Þjóðviljinn - 14.06.1990, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 14.06.1990, Qupperneq 3
FRÉTTIR Gæðastjómun í útflutningi Stjórn Aflamiðlunar telur að eina raunhæfa gæðastjórnun- in í útflutningi fersks flsks sé að umbuna þeim sem eru með mestu gæðin á kostnað hinna sem ekki standa sig nægilega vel í þessum efnum. Ennfremur hefur verið styttur sá frestur sem verið hefur frá um- sókn til úthlutunar úr hálfum Vinnumarkaður Atvinnuleysi aldrei meira í maí Fjöldi skráðra atvinnuleysis- daga í maí er sá mesti síðan sambærileg skráning var tekin upp árið 1975. AIIs voru skráðir 48 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu, sem svarar til 1,7% af áætluðum mannaafla á vinnu- markaði í maí samkvæmt spám Þjóðhagsstofnunar, sem jafngild- ir því að 2.200 manns hafí að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum. Atvinnuleysið hjá konum var um 2,2% en hjá körlum 1,3%. í heild fækkaði samt skráðum at- vinnuleysisdögum á milli mánaða um 3.400 en sú fækkun átti sér öll stað utan höfuðborgarsvæðisins. Hinsvegar jókst atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu á milli mán- aða um 1.850 daga, en þá aukningu má að mestu rekja til skólafólks. Til samanburðar má geta þess að í maí í fyrra voru skráðir 39 þúsund atvinnuleysisdagar, eða 9 þúsund færri en nú. mánuði í viku og í umsóknum skal tiltekinn sérstaklega tonna- fjöldi þorsks, ýsu, karfa og ufsa en ekki heildartonnafjöldinn eins og áður var. Þessi nýju vinnubrögð höfðu það í för með sér að þegar síðast var úthlutað fengu 10 útflytjend- ur ekkert í sinn hlut þar sem margítrekað hafði komið í ljós að fiskur frá þeim seldist á mun lægra verði þegar út var komið en hjá öðrum útflytjendum. Að sögn Sigurbjörns Svavarssonar stjórnarformanns Aflamiðlunar hefur þessi gæðastjórnun í út- flutningnum verið á döfinni í nokkurn tíma en var ekki hrint í framkvæmd fyrr en í síðustu viku. Sigurbjörn sagði að engin mót- mæli hefðu borist frá viðkomandi aðilum sem settir voru tímabund- ið út í kuldann þar sem þeir vissu örugglega upp á sig skömmina. Með því að stytta umsókn- arfrestinn um eina viku telur stjórn Aflamiðlunar að útflytj- endur geti gefið upp mun raun- hæfari tölur um það magn sem þeir sækja um til útflutnings en áður var. Þá var umsóknarfrest- urinn hálfur mánuður sem gerði það að verkum að oft og tíðum var sótt um mun meira til útflutn- ings en raun varð á. I síðustu viku var úthlutað um 1000 tonnum fyrir Bretlands- markað en þar hefur fiskverð ver- ið harla gott. Meðalverðið hefur verið frá 1,20-1,22 pund fyrir hvert kíló eða um 126 krónur ís- lenskar. Þá hefur fiskverð einnig verið gott á Þýskalandsmarkaði en á báðum þessum mörkuðum hefur verðið endurspeglað þann fisk- skort sem verið hefur. Þó er markaðurinn í Þýskalandi sýnu viðkvæmari fyrir miklum sumarhitum en sá breski. -grh HÍK Samningar sviknir Fulltrúaráð Hins íslenska kennarafélags mótmælir harðlega þeirri freklegu árás ríkisstjórnarinnar á samnings- réttinn að ákveða einhliða að „fresta“ framkvæmd kjarasamn- ings félagsins við ríkisvaldið, segir í ályktun fundar fulltrúa- ráðs HÍK frá því í gær. Fulltrúaráðið minnir á að á síð- ustu 5 árum hafa félagsmenn HÍK þrisvar staðið í hörðum vinnudeilum sem hafa kostað fé- lagsmenn þriggja mánaða launa- tap. „Jafnoft hafa þeir samningar sem, gerðir hafa verið við ríkis- valdið, verið sviknir og rofnir.“ -Sáf Mógilsármálið Stjómin styður Steingrím Stjórn Rannsóknastöðvar Skógræktar rikisins að Mógilsá er samþykk þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, land- búnaðarráðherra, að leysa for- stöðumann hennar, Jcn Gunnar Ottósson, frá störfum eftir upp- sagnarbréf hans. Ályktun stjórn- arinnar er á þessa leið: „Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins hefur frá því hún var sett á stofn árið 1968 verið ein af deildum Skógræktar ríkisins. í reglugerð um stöðina frá 19. apríl 1968 segir, að hún sé sérstök deild innan Skógræktar ríkisins. Stjórnsýsluleg staða stöðvar- innar í samræmi við framanskráð hefur síðar verið staðfest m.a. af Ríkisendurskoðun. Stjórn stöðvarinnar hefur hag- að störfum sínum í samræmi við þessa skipan. Stjórnin telur staðfestingu ráð- herra um að Rannsóknastöðin sé deild innan Skógræktar ríkisins í fullu samræmi við framanskráð. Stjórnin harmar þann trúnað- arbrest sem orðinn er milli for- stöðumanns og margra þeirra að- ila sem hann þarf að starfa með í þágu Rannsóknastöðvarinnar. Forstöðumaður hefur í skrif- legri yfirlýsingu hafnað að starfa samkvæmt því skipulagi sem gild- ir um Rannsóknastöðina að Mó- gilsá. Skipulag og framkvæmd rannsóknastarfsemi þarf að vera í sífelldri endurskoðun. Aðferðir sem í þessu tilviki hefur verið beitt til að knýja fram breytingar fá ekki staðist. Forstöðumaður hefur tvisvar á s.l. níu mánuðum sagt upp störf- um. Með hliðsjón af því og öllum aðstæðum telur stjórnin að rétt hafi verið að fallast á uppsögn hans og ákveða starfslok. Stjórnin er samþykk ákvörðun ráðherra, að fela skógræktar- stjóra, að annast störf forstöðu- manns að Mógilsá tímabundið, þar til nýr maður verður ráðinn. Reykjavík, 7. júní 1990 Sveinbjörn Dagfinnsson Þorsteinn Tómasson Hulda Valtýsdóttir Indriði Indriðason Meirihluti bæjarstjórnar Óiafsvíkur vill ekki að bæjarsjóður taki þátt í því að gera Stakkholt hf. að almenn- ingshlutafélagi eins og minnihlutinn hefur lagt til. Ólsarar uggandi um framtíðina Forráðamenn fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækisins Stakk- holt hf. í Ólafsvík vilja selja fyrir- tækið og þá tvo báta sem það á. Þegar hefur fyrirtækið selt einn bát til Hornafjarðar. Samanlagt var kvóti bátanna þriggja um 1500 tonn og nú eru eftir í kvótap- ottinum rúm 1000 tonn. Fari svo að bátarnir, sem eru hefðbundnir vertíðarbátar að stærð, og kvóti þeirra verði seldir burt úr pláss- inu er höggvið stórt skarð í af- komumöguleika íbúa í Ólafsvík og um leið afkomu bæjarsjóðs. Stakkholt hf. komst í sviðsljós- ið á sínum tíma þegar Englendin- gurinn Peter Kinner keypti hlut í fyrirtækinu. Fyrir tilstuðlan hans var keyptur og settur upp frysti- og flökunarbúnaður en áður hafði Stakkholt verið í saltfisk- og rækjuvinnslu en ekki hefðbund- inni frystingu. Langþreyttir á baslinu Ástæða þess að forráðamenn Stakkholts vilja selja og losa sig við fyrirtækið mun vera sú að þeir eru orðnir langþreyttir á að standa í því basli sem fylgir því að reka fiskvinnslu- og útgerðarfyr- irtæki. Ef það reynist rétt virðist vera fokið í flest skjól í þeim at- vinnuvegi sem á hátíðastundum er sagður vera undirstöðuat- vinnugrein landsmanna sem allt annað hvílir á. Heimamenn gera sér þó vonir um að ekki verði af sölu bátanna úr byggðarlaginu þar sem tilboð hafa komið frá aðilum í Ólafsvík í þá. Það er síðan spurning hvort því tilboði verður tekið eður ei. Ákvörðun um það veltur mikið á afstöðu lánardrottna fyrirtækis- ins sem vilja hafa sitt á þurru þeg- ar kemur að því að taka afstöðu til tilboðanna. í gærmorgun fundaði nýkjörin bæjarstjórn með forráða- mönnum fyrirtækisins um hvað sé hægt að gera í stöðunni og koma í veg fyrir að bátarnir og kvótar þeirra verði séldir "burt úr bænum. Að sögn Atla Alexand- erssonar forseta bæjarstjórnar var á þeim fundi rætt um það á hvern hátt bæjarstjórnin gæti að- stoðað heimamenn sem gert hafa tilboð í bátana og þá aðallega í því formi að leita upplýsinga um hjá opinberum sjóðum á hvern hátt þeir gætu stutt við bakið á heimamönnum. í BRENNIDEPLI Hinsvegar hefur minnihlutinn í bæjarstjórn Ólafsvíkur lagt það til að bæjarsjóður komi inn í rekstur fyrirtækisins og það verði gert að almenningshlutafélagi. Því sjónarmiði er meirihlutinn ekki sammála og skírskotar til bágborinnar fjárhagsstöðu bæj- arsjóðs. Á móti segir minnihlut- inn að bærinn hafi ekki efni á því að missa bátana út úr byggðar- laginu og þar með stóran hluta af lífsbjörg íbúanna. Atli Alexandersson sagði í gær að hann byggist ekki við því að tillaga minnihlutans um þátttöku bæjarins í rekstri fyrirtæksins yrði samþykkt á fundi bæjarráðs, en sá fundur var haldinn í gærkvöld. Dæmigert kvótamál Kristján Guðmundsson for- maður verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík segir að verkalýðsfé- lagið viti ekki gjörla hvað sé að gerast í fyrirtækinu þar sem upp- lýsingar um stöðu þess liggja ekki á lausu. Þó vinna hjá fyrirtækinu um 70 manns í landi og á sjó. Eins og gefur að skilja eru bæjarbúar afar uggandi um þessa stöðu sem upp er komin. Fari svo að tilboði heimamanna í bátana verði ekki tekið er næsta víst að þeir verða seldir hæstbjóðanda. Ef það gengur eftir, sem enginn Ólsari vill trúa fyrr en hann tekur á því, verður mun erfiðara að út- vega aðra báta og kvóta í staðinn. Þar ráða mestu afleiðingar kvót- ans sem hefur raskað öllu verð- lagi á bátum og skipum. Þetta hafa nokkur sjávarpláss fengið að reyna en þó fá betur en Patreksfirðingar á síðasta ári. Þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um að koma þeim til aðstoðar urðu forsvarsmenn sveitarfélags- ins nánast að hálfgerðum beiningamönnum þegar þeir gengu frá einni stofnuninni til annarrar til að fá úrlausn sinna mála. Samkvæmt nýsamþykktum kvótaiögum er ekki hægt að selja báta og kvóta úr viðkomandi byggðarlagi án þess að ákvörðun um þá sölu sé auglýst með mán- aðar fyrirvara með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Jafnframt ber viðkomandi útgerð að til- kynna það til sveitarfélags. Þrátt fyrir þennan varnagla er það að- eins aðgangur að fjármagni sem skiptir einhverju máli í stöðu sem þessari. Hafi heimamenn ekki tök á því að taka þátt í samkeppn- inni um kvótann af fjárhags- ástæðum skipta fyrirvarar sem þessir engu máli í reynd. Það sem meira er: Þessi nýju lög taka ekki gildi fyrr en í byrjun næsta árs og koma því Ólsurum að engu gagni, fremur en öðrum sem geta átt það á hættu að lenda i sömu aðstöðu og þeir. -grh FarisvoaðbátarStakkholtshf. verði seldir hæstbjóðanda og um 1000 tonna kvóti hverfi úrbyggðarlaginu, erstórtskarðhöggvið íafkomu- möguleika íbúanna sem erfittgetur orðið að fylla Fimmtudagur 14. júní 1990 pjÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.