Þjóðviljinn - 23.05.1990, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 23.05.1990, Qupperneq 12
VIÐHORF Boða stofnun nýs flokks upp úr NV eftir Því miður neyðist ég til þess að rifja upp sögu: Það var Alþýðuflokkurinn sem eyðilagði samfylkingartilaunir vinstri manna vorið 1989 vegna Ölduselsskólamálsins. Um hvað snerist það: Það snerist um það að ég ákvað að foreldrar, íbúar hverfis og starfsmenn skóla skyldu hafa úrslitaáhrif um ráðn- ingu skólastjóra. Ég hef nú skipað Reyni Daníel Gunnarsson skólastjóra við Ölduselsskóla. Þar með hefur lýðræðið haft sigur. Það er hlálegt að sjá svo hlið við hlið á framboðslista ann- ars vegar fólk sem studdi lýð- ræðið í Ölduselsskóla og hins vegar fólk sem var á móti því að lýðræðið fengi að ráða. Það var Alþýðuflokkurinn sem með íhaldinu lagðist gegn niður- stöðunni í þessu máli; svo rammt kvað að þessu að formaður Al- þýðuflokksins kallaði mig ónefn- um í blöðum og öðrum fjölmiðl- um af þessu tilefni og Alþýðu- flokkurinn hótaði að standa að vantrauststillögu á undirritaðan með íhaldinu. Skjóta byssurnar sjálfar? Þetta er rifjað upp hér að gefnu tilefni: Mörður Arnason upp- lýsingafulltrúi fjármálaráðherra ræðst fram á ritvöllinn í gær og hefur í frammi málflutning sem er sem betur fer einstæður í sögu vinstrimanna. Einu sinni var spurt: Skjóta byssurnar sjálfar? Sú spurning er endurtekin hér. Ég fæ ekki betur séð en Mörð- ur Arnason telji eða hljóti að telja lífsnauðsyn að kljúfa Al- þýðubandalagið. Þar með er lif- andi komin stefnuskráin sem Óskar Guðmundsson gaf út í bókarformi eftir landsfundinn 1987 og þar með er afturgengin sú draumsýn sem þeir hannibalistar birtu okkur eftir 1967. Þessi draumsýn varð ekki að veruleika. Og hún verður ekki að veruleika. Jafnvel þótt Merði Árnasyni tæk- ist að brjóta Alþýðubandalagið á bak aftur þá munu kjósendur Svavar Gestsson skrifar og svarar Merði Árnasyni taka til sinna ráða: Það er ekki aðeins pláss á íslandi fyrir flokk eins og Alþýðubandalagið. Það er nauðsyn fyrir þróun vinstri stefnu á íslandi að slíkur flokkur verði til áfram og hann verður til. Kjósendur munu þá einfald- lega taka völdin af þeim foringj- um sem reyna að hunsa þá. SigurHyröi túlkaður sem sigur hægrikrata Það er greinilega ætlun greinarhöfundar frá í gær að sam- eina Alþýðuflokkinn og þann hluta Alþýðubandalagsins sem er honum þóknanlegur. Ég tek fram: Ég verð ekki með í þeirri för. Mér er ekki kunnugt um að Mörður Árnason og félagar hafi sett spurningarmerki við eitt ein- asta atriði í stefnuskrá Alþýðu- flokksins. Og vinni Nýr vettvang- ur kosningasigur í Reykjavík verður sá sigur notaður í þágu Al- þýðuflokksins og túlkaður sem sigur hinna rauðu ljósa. Það er með öðrum orðum gerð krafa um að Alþýðubandalagið leggi sig niður og gangi í heilu lagi í hægri- sinnaðasta krataflokk í heimin- um. Stuðningur við H-listann verður túlkaður sem stuðningur við þennan krataflokk og þar með - kröfuna og aðild íslands að evr- ópsku efnahagssvæði - álver á íslandi hvað sem það kostar - algera opnun íslensks hagkerfis fyrir erlendum aðilum. Hér eru aðeins þrjú dæmi nefnd og það má nefna fleiri. Reyntað breiðayfir ágreining innan H-lista Mörður Ámason reynir að breiða yfir það að nokkur póli- tískur ágreiningur sé á milli H- listans og G-listans í Reykjavík. Hann segir: „Ég hef ekki komið auga á neina þá einstæðu sérstöðu í mál- efnum eða mannavali sem geti ta- list gild forsenda fyrir ákvörðun ABR um sérframboð en ekki samfylkingu í borgarstjórnar- kosningunum.“ Hér er vísvitandi reynt að breiða yfir djúpstæðan málefna- ágreining milli einstakra fram- bjóðenda H-listans. Málefnin eru skýr. Þau eru grundvallarágreiningur um leik- skólamál. Þó að gerð hafi verið samþykkt um leikskólamál á veg- um H-listans halda frambjóð- endur hans úr Alþýðuflokknum fram annarri stefnu á framboðs- fundum. 2. Það hefur komið fram frá ein- um frambjóðanda H-listans að hann vill Áburðarverksmiðjuna burt. Öðrum að hún eigi að vera. „Mér er ekki kunnugt um að Mörður Árnason og félagar hafi sett spurn- ingamerki við eitteinasta atriði í stefnuskrá Al- þýðuflokksins... “ meðal annars þau sem ég nefndi hér á undan: Það eru hvorki meira né minna en sjálfstæðis- málin sem hafa verið undirstöðu- þátturinn í stefnu og starfi Al- þýðubandalagsins frá öndverðu. Og verða það á komandi árum og áratugum. Borgarstjórnarkosn- ingarnar eru ekki aðeins sveitar- stjórnarkosningarnar í venju- legum skilningi: Þær eru Iíka landsmáiakosningar og hafa áhrif á stöðu landsmála meðal annars á stöðu ríkisstjórnar þeirrar sem situr hver sem hún er. Einnig þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr í landinu. í annan stað er sá grundvallar- munur á G-lista og H-lista að G- listinn hefur stefnu og heilsteypt lið til að framfylgja stefnu en H- listinn er með lið úr öllum áttum og mun ekki geta framfylgt neinum áherslumálum í borgar- stjórn Reykjavíkur. Ágreiningur um þau mál sem miklu skipta hef- ur þegar komið fram í kosninga- baráttunni: 1. Það hefur komið fram að með- al frambjóðenda H-listans er 3. Það hefur komið fram að einn frambjóðandi og ef til vill vara- borgarfulltrúi vill malbika landið á kostnað hersins. Hefur aronsk- an þar með eignast sinn fram- boðslista? 4. Það hefur komið fram í borgarstjórn Reykjavíkur að Al- þýðuflokkurinn vill selja hita- veituna og rafmagnsveituna. Hver er afstaða H-listans? Eng- inn veit. 5. Það hefur komið fram í borgarstjórn Reykjavíkur að Al- þýðuflokkurinn er andvígur hverfalýðræði og endurnýjun í embættismannaliði. Þessi afstaða Alþýðuflokksins kom fram á vinstristjórnartímanum og þessi afstaða kom fram í Öldusels- skólamálinu. 6. Það hefur komið fram að einn frambjóðenda H-listans er and- vígur því að konur eigi sjálfs- ákvörðunarrétt eins og tíðkast í öllum siðuðum þjóðfélögum. Það skiptir máli hver er afstaða H-listans í þessu efni. 7. Það hefur komið fram í kosn- kosningar ingabaráttunni að sigur H-listans væri lóð á vogarskál viðreisnar- stjórnar eftir alþingiskosning- arnar sem verða í síðasta lagi á fyrri hluta næsta árs. Skoðun Arna Bergmanns á þessu máli er því rétt og ekki hægt að mótmæla henni með neinum rökum. Vígstaða G-listans er erfið Vígstaða G-listans er erfið. Að sjálfsögðu er íhaldið með sínu of- urvaldi á móti okkur. Það er betra. En það sem verra er er það að sterkur þáttur úr núverandi stjórnarsamstarfi hefur leynt og Ijóst snúist sérstaklega gegn G- listanum. Þar fer Alþýðu- flokkurinn fram sem heild. Þar fer hluti Borgaraflokksins. Þar fer starfsmaður í fjármálaráðu- neytinu að minnsta kosti einn. Að okkur er því vegið úr öllum áttum. Ég skora á vinstrimenn að kjósa G-listann Ég skora á vinstri menn í Reykjavík að gera sér ljóst að út- koma Alþýðubandalagsins í Reykjavík mun hafa veruleg áhrif á framtíð vinstri stefnu á ís- landi um næstu framtíð. G-listinn í Reykjavík er eina raunverulega vinstra framboðið. Mörður Árnason er líka svo vinsamlegur að viðurkenna það í grein sinni að sigur Nýs vettvangs sé ávísun á stofnun nýs flokks eftir kosningar og þar með klofn- ing Alþýðubandalagsins: „Góð niðurstaða Nýs vettvangs er auðvitað framar öllu stuðningur við það fólk í flokkunum tveim- ur... sem nú krefst samvinnu á vinstrivæng gegn íhaldinu“ hér þarf ekki frekari vitna við: Góð útkoma vettvangsins verður túlk- uð sem krafa um stofnun nýs stjórnmálaflokks fyrir næstu al- þingiskosningar. Það er þrifa- Iegur boðskapur eða hitt þó held- ur. En það er nauðsynlegt að vinstri menn átti sig á þessari hættu. Þess vegna má sameigin- leg atlaga þeirra að G-Iistanum í Reykjavík alls ekki takast. í vörðu byrgi eða á víðum vangi Stundum er nauðsynlegt fyrir hvern mann að spyrja sig nokk- urra spurninga um grundvallar- atriði stjórnmálanna og taka um leið fyrri viðhorf til endurskoð- unar: Hver er stefna mín? Hvern- ig kem ég stefnu minni best í framkvæmd? Sósíalistar og vinstri menn um heim allan hafa séð hvernig mið- stýrð efnahagskerfi eru að leysast upp, bókstaflega að hverfa. En þetta ætti ekki að koma á óvart. Miðstýrð efnahagskerfi hafa komið og farið; þau ná stundum góðum árangri í upphafi en ávallt lélegum til langs tíma. Samtímis höfum við séð að það ójafnrétti, sem óheft markaðsöfl hafa skapað um heim allan, hefur aukist fremur en minnkað undan- farin ár. Örbirgð þriðjaheims- landa er víða að aukast, hráefni þeirra að lækka í verði og skulda- klafinn að þyngjast, allt til hags- bóta auðmönnum í vestrænum löndum. Það er tilhneiging í stjórnmálum að sjá aðeins aðra hvora þá mynd sem hér hefur ver- ið lýst; oftast stara þá flestir á það sem fréttnæmast er, sem óneitan- lega er eins og sakir standa snöggt hrun ríkisstýrða skömmtunarkerfisins í Austur- Evrópu. Ljóst er að ekki má snið- ganga markaðsöflin í nokkru hagkerfi eigi að verða í því fram- farir til langframa. Þetta er tví- mælalaus lexía sem allir vinstri- menn verða að læra. En ástandið í þriðja heiminum Gísli Gunnarsson skrifar kennirokkureinnignauðsynþess efnahagsmálum, hafa búið við að til staðar séu lífvænleg verka- hagkerfi einangrunar. Þau hafa lýðsfélög og öflugir flokkar jafn- farið á mis við hagræðingu al- „Sjálfstœðisflokkurinn í Reykjavík óttast Nýjan vettvang en lœtursér í léttu rúmi liggja hvernig hinum andstœðingunum vegnar... Vaxandi stuðn- ingur ungra kjósenda við H-listann... gerir hann að raunverulegri ógn við meirihluta Sjálfstœðis- flokksins“ aðarmanna til að leiðrétta það menningarlega og félagslega mis- rétti, sem markaðurinn getur skapað. Stjórnlist er gullinn meðalvegur Lærdómurinn er í stuttu máli þessi: Við verðum að þræða gull- inn meðalveg; leggja í senn áherslu á gildi markaðarins og gildi samstöðu manns með manni. List stjórnmálanna á þá að vera þekkingin og viljinn til að þræða þennan meðalveg. Sama gildir um alþjóðahyggju og þjóðernisstefnu. Þær þjóðir, sem mest hafa dregist aftur úr í þjóðaviðskipta í vörum, þjón- ustu, fjármagni, tækni og þekk- ingu. Én einnig þeim þjóðum, sem engan viðbúnað hafa haft til að mæta kröfum alþjóðlegs auð- magns, hefur yfirleitt farnast illa. Hér gildir því líka regla gullins meðalvegar: Við þurfum að búa við opið hagkerfi, enda byggist velferð okkar á utanríkisverslun. En við þurfum einnig að hafa við- búnað til að lifa í opnum heimi. Það gerum við best með því að styrkja menningu okkar. Með menningu er ekki aðeins átt við tungumál, bókmenntir, listir og fræðistörf. Þar er ekki síst átt við pólitíska og faglega menningu. Við þurfum að hafa styrka verka- lýðshreyfingu og sameinaðan flokk jafnaðarmanna, sem í al- þjóðasamstarfi hindrar yfirgang auðmagnsins. íslenskirvinstrimenn verða að sameinast Mesta hættan fyrir íslendinga felst í lélegri pólitískri og faglegri menningu. Stærsti stjórnmála- flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur- inn, er fyrst og fremst flokkur fjármagns og fámennisveldis samtímis því sem verkalýðshreyf- ingin er sundurþykk og vinstrifl- Okkarnir eru sundraðir. Þeir flokkar, sem uppruna eiga í verkalýðshreyfingunni, Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalag- ið, hafa barist hvor gegn öðrum, og í báðum flokkum ríkir mikil tortryggni í garð hins. Þar er við lýði sögulegt hatur sem þarf að eyða. Forveri Alþýðubandalagsins, Sósíalistaflokkurinn var ávallt til- búinn að samfylkja með Alþýðu- flokknum áður fyrr. Síðast var slík samfylking gerð með hluta Alþýðuflokksins árið 1956, þegar Alþýðubandalagið var stofnað. En meirihluti Alþýðuflokksins var á þessum tíma andsnúinn slíkri samfylkingu. Nú á árinu 1990, þegar aðstæð- ur krefjast sameiningar verka- lýðsflokkanna meira en nokkru sinni fyrr, hetur andstaðan við samfylicingu við Alþýðuflokk náð yfirhöndinni í Alþýðubanda- lagsfélagi Reykjavíkur. Samtímis gerist það að samfylkingaröfl ná yfirhöndinni í Alþýðuflokknum í Reykjavík. Um íhaldssemi á vinstri væng Margar skýringar eru á stuðn- ingnum við einangrunarstefnu í ABR en hér skal aðeins ein nefnd: Þegar margt er að breytast og nauðsynlegt er að endurmeta stöðuna, eru viðbrögð manna oft tvenns konar. Annað er að end- urmeta stöðuna og breyta um stefnu og baráttuform. Hitt er að draga sig inn í skel með sér líkum og búa ásamt þeim í byrgi stöðn- unar og gamalla viðhorfa. Styr- kja má múra byrgisins og hindra þangað ljósflæði nýrra og hættu- legra hugmynda. Meirihluti ABR valdi síðari kostinn. Talsmenn G-lista félags- ins telja það vera merki um glundroða og öryggisleysi þegar ólík öfl koma sér saman um lista til að fella íhaldið. Því kalla þeir H-listann „tætingslið á víðum vettvangi" og segja að atkvæði greitt H-lista sé „ekki ávísun á neitt nema óvissuna". G-listinn í Reykjavík tákni hins vegar „ör- Framhald á bls 14 Gísli Gunnarsson er háskólakennari í sagnfræði og á sæti í miðstjórn Al- þýðubandalagsins. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.