Þjóðviljinn - 27.03.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.03.1990, Blaðsíða 7
Um nýja sérkennslureglugerð Bergþóra Gísladóttir skrifar Það orkar jafnan tvímælis hvaða umræða á erindi á síður dagblaða og hver ekki. Ég fletti gjarnan yfir heilsíðugreinar um sóknarmark, aflakvóta eða um þróun hagvaxtar svo dæmi séu tekin. Ekki vegna þess að mér finnist málefnin ekki svo áhuga- verð eða varða mig. Heldur vegna þess að ég hef reynslu af því að eftir því sem menn skrifa lengri greinar um sérfræðiefni því torskildari eru þær almenningi. Nú óttast ég að falla í sömu gryf j u. En ég finn mig tilknúna að setja orð á blað vegna umræðu sem orðið hefur um setningu ný- rrar sérkennslureglugerðar. Það er fagnaðarefni fyrir þá sem bera hag barna með sér- kennsluþarfir fyrir brjósti að Fyrir um það bil tvö þúsund og fjögur hundruð árum voru skrif- aðir og leiknir harmleikir og gam- anleikir í grísku borgríki sem hét Aþena. Þá réð þar um skeið góð- viljaður og vitur Aþeningur sem þótti þessi leiklist svo mikilsverð að hann skipaði svo fyrir að al- menningur skyldi fá ókeypis á leiksýningar. Þessir leikir voru svo djúptækir og nærgöngulir í framsetningu og afhjúpun á mannlegri hegðun, samspili æðri og lægri hvata og skírskotun til mannlífsins að betur hefur ekki tekist síðan. Nútíma leikhús á Vesturlöndum rekur uppruna sinn til þessa gríska leikhúss. Þangað eiga líka grímur tvær, sem hafa orðið tákn leiklistar um víða veröld, rót sína að rekja og þó reyndar enn lengra aftur. önnur gríman er tákn hins mesta hláturs: Þegar hláturinn er orð- inn svo mikill að næsta stig er grátur. Hin gríman er tákn hins mesta harms: Þegar harmurinn er orðinn svo mikill að næsta stig er hlátur. Milli þessara tveggja andstæðna, sem eru þó svo ná- tengdar að þegar annarri sleppir tekur hin við, er veruleiki leikhússins. Svo í dag sem í gær. Svo á íslandi árið 1990 eftir Krist sem í Aþenu 400 fyrir Krist. Og svo nákomin er leiklistin lífinu að loksins skuli vera von á nýrri sér- kennslureglugerð sem leysi af hólmi sérkennslureglugerð frá 1977. En sú reglugerð var frum- raun í að fella sérkennslu inn í löggjöf um grunnskóla. Á þess- um tíma var þróun sérkennslu á íslandi stutt komin miðað við það sem nú er. Gamla reglugerðin ber keim af þessu. Auk þess hef- ur hún úrelst á ýmsum sviðum, því þróun sérkennslumála hefur að sumu leyti verið önnur en þá var gert ráð fyrir og veigamiklar breytingar hafa orðið á öðrunr sviðum sem snerta fatlaða. Nýja reglugerðin leitast við að taka mið af breytingum sem þeg- ar hafa orðið á skólakerfinu og ánægja er með. Auk þess er reynt að koma til móts við álit sem við gætum allt eins látið þessar tvær grímur hláturs og harms tákna mannlífið sjálft, kannski að viðbættri þriðju grímunni: Svip- lausri grímu tómlætisins. En hvað sem menn annars gera við sjálfa sig fer enginn í leikhús til að yrkja tómlæti sitt. Þangað fara menn til að leita sér lífs. Og þegar heppnin er með, þegar vel er skrifað og vel er leikið, þegar hinn mesti hlátur er svo innilegur og hin mesta sorg svo djúp að ekki verður lengur skilið milli leiks og lífs, þá er ekki lengur spurt hver leikur, hver stjórnar, hver horfir á. Þá er svið og veggir og loft og gólf numið burt og hið eiginlega leikhús verður til: Fágæt og dýrmæt reynsla sem færir okkur nær sjálf- um okkur, nær hvert öðru, brúar bilið milli manns og manns um stund, fáein, ósvikin andartök. Um nokkurt skeið hefur verið hörgull á góðviljuðum og vitrum landstjórnarmönnum, svipuðum þeim og var í Aþenu fyrir 2400 árum. Og ekki er mjög líklegt nú á tímum að stund í leikhúsi, þótt dýrmæt sé, vegi þungt í mann- skæðri leit okkar að betra lífi. En hún hjálpar okkur að halda í horfinu og það er ekki svo lítið. Með það í huga halda liðsmenn leikhúsa um allan heim al- þjóða-leikhúsdaginn hátíðlegan. flestra sem málið varðar. Má í því sambandi nefna stefnu ýmissa hagsmunafélaga fatlaðra og fag- hópa. Að sjálfsögðu þarf oft að fara bil beggja þegar ekki er sam- komulag um stefnu og stundum þarf að taka mið af raunveruleika sem tiltölulega fáir eru sáttir við. Má í því sambandi nefna pen- ingahliðina á þessari reglugerð. En meðan íslenska þjóðin er ekki tilbúin að borga meira til skóla- mála en raun ber vitni (með því að taka á sig meiri skatta) er naumast betra von. Ég vil nú telja upp nokkur atr- iði sem eru nýmæli í þessari reglu- gerð og eru til bðta: 1. Reglugerðin tekur mið af valddreifingu. Það kemur fram á ýmsa vegu. Fræðsluskrifstofum er falin úthlutun á sérkennsiutím- um en það var áður í höndum menntamálaráðuneytisins. E.t.v. væri réttara að segja að úthlutun hafi áður verið í höndum fjár- málaráðuneytisins eða Alþingis. Því meðan engin ákvæði voru um fast tímamagn sem varið skyldi til sérkennslu fór lokaafgreiðsla slíkra mála fram við fjárlaga- reglugerð ár hvert. Óvissa varð- andi úthlutun sérkennslutíma truflaði mjög allan undirbúning sérkennslu og reyndar skólastarf- ið í heild sinni. 2. Reglugerðin tryggir tíma- magn til úthlutunar í hlutfali við nemendafjölda. Með því er úr sögunni langvarandi blekkinga- leikur. Gamla reglugerðin gerði ráð fyrir að börn ættu rétt á svo og svo mörgum tímum ef þau hefðu tilteknar fatlanir. Þetta leiddi til þess að miklum tíma og kröftum var varið til að sýna fram á hversu fötluð bömin væm og síðan beðið viðbragða menntamálaráðuneyt- isins. Menntamálaráðuneytið beið svars frá fjármálaráðuneyti. Lokaniðurstaða var sjaldan á þann veg að umsækjendur um sérkennslutíma væm sáttir við hana. Þótti þeim oftar en ekki að brotin væru lög á skjólstæðingum sínum eða að þeirra eigin fag- mennska væri ekki virt. Niður- staðan af þessu varð gjarnan sú að ofuráhersla var lögð á greiningu en nauðsynleg skipu- lagsvinna í sambandi við sérk- ennslu varð útundan og ráðgjöf og stuðningur sömuleiðis. 3. Nýja reglugerðin gerir ráð fyrir auknu sjálfstæði skólanna og að skólarnir axli ábyrgð í sam- ræmi við það. Þetta er til mikilla bóta frá því sem áður var þar sem ábyrgð á sérkennslu var að meira og minna leyti í höndum utanað- komandi fagmanna. Það að ábyrgðin er lögð á skólann eykur Birgir Sigurðsson Alþjóða leikhúsdaguríim Haukur Þorleifsson Kveðja Það er erfitt að sætta sig við að afi Haukur, eins og við kölluðum hann alltaf, skuli vera farinn frá okkur. Þótt við vissum að hverju stefndi, er samt jafnsárt að hann skuli vera dáinn. Næstum því daglega hittum við ömmu og afa á Rauðalæknum og alltaf var jafn gott að koma þangað. Alltaf fundum við hlýjuna og nærgætn- ina sem streymdi frá honum afa. Hann var fullur fróðleiks og óspar á vísur og sögur. ' Sumarbústaðurinn Hólaskjól við Langá var álfalandið okkar. Þar var farið í gönguferðir og þúf- umar og steinamir áttu sér nöfn og sögur. Þama lærðum við að njóta náttúmnnar. Að fara í veiði í Langá fannst sumum þó skemmtilegast. í Palma áttu afi og amma lítið heimili, þar sem þau dvöldu köld- ustu mánuði ársins. Sum okkar heimsóttu þau þangað. Það vom gleðistundir. Haukur afi naut sín vel á Mallorca. Þar, eins og heima, gátu þau amma sinnt áhugamálum sínum, farið í ferða- lög, sótt tónleika, lært spönsku, fengist við þýðingar o.fl. Eitt af áhugamálum afa var tréskurður og em til ótal fallegir munir eftir hann víða. Við geymum ótal minningar um afa og þökkum honum allt. Ef allir líktust honum væri heimur- inn betri. Elsku amma Ásta, við viljum styrkja þig í sorg þinni. Við samhryggjumst börnum, bamabörnum og öðmm vanda- mönnum hans. Látlaust fas og falslaust hjarta - finnst ei annað betra skraut - með þessu réð hann skrúði skarta skírt var yfirlitið bjarta, hið ytra þar hans innra naut. (G.Th) Ásta, Hallfríður, Siggi, Nanna, Hlynur og Magga líkurnar á því að sérkennsla teng- ist skólaheildinni á eðlilegan hátt sem er mikilvægur þáttur blönd- unar. 4. Reglugerðin fjallar um fag- lega vinnu sem tengist sér- kennslu. Gert er ráð fyrir að ein- staklingsáætlanir séu gerðar fyrir hvem nemanda eða nemendahóp og skipuleg skráning og endur- mat fari fram. Slík umfjöllun er í senn stuðningur og aðhald við þá sem á máium halda. 5. Samvinna við foreldra og forráðamenn er gerð að skyldu. Og með gerð einstaklingsáætlana er lagður grunnur að því að slík samvinna verði árangursrík. 6. Lagt er til að nemenda- vemdarráð fái fastan sess í stjórnkerfi skólans. Með því er reynt að tryggja tvennt: a) Fag- lega umræðu innan skólans um sérkennslumál. Yfirsýn allra að- ila innan skólans um sérkennslu. 7. f nýju reglugerðinni er gert ráð fyrir að fræðslustjóri hafi um- sjón með innritun í alla sérskóla og sérdeildir ríkisins á sínu svæði. Þetta er spor í framfaraátt og ætti að geta stuðlað að heildstæðri þróun skólamála í átt til samskól- unar. En flestar raddir aðstand- enda fatlaðra og sömuleiðis radd- ir fatlaðra sjálfra eru í þá veru. 8. Gert er ráð fyrir að sérskólar og sérdeildir taki að sér ráðgjöf til kennara oig foreldra sé þess ósk- að. Þetta er ekki síst mikilvægt ef stefnt er að því að sem flest böm geti stundað nám í heimabyggð. Þá ríður á að veita þeirri sérþekk- ingu sem hefur safnast fyrir í sér- skólum út í almenna skólann. Ég hef hér nefnt nokkur dæmi um það sem er til bóta í þessari nýju reglugerð. Enn fleiri dæmi mætti taka en þetta eru þau sem mér sýnast vega þyngst. En ekk- ert er hafið yfir gagnrýni og mun ég í því sambandi aðeins taka eitt veigamikið atriði auk þess sem ég vil benda á nokkur smáatriði sem betur mættu fara. Réttlætiskrafa: Mikið fatlaðir nemendur sem ekki em nú þegar í sérskólum, ekki eiga aðgang að sérskólum eða vilja ekki vera í sérskólum eru að vissu leyti skildir eftir úti í kuldanum. Stundum kjósa líka foreldrar að börn þeirra séu í hverfisskóla þótt sérskóli sé á svæðinu. Þjónusta við mikið fatl- aða nemendur sem ekki em í sér- skóla skal takast af úthlutuðu tímamagni til sérkennslu á svæð- inu. Ef um mikla fötlun er að ræða þarf oft að gera margháttað- ar ráðstafanir sem ekki snerta beinlínis kennsluna. Slíkar ráð- stafanir krefjast fagþekkingar, hugkvæmni og úthalds. Svo ekki sé talað um vilja og frumkvæði. Það er viss hætta á að svo dýr og fyrirhafnarsöm þjónusta sitji á hakanum nema til komi bæði stuðningur og hvatning. í þessu sambandi má benda á að víða háttar svo til á landsbyggðinni að ekki hentar að nýta ákvæði um stofnun sérdeilda ef börnin eiga að fá kennslu í heimaskóla og heimabyggð. Það er viss hætta á, ef ekkert verður að gert, að fötl- uðum börnum verði sópað inn í sérskólana sem fyrir em. Byggð- arlögin myndu þannig sleppa við aukinn kostnað af skólagöngu þeirra. Og við væmm aftur stödd á slóðum hreppaflutninga. Við þessu mætti sporna með sérstöku heimildarákvæði þar sem kveðið væri á um að stutt væri við ný- breytnistarf í þágu mikið fatlaðra einstaklinga þar sem komið væri til móts við þá í heimaskólum. Þetta ákvæði þyrfti ekki einu sinni að vera í sérkennslureglu- gerð heldur gæti það staðið eitt og sér. Varðandi gagnrýni sem fram hefur komið, aðallega frá sál- fræðingum, vil ég segja þetta: Mér sýnist að inn í þá deilu blandist langvarandi ágreiningur sem verið hefur í Reykjavík varð- andi hlutverk sálfræðinga. Ég dreg í efa að æskilegt sé eða mögulegt að leysa slíkan ágreining með reglugerð. Þó væri auðvitað æskilegt að ná einhvers- konar samkomulagi við alla fag- hópa sem hafa með þessi mál að gera. Þótt slíkt samkomulag mætti ekki vera á kostnað veigamikillla framfaraþátta í reglugerðinni. Á ég þar við sjálf- Framhald á bls. 9 Bergþóra Gísladóttir er sérkennslu- fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Vestur- lands. Vinningstölur laugardaginn 24. mars ‘90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.318.128 2.4 SHm 3 134.370 3. 4af5 110 6.321 4. 3af 5 3.759 431 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.038.908 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.