Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 7
íGAR
1.000.
Gjöfin
20-142.000
Jæja, þá er búið að sjá fyrir
fötum á barnið, kaffihlaðborði og
hentugu húsnæði, þá er ekkert
eftir nema fermingargjöfin. Það
er sjálfsagt ærið misjafnt hvað
gefið er og misdýrt en þeir krakk-
ar sem rætt var við nefndu flest
eitthvert húsgagn. Flest bjuggust
við að fá annað hvort rúm eða
skrifborð. Meðalskrifborðið
kostar svo meðalforeldrana um
20.000,00 kr. Meðalrúmið er hins
vegar heldur dýrara en það kost-
ar um 30.000,00 kr. Margir fá líka
skíði en þau kosta um 22.000,00
kr. með nauðsynlegum útbúnaði.
Sum töldu sig geta búist við úri en
þau kosta um 10.000,00 kr .
Nokkur nefndu utanlandsferð og
þá svokallaðar skólaferðir en þá
er farið í sumarbúðir og dvalið
þar í 3 vikur á meðan tungumál
viðkomandi lands er numið.
Pessar ferðir kosta að meðaltali
66.000,00 kr. og nú er hætt við að
meðal foreldrunum fari að
blöskra. Það er þó ekki víst því þó
nokkrir krakkar töldu öruggt að
þau fengju hljómtæki, en meðal-
verð þeirra er um 50.000,00 kr.
Þau voru líka fáein sem sögðust
fá tölvu en þá fer meðalforeldrið
sennilega að svitna og spyrna við
fótum því meðaltölva kostar
142.000,00 kr.
Af þessu má svo sjá að vissu-
lega eru möguleikarnir margir og
hver ferming ólík annarri, en af
! þessu er þó óhætt að slá því föstu
að meðalferming kosti meðalfor-
eldra um 80.000,00 kr. Þá er óta-
linn ýmiss aukakostnaður svo
sem blóma- og borðskreytingar,
ljósmyndari eða vídeóupptöku-
maður o.s.frv. Það er kannski
eftir allt saman ekki með öllu
óraunhæft að líkja fermingu við
blótveislur Mammons. Hitt er þó
og verður að telja satt að það er
erfitt undan að víkjast. Meðalfor-
eldrið verður víst bara að bíta á
jaxlinn í ár eins og undanfarin ár
og reyna að ná sér í meiri yfir-
vinnu.
yrði ekki hallærislegur, nóg að
vera minnsti fermingar-
drengurinn þótt ofan á bættist
ekki einhver bjánaskapur. Einu-
sinni hafði hann fengið úr páska-
eggi málsháttinn: „Ekki er píka
nema punti sig.“ Nú var röðin
komin að honum og það er alltaf
jafn ógnvekjandi að taka sig út úr
hóp. Hann kraup og roðnaði fyrir
augliti Guðs og allt rann út í
rauða móðu...
Fermingarveislan var fyrsta til-
efni fjölskyldunnar til að koma
saman síðan eftir skilnaðinn.
Frændur og frænkur aftan úr ætt-
um. Auðvitað var erfitt að finna
umræðuefni fyrir svo ósamstæð-
an hóp. Þrátt fyrir allt er svo fátt
sem má tala um. Menn reyndu að
búa til umræðuefni úr atvinnulífi
viðmælandans: Eruð þið að fá
hann? Hvað ertu á stórum bát?
60 metra?
^riis4Pfvo;n
SAMSTÆÐAN
VERÐ:
58,500 stgr.
VERÐ:
án geislaspilara
41,800 stgr.
• 16 aðgerða þráðlaus fjar-
stýring
• Magnari: 2x60W með 5
banda tónjafnara
• Útvarp: FM/AM/LW, 24
stöðva minni og sjálfvirkur
stöðvaleitari
• Segulband: tvöfalt með
hraðupptöku, Dolby B og
samtengdri spilun
• Plötuspilari: reimdrifinn,
hálfsjálfvirkur
• Geislaspilari: með tvö-
faldri „digital/analog“ yfir-
færslu, 16 minni, lagaleit
ofl.
• Heyrnartæki
• Hátalarar: 70W þrískiptir
JAPÖNSK
GÆÐI
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780
. ..kjörin leið til sparnaðar
er Kj örbók Landsbankans
Betri. einfaldari og öruggari leiö til ávöxtunar sparifjár er vand-
fundin. Háir grunnvoxtir og verötryggingctrákvæöi tryggia góöa
ávöxtun. Aö auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 16 og 24
mánuöi. Samt er innstæöa
Kjörbókar alltal laus
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 7