Þjóðviljinn - 14.06.1990, Page 2
____________FRETTIR____________
BHMR
Samningana í gildi
Samningsrofum ríkisstjórnarinnar harðlega mótmœlt
Vinnustaðafundur Félags ís-
lcnskra náttúrufræðinga á
Orkustofnun mótmælir harðlega
samningsrofum ríkisins og for-
dæmir hártoganir ríkisstjórnar-
innar sem réttlæta eiga einhliða
riftun á ákvæðum í kjarasamn-
ingum aðila frá því í maí í fvrra.
I ályktun fundarins segir að
seinni tíma samningar, eins og
ASÍ og BSRB, geti ekki haft ann-
an almennan bakgrunn en það
sem þegar hefur verið samið um
áður hjá öðrum, enda hefur hver
aðili fyrir sig sjálfstæðan samn-
ingsrétt. Þá segir í ályktun vinn-
ustaðafundarins að aðlögun
kjara háskólamanna hjá ríkinu
að því sem gerist í hinu almenna
launakerfi sé aðeins leiðrétting á
uppsöfnuðu misrétti og getur
ekki raskað neinu um hið al-
menna kerfi. Fundurinn krefjist
þess að staðið verði við gerða
samninga.
Þá lýsir fundur BHMR-félaga
á Keldnaholti fyllsta stuðningi
við ályktun stjórnar, kjararáðs og
trúnaðarmanna FÍN vegna svika
ríkisstjórnarinnar. í ályktun
fundarins segir að ljóst sé, að
með bréfi forsætisráðherra frá
því í fyrradag, sé ætlun ríkis-
stjórnar íslands að svíkja samn-
inga, í fjórða sinn frá árinu 1984,
sem gerðir hafa verið við BHMR.
í dag hefur stjórn BHMR boð-
að til almenns fundar í Bíóborg-
inni. Ennfremur munu forystu-
menn BHMR-félaga og stjórn
BHMR koma saman seinnipart-
inn til að leggja á ráðin um hvern-
ig bregðast skuli við einhliða
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
að fresta framkvæmd nýs launak-
erfis sem taka átti gildi um næstu
mánaðamót. -grh
Ferðamál
Edda opnar
í sumar verða starfrækt 17
Edduhótel víðs vegar um landið
sem opna hvert af öðru næstu
daga.
Hótelin verða rekin með svip-
uðu sniði og áður, bjóða gistingu
í uppbúnum herbergjum eða
svefnpokapláss og veitinga-
þjónustu allan daginn.
Nú í sumar verður í fyrsta sinn
starfrækt Edduhótel að Reykja-
nesi við ísafjarðardjúp. Mun það
auðvelda fólki að ferðast um
Vestfirði í sumar. Býðst ferða-
fólki nú gisting á þrem stöðum á
Vestfjörðum á sérstökum vildar-
kjörum.
Þar sem búist er við um 30.000
gestum, er búið að koma upp
góðu tjaldsvæði, þannig að
fþrótta- og tómstundaunnendur
um land allt geta flykkst til Mos-
fellsbæjar.
Sérstakt Landsmótslag hefur
verið samið í tilefni mótsins, og
það er Jóhann G. Jóhannsson
sem á heiðurinn af því. Lagið
verður síðan flutt á rokkhátíð
Landsmótsíns þar sem hljóm-
sveitirnar Stjórnin, Sálin hans
Jóns míns, Síðan skein sól, Ný
dönsk og Hljómsveit Harðar G.
Ólafssonar leika fyrir dansi.
Styrktaraðilar Landsmótsins
eru Vífilfell, Mjólkurdagsnefnd,
Olíufélagið hf., heilbrigðisráðu-
neytið og Ríkisútvarpið. Þessir
aðilar standa straum af kostnaði
við mótshaldið. Verndari Lands-
Kristín Þorsteinsdóttir verðlauna-
hafi í hugmyndasamkeppni um
nafn á verndardýri Landsmóts
UMFÍ, tekur við 25.000 krónum.
Mynd: Ari.
mótsins er forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, en heiðursgestur
verður Hafsteinn Porvaldsson
fyrrverandi formaður UMFÍ.
-ns.
Landsmót UMFÍ
Goggi galvaski
Listahátíð
Erlendu
atriðin
vinsæl
Inga Björk Sólnes fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar segir
miðasölu hafa gengið vonum
framar. Það eru sérstaklega er-
lendu atriðin sem hafa verið vin-
sæl, aðsókn á innlendu atriðin
hefur verið dræmari.
Allar sýningar Helga Tómas-
sonar hafa verið þéttsetnar, og
eru engir miðar eftir á síðustu
sýningarnar. Aðeins örfá sæti
voru auð á Gavrilov tónleikun-
um, og Háskólabíó fullskipað á
Vínardrengjakórnum. Þegar er
allt uppselt á tónleika söngkon-
unnar fögru Fiamma Izzo D Am-
ico, sem verða síðasta dag Lista-
hátíðar þann 16. þessa mánaðar.
Sala á hollenska leikflokkinn
Mexíkanskur hundur gengur
einnig prýðilega.
Kantorinn gekk mun betur en
stjórn Listahátíðar þorði að
vona, segir Inga Björk, og var
uppselt á síðustu sýningu meist-
arans og nokkuð fullskipað hús á
hinar þrjár. Salif Keita fyllti Hót-
el ísland á mánudagskvöldið, og
munu vera fáir miðar eftir á Les
Negresses Vertes, sem halda tón-
leika á sama stað næstkomandi
fimmudagskvöld.
Tuttugasta Landsmót UMFÍ
verður haldið dagana 12.-15.
júlí í Mosfellsbæ. Landsmótið má
án efa telja stærsta einstaka
íþróttamót á Islandi, því búist er
við um 3000 keppendum og allt að
30.000 gestum ef veðurguðirnir
verða skapgóðir.
Landsmótið hefst fimmtudag-
inn 12. júlí með rokkhátíð, þar
sem fjórar helstu hljómsveitir
landsins spila. Setning mótsins
verður svo föstudaginn 13. júlí.
Keppt verður í 13 keppnis-
greinum, en auk þess verður
keppt í 8 öðrum greinum sem eru
svokallaðar sýningargreinar. Þá
verða nokkrar greinar kynntar
sérstaklega á mótinu, án þess að
um beina keppni verði að ræða.
Nokkrar nýjar greinar verða á
þessu móti og það eru 200 m
hlaup karla, 200 m hlaup kvenna,
3000 m hlaup kvenna, fimleikar
kvenna, bridds, pönnuköku-
bakstur og knattspyrna kvenna.
Sýningargreinarnar eru nýjung
á Landsmóti og verða þær nú
hestaíþróttir og þríþraut. Aðrar
sýningargreinar eru golf, sigling-
ar, íþróttir fatlaðra, karate, götu-
hlaup, UMFÍ-hlaup og ruðnings-
bolti, eða amerískur fótbolti.
Merki Landsmótsins í ár er
tjaldur og er hann sérstakt vernd-
ardýr mótsins. SI. vor efndu mót-
shaldarar til hugmyndasamkepp-
ni meðal grunnskólabarna um
nafn á fuglinum. Um 1000 til-
lögur bárust, en best þótti nafnið
„Goggi galvaski", sem Kristín
Þorsteinsdóttir 12 ára, átti hug-
myndina að. Hún fékk í verðlaun
25.000 krónur.
Nýtt póstútibú
Póstur og sími hefur opnað nýtt
póstútibú að Stórhöfða 17 í
Reykjavík, en útibúið á að þjóna
íbúum í Grafarvogi og á Ártúns-
höfða. Afgreiðslan er tölvuvædd
og geta handhafar gíróreikninga
fengið yfirlit yfir stöðuna á reikn-
ingum sínum beint frá gjaldkera.
Pósthólfin eru 480 talsins og geta
þeir sem hafa hólf á leigu fengið
sérstakt aðgangskort sem gerir
þeim kleift að komast í hólfið frá
klukkan sjö á morgnana til
klukkan átta á kvöldin mánudaga
til föstudaga og einnig á laugar-
dögum til hádegis. Við husið er
góð aðkoma fyrir fatlaða. I útibú-
inu er boðið upp á alla almenna
póstþjónustu og starfa þar þrír
póstafgreiðslumenn og tíu bréf-
berar auk útibússtjóra, en Þor-
steinn Ólafsson gegnir því starfi
fyrst um sinn.
Inna 10 ára
Hársnyrtistofan Inna, sem er með starfsemi að Borgarholtsbraut 69 og
Grettisgötu 86 í Reykjavík á 10 ára afmæli og veitir 15% afslátt í tilefni
þess út mánuðinn. Stofan annast hársnyrtingu fyrir karla og konur. Á
myndinnu eru starfsmenn Innu, Dagný Hjaltadóttir, Guðrún J. Bene-
diktsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Kristín Ottósdóttir og Hildur
Blumenstein.
Kvennahlaupið
f tilefni Íþróttahátíðar ÍSÍ verður
í fyrsta skipti á íslandi haldið
svokallað kvennahlaup. Hlaup
þessi eru fastur liður í starfi nor-
rænu íþróttasambandanna.
Markmið hlaupsins er að konur á
öllum aldri sýni samstöðu í hollri
íþróttaiðkun og útiveru. Hlaupið
verður haldið í Garðabæ 30. júní
og hefst kl. 14. Hægt er að velja
um tvær vegalengdir, 2 km og 5
km, hlaup eða skokk. Allir þátt-
takendur eru sigurvegarar á einn
eða annan hátt. Hlaupið er fyrir
allar konur, stúlkur, ömmur og
mömmur. Hlaupið verður frá
Vífilsstaðatúni og endað við
íþróttamiðstöðina í Garðabæ.
Hlaupleiðin er mjög þægileg,
engar brekkur. Á undan og eftir
hlaupinu verða gerðar upphitun-
aræfingar og teygjur. Þátttöku-
gjald er kr. 250 og er innifalið
bolur og verðlaunapeningur. Til-
kynningar berist til ÍSÍ eða í síma
91-83377.
Friedan með
fyrirlestur
Mánudaginn 18. júní verður
bandaríska kvenfrelsiskonan
Betty Friedan með opinberan
fyrirlestur í Háskóla Islands í
boði Félagsvísindadeildar og
Rannsóknastofu í kvennafræð-
um. Fyrirlesturinn ber yfirskrift-
ina „From the Feminine Mystiq-
ue to the Second Stage: The role
of feminist throught in society“.
Fyrirlesturinn verður í Odda, HÍ,
stofu 101 og hefst kl. 17.15. Allir
velkomnir.
Skemmtiskokk
starfsmanna
Landakotsspítala
Árlegt skemmtiskokk starfsfólks
Landakotsspítala verður haldið
laugardaginn 16. júní og hefst
hlaupið kl. 11.30. Tvær vega-
lengdir eru í boði, 3 km hringur
og 4,5 km. Hlaupið hefst við
Landakotsspítala. Hlaupið verð-
ur vestur Holtsgötu, Ánanaust og
Hringbraut. Þeir sem velja styttri
hringinn hlaupa síðan Suðurgötu
og Túngötu að Landakoti, hinir
halda áfram Hringbrautina, Sól-
eyjargötu, meðfram Tjörninni,
Vonarstræti og Túngötu að
Landakoti. Þetta er í þriðja sinn
sem starfsfólk Landakotsspítala
kemur saman og skokkar sér til
ánægju, hressingar og heilsubót-
ar. Hjúkrunarstjórn spítalans
hefur haft veg og vanda af undir-
búningi hlaupsins.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júní 1990