Þjóðviljinn - 29.03.1990, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 29.03.1990, Qupperneq 8
FERMINGAR A&nælisdagabókin é>kálda er sígild og góð fermingargjöf Verð kr. 3.112 SfMAR 13510 - 17059, PÓSTHÓLF147. Fermingar hafa ekki alltaf verið með sama sniði og nú. Það er llka misjafnlega að fermingarbömunum búið og þó það hafi í sjálfu sérekkert breyst er öruggt að í þessu gnægtaþjóðfélagi er betur að börnunum búið en áður var. Það er því ekki alveg úr vegi að skoða fermingar eins og þær gátu verið fy rr á áru m. T ryggvi Emilsson lýsir fermingardeginum sínum í bók sinni Fátækt fólk. T ryggvi fermdist árið 1916, svo ekki er svo ýkjalangur tími liðinn síð- an þá, en gef um T ryggva orð- ið: Ekki var ég laus allra mála þó ég slyppi sæmilega við spurning- arnar, nú var eftir að standast ferminguna og kveið ég fyrir þeim degi eins og dæmdur maður en ekki var það vegna guðs- orðanna, og þess sem mundi mæta mér í eilífðinni heldur voru veraldlegir smámunir að velkjast fyrir mér. Sjaldan hefir fátæktin þjakað mig meir en dagana fyrir ferminguna, ég átti nefnilega engin föt til að vera í þegar ég gengi fram fyrir sjálfan guðdóm- inn í kirkjunni. En þessu bjargaði faðir minn á síðustu stundu og keypti föt á fomsölu, voru það stuttbuxur gráar og grá treyja, fylgdi þessu skyrta með lausum kraga og bindi, ekki var ég ánægður innra með mér, þar sem vani var að nota svört föt við svona athöfn, en nú varð að tjalda því sem til var og tók nú ráðskonan til óspilltra málanna að breyta fötunum sem voru alltof stór. Á Gili var fenginn lán- aður tvinni sem ég sótti þangað, nál var til. Ekki var þessi fátæka kona búin þeim þægindum að eiga saumavél en straujám var hitað í eldi og fötin urðu að fermingarfötum. Svo kom fermingardagurinn eins og tröll úr náttmyrkri, mér ægði við svo mikilfenglegum degi, fötin sem ráðskonan hafði vakað yfir og seinast pressað með járni, vom enn of stór, of víð og ermamar of langar, mig dreymdi hræðilega drauma og hrökk upp með andfælum, klukkan var fjögur að morgni og ég fór að tína á mig spjarimar, ekki veitti mér af að fara snemma á stað, það átti að ferma fyrir hádegi. Eg varð föður mínum samferða út úr bæn- um, hann var að ganga á heiðina í morgunsárinu, við kvöddumst á hlaðinu og hékium sinn í hvora áttina. Tíðarfar hafði verið stirt undanfarið en nú hafði skaparinn séð sig um hönd og það var komið besta veður eftir langan vetur sem tók drjúga sneíð af vorinu. Hraun í Öxnadal, en þarvar Tryggvi Emilsson fermdur snemma á öldinni. fellu. Nú voru aðeins tvær bæjar- leiðir eftir, en minni snjór og hægt að þræða með börðin með- fram ánni og kominn var ég í tæka tíð að Bakka. í þessari ferð sá ég lítið af fuglum nema nokkra snjó- tittlinga en skammt frá Bakka sat lóa á barði, hún söng svolítið vor- ljóð og þótti mér það góður fyrir- boði og var því léttur í lund þegar ég gekk í hlað á kirkjustaðnum. Það var enginn úti við á þessum bæ svo ég tyllti mér á kirkjugarðs- vegginn og beið átekta. Dálítinn böggul bar ég með mér til kirkj- unnar og voru þar í þurrir sokkar og sauðskinnsskór bryddaðir og þar sem ég sat á grasi grónum veggnum fór ég úr bleytunni, vatt sokkana og íleppana og breiddi til þerris fram yfir fermingu og þarna á veggnum geymdi ég líka derhúfuna og leðurskóna, þegar þessu var lokið og ég kominn í þurrt var bærinn opnaður og út kom drengur sem Þórir hét og var ögn eldri en ég og bauð hann mér strax í bæinn og inn í baðstofu til móður sinnar. Húsmóðirin þarna á Bakka hét Ólöf Guðmunds- dóttir og tók hún á móti mér af slíkum hlýleik að tæpast gat ég tárum varist, hún lét vinnukonu sína, sem Stefanía hét, bera fyrir mig mat í búri, lét mig að máltíð Iokinni klæða mig úr treyju og skyrtu og þvo mér rækilega um andlit, háls og hendur og var ekki spöruð sápan. Það var Stefanía sem sá um þvottinn, hún talaði við mig um það Bakkaselsfólk föður minn og hans ráðskonu með reiðilegum orðum að láta mig fara í þessum fötum aleinan til fermingarinnar, þá lét Ólöf mig setjast á rúmið hjá sér og færði mig í hreina skyrtu sem hún gaf mér án skilyrða og lagfærði fötin eftir föngum, hún talaði um fátæktina á Bakkaseli og bar blak af því góða fólki. Að þessari hreinsun lokinni gekk ég á stað til kirkjunnar, kembdur og þveginn en með dálítil sárindi í hj artastað. Við vorum fjögur fermingar systkinin: Bjarni Kristjánsson frá Efstalandskoti, Helga Sigfús- dóttir frá Steinsstöðum og Vigdís Jónasdóttir frá sama bæ. Öll höfðu þau náð tilskildum aldri, ég einn þurfti konungsleyfi til að fermast þetta vor. Strax þegar Bjami sá mig koma innan úr bæn- um gekk hann á móti mér og varð mér samferða inn í kirkjuna, hann var í nýjum fötum svörtum, í hvítri skyrtu með slaufu og því mjög fínn í tauinu, en hann Bjami var meira en fötin tóm, hann var úrvalsdrengur, hann fann að ég var vinar þurfi og við settumst saman á bekkinn. Þegar við þessi fjögur, sem fermast átt- um, voram sest inn í kór og allt var næstum fullkomnað hóf séra Theódór að predika, hann var stirðmæltur og seinn og rétt mjakaðist áfram í ræðunni, en henni lauk og þá var spilað á org- el og sungið og varð léttara yfir um stund en síðan tók presturinn til við að spyrja okkur út úr fræðunum, hann lét mig þylja tvo af þeim sálmum sem prentaðir vora aftast í langa kverinu, sálma sem ég lærði á Draflastöðum og með sanni kunni ég þá reip- rennandi þó hvorki væri ég upplitsdjarfur né hátalaður en það gilti raunar einu, þessa sálma skildi engin jarðnesk vera. Öll svöraðu þessi fermingar- systkini mín vel fyrir sig og svo vora þetta góðir og háttprúðir krakkar að ég fann minna til smæðar minna en ella hefði ver- ið. Ekki þorði ég að líta til þeirra Helgu og Vigdísar, svo vora þær fi'nar og fallegar, en þó fann ég að það stafaði frá þeim hlýju. Að loknum spurningum lét prestur- inn okkur meðtaka hold og blóð hins krossfesta og er það eini vín- vökvi sem ég hefi neytt um dag- FÁTÆKT FÓLK Nokkurt frost var og gangfæri allgott á hjarninu meðan ekki skein sól. Skelfing var ég lítil- fjörlegur þar sem ég hljóp við fót fýrstu bæjarleiðina með hjarn á alla vegu og kulda í huganum, fátækastur og verst til fara af öllum krökkum í dalnum, einn á ferð og eiga eftir að ganga átta langar bæjarleiðir, lítill og hor- aður strákur og svangur. Engin hreyfing var á fremstu bæjunum, Gili og Varmavatns- hólúm og Bessahlöðum en þegar ég fór fyrir neðan Þverbrekku var farið að rjúka og nú var sólin komin upp og skein á fannabreið- umar og brátt fór að vaða í skóvarp. Á hlaðinu á Hálsi stóð Baldvin bóndi Sigurðsson, hann spurði mig hvert halda skyldi en bauð mér síðan í bæinn upp á góðgerðir og varð ég fegnari en frá verði sagt. En nú versnaði færið í sólbráðinni og ég varð blautur í fætur og skinnskórnir fóra að epjast á fótunum á mér. Á Hraunshlaði stóð hrepp- stjórinn, Stefán Bergsson, ég heilsaði honum með handabandi og tók hann því en var svo kulda- legur að ég flýtti mér á stað með hund á hælunum sem gelti í sí-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.