Þjóðviljinn - 14.06.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.06.1990, Blaðsíða 9
FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Húsnæði í Osló Okkur vantar þá þriðju í íbúðina! Stórt rúmgott herþergi til leigu á besta stað í bænum (bak við höllina). Laust frá og með 15. júlí. Uppl. í síma 641472 eða hjá Bryndísi og Vallý í síma 47-2- 440774. Ódýr bíll til sölu VW Derby, árg. 79, ekinn 114 þús. km. Sparneytinn og með dráttarkrók. Traustur bíll. Uppl.í símum 16484 (vinnusími) og 626203 (heimasími). Einstaklingsíbúð óskast Helst eitt herbergi, eldhús og bað eða lítil tveggja herbergja íbúð. Uppl. í síma 678028. Tjald til sölu Fimm manna fellitjald til sölu. Upplýs- ingar í síma 642012 eftir kl. 17.00. Týnd kisa Svartur, hálfstálpaður köttur, með eitt hvítt veiðihár tapaðist frá Melgerði 31 sl. sunnudagsmorgun. Líklegt er að hann sé lokaður inni einhversstaðar. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 32506. Góð gisting í herbergjum eða íbúð fyrir landsbyggðarfólk í ná- grenni Reykjavíkur. Hestaleiga á staðnum. Upplýsingar í síma 666096. Kalkhoff krakkareiðhjól fyrir 11-14 ára, til sölu. Uppl. í síma 42454. Sumarfrí í Barcelona íslensk-spænsk fjölskylda býður íbúð í Barcelona í skiptum fyrir íbúð í mið- eða vesturbæ Reykjavíkuríjúlí. Uppl. í síma 23927 á kvöldin og um helgar. Toppgrind Vantartoppgrind á Lödu 1200. Uppl. í síma 79396. Barnabílstóll Vantar barnabílstól á hjól. Sími 622186 eða 621826. Vantar reiðhjól Óskum eftir ódýrum notuðum reiðhjólum. Öli og Óli í síma 27117. ísskápur eldhúsborð og sófasett til sölu ódýrt. Nánari uppl. í síma 673101 eða 672630. Sjónvarpstæki óskast Öryrki óskar eftir notuðu litsjónvarps- tæki, ódýrt eða helst gefins. Uppl. í síma 25916. Óskast til kaups Maxi cosy barnastóll og skiptiborð, helst sem ódýast. Uppl. í síma 666841 e.h. og 681333 f.h. Bára. Barnavagn óskast Við óskum eftir að kaupa léttan barnavagn (trillu). Þeir sem hafa áhuga vinsaml. hringið í síma 19356 fyrir kl. 18. Litsjónvarpstæki Til sölu er 20 tommu litsjónvarpstæki með fjarstýringu. Átta mánaða ga- malt og mjög vel með farið. Uppl. í síma 25916. Meðleigjanda vantar Okkur vantar einhverja til að leigja með okkur gamalt hús í Bergstaða- stræti. Nánari uppl. í síma 673023. Halldóra. íbúð óskast Vantar íbúð, er ein með eitt barn. Reglusemi heitið. Uppl. í síma 681333 eftir kl. 12.30. Þorgerður. Ég er 13 ára stelpa í Fellahverfi, sem óska eftir að passa börn á aldrinum 0-4 ára. Uppl. í síma 71232. Til sölu Hvítt rimlarúm, skatthol, Club 8 rúm m. tveim skúffum, skrifborð, hillur og Casio SK 100 skemmtari. Vantar 2 stk. mótora í Transskraper gler plötu- spilara. Uppl. í s. 73042. Tek að mér þrif í heimahúsum. Sími 32101. íbúðaskipti Reykjavík - Kaupmannahöfn Okkur vantar íbúð í Kaupmannahöfn frá 1.-23. ágúst ‘90 í skiptum fyrir skemmtilega íbúð í gömlu timburhúsi vestast í vesturbænum. Uppl. í síma 91-10339. Guðmundur og Ásta. Óska eftir að fá svart/hvítt sjónvarp gefins. Má vera í ólagi. Sími 79267. Kettlingur fæst gefins 10 vikna gömul læða óskar eftir góðu heimili. Er vel vanin, blíð og fjörug. Uppl. í síma 11605. Harmonikuhurð og borð Óska eftir harmonikuhurð, ekki breiðri og litlu borði undir saumavél. Uppl. í síma 83792 og 92-12883. Hjólabretti Hjólabrettaplötur til sölu. Caballero, Carilee, Maniac o.fl. Uppl. í sima 92- 12883. Bifhjólamenn hafa enga heimild til að aka hraðar en aðrir! yUMFERÐAR RÁÐ Útgerðarmenn og eigendur smábáta minni en 10 brl. Athugið! í samræmi viö nýsett lög nr. 38, 15. maí 1990 um stjórn fiskveiða, er koma til framkvæmda um næstu áramót, vinnur sjávarútvegsráðu- neytið nú að undirbúningi að úthlutun veiði- heimilda til báta minni en 10 brl. í því sambandi vill ráðuneytið vekja athygli á eftirfarandi: 1. Skráning báta Samkvæmt nýju lögunum þurfa nú eigendur allra báta 10 brl. og minni sem sækja um leyfi til veiða í atvinnuskyni að vera skráðir á skipaskrá eða sérstaka skrá Siglingamál- astofnunar ríkisins fyrir báta styttri en 6 m. Þá þurfa eigendur þeirra báta sem ekki hafa veiðileyfi frá ráðuneytinu samkvæmt núgild- andi lögum um stjórn fiskveiða (nr. 3 1988) eða eru ekki á skrá Siglingamálastofnunar að óska eftir skráningu báta sinna hjá Sigl- ingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Beiðni um skráningu þarf að fylgja eignarheimild, smíðalýsing og teikningar af viðkomandi bát. 2. Nýir bátar í smíðum Eigendur ófullgerðra báta sem smíði hefur verið hafin á (skipsbolur uppbyggður) fyrir gildistöku laganna 18. maí 1990 þurfa að óska eftir skráningu þeirra hjá Siglingamála- stofnun fyrir 18. júní 1990. Þessir bátar þurfa að vera fullbúnir og öðlast fullgilt haffæra- skírteini fyrir 18. ágúst 1990 til að koma til greina við úthlutun veiðiheimilda. Eigendur báta sem eru í smíðum erlendis þurfa að framvísa vottorði frá þartilbærum yfirvöldum um að smíði báta þeirra hafi verið hafin (skipsbolur uppbyggður) fyrir 18. maí 1990. 3. Upplýsingar og forsaga báta 1 Eigendur og útgerðarmenn þeirra báta sem ekki hafa fengið sérstakt eyðublað sjávarút- vegsráðuneytisins til útfyllingar um forsögu báta sinna þurfa að verða sér úti um slík eyðublöð hjá ráðuneytinu eða Landssamb- andi smábátaeigenda, fylla þau út og senda sjávarútvegsráðuneytinu, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, við fyrsta tækifæri. Nánari upplýsingar um ofangreint fást hjá sjáv- arútvegsráðuneytinu og veiðieftirlitsmönnum þess. Sjávarútvegsráðuneytið, 18. maí 1990 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Þinghóli mánudaginn 18. júní kl. 20.30. Dagskrá: 1. Urslit sveitarstjórnarkosninganna. 2. Undirbúningur miðstjórnarfundar í júní. Fundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins haldinn á Egilsstöðum dagana 29. júní til 1. júlí næstkomandi Föstudagur 29. júní kl. 20.30 1. Fundurinn settur í húsakynnum Menntaskólans á Egilsstöðum 2. Stjórnmálaumræður 2.1. Störf ríkisstjórnarinnar / Árangur i efnahagsmálum. 2.2. Úrslit sveitarstjórnarkosninga / Stjórnmálaástandið staða flokksins. Laugardagur 30. júnf kl. 9.00 Framhald stjórnmálaumræðna. 3. Flokksstarfið - Undirbúningur Alþingiskosninga. 4. Sjávarútvegsmál. 5. Landbúnaðarmál. 6. Önnur mál. Um kl. 16 á laugardag verður gert hlé á fundarstörfum og farið í heimsókn til Neskaupstaðar. Þar verður staðurínn skoðaður og kvöldinu síðan eytt í boði heimamanna. Sunnudagur 1. júlí kl. 10.00 Framhald umræðna Afgreiðsla mála. Fundi lýkur eigi síðar en kl. 15.00. Að loknum fundi á sunnudag býðst fundarmönnum að fara í skoðunarferð um nágrennið. Allar nánari upplýsingar verða sendar miðstjórnarmönnum með bréfi. Steingrímur J. Sigfússon formaður miðstjórnar Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið í Kjósarsýslu Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 14. júní nk. kl. 20.30 í Félagsheimilinu Urðarholti 4, Mosfellsbæ. Dagskrá: 1. Sveitarstjórnarkosningarnar. 2. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur Félagsfundur í Þinghóli mánudaginn 18. júní kl. 20.30. Dagskrá: 1. Staðan eftir bæjarstjórnarkosningarnar. 2. Undirbúningur miðstjórnarfundar í júní. 3. önnur mál. Stjórnin Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 16. júní kl. 14, Hverfis- götu 105. Dagskrá: 1. Skýrsla uppstillingarnefndar. 2. Lagabreytingar og tillögur. 3. Umræður. 4. Kosning stjórnar. 5. Önnur mál. Uppstillingarnefnd Úr einni sumarferð AB á Austurlandi. (Ljósm. H.G.) Alþýðubandalagið á Austurlandi Sumarferð laugardaginn 7. júlí 1990 um Reyðarfjarðarhrepp hinn forna Búðareyrl - Hólmanes - Esklfjörður - Breiðavfk - Vöðlavík Rútur leggja af stað sem hér segir: ’i ★ Frá Egilsstöðum (Söluskála KHB) kl. 09.00. ★ Frá Neskaupstað (Söluskála Skeljungs) kl. 08.30. ★ Frá Breiðdalsvík (Hótel Bláfelli) kl. 08.00. Safnast verður saman undir Grænafelli innst í Reyðarfirði kl.09.30 á laugardagsmorgni. Skoðaðar minjar um herstöðvar á Reyðar- firði, gengið um friðland á Hólmanesi, litið á sjóminjar á Eskifirði, silfurbergsnámu við Helgustaði, heimsóttur einokunarkaupstaður á Útstekk við Breiðuvík og ekið um Víkurheiði til Vöðlavíkur. Ferðalok um kl. 19. Staðkunnugir leiðsögumenn (Helgi Seljan, Hilmar Bjarnason o.fl.) lýsa söguslóðum og náttúru. Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Þátttakendur skrái sig sem fyrst hjá Ferðamlðstöð Austur- Jands, Egilsstöðum, sími 12000. Hafið meðferðis nesti og gönguskó. Allir velkomnir. Kjördæmisráð AB Jónsmessu-sumarferð Alþyðubanda- lagsins í Reykjavík um Snæfellsnes dagana 23. og 24. júní: Lagt verður upp í ferðina frá Hverfisgötu 105 kl. 10.00 laugardag- inn 23. júní. Ekið áleiðis að Staðarstað, þar sem séra Rögnvaldur Finnbogason tekur á móti ferðalöngum. Þaðan ekið fyrir Jökul í fylgd Skúla Alexanderssonar, og ýmsir merkisstaðir skoðaðir í leiðinni. Kvöldvaka og gistina á Hellissandi. Á sunnudag verða félagar í Olafsvík og Grundarfirði heimsóttir. Áætlað verð með svefnpokaplássi kr. 2.800,- fyrir manninn. Hægt verður að útvega gistingu í sérherbergjum með morgunmat gegn aukagreiðslu. Fjölmennið og takið með ykkur gesti! Munið eftir nesti og söngbókinni. Tekið verður á móti pöntunum t ferðina á skrifstofu AB, síma 17500, einnig á kvöldin og um helgina hjá Guðrúnu, síma 25549 og Ragnari, síma 16675. Ferðatilhögun nánar auglýst síðar. Ferðanefnd ABR Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Félagsfundur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði og bæjarmálaráð ABH boða til almenns félagsfundar í Skálanum, Strandgötu 41, mánudaginn 18. júní kl. 20.30. Fundarefni: 1. Niðurstaða kosninganna: Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi. 2. Starfið'framundan. 3. Önnur mál. Allir félagsmenn og aðrir stuðningsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórn ABH og bæjarmálaráðs Fimmtudagur 14. júní 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.