Þjóðviljinn - 28.04.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.04.1990, Blaðsíða 3
Forseti íslands FRETTIR Sýnum hug okkar Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og verndari land- græðsluskóga, hvetur landsmenn til að sýna hug sinn í verki í land- græðsluátakinu, sem efnt verður til á þessu ári í tilefni af 60 ára afmæli Skógræktarfélags íslands. Nú um helgina fer fram lands- söfnun til styrktar átakinu og taka um 2000 manns þátt í sölu Grænu greinarinnar í því skyni. I sumar er síðan áætlað að gróður- setja hálfa aðra miljón trjá- plantna víða um land. „Nú er að hefjast eitt mesta átak í landgræðslu og skógrækt frá upphafi vega hérlendis. Þessu verkefni, Landgræðsluskógum - átaki 1990, er ætlað að valda straumhvörfum í gróðursögu landsins. Takmark okkar er að rækta upp nýja skóga á 75 stöðum um land allt. Þessa viðleitni ættu allir landsmenn að styðja, og klæða þannig gróðursnauð svæði í grænan búning gróskunnar. Að- eins með sameiginlegu átaki get- um við skilað komandi kynslóð- um grænni og fegurri ættjörð. Sýnum hug okkar í verki - styðj- um Landgræðsluskóga - átak 1990,“ segir forseti í kveðju sinni til landsmanna. Reykjavík H-listinn á vettvang Ólína Þorvarðardóttir: Nú býðst Reykvíkingum raunhœfur valkostur H-listinn er breiðfylking Reykvíkinga og vaxtarsprot- inn í íslenskum stjórnmálum. Við setjum manneskjuna í öndvegi. Nú býðst fólki raunhæfur val- kostur í borgarmálum, við erum Hitt-framboðið, sagði Olína Þor- varðardóttir, oddviti H-listans þegar listinn var kynntur í gær. H-listinn kynnti málefnaá- herslur sínar í gær, en þær eru í meginatriðum þær sömu og hjá minnihlutaflokkunum í borgar- stjórn. Að sögn Ólínu leggur Nýr vett- vangur megináherslu á dagvist- armál, öldrunarþjónustu, hús- næðismál, umhverfismál og lýð- ræðislegri stjórnarhætti. H- listinn kveðst meðal annars ætla að fjölga dagvistarrýmum um 1800 á næsta kjörtímabili ef hann kemst til áhrifa. Þá hefur Nýr vettvangur uppi áform um að flýta hreinsun strandlengjunnar verulega. Úrslit í prófkjöri Samtaka um nvian vettvang, Alþýðuflokksins og fleiri voru bindandi fyrir átta efstu sætin. Ólína Þorvarðardótt- Bjarni P. Magnússon, Ólína Þorvarðardóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Hrafn Jökulsson: Við erum „Hitt framboðið". Mynd Jim Smart. Ármann Kr. Einarsson rithöfundur afhenti Karli Helgasyni íslensku barnabók- arverðlaunin 1990. Mynd Kristinn. Bókmenntir Karl Helgason hlaut bamabóka- verölaunin Fimmta skiptið sem nýr höfundur hlýtur verð- launin Karl Helgason ritstjóri Æsk- unnar hlaut á flmmtudag ís- lensku barnabókarverðlaunin sem afhent voru við athöfn hjá bókaforlaginu Vöku-Helgafelli í gær. Verðlaunabókin ber titilinn I pokahorninu og er þetta flmmta árið í röð sem Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka veitir verð- laun þessi að aflokinni árlegri samkeppni. Að þessu sinni bárust 29 hand- rit í samkeppnina og komu verð- launin í fimmta sinn í hlut höf- undar sem ekki hefur áður komið við sögu á bókamarkaðinum. í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir að í poka- horninu sé þroskasaga ungs drengs í nútímasamfélagi og heimi söguhetjunnar sé lýst af næmni og skilningi en jafnframt er skoplegu ljósi brugðið á að- stæður. Ólafur Ragnarsson formaður stjórnar sjóðsins afhenti höfundi viðurkenningarskjal og fyrsta eintak bókarinnar og Ármann Kr. Einarsson rithöfundur af- henti honum síðan verðlaunin, 150.000 krónur. Þá flutti menntamálaráðherra Svavar Gestsson stutt ávarp og óskaði höfundi heilla, en ráðu- neytið lagði til hluta verð- launanna í tilefni málræktarátaks 1989. í máli ráðherra kom m.a. fram að til stendur, í tengslum við átak í menningarmálum barna, að bæta hag barnabókahöfunda sérstaklega og verða hafnar við- ræður við Rithöfundasamband íslands vegna þess á næstunni. Þá skýrði ráðherra einnig frá þeirri ákvörðun að skóladagur 6-8 ára barna verður lengdur og verður lögð áhersla á að nýta viðbótar- tímann til að auka verk- og list- greinakennslu. _víj_ Útflutningur Fiskurinn út lifandi? Magnús Gunnarsson telur að huga verði að þessum útflutningi í alvöru sem og Eg er ekki í nokkrum vafa um það að flskeldi á hér mikla framtíð fyrir sér og þá er ég ekki aðeins að tala um laxeldi heldur og einnig eldi á þorski sem og öðr- um nytjaflskum. Jafnframt tel ég að i næstu framtíð verði hugað að því i alvöru að héðan verði fluttur út lifandi flskur á erlenda mark- aði, segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Sölusamtaka íslenskra flskframleiðenda. Magnús segir þessar hugmynd- ir vera síður en svo óraunhæfar og bendir á að um 10% af öllum þorskeldi í hafbeit þeim fiski sem seldur er á fisk- markaðnum í Tokyo sé lifandi. Þar við bætist að flutningatæknin sé sífellt að verða fullkomnari sem og samgöngur til og frá landinu. Til að koma fisknum lif- andi á markað eru notaðir þar til gerðir plastpokar sem fiskurinn er fluttur í og til að halda honum lifandi er dælt súrefni ofan í pok- ana. Til að ná fisknum lifandi telur Magnús að verði að veiða hann m.a. í gildrur eða þá að fanga hann lifandi úr hafbeit. „Mér finnst full ástæða til að þessari Laugardagur 28. hugmynd um þorskeldi í hafbeit sé fylgt eftir því í hafinu hér við land eru einhverjir þeir gjöfu- lustu hagar sem finnast fyrir fi- skeldi,“ segir Magnús Gunnars- son. í þessu sambandi hefur löngum verið horft til fjarða sem Eyja- fjarðar og innfjarða ísafjarðar- djúps. Ólafur Halldórsson fiski- fræðingur hjá Fiskeldi Eyjafjarð- ar segir að það þurfi rannsóknar við áður en hægt er að segja nokkuð til um það sem og hvort fæðuskilyrði séu þar fyrir hendi. -grh apríl 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 ir dagskrárgerðarmaður v.erður í efsta sæti, Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi í öðru, Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi í þriðja, Guðrún Jónsdóttir arki- tekt í fjórða, Hrafn Jökulsson rit- höfundur í fimmta, Ásgeir Hann- es Eiríksson alþingismaður í sjötta, Gísli Helgason tónlistar- maður í sjöunda og Aðalsteinn Hallsson fulltrúi í því áttunda. Níunda til fimmtánda sætið skipa þau Pálmi Gestsson leikari, Kristín Dýrfjörð Rirgisdóttir fóstra, Sigurður Rúnar Magnús- son hafnarverkamaður, Ásbjörn Morthens tónlistarmaður, Rut L. Magnússon tónlistarmaður, Reynir Ingibjartsson fram- kvæmdastjóri og Helgi Björns- son leikari. Guðrún Jónsdóttir félagsráð- gjafi og fyrrverandi borgarfullt- rúi Kvennaframboðsins er í heiðursæti listans, en fyrir ofan hana eru tveir fyrrverandi ráð- herrar, þeir Magnús Torfi Ólafs- son og Magnús H. Magnússon. -gg HELGARRÚNTURINN VORÞRÁIN er komin á alvarlegt stig hjá þjóðinni þar sem hún stendur föst í skaflinum, þetta fer að verða pínlegt. Öllum brögðum er beitt til að töfra fram góða veðrið sem að sögn á að fylgja vorinu. Kannski gengur það á sunnudaginn þegar tveir kórar kenndir við Hamrahlíð sameinast um vorfagnað þar sem þeir syngja íslensk og erlend söngverk en inn á milli verður leikið á hljóðfæri, dansað og lesin ljóð. Fagnaðurinn fer fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefst kl. 14.30. En hvað sem veðrinu iíður þá er vorvertíð tónlistarskóla í fullum gangi og í dag kl. 14 verða vortónleikar yngri nemenda Tónmennta- skólans í Reykjavík í íslensku óperunni. Klukkan 16 verða norrænir tónleikar í Norræna húsinu þar sem Matts Eriksson fiðluleikari og Carl Otto Erasmie píanóleikari leika listir sínar. Og klukkan 17 syngja Árnesingakórinn og Samkór Selfoss í Langholtskirkju. Á sama tíma hefjast píanótónleikar Sigurðar Marteinssonar í Tónlistarskólanum á Akureyri. Að vanda verð- ur Heiti potturinn opinn í Duus-húsi annað kvöld en þar leikur Kvartett Friðriks Theodórssonar... ÁHUGALEIKLISTIN blómstrar um þessar mundir og í kvöld verður 7. sýning af 10 á nýjustu afurð Hugleiks, Yndisferðum, á Galdraloftinu í Hafnarstræti. Vestur á Isafirði frumsýnir Litli leikklúbburinn Sönginn frá Mylai eftir Jökul Jakobsson í kvöld og Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Hróa hött í dag og á morgun kl. 14. Leikhóparnir eru einnig á fullu og annað kvöld er allra síðasta sýning á Hjartatrompett Kristínar Ómarsdóttur í Skeif- unni 3c. Á sama stað sýnir Kaþarsis Sumardag eftir Mrozek í kvöld. Örleikhúsið er hins vegar á ferðinni um Norðurland með Logskerann og sýnir á Skagströnd í kvöld, í Hrísey í hádeginu á morgun og á Ölafsfirði annað kvöld. Nú, og ekki slá atvinnu- leikhúsin heldur slöku við, þótt þau séu jafnvel í húsnæðishraki. Þjóðleikhúsið sýnir Stefnumót í Iðnó í kvöld og er það næstsíðasta sýning. Leikfélag Reykjavíkur er að sönnu ekki í húsnæðishraki og sýnir Hótel Þingvelli á stóra sviðinu í Borgar- leikhúsinu í kvöld og Vorvinda á morgun en á litla sviðinu er Sigrún Ástrós að stíga sín fyrstu skref og verður sýnd í kvöld og annað kvöld. Norður á Akureyri er svo verið að sýna Fátækt fólk og verður sýning á því í kvöld. Síðast en ekki síst er allra síðasta aukasýning í Islensku óperunni annað kvöld á Carmina Burana og Pagliacci sem enginn má missa af... VERÐLAGH) á íslandi stendur örugglega undir eins og einni ráðstefnu og hún verður haldin á vegum Kaupmannasamtak- annaíHótel Örk í Hveragerði í dag og hefst kl. 13.30. ÍNorræna húsinu verða tveir fyrirlestrar um helgina. I dag kl. 14 ræðir Svíinn Kristian Gerner um Austur-Evrópu og á morgun kl. 16 ræðir landi hans Gunnar Hoppe um kynni sín af íslendingum á eftirstríðsárunum. Mannlíf í framtfð er yfirskrift ráðstefnu sem verður að Bifröst í Borgarfirði í dag og hefst kl. 14 en hún er haldin í tengslum við M-hátíð á Vesturlandi. í kvöld verður svo fundur í Kvæðamannafélaginu Iðunni að Hallveigarstöðum og í Ásgarði í Garðabæ fer íslandsmótið í samkvæmisdansi fram frá morgni til kvölds bæði á dag og á morgun enda um 500 pör mætt til leiks...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.