Þjóðviljinn - 28.04.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR
Alþingi
Kvótafrumvarp í óvissu
Ekki útilokað að meirihluti sjávarútvegsnefndar samþykki aðfresta kvótafrumvarpifram á haust. Ólafur Ragnar
Grímsson: Komið veru lega til móts við sjónarmið Alþýðubandalagsins. Framgangur málsins íefri deild ímikilli óvissu
Sjávarútvegsnefnd Alþingis af-
greiddi ekki frá sér frumvarp
um stjórnun fiskveiða eins og
vonir Stefáns Guðmundssonar
formanns nefndarinnar og Hall-
dórs Ásgrímssonar sjávarútvegs-
ráðherra stóðu til. Allar líkur eru
á að fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins í nefndinni leggi til frestun á
afgreiðslu frumvarpsins fram á
haust og að meirihluti nefndar-
innar samþykki þá tillögu. Þá
mun reyna á samstöðu stjórnar-
flokkanna í efri deild þingsins þar
sem sitja nokkrir óánægðir
stjórnarþingmenn.
Eftir að forystumenn stjórnar-
flokkanna höfðu gert með sér
samkomulag fyrr í vikunni sem;
fól í sér töluverðar breytingar á
frumvarpi sjávarútvegsráðherra,
töldu þeir víst að frumvarpið yrði
afgreitt frá nefndinni í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
í gær að þær breytingar sem gerð-
ar hefðu verið á frumvarpinu
gengju verulega til móts við þau
sjónarmið sem Alþýðubandalag-
ið hefði haft á lofti og tiltók þar
fjögur atriði. f fyrsta lagi með því
að bætt er við fyrstu grein frum-
varpsins ákvæði um að kvótinn
myndi ekki eignarrétt útgerðar-
innar á fiskistofnunum. I öðru
lagi eru tekin fyrstu skrefin í átt
að byggðakvóta, sem hefur verið
hornsteinn fiskveiðistefnu Al-
þýðubandalagsins. Það er gert
með því að sveitarstjórnir hafa
forkaupsrétt á skipum sem selja á
úr byggðalaginu. Þá er helming af
þeim kvóta sem Hagræðingar-
sjóður sjávarútvegsins á að hafa
til umráða, ráðstafað til byggðar-
laga en með þeim skilyrðum að
aflanum verði landað í byggðar-
laginu og hann unninn þar.
„Með þessu er verið að byggja
gangvirki byggðarlaganna inn í
fískveiðistjórnina og þau verða
virkir aðilar við stjórn fisk-
veiðanna," sagði Ólafur Ragnar.
í þriðja lagi er svo gerð tilraun
með takmarkaða kvótaleigu, en
þau sex þúsund tonn sem ekki
verða eyrnamerkt byggðarlögum
og Hagræðingarsjóður hefur yfir
að ráða, verða leigð til útgerðar-
innar. í fjórða lagi er svo skilið á
milli eftirlits- og úrskurðarvalds í
þeim deilum sem kunna að koma
upp um framkvæmd fiskveiðist-
efnunnar.
„Þá náðist samstaða um að
vinnan og umræðan um skipulag
fískveiðistj órnarinnar haldi
áfram í sumar og haust og á næstu
tveimur árum, en það er stefnt að
því að endurskoða frumvarpið
árið 1992. Upphaflega var það
ætlun hagsmunaaðila í LÍÚ að
tryggja varanlegt kerfi þeim í hag
og talsmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa einnig viljað það,“ sagði
Ólafur Ragnar.
Meirihluti sjávarútvegsnefnd-
ar efri deildar ákvað í gær að
fresta afgreiðslu málsins fram á
mánudag, við lítinn fögnuð sjáv-
arútvegsráðherra. Forsætisráð-
herra telur koma til greina að
þing komi saman að loknum
sveitarstjórnarkosningum til að
afgreiða frumvarpið, náist ekki
Nemendaleikhúsið
Glataðir
snillingar
Nemendaleikhús Leik-
listaskóla íslandsfrum-
sýnir Glataða snillinga
eftir William Heinesen
Nú er komið að lokáfanga leik-
listarnema Leiklistarskóla Is-
lands. Síðasta verkefni hópsins,
sem útskrifast í vor, verður leik-
gerð sögu Færeyingsins, Williams
Heinesens, Glataðir snillingar.
Eins og um flestar sögur
Heinesens gerist þessi í Fær-
eyjum og eru söguhetjurnar þrír
listelskir bræður. Fjallar ieikritið
um líf þeirra og samskipti við
aðra bæjarbúa, yfírvaldið og hið
kristilega bindindisfélag á staðn-
um.
Glataðir snillingar er sem fyrr
segir lokaáfangi nemenda eftir
fjörgurra ára nám við skólann.
Baltasar, Björn, Edda, Harpa, Eggert, Hilmar, Ingvar og Katarina útskrifast sem fullgildir leikarar ( vor.
Leikgerðina samdi Caspar
Koch, Þorgeir Þorgeirsson þýddi
verkið á íslensku. Leikstjóri er
Stefán Baldursson, leikmynd og
búninga hannaði Guðrún Sig-
ríður Haraldsdóttir, tónlistina
samdi Gunnar Reynir Sveinsson
og Egill Ingibergsson sér um lýs-
ingu. BE
Sölusamtök lagmetis
Þumbaldi stjómvalda
Lagmetisiðnaðurinn rekinn með tapi ífyrra. K. Jónsson & Costærsti framleiðandinn
Theódór S. Halldórsson fyrr-
verandi framkvæmdastjóri
Sölusamtaka lagmetis segir í síð-
asta tölublaði Ægis, riti Fiskifé-
lags íslands að ástæðan fyrir því
að sala á lagmeti til V-Þýskalands
drógst saman um þriðjung á fyrri
hluta síðasta árs sé sú, að íslensk
stjórnvöld svöruðu ekki áróðri
Grænfriðunga fyrr en of seint.
Þrátt fyrir þennan þumbalda
hjá íslensicum stjórnvöldum til að
verja hendur sínar gegn áróðri
Grænfriðunga, tókst að auka söl-
una á ný þegar orrahríðinni lauk
og var hún í árslok um 60% af
fyrri sölu.
Útflutningur Sölusamtaka lag-
metis á síðasta ári nam í íslensk-
um krónum 1.306 þúsundum sem
er liðlega 22% aukning frá árinu
1988. f tonnum talið nam út-
flutningurinn um 3.324 tonnum
af lagmeti en þar voru voru um
200 tonn framleidd í erlendri
verksmiðju. Að heildarsölu var
Útgáfa
MM kaupir Forlagið
Útgáfustefna Forlagsins óbreytt. Jóhann Páll Valdimarsson áfram
útgáfustjóri Forlagsins
g ókmenntafélagið
Mál og
menníng hefur keypt meiri-
hluta í Forlaginu sem Jóhann Páll
Valdimarsson veitir forstöðu. í
frétt frá MM segir að Forlagið
verði áfram rekið með óbreyttum
hætti að öðru leyti en því að MM
mun annast sölu og dreifingu á
útgáfubókum þess.
Forlagið hefur verið starfrækt í
sex ár en þá yfirgaf Jóhann Páll
Iðunni til þess að stofna nýtt út-
gáfufyrirtæki. Forlagið hefur á
síðustu árum gefið út 20-25 titla á
ári að meðaltali og meðal höf-
unda hafa verið margir úr
fremstu röð íslenskra rithöfunda.
í fréttinni frá MM segir að út-
gáfustefnu Forlagsins muni ekki
breytast og að ritstjórn þess verði
sjálfstæð og óháð MM. Hins veg-
ar tekur Mál og menning við sölu
og dreifingu bókanna enda hljóti
það að vera stefna útgefenda að
auka hagræðingu og samstarf í
því skyni að lækka bókaverð.
Loks segir að þetta skref sé stigið
með hliðsjón af því að í haust
bætist ísland „í hóp þeirra menn-
ingarþjóða sem hafa aflagt skatt-
heimtu á bókmenningu".
-ÞH
árið 1989 það stærsta í útflutningi
frá upphafi en engu að síður var
síðasta ár með þeim erfiðari sem
komið hafa hjá Sölusamtökun-
um. í heild var síðastliðið ár mjög
erfitt rekstrarár og var iðnaður-
inn í heild sinni rekinn með tapi.
Af einstökum framleiðendum
innan SL var verksmiðja K. Jóns-
sonar & Co á Akureyri langstærst
í heildarútflutningi eða með um
það bil 43% að verðmæti um
rúmar 562 miljónir króna. í öðru
sæti var Niðursuðuverksmiðjan
hf. á ísafirði sem framleiddi
niðursoðna rækju fyrir 154 milj-
ónir króna.
Að mati Theódórs S. Halldórs-
sonar er enn brýnna en áður að
fullvinna betur þann afla sem
berst að landi þegar samdráttur
er í fiskveiðum og til þess þarf að
sinna vöruþróun í mjög svo
auknum mæli. Með skipulegri
vöruþróun samfara stærri rekstr-
areiningum telur Theódór að
hægt sé að auka enn útflutning á
lagmetisvörum, auk þeirra hefð-
bundnu tegunda, sem fluttar hafa
verið út hingað til. -grh
um það samkomulag næstu daga.
Líklegt er að Karvel Pálmason
þingmaður Alþýðuflokks muni
greiða frestunartillögunni at-
kvæði sitt í efri deild og ekki er
útilokað að Skúli Alexandersson
Alþýðubandalagi geri slíkt hið
sama. Guðmundur Ágústsson
þingmaður Borgaraflokksins
mun að öllum líkindum láta af-
stöðu sína ráðast af þvf hvort
frumvarp um umhverfismálar-
áðuneyti fái afgreiðslu fyrir þing-
lok. En þrjá stjórnarþingmenn
þarf til að greiða atkvæði með
stjórnarandstöðunni í efri deild
til að fresta málinu eða fella það.
-hmp/Sáf
Sjómenn
Samráð við
yfirmenn
Formanns- og sambands-
stjórnarfundur Sjómannasam-
bands íslands sem haldinn var í
fyrradag ákvað að fela fram-
kvæmdastjórninni frekara fram-
hald kjaramála í samráði við
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands.
Að sögn Hólmgeirs Jónssonar
framkvæmdastjóra SSÍ hafa flest
öll aðildarfélögin samþykkt að
fela stjórnun þeirra heimild til
verkfallsboðunar. Ástæðan fyrir
því að ákveðið var að hafa
samráð við FFSÍ í kjaramálum er
sú að aðildarfélög þess eru að afla
sér verkfallsheimildar en þau eru
einnig með lausa samninga.
-grh
Kjarasamningar
Blaðamenn
samþykktu
í hádeginu í gær voru haldnir
fundir í Blaðamannafélagi ís-
lands um kjarasamninga við út-
gefendur og fóru þeir fram sam-
tímis í Reykjavík og á Akureyri.
Samningarnir sem fyrir lágu eru í
öllum meginatriðum samhljóða
samningum ASÍ og BSRB við at-
vinnurekendur sem gerðir voru í
febrúar. Samningarnir voru sam-
þykktir með 49 atkvæðum gegn
21 en þrír seðlar voru ógildir.
Samningarnir gilda fram í miðjan
september á næsta ári.
-ÞH
Vinnuferð til
Kubu í júlí
í sumar verður efnt til vinnu-
ferðar til Kúbu sem undanfarin
ár, en í fyrra fóru sjö íslensk ung-
menni í slíka ferð - gengu þau inn
í norrænan hóp, Birgada nordica,
sem vann við m.a. byggingar-
vinnu og ávaxtatínslu og fór einn-
ig í styttri og lengri kynnisferðir.
Lagt verður af stað 28. júní að
þessu sinni og dvalið á Kúbú í
júlí, unnið í þrjár vikur og ferðast
um landið í eina viku. Að þessu
sinni geta börn frá átta ára aldri
slegist með í för, og verður sér-
stök dagskrá skipulögð fyrir þau.
Umsóknarfrestur er til fímmta
maí - við umsóknum tekur Vin-
áttufélag íslands og Kúbu póst-
hólf 318, 121 Reykjavík. Uppl. í
síma 12695 og 622864.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNl Laua*’ lagur 28. apríl 1990