Þjóðviljinn - 29.03.1990, Side 1

Þjóðviljinn - 29.03.1990, Side 1
Fermingin markar alltaf á- kveðintímamót, hvortsemfá- tækt eða ríkidæmi ræður útliti og atlæti fermingarbarnsins. Víst er um það að flestir muna fermingardaginn sinn og geta sagtfrá hvernig alltfórfram. Viðhorf manna til lífsins og kristinnar trúar ráða svo mestu um hvaða atriði verða ráðandi ífrásögninni. Hérá eftir fara frásagnir nokkurra íslendinga af fermingar- deginumsínum. Þarberfyrst- an aðtelja Þórberg Þórðar- son, en honum segist svo frá í bók sinni í Suðursveit: Slysalaus ferming á Hala í Suðursveit Þegar leið á veturinn fyrir fermingarvorið, fórum við að fara til prestsins til spurninga. Það var nokkuð löng leið frá Breiðabólsstaðarbæjunum, allt að tveggja tíma lestagangur og yfir þrjú vötn að fara. En þau munu oftast hafa verið á haldi. Ég man eftir, að einu sinni fórum við í miklum snjó. Þá fór móðir mín með okkur. Ég man ekki til hvers. Kannski til að tala við séra Pétur um fermingu mína. Ég held hún hafi verið smeyk um að ég yrði mér til skammar. Ég hafði verið latur við kverlærdóminn og neitaði að læra Altarisgöngu- bænirnar. Bæn fyrir skriptir, Bæn eftir skriptir, Bæn fyrir berging og Bæn eftir berging. Oj, ég fékk klígju, hvenær sem ég reyndi að festa augun við þetta. Ég sá sjálf- TIMAMOT an mig liggjandi á hnjánum upp við gráturnar með tilgerðarlegan klút fyrir munninum til að þurrka af mér berginguna. Þetta gekk svo fram af mér, að maginn neitaði, að ég lærði það. Á heim- leið gistum við móðir mín á Kálfafelli hjá Sigurði gamla og áttum góða nótt. Pá hafði Berg- þóra, kona Sigurðar tekið bana- meinið. Það var innvortismein. Það kvöld hugsaði ég mikið um móður mína og dauðann. Þennan vetur var nýbúið að reisa timburhús á Kálfafellsstað, myndarlegt á þeirrar tíðar mæli- kvarða. A því var kvistur vestan- megin á loftinu og þar spurði presturinn okkur út úr kverinu. Ég hef nú gleymt að mestu spurningatímunum og líka ferða- lögunum upp að Kálfafellsstað og heim aftur. Ég man ekki heldur, hvað við vorum mörg, sem fermdumst þetta vor. Það var erf- itt að skilja sumt í Kverinu og nú kom það niður á mér í spurninga- tímunum, að ég hafði aldrei reynt að brjóta heilann um þær ráðgát- ur. Það var til dæmis afarerfitt að skilja eiginleika Guðs. Það var sagt hann væri einn og þrennur og þríeinn og eilífur. Ekki var Bene- dikt afi minn einn og þrennur og ekki Oddný gamla á Gerði og var hún þó merkileg og ég vissi að þau voru ekki eilíf, þau ættu ein- hverntíma að deyja. En ég var nálægt því að vera eilífur. Það var svo óskaplega langt þangað til ég yrði eins gamall og þau, að það væri næstum eilífð. Én einn dag útlistaði presturinn fyrir okkur eiginleika Guðs með þessum orð- um, sem ég hef munað síðan, af því að það var rím í þeim: „Hann eldist ekki. Hann þreytist ekki. Hann breytist ekki.“ Þetta er bezta lýsing sem ég hef heyrt á Guði. Hún var einföld og skiljan- leg hverju barni. Og nú fann ég, að það var mikill munur á mér og honum. Ég var stundum þreyttur þegar ég kom úr göngum og smalamennsku og eftir mestu skautalætin á Lóninu. Og ég breyttist. Einu sinni hafði ég gaman að eintrjáningum á tjörn, peningum úr lokasjóði og síðan úr leir. Nú hafði ég það ekki lengur. Og nú var ég orðinn miklu lengri en ég hafði verið fyrir tveimur árum. Þá treysti ég mér ekki til að stökkva fram af Bæjarburstinni. Nú gat ég það. Ég var alltaf að breyast. Fermingarvorið var mesti harðindatími, sem ég mundi eftir í Suðursveit. Ég man ekki, hvort veðráttan var mjög slæm. En það kom hafís rekandi að austan seinna hluta vetrar og lagðist að landinu, og þegar maður gekk upp í brekkurnar fyrir ofan bæ- ina, sá maður að ísbreiðan náði langt út á haf, og ég sá heljarháa jaka velkjast í flæðarmálinu, þeg- ar ég kom út á fjöru, eftir að fór að losna um ísinn. Það sáust franskar duggur fyrir utan ísinn. Hann lá fram á vor. Þá gerði rosa með þíðviðri og ísinn tók að brotna og reka frá landinu. Ég vissi ekkert, hvað varð af honum. Þá var hart í ári. Sigling komst engin til Hornafjarðar vegna íss- ins, og verzlunin á Höfn var matarlaus. Þá var eina viku ekk- ert til matar á Hala nema þrír fjórðu hlutar úr merkurkönnu af nýmjólk á mann tvisvar á dag, og var móður minni þó sýnt um að láta matvæli endast vel. Það var í eina skiptið sem heitið gat hung- ur á Hala í minni tíð. í vikulokin náðist í 25 pund á heimili af rúgmjöli og maísmjöli, sem Hól- ar höfðu brotizt með gegnum ísinn inn á Homafjörð. Þetta ent- ist með sparnaði þangað til kom- ið var með 100 pund af kornmat austan af Djúpavogi. Það var laugardaginn fyrir trínitatis. Þá var stillt veður og dauður sjór og hafísinn farinn. Þá var róið til fiskjar frá Sunnsendingabæjun- um og aflaðist 5 í hlut af ýsu. Þá hafa víst komið 15 ýsur að Hala. f þessum róðri var líka farið til Hrollaugseyja og drepnir 5 selir. Þeir skiptust milli sex bæja. Þetta þótti mikill fengur, og nú voru allir saddir og glaðir fyrir sunnan Steinasand. Við voram fermd daginn eftir trínitatis. Þá var sólskin og hátíð yfir Suðursveit. Þá var margt fólk til kirkju á Kálfafellsstað og mikið talað saman um skepnu- höld og tíðarfarið og aflaleysið. Ég komst slysalaust gegnum ferminguna. Miðdegismaturinn var étinn á Hala, þegar við kom- um heim frá kirkjunni undir kvöldið. Það höfðu verið geymdar einar hangnar kindar- steilur til hátíðarbrigða í tilefni af fermingu minni. Þeim var skipt milli allra á heimilinu. Það hefur ekki verið stór skammtur á mann. En harðindin bönnuðu meira tilhald. Viku eða hálfum mánuði seinna var altarisganga í Kálfafellsstaðarkirkju. Ég slapp ekki við að ganga til altaris. Mér leiddist. Mér bauð við að liggja á hnjánum frammi fyrir Guði. Ég held enginn hafi skammazt sín fyrir það nema ég. Ég var snemma skrýtinn í mér. Ég hafði ekki heldur nennt að læra altaris- göngubænirnar í Kverinu. Ég lá samt ekki á hnjánum aðgerða- laus. Ég las Faðirvorið mitt í stað- inn. Það entist ekki eins lengi og altarisgöngubænirnar. Ég las það tvsivar sinnum fyrir og eftir berg- ingu, og ég reyndi að lesa það svo hátt, að altarisgöngufólkið heyrði eitthvað þrugl í mér. Ég varð að láta líta svo út, að ég kynni altarisgöngubænirnar. Jæja, þá var ég alveg kominn í kristinna manna tölu. Nú mátti ég fara að róa á sjó. Það hefði ég ekki fengið, ef ég hefði ekki sloppið gegnum konfirma- sjónina. Ég vissi aldrei, hvers vegna. Var það vegna þess að fólkið var hrætt við að ég færi til helvítis, ef ég drukknaði? Eða hélt það, að ófermdur maður innan borðs leiddi óblessun yfir skipið, Guð refsaði áhöfninni með því að láta ólag koma á. skipið í brimgarðinum eða úti á eyrunum og hvolfa því? Eða hélt það að heiðingi fældi fiskinn frá skipinu? Ég gekk aldrei eftir að fá að vita þetta. En það var harð- bannað, að ég fengi að róa fyrr en ég væri kominn í kristinna manna tölu. Að fá að róa fannst mér stórkostlegasta ævintýri, sem mig gæti hent. En nú var vertíðin búin. Ég kæmist ekki á sjó fyrr en á góu næsta vetur. Ef hefði verið fermt á hvítasunnu, þá hefði ég fengið að róa og fara til Eyja á laugardaginn fyrir trínitatis. m

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.