Þjóðviljinn - 28.04.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Græna greinin
Nú um helgina verður leitað til fólks um kaup á „Grænu
greininni", til styrktar Átaki 1990 - ræktun landgræðslu-
skóga. Átakið er gert í tilefni af 60 ára afmæli Skógræktarfé-
lags íslands og vel verið vandað til undirbúnings. Sérfræð-
ingar hafa valið 73 staði, þar sem sáð og plantað verður í
fyrstu atrennu, einkum í gróðursnautt land. Fjöldi samtaka
og einstaklinga styður Átakið, og jafnvel erlend ríki, með
gjöfum til „Vinaskógja".
Horfur eru á með Átaki 1990 sé hleypt af stokkunum einu
viðamesta átaki sem um getur í skógrækt og landgræðslu á
íslandi, en það byggist að miklu leyti á góðum undirtektum
fólks við „Grænu greininni" næstu daga og sjálfboðaliða-
vinnu í sumar.
Ekki síst er það gleðilegt við Átak 1990 að nú er reynt að
undirbúa og virkja æsku landsins til árangursríkrar þátttöku í
endurheimt landgæða. AðstandendurÁtaks 1990 hafa látið
útbúa sérstök verkefni og veggspjöld sem send eru öllum
grunnskólum landsins. Menntamálaráðuneytið hefur lagt
sitt af mörgum og beint því til skólanna að helga þessu
verkefni einn dag til vinnu og verkefnalausna.
Átak 1990 er viðfangsefni sem allri þjóðinni er boðið að (
taka þátt í á sumri komanda með starfi á landgræðslustöðu-
num og verða þar meðal annars kennd handtök við gróðurs-
etningu. Hér er ef til vill fundin góð leið til þess að fá öllum
tækifæri til að leggja sitt af mörkum til umhverfismála. Eitt
skilyrðið fyrir vali landgræðslusvæðanna 73 var að þau yrðu
aðgengileg og opin almenningi, enda er einn tilgangur Á-
taksins að koma upp útivistarskógum.
Ástæða er til að hvetja fólk til að taka sölufólki „Grænu
greinarinnar" vel og gerast um leið þátttakendur í
straumhvörfum í gróðursögu íslands.
M-háb'ð á
Vesturlandi
Menningarviðburðir þeir í landshlutunum sem Sverrir
Hermannsson efndi til í menntamálaráðherratíð sinni undir
nafninu M-hátíðir hafa reynst happadrjúgt skref. Fjölbreytni
þeirra og umfang hefur aukist, eins og best sést á þeim
dagskrám sem íbúar á Vesturlandi hafa undirbúið og nú eru í
fullri framkvæmd.
Sem dæmi um þá myndarlegu frjóanga sem kviknað hafa
af þessu tilefni er ráðstefna sú sem haldin er í Samvinnu-
háskólanum í Bifröst í dag. Fyrst og fremst hafa M-hátíðir
snúist um leiklist, söng, myndlist, bókmenntir og aðrar list-
greinar og listiðnað, en nú er sviðið stækkað að mun. Ráð-
stefnan í Bifröst heitir „Mannlíf í framtíð“ og sem dæmi um
viðfangsefni hennar nægir að nefna heiti þeirra erinda sem
þar eru flutt: Stjórnskipulag og stjórnsýsla, - Stjórnun fyrir-
tækja, - Landbúnaður og sveitastörf, - Samgöngur og
markaðsmál, - Trú og menning, - Menntun og fræðsla, -
Land og fólk, - Mannlíf í framtíð. Auk þess lesa borgfirsk
ungmenni úr ritgerðum sínum sem tengjast framtíðarhug-
myndum þeirra.
Tilgangurinn með þessu breiða verkefnavali er sá að
opna sýn inn í 21. öldina á ýmsum sviðum, með Borgarfjörð í
brennidepli. Þótt sum umræðuefnanna virðist við fyrstu sýn
ekki tengjast menningarmálum í þrengsta skilningi, ber ráð-
stefnan vitni um skilning aðstandendanna á því að menning
verður ekki aðskilin frá öðrum þáttum þjóðlífsins, en
blandast ef vel er inn á öll svið atvinnulífs og félagsmála. Það
er einmitt eitt mikilvægasta verkefni lista og menningar að
veita hugmyndum, skynjun og lífrænum skilningi inn í allt
atferli þjóðarinnar.
Sjónvarpið hefur ágætlega greint frá fyrri M-hátíðum með
sérstakri dagskrárgerð og vonandi verður framhald á slíku.
Athygli hefur vakið hve almenn og kröftug þátttaka almenn-
ings og margvíslegra félagasamtaka hefur verið í M-
hátíðum á Vesturlandi, ekki síst í Stykkishólmi, og má geta
þess að Stórsveit Stykkishólms heldur glæsilega tónleika
víða á Snæfellsnesi um þessa helgi. M-hátíðirnar laða fram
krafta og samstilla fólk, auk þess sem þær leggja grundvöll
að áframhaldandi menningarstarfi með því að virkja svo
marga sem raun hefur orðið á. Sú mannrækt sem hér er á
ferð er mikilvæg forsenda blómlegs og eftirsóknarverðs lífs í
dreifbýlinu. ÓHT
KLIPPT OG SKORIÐ
Kerfi eða sið-
ferðiskrafa
Hér í blaðinu var um það fjall-
að í leiðára á dögunum, að sú
útópíska hugsun hefði leikið
marga sósíalista grátt, að þeir
ættu fyrst og síðast að keppa að
tilteknu rammskipulögðu efna-
hagskerfi, sem treyst væri tilað
Ieysa úr bæði öllum neysluþörf-
um manna og svo sambúðar-
vanda. Farsælla væri að menn
hefðu hugann við sósíalismann
sem óforgengilega siðferðilega
kröfu um jafnrétti, kröfu sem
höfð væri að leiðarljósi til að
herja á ranglæti og forréttindi
hvers tíma.
Þessi ummæli hafa orðið dálka-
höfundum Alþýðublaðsins og
Tímans að tilefni til þess að reka
upp stórar rokur. Alþýðublaðið
vill láta svo heita í „Onnur sjón-
armið“ í gær að í fyrrgreindum
leiðara sé verið að réttlæta ríkis-
kommúnismann austurevrópska.
Þetta er náttúrlega vitleysa: sá
kommúnismus var einmitt hafður
sem víti til varnaðar hér í blaðinu
- ekki síst um það hve lamandi
áhrif það hefur haft á marga
vinstrisinna að binda smærri eða
stærri vonir við það að úr víta-
hring valdaeinokunar rættist þar
eystra.
Ekkert nýtt
undir sólunni
Fróðlegri er sú athugasemd
sem Oddur Ólafsson hjá Tíman-
um gerir um Þjóðviljaleiðarann í
sínum pistli „Vítt og breitt“ í gær.
Hann segir þar m.a.:
„Nú segir Þjóðviljinn fullum
hálsi að inntak sósíalismans sé að
fylgja eftir þeirri siðferðilegu
kröfu að allir menn séu fæddir
jafnir og forréttindi andstæð
manngildishugsjóninni... Endur-
skoðunarsinnar allaballa eru
farnir að finna grundvöll hug-
myndafræði sinnar í Mannrétt-
indayfirlýsingu Bandaríkjanna, í
ákvæði sem tekið var upp í stjórn-
arskrána og franskir byltingar-
menn gerðu síðar að sínu. Fíug-
myndin um að allir menn séu
fæddir jafnir er auðvitað miklu
eldri en amrísku landsfeðurnir
gerðu hana að afdráttarlausu
skilyrði og lögbundu hugmynd-
ina.“
Af öllu saman dregur Oddur
Ólafsson svo þá ályktun að til
einskis hafi þeir stritað Marx og
Engels og aðrir hugmyndasmiðir
sósíalista - fyrst landsfeður
Bandarikjanna hugsuðu hátt
nokkrum áratugum á undan
þeim.
Fyrirheit og
veruleiki
Þetta er mikill misskilningur.
Hreyfingar rísa ekki vegna
þess að frumkvöðlar þeirra hafi
endilega dottið niður á eitthvað
sem aldrei var áður sagt. Franskir
og bandarískir byltingarmenn á
átjándu öld sóttu sitt af hverju
aftur í aldir, meðal annars í ýmis-
leg fyrirheit kristninnar um nýja
jarðneska Jerúsalem. En þeir
voru „nýir“ og jafnvel „frum-
legir“ á sinni tíð vegna þess að
þeir vildu blátt áfram steypa úr
valdasessi þeim forréttindastétt-
um, sem voru í sjálfu sér tilræði
við fagurt tal um jafnrétti. Þeirra
byltingar spruttu, eins og aðrar
byltingar, af því að þeim þótti
ójjolandi djúp staðfest milli hins
æskilega og hins raunverulega í
mannlegu félagi.
Síðan gerist það að allar bylt-
ingar mistakast að verulegu leyti.
Sú bandaríska þóttist „lögbinda"
jafnréttiskröfuna - en það er
mikil sögublinda hjá Oddi Ól-
afssyni að muna ekki eftir því,
hve rækilega sú krafa var svikin
frá upphafi. Þeir sem settu ný-
stofnuðum Bandaríkjum frjáls-
legustu stjórnarskrá í heimi, þeir
voru sjálfir þrælahaldarar! Þræla-
hald var við lýði í hundrað ár eftir
frelssistríð Bandaríkjamanna
eins og allir vita og þurfti skæða
borgarastyrjöld til að losna við
það út úr heiminum. Og önnur
hundrað ár þangað til Martin
Luther King og hans félagar ynnu
sigur á ýmislegu „apartheid“ í
Suðurríkjunum. Svipað má svo
segja um fyrirheit frönsku bylt-
ingarinnar um frelsi, jafnrétti og
bræðralag. Þau voru höfð til að
gera erfðayfirstéttinni skrá-
veifur, en þau urðu til ósköp lítils
halds og trausts fátæklingum
frönskum, sem gengu jafnsvangir
til hvflu og áður og fannst að ekki
hefði annað gerst en auðurinn og
forréttindin hefðu skipt um hand-
hafa.
Eftir er enn
yðar hlutur...
Það er einmitt þess vegna sem
sósíalisminn verður til sem hreyf-
ing: fyrirheitin eru til, allt frá
dögum frumkristninnar, en fram-
kvæmdin lætur á sér standa. Höf-
undar sósíalismans taka svo upp
þráðinn eftir vonbrigði alþýðu
með borgaralegar byltingar nítj-
ándu aldar með því að leita svara
við einni lykilspurningu: er ekki
hægt að beita samtakamætti
verkafólks til breyíinga sem um
munar, til þess að fögur loforð
um jafnrétti og bræðralag hljómi
ekki lengur eins og háð og spott
um hlutskipti meirihluta þegn-
anna?
En ef að við reyndum að
brjótast það beint, kveður Þor-
steinn Erlingsson.
Þetta eru náttúrlega allt saman
sjálfsagðir hlutir, sem menn ættu
að þekkja. Líka á Tímanum, því
blaði sem lengst af hefur lifað í
hinni sælu söguskoðun, að saga
mannsandans hafi svosem ekki
verið mikið annað en nauðsyn-
legur aðdragandi að því að menn
komu saman fyrir meir en hundr-
að árum og stofnuðu Kaupfélag
Þingeyinga. ÁB.
KOÐRAN
Nýr jeppi
Borgari gegn við gíra sat
gullbryddum jeppa í.
Hann umhverfi vega í akstri mat:
„Mér ógna þau díoxíð-ský. “
„Égfyrirlítmengun, égfram úrek!“
Svo flautaði ráðherra og hló,
en bunga á svelli þá birtist frek,
og byltonum útaf í snjó.
Ráðsnjall í flýti í sitt ráðherrakver,
ritaði Júlíus stíl:
„Varasamt fremur að aka er
of umhverfissinnuðum bíl. “
Koðrán
þJÓÐVILJINN
Síðumúla 37-108 Reykjavík
Sími:68 13 33
Símfax:68 19 35
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Rltstjórar: Ámi Bergmann, ólafur H. Torfason.
Frétta8tjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson.
Aðrir blaöamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.), Garðar
Guöjónsson, Guömundur Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pótursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson
(Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, ÞrösturHaraldsson.
Skrif8tofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglý8ingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Bára Sigurðardóttir, Þorgeröur Siguröardóttir.
Biistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiöslu- og afgreiðslustjórl: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiösla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn:
Síðumúla 37, Reykjavík, sími: 68 13 33.
Símfax: 68 1935.
Augtýsingar: Síöumúla 37, sími 68 13 33.
Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf.
Prentun: Blaöeiprent hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helga rblað: 150 kr.
Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. apríl 1990