Þjóðviljinn - 29.03.1990, Síða 2

Þjóðviljinn - 29.03.1990, Síða 2
FERMINGAR Gjafirnar oft hlægilega stórar Hvert er viðhorf fermingarbarnanna til fermingarinnar? Þjóðviljinn leitaði álits nokkurra barna, sem eiga að fermast í vor á athöfninni sem er fram- undan. Bæði var rætt við börn sem ætluðu að fermast í kirkju og eins þau sem ætla að fermast borgaralega. Öll höfðu þau ákveðnar skoðanir á ferm- ingunni og flest voru þegar farin að undirbúa stóra daginn. Kristin ferming Hrafnkell Pálmason Hvers vegna ætlar þú að ferm- ast? Það er staðfesting á skírninni. Svo er þetta líka ákveðin hefð. Ertu trúaður? Svona já og nei. Ég trúi að guð sé til en ég er ekki mikið fyrir að fara í kirkju eða slíkt. Er ferming eða skyld athöfn nauðsynleg? Já, þetta er nauðsynleg stað- festing á trúnni. Svo er þetta viss fullorðnun. Maður kemst j ú í tölu fullorðinna eftir fermingu. Hvað finnst þér um undirbún- ing fermingarihnar? Undirbúningurinn fer bara eftir því hvar maður fermist. Það er t.d. öðruvísi að fermast í Garð- abæ en í Reykjavík. Þó farið sé yfir sama efni eru prestarnir alltaf ólíkir. Hér er þetta líka einn bekkur og krakkamir þekkjast öll vel. Nú er til borgaraleg ferming, hefur þú eitthvað hugsað um hana? Nei, ég er skírður og þá tel ég hana nokkuð sem ég ætti ekki að hugsa um. Nú fer fram margvísleg frœðsla fyrir borgaralega fermingu, til að mynda frœðsla um mannleg sam- skipti, kynlíf vímuefni, rétt barna og unglinga og fleira, finnst þér þetta vanta í fermingarundirbún- inginn þinn? Nei, því ég veit ekki betur en að þetta sé f skólum. Hlakkar þú til? Já, mjög mikið og við erum þegar byrjuð að undirbúa dag- inn. Guðrún Gunnarsdóttir Hvers vegna viltu fermast? Þetta er ákveðinn siður. Svo vil ég líka játa mína trú með ferm- ingunni. Ég vil sýna fram á að ég vilji tilheyra guði. Ertu trúuð? Nei, ekkert sérstaklega trúuð en mér þykir þetta gaman. Þetta er viss áfangi í lífi mínu. Áfangi sem ég tel ástæðu til að fagna. Hvaðfinnst þér um allt tilstand- ið í kringum ferminguna? Mér finnst það ekki neikvætt. Það er samt of mikið af auglýsing- um. Það eru ýmsir sem ætla sér að græða á þessu. Nú er til borgaraleg ferming, hefur þú hugsað eitthvað um hana? Nei, því ég trúi á guð. Hlakkar þú til? Já, ég hlakka mikið til. Er nauðsynlegt að hafa athöfn eins og fermingu? Kannski ekki nauðsynlegt en þetta er visst skref. Þetta er viss áfangi sem er kannsi nauðsynlegt að merkja. Hefðirðu óskað eftir einhvern veginn öðruvísi undirbúningi fyrir ferminguna? Nei, ég er búin að vera í kristnifræðitímum einu sinni í viku í allan vetur. Þar höfum við reynt að gera okkur grein fyrir hvers vegna við viljum fermast. Finnst þér œskilegt að víðfeðm- ari frœðsla væri í kringum ferm- inguna. T.d. fræðsla um mannleg samskipti, lífið og dauðann, kyn- líf, vímuefni o.fl. ? Jú, mér fyndist að það mætti vera meiri fræðsla en skólinn ætti að koma þar inn í. Skólinn ætti að koma meira til móts við kirkjuna varðandi fermingarundirbúning- inn. Eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Já, ég óska öllum krökkum sem eiga að fermast í vor til ham- ingju með daginn. Steinar Örn Sigurðsson Hvers vegna viltu fermast? Vegna þess að ég er kristinn. Ég trúi að guð sé til. Nú er til borgaraleg ferming, hefur þú hugsað um hana? Nei, ég hef ekki hugsað um hana. Ég vildi ekki fermast svo- leiðis. Er ferming nauðsynleg? Nei, hún er ekkert nauðsynleg. Hvaðfinnst þér um allt tilstand- ið í kringum ferminguna? Mér finnst þetta voða mikið til- stand. Maður þarf að hafa mikið fyrir þessu öllu, en þetta er ekk- ert of mikið. Þetta er bara eins og með jólin, allt tilstandið og undir- búningurinn er hluti af spenn- unni. Það hjálpar manni að hlakka til og gleðjast. Finnst þér undirbúningur ferm- ingarinnar nægur? Mér finnst undirbúningurinn alveg nægur eins og hann er. Kirkjan á ekki að gera þetta neitt öðruvísi. Kannski jú, fjalla að- eins meira um lífið almennt. Skólinn ætti hins vegar að koma mun meira þama inn í og fjalla um hluti eins og vímuefni, kynlíf og mannleg samskipti. Veistu hvað þúfærð íferming- argjöf? Nei, ekki nema ég held ég fái orðabók frá frænku minni. Eruð þið byrjuð að undirbúa daginn? I kirkjutímunum er auðvitað alltaf verið að undirbúa daginn. Bráðum verður svo æfingatími þar sem við æfum gönguna upp að altarinu og það sem við eigum að segja og svoleiðis. Þau heima eru svo löngu byrjuð að undirbúa allt. Ég hlakka mikið til. Áslaug Jónsdóttir Hvers vegna vilt þú fermast? Fyrst og fremst til að játa trú mína á guð. Líka vegna þess að þetta er gaman og mér finnst það tilheyra. Ertu trúuð? Já, annars væri ég ekki að fermast. Nú er til borgaraleg ferming, hefur þú eitthvað hugsað um hana? Nei, hún er ekkert fyrir mig. Hvað finnst þér um undirbún- ing fermingarinnar? Mér finnst hann alveg nægur. Hjá mér byrjaði hann í skólanum fyrir jól. Hann hefur ekki ein- göngu verið kristin fræði því við fómm saman í ferðalag, heim- sóttum Skálholt. Það gaf okkur krökkunum sem eigum að ferm- ast saman gott tækifæri til að kynnast. Nú fer fram ýmis frœðsla fyrir borgaralega fermingu, finnst þér eitthvað slíkt vanta í þinn undir- búning? Já, svoleiðis fræðsla mætti al- veg koma þarna inn í. Er ferming nauðsynleg? Já það finnst mér. Veistu hvað þú færð í ferming- argjöf? Nei, mamma og pabbi eru marg búin að spyrja mig hvað ég vilji en ég get bara ekki ákveðið mig. Hlakkar þú til? Já, ég hlakka mikið til og hér er allt komið á fullt í að undirbúa daginn. Borgaraleg ferming Baldur Björnsson Hvers vegna vilt þú fermast? Vegna þess að það er gaman. Betra en að gera ekki neitt. Fyrir mig væri það eins og að ljúga að prestinum að ætla að fermast í kirkju. Auðvitað er gaman að halda veislu og fá gjafir og ég vil gjarnan gera það líka. Er ferming nauðsynleg? Nei, ég gæti alveg verið án fermingar. Ef ekki væri borgarleg ferming hefði ég ekki fermst. hefði ekki farið að fermast í kir- kju en ferming er svo sem engin nauðsyn. Hvað finnst þér um undirbún- ing fermingarinnar? Undirbúningurinn er mjög skemmtilegur og fræðandi. Sumt er auðvitað skemmtilegra en ann- að, en allt er þetta mjög gott og á eftir að nýtast mér vel. Skólinn gerir alltof lítið af þessu. Þar ætti að fara fram meiri kynfræðsla en hún er nánast engin i dag. Kenn- ararnir eru oft feimnir að tala um þetta en á fyrirlestrinum gátum við spurt að hverju sem var og við fengum svör. Svo fannst mér mjög fræðandi að heyra um rétt barna í samfélaginu en það var nokkuð sem ég vissi mjög lítið um. Ertu byrjaður að undirbúa dag- inn? Nei, ég er ekki byrjaður að undirbúa daginn. Veislan verður fámenn svo það er ekki nauðsyn- legt að byrja að undirbúa hana mánuði fyrir tímann. Hvaðfinnst þér um allt tilstand- ið í kringum ferminguna? Þetta tilstand allt saman er asnalegt. Tökum t.d. þessar gjaf- ir sem verið er að auglýsa, vídeo- tökuvélar og gervihnattamótt- ökudiskar, til fermingargjafa. Það er allt í lagi að gefa eitthvað en það þarf ekki að vera eins og maður sé að flytja burt. Hlakkar þú til? Já, ég hlakka til. Brynja Baldursdóttir Hvers vegna fermist þú? Það fermast allir aðrir. Svo er þetta viss staðfesting á að maður er orðinn fullorðinn og ekki lengur barn. Nú, svo er auðvitað veislan og allt það. Hvað finnstþér um allt tilstand- ið í kringum ferminguna? Mér finnst það soldið mikið stundum en oftast allt í lagi. Þetta eru viss tímamót sem sjálfsagt er að halda upp á. Hvað finnst þér um undirbún- ing fermingarinnar? Hann mætti vera meiri, en maður lærir mikið. Það er heldur lítið um hvert efni, en það sem er vekur áhuga á að leita sér meiri upplýsinga. Maður fær innsýn í efnið. Finnst þérferming nauðsynleg? Ferming er ekki nauðsynleg en það er gaman að þessu og allt í lagi að hafa hana. Ertu byrjuð að undirbúa dag- inn? Nei, ekki enn. Ég er bara svona að hugsa um þetta allt enn. Hefðirðu fermst ef borgaraleg ferming vœri ekki til? Já, ég hugsa að ég hefði fermst í kirkju ef þetta hefði ekki komið til. En kirkjutímarnir voru bara óheppilegir fyrir mig. Svo finnst mér þetta sniðugt. Aðalsteinn Jörundsson Hvers vegna fermist þú? Vegna þess að mig langar að fá gjafir og halda veislu. Ég trúi ekki á guð. Mér er ekkert um allt þetta trúarrugl gefið sem hefur oft komið af stað stríði í heimin- um. En ég hugsa að ég hefði fermst í kirkju ef ekki hefði verið til borgaraleg ferming. Hún er fyrir þá sem vilja gott val. Hvernig finnst þér undirbún- ingurinn hafa verið? Ég hef lært heilmikið á þessu. Skólinn ætti að gera meira af því að bjóða upp á svona efni. Kyn- fræðslan í skólanum var t.d. alls ekki nóg. Þarna gátum við spurt beint og við fengum svör við öllu. Þetta á örugglega eftir að nýtast mér. Það nýtist manni alltaf allt sem maður lærir. Ertu byrjaður að undirbúa dag- inn? Já, það verður rosa veisla og við erum byrjuð að undirbúa það allt. Ég hlakka mikið til. Mér finnst að þeir krakkar sem ekki trúa ættu að fara í þessa borgara- legu fermingu. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mynd: Kristinn Mynd: Kristinn

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.