Þjóðviljinn - 27.03.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.03.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Austur-þýskt njósnahneyksli Kratafbringi segir af sér Ibrahim Böhme tilkynnti í gær að hann myndi víkja úr emb- ætti sínu sem leiðtogi Sósíaldem- ókrataflokks Austur-Þýskalands á meðan rannsókn færi fram á ásökunum um að hann hefði starfað fyrir austur-þýsku leyni- þjónustuna Stasi. Böhme neitar að hafa gengið erinda Stasi en segist kjósa að draga sig í hlé þar til nafn hans hafi verið hreinsað. Á meðan mun hann heldur ekki taka sæti sitt á þingi. Eftir fund flokksforystu sósí- aldemókrata í gærmorgun lýsti Böhme yfir að hann hefði aldrei starfað fyrir Stasi né hafi hann nokkurn tíma látið Stasi í té upp- lýsingar vitandi vits. Böhme hefur skorað á stjórnmálaflokka í Austur- Þýskalandi að gera hlé á stjóm- armyndunarviðræðum þar til skjöl leyniþjónustunnar hafi ver- ið rannsökuð til að ganga úr skugga um sannleiksgildi fullyrð- inga um að fjöldi nýkjörinna þingmanna hafi starfað fyrir hana. Vestur-þýska tímaritið Der Spiegel hafði í síðustu viku eftir foringja í austur-þýsku leyni- þjónustunni að Böhme hefði gengið undir ýmsum dulnefnum á sjöunda áratugnum og veitt Stasi upplýsingar um fjölda manna. Hann hafi þá verið ákafur ung- kommúnisti. Sósíaldemókrataflokkur Austur-Þýskalands hefur krafist þess að leyniskjöl Stasi um þing- menn verði birtar opinberlega. Ríkissaksóknari hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að það samræmist ekki stjómarskrá. Því hefur verið haldið fram að um það bil tíundi hluti þeirra 400 þingmanna, sem kosnir vom til austur-þýska þingsins, hafi starf- að fyrir Stasi. Böhme leiðtogi austur-þýskra sósíaldemókrata með Lafontaine kansiaraefni vestur-þýskra sósíaldemókrata. Böhme vill hreinsa mánnorð sitt svo hann geti horft framan í skoðanabræður sína. Ungverjaland Kjósendur refsa kommúnistum Spánn Sósíalistar missa meirihluta Spænski sósíalistaflokkurinn missti meirihluta sinn á þingi eftir að hann tapaði aukakosningum í fámennasta kjördæmi Spánar um helgina. Sósíalistar töpuðu fyrir fram- bjóðanda úr íhaldsflokknum Partido Popular í spænska bæn- um Melille á norðurströnd Afr- íku. íhaldsmenn fengu 55,9 prós- ent atkvæða í kjördæminu, sem telur aðeins 33 þúsund kjósend- ur, á móti 38,3 prósentum fyrir sósíalista. Sósíalistaflokkurinn hefur nú nákvæmlega helming af þeim 350 sætum sem eru á þingi. Felipe Gonzalez forsætisráðherra held- ur samt velli þar sem fjórir þing- menn þjóðernissinnaðra Baska hafa neitað að taka sæti á spænska þinginu. Þrátt fyrir kosningaósigurinn í Melille sýna skoðanakannanir að Gonzalez nýtur nú mikilla og vaxandi vinsælda að nýju. Hann hefur verið forsætisráðherra Spánar nær átta ár. Reuter/rb Ungverskir kjósendur létu álit sitt á stjórnhæfileikum fyrr- verandi kommúnista í ljós á áþreifanlegan hátt í þingkosning- um um helgina. Aðeins einn af hverjum tíu kjósendum sá ástæðu til að greiða Sósíalistaflokki Ung- verjalands atkvæði en hann er arftaki kommúnistaflokksins sem stjórnaði Ungverjalandi frá lok- um heimstyrjaldarinnar síðari. Tveir miðjuflokkar fengu lang- mest fylgi. Þegar um þrír fjórðu hlutar atkvæða höfðu verið taldir hafði Lýðræðisfylking Ungverja- lands fengið tæpan fjórðung at- kvæða en það er hægri miðflokk- ur. Frjálsir demókratar komu Sovétríkin Spenna við Eystrasalt M ikil spenna er í Litháen í kjölfar aukinna umsvifa sov- éska hersins. Yfirmenn sovéska hersins neituðu I gær að verða við tilmælum litháenskra stjórnvalda um að hverfa frá opinberum byggingum í höfuborginni Vilnu sem herinn hefur tekið á sitt vald. Sovéskir skriðdrekar óku inn í G TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Breyttur afgreiðslutími Frá aprílmánuði 1990 verður afgreiðsla vor i Tryggvagötu 28 opin frá kl. 8.15 til 15.00 dag- lega. TONUSMRSKOU KÓPÞNOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Fyrstu vortónleikar skólans verða haldnir í salnum, Flamraborg 11,3. hæð, miðvikudaginn 28. mars kl. 19.00. Byrjendur í hljóðfæraleik koma fram. Skólastjóri borgina um helgina. Yfirmenn sovéska hersins halda því fram að aðgerðir hans í Vilnu sé liður í heræfingum. Þeir hafa lofað litá- enskum stjórnvöldum nánari upplýsingum í framtíðinni. Eduard Sévardnadze, sem nú er í opinberri heimsókn í Thai- landi, ítrekaði í gær fyrri yfirlýs- ingar sovéskra stjórnvalda um að hervaldi verði ekki beitt til að bæla niður sjálfstæðishreyfingu Litháa. Gorbatsjov forseti Sovétríkj- anna ræddi í gær um málefni Eystrasaltsríkjanna við banda- ríska öldungadeildarþingmann- inn Edward Kennedy og fullvissaði hann um að valdi yrði ekki beitt nema líf lægi við. Bandarísk stjórnvöld vöruðu Sovétmenn í gær við að grípa til vopna í Litháen. Fjöldi annarra ríkja, þar á meðal Noregur og Svíþjóð, lét einnig í ljós áhyggjur vegna þróunarinnar í Litháen og hvöttu Sovétmenn til að finna friðsamlega lausn á deilunni við Litháa. Aukinn þrýstingur sovéskra yfirvalda á Litháa stafar af ótta þeirra við að önnur Sovétlýðveldi fari að dæmi Litháa. Eistlenski kommúnistaflokk- urinn fylgdi á sunnudag fordæmi litháenskra kommúnista og sleit flokkstengslum við sovéska móð- urflokkinn. Þá kom til nýrra átaka milli Armena og Azera með þeim afleiðingum að nær tveir tugir létu lífið. Reuter/rb næstir með rúmlega 20 prósent. Flokkur sjálfstæðra smá- eignarmanna hafði rúmlega 12 prósenta fylgi. Hann er hægri- sinnaður bændaflokkur sem vill skila landeigendum og öðrum eignamönnum aftur öllum eignum sem gerðar voru upp- tækar undir stjórn kommúnista. Kommúnistar voru fjórðu með aðeins rétt tæp ellefu prósent. Samband ungra lýðræðissinna höfðu tæp níu prósent og kristi- legir demókratar sex til sjö prós- ent. Fylgi flokkanna er miðað við kjörfylgi flokkslista. Einungis er kosið til 176 af 386 þingsætum samkvæmt hlutfallskosningu þar sem kjósendur greiða listum flokkanna atkvæði. Aðrir þing- menn eru kosnir í einmennings- kjördæmum og eru úrslit þar miklu óljósari. Kosið verður aftur 8. apríl í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fékk meirihluta- kosningu. Þrátt fyrir slæma útreið fyrr- verandi kommúnista á lands- mælikvarða náði Miklos Nemeth fráfarandi forsætisráðherra meirihlutakosningu í kjördæmi sínu. Reuter/rb Astralía Stjómin lafir Ríkisstjörn Verkamannaflokks Ástralíu virðist ætla að lafa áfram samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðu þingkosninga þar um helg- ina. Verkamannaflokknum er spáð tveggja atkvæða meirihluta á þingi, 75 sæti af 148. Fræðilegur möguleiki er samt á að þetta breytist þegar öll utankjörstaða- atkvæði hafa verið talin og úrsiit í nokkrum kjördæmum þar sem mjótt er á munum hafa verið endurmetin í ljósi aukavalkosts kjósenda. Samkvæmt áströlskum kosn- ingareglum mega kjósendur velja aukavalkost sem getur haft áhrif á úrslit ef enginn frambjóðenda fær hreinan meirihluta. Þá er sá sem fékk fæst atkvæði útilokaður og fylgi hans úthlutað til annarra frambjóðenda í samræmi við val kjósenda. Hugsanlega gæti Verkamanna- flokkurinn fengið 73 þingsæti á móti 73 þingsætum fyrir kosn- ingabandalag íhaldsmanna. Þá myndu tveir óháðir þingmenn ráða úrslitum um stjórnarmynd- un. Þetta er samt talið fremur ólíklegt. Búist er við endanlegum úrslitum á miðvikudag eða fimmtudag. Flest bendir samt til að Bob Hawk, sem hefur verið forsætis- ráðherra frá 1983, fái að sitja eitt kjörtímabil enn. Þar með slær hann nýtt met í ástralskri stjórnmálasögu sem þaulsetnasti forsætisráðherra Ástrala. Reuter/rb Madrid Græn lögregla Grænklæddir umhverfislög- regluþjónar hófu í síðustu viku störf á strætum Madrid með það fyrir augum að draga úr loftmengun og hávaða. Formælandi borgarráðs segir að umhverfislögreglumennirnir, sem eru fjörutíu, hafi heimild til að sekta fólk um allt að 25 þúsund peseta á staðnum. Þeir hafa líka leyfi til að taka hávaðasama bfla úr umferð og handtaka skemmd- arvarga og draslara. Reuter/rb J 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN MENNTAMALARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um styrki og lán til þýð- inga á erlendum bók- menntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/ 1982 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra er- lendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1990 nemur 5.780.000 krónum. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðu- neytinu fyrir 25. apríl n.k. Reykjavík, 22. mars 1990 Menntamálaráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.