurfi betur en nú er
að kauptryggingarsamningurinn veiti verka-
fólki í fiskvinnslu atvinnuöryggi
Fiskvinnslufólk er mótfallið
hvers konar sölu á afiakvóta
skipa en fellst á að heimilt sé að
flytja aflaheimildir milli skipa
sömu útgerðar og milli skipa
innan sama byggðarlags.
Svo segir ma. í ályktun deildar
verkafólks í fiskvinnslu innan
Verkamannasambands íslands
sem samþykkt var einróma á ný-
afstaðinni ráðstefnu um málefni
fiskvinnslufólks sem haldin var
Siglingamálastofnun
ísfirðingar
eru bestir
Besta útkoman úr skyndi-
skoðun fiskiskipa árið 1989, bor-
ið saman eftir umdæmisnúmer-
um, var í skipum sem skráð voru í
ísafjarðarsýslum. Skoðuð voru
128 atriði í 15 skipum og í lagi
rcyndust vera 108 atriði eða
84,4%.
Á síðasta ári voru skyndi-
skoðuð alls 113 fiskiskip og voru
920 öryggisatriði í þessum
skipum. í lagi reyndust 722 atriði
eða 78,4% að meðaltali. Algeng-
ustu athugasemdir við öryggisatr-
iði voru varðandi loftinntök og
lokun þeirra. Þar á eftir komu
athugasemdir við brunaviðvöru-
narkerfi, björgunarnet, neyðarl-
ýsingu og útrennsli af þilfari. Þá
vantar enn nokkuð á að skip-
stjórnarmenn séu nægilega
hirðusamir með skipsskjöl.
í níu skipum var ástand þannig
að krafist var tafarlausra lagfær-
inga, en í öðrum tilvikum var
veittur skammur frestur til að
ganga frá úrbótum.
-grh
um helgina. Á ráðstefnunni var
sérstaklega fjallað um hóplauna-
kerfi, fræðslumál og kauptrygg-
ingarsamning. Fram kom að
nauðsyn væri að gera rammas-
amning vegna hóplaunakerfanna
í frystihúsum og aðkallandi fyrir
saltfisk- og skreiðarverkun. Þá
taldi fundurinn að tryggja þyrfti
betur en nú er að kauptryggingar-
samningurinn veiti verkafólki í
fiskvinnslu atvinnuöryggi. Hátt á
annað hundrað manns sóttu ráð-
stefnuna, en þó komu færri en
gert var ráð fyrir vegna samgöng-
uerfiðleika.
í ályktun fundarins er fallist á
að heimilt sé að skipta á veiði-
heimildum einstakra tegunda,
enda sé um jöfn skipti að ræða.
Að öðru leyti verði sala afla-
heimilda bönnuð. Verði hins veg-
ar leyfð sala á aflakvóta í and-
stöðu við álit fundarins, krefst
hann þess að viðkomandi stétt-
arfélög og sveitastjórnir verði
umsagnaraðilar um söluna áður
en heimild til flutnings er gefin.
Þá fagnar fiskvinnslufólk innan
VMSÍ því að aflamiðlun skuli
vera tekin til starfa en ítrekar þá
skoðun að hlutverk hennar eigi
að vera tvennskonar. í fyrsta lagi
að miðla afla innanlands þannig
að fiskvinnslustöðvar, hvar sem
er á landinu, hafi nægilegt hráefni
á hverjum tíma til að halda uppi
fullri atvinnu. í því efni er mikil-
vægt að tryggja innlendri fisk-
vinnslu aðgang að því hráefni
sem sótt er um útflutning á hverju
sinni. Hugsanlegt er að aflamiðl-
un starfi í nánum tengslum við
fiskmarkaði. í öðru lagi ber að
stýra útflutningi á ferskum fiski
þannig, að tryggt verði að ekki
myndist offramboð á erlendum
mörkuðum.
-grh
endurskoðaðri þjóðhagsspá eru botnliskveiðar taldar reknar með 5,6% halla. Allan þann halla má rekja til
bátaflotans sem talinn er vera rekinn með 13,6% halla, en allar gerðir togara eru reknar með hagnaði.
Rekstur minni togara skilar 0,1% hagnaði, stærri togarar skila 5,2% hagnaði og hagnaður af rekstri
frystitogara er talinn 8,9%
Efnahagsþensla getur
kveikt nýtt verðbólgubál
að er Ijóst að í þessari endur-
skoðuðu þjóðhagsspá er það
að koma fram sem við reiknuðum
með í forsendum okkar við gerð
síðustu kjarasamninga. Það má
kannski segja að við höfum verið
full bjartsýnir en á móti hefur
komið að allir aðilar hafa lagst á
eitt að reyna að varðveita þann
ávinning sem skrifað var uppá.
Þess vegna höfum við lagt höfuðá-
herslu á að komið verði í veg fyrir
að sá tekjuauki sem myndast í
sjávarútveginum leiði til þenslu í
efnahagslífinu. Ef ekki, er hætt
við því að verðbólgan fari úr
böndunum og verði ekki 6% -
7%, eins og spáð er, heldur
eitthvað allt annað og miklu
hærri. Engu að síður eru þessar
hækkanir á markaðsverði sjá-
varafurða á erlendum mörku-
ðum jákvæð þróun fyrir sjávar-
útveginn, en það væri einnig mjög
gott að sjá þessa þróun gerast í
öðrum greinum atvinnulífsins,
sagði Ari Skúlason hagfræðingur
Alþýðusambands íslands.
Hærra verð
Endurskoðun þjóðhagsspár
árið 1990 leiðir til hækkunar frá
desemberspá Þjóðhagsstofnunar
um hagvöxt og þjóðartekjur.
Þannig er nú talið að landsfram-
leiðsla standi í stað miðað við
1989 í stað 1% samdráttar í fyrri
spá. Þá er talið að þjóðartekjur
muni aukast á árinu um 1% í stað
þess að dragast saman um 1%
eins og spáð hafði verið. Þessar
breytingar má einkum rekja til
batnandi viðskiptakjara.
Jafnframt er gert ráð fyrir ívið
meiri útflutningsframleiðslu og
kaupmætti atvinnutekna en áður.
Reiknað er með að þjóðarútgjöld
í heild aukist svipað og þjóðar-
tekjurnar. í þessu felst að við-
skiptahalli verður svipður og í
fyrra - um 1,5% af landsfram-
leiðslu, sem er töluvert minni
halli en næstu árin þar á undan.
Sá bati sem hér um ræðir í við-
skiptakjörum þjóðarbúsins er
fyrst og fremst vegna umtalsverð-
ra hækkana á verði sjávarafurða
á erlendum mörkuðum.
Saltfiskafurðir seldust á fyrstu
mánuðum ársins á um 16% hærra
verði erlendis miðað við SDR og
frystar afurðir hækkuðu um 7% -
8% á sama tíma, miðað við með-
altal ársins 1989. Þjóðhagsstofn-
un telur ekki líklegt að
saltfiskafurðir hækki frekar í
verði á næstunni, en hins vegar er
búist við að frystar afurðir hækki
nokkuð. Þá er verð á ísfiski miklu
hærra um þessar mundir en á
sama tíma í fyrra. Til dæmis var
þorskverð í Bretlandi á fyrstu tíu
vikum þessa árs um 40% hærra í
pundum én á sama tíma í fyrra.
Þá reiknar Þjóðhagsstofnun í
sinni spá að verð á áli og kísiljárni
lækki lítillega á eriendum mörk-
uðum, en verð á þessum vörum
hefur hækkað mikið síðustu tvö
árin. Hvað innflutninginn varðar
er reiknað með að verð á olíu
haldist óbreytt og að almennur
innflutningur hækki um 40% um-
fram gengisbreytingu. Þjóð-
hagsstofnun telur þó rétt að geta
þess að ýmislegt bendir til að
olíuverð geti hækkað nokkuð á
í BRENNIDEPLI
þessu ári. Þannig er reiknað með
að viðskiptakjörin batni um rúm-
lega 3% á milli ára.
Spáft 6-7%
veribólgu
í ljósi nýgerðra kjarasamninga
aðila vinnumarkaðarins hafa
verðlagshorfur verið endurmetn-
ar og bendir endurskoðuð verð-
lagsspá til þess að verðbólga frá
upphafi til loka árs verði 6-7%.
Breytingar á framfærsluvísitölu
fyrstu þrjá mánuði ársins svara til
um 12% árshraða en spáin gerir
ráð fyrir að verulega dragi úr
verðhækkunum næstu mánuði.
Árshraði hækkana framfærslu-
vísitölu síðustu þrjá mánuðina í
fyrra nam um 25%. Vegna verð-
hækkana á síðari helmingi í fyrra
er verðbólga milli 1989 og 1990
talin verða um 13,5%.
Þjóðhagsstofnun telur að ef
spár um launa- og verðlagsþróun
gangi eftir, verði kaupmáttur
atvinnutekna um 2-3% lakari á
þessu ári en í fyrra. Þá benda spár
til þess að ráðstöfunartekjur
Ekki er útlitfyrir að
sú aukning sem varð
á atvinnuleysi á síð-
asta ári gangi til baka
áþessuári. Þvertá
móti er spáð að
atvinnuleysi í ár verði
2-2,5% afmannaflaí
samanburði við 1,6%
ífyrra
hækki um 9-10%. „Á móti þyng-
ingu skattbyrðar um rúmt prós-
entustig kemur aukning tilfærslu-
tekna og fjölgun ársverka.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna á
mann gæti samkvæmt þessu rýrn-
að um 2-3%, en spá um minni
samdrátt einkaneyslu bendir til
að sparnaður heimilanna muni
minnka nokkuð“, segir í spá
Þjóðhagsstofnunar.
Atvinnuástand
í endurskoðari þjóðhagsspá er
ekki gert ráð fyrir að sú aukning
sem varð á atvinnuleysi á síðasta
ári gangi til baka á þessu ári.
Þvert á móti er spáð að atvinnu-
leysi á þessu ári verði 2-2,5% af
mannafla í samanburði við 1,6%
á síðasta ári. Líklegt er að
atvinnuleysi meðal kvenna verði
áfram hátt og gæti orðið 3-3,5%,
en atvinnuleysi meðal karla gæti
orðið 1,5-2% á árinu.
Svo virðist sem atvinnurekend-
ur hafi verið heldur bjartsýnni í
byrjun ársins en þeir voru á sama
tíma í fyrra. Til að mynda vilja
atvinnurekendur nú fjölga starfs-
mönnum um hálfu prósenti meira
fram til aprfl en á sama tímabili á
síðasta ári. Mat á horfunum á
haustmánuðum, samkvæmt spá
Þjóðhagsstofnunar, er að sjálf-
sögðu meiri óvissu undirorpið, en
atvinnurekendur telja æskilegt
að fjöiga starfsmönnum um einu
prósenti meira fram til september
en þeir töldu fyrir sama tímabil
1989. Þessar upplýsingar, spá um
vinnuaflsnotkun atvinnugreina
utan atvinnukönnunar og spá um
atvinnuleysi og fjölda fólks á
vinnufærum aldri (19 - 66 ára),
gefa til kynna að bæði vinnufram-
boð og vinnueftirspurn vaxi á
milli áranna 1989 og 1990, en
ekki nægilega til að koma í veg
fyrir vöxt atvinnuleysis.
Hvað varðar skiptingu
atvinnuleysis innan ársins má
telja víst, segir í spá Þjóðhags-
stofnunar, að þróunin verði tals-
vert frábrugðin hefðbundinni ár-
stíðasveiflu. Þetta er m.a. sagt út
frá reynslu síðasta árs, en þá varð
mun minni aukning í atvinnuleysi
á vetrarmánuðum en búist hafði
verið við. Ef að líkum lætur má
búast við að atvinnuleysi minnki
mun minna um miðbik ársins en
venja hefur verið til undanfarna
tvo áratugi. Fastlega er búist við
að atvinnuleysi hafi náð hámarki
sínu í janúar síðastliðnum, en
vænta má erfiðleika varðandi
sumarráðningu skólafólks og ef
til vill í líkingu við það sem var
sumarið 1989. -grh
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3