Þjóðviljinn - 07.07.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Jónataner hættur
Kostnaður ríkisins við greiðslu málsvarnalauna og við emb-
œtti sérstaks ríkissaksóknarafrá ágúst 1987 til ársloka 1989
rúmar 35 miljónir króna
Jónatan Þórmundsson sérlegur
saksóknari í Hafskipsmálinu
hefur sagt af sér og hefur
dómsmálaráðherra tekið sér frest
fram yfir helgi til að skipa eftir-
mann hans. Það er síðan þess sem
tekur við starfi Jónatans að
ákveða hvort ákæruvaldið muni
áfrýja niðurstöðu Sakadóms til
Hæstaréttar.
Jónatan vildi ekki tjá sig um
niðurstöðu Sakadóms en sagði að
það hafi staðið til í marga mánuði
að hann mundi láta af störfum
sem sérlegur saksóknari í Haf-
skipsmálinu. „Ég var búinn að fá
loforð fyrir því að ég yrði laus
allra mála strax og dómur væri
genginn í Sakadómi og þá alveg
óháð því á hvorn veginn hann
yrði. Ég var búinn að segja þeim í
ráðuneytinu að það væri alveg
nóg að hafa eytt þremur árum af
lífi mínu í þetta mál með öðrum
verkefnum," sagði Jónatan Þór-
mundsson.
Hallvarður Einvarðsson nkis-
saksóknari og fyrrum
rannsóknarlögreglustjóri vildi
ekki heldur tjá sig um dóm Saka-
dóms að öðru leyti en að svona
gengi þetta fyrir sig. „Dómstólar
fjalla um málin og síðan verða
málalyktir fyrir þeim og því verða
allir að una. Það deilir enginn við
dómarann“, sagði Hallvarður
Einvarðsson.
Svo virðist sem kostnaður hins
opinbera við Hafskipsmálið nemi
tugum miljónum króna en við
dómsuppkvaðningu í Sakadómi í
fyrradag kom fram að ríkissjóður
þarf að greiða í málsvarnarlaun
til verjenda 17,4 miljónir króna. í
vetur sem leið fyrir áramót,
spurði Ásgeir Hannes Eiríksson
þingmaður Borgaraflokksins
dómsmálaráðherra hver heildar-
kostnaður ríkisins væri þá orðinn
af Hafskipsmálinu. í svari ráð-
herra kom fram að annar kostn-
aður en embættiskostnaður sérs-
taks ríkissaksóknara í Haf-
skipsmálinu er ekki sérgreindur í
ríkisbókhaldi, „en ljóst er þó að
kostnaður þessi er verulegur. Þar
má telja kostnað við lögreglu-
rannsókn, vinnu innan ríkissak-
sóknaraembættis, fjölföldun
skjala og réttargæslulaun."
Hinsvegar gaf dómsmálaráð-
herra upp embættiskostnað sérs-
taks ríkissaksóknara frá 6. ágúst
1987 til loka árs 1989 og var hann
þá rúmar 9 miljónir króna. Al-
mennur skrifstofukostnaður og
annar kostnaður fyrir sama tíma-
bil rúmar 2,7 miljónir króna.
Laun sérstaks saksóknara og
tveggja löglærðra aðstoðar-
manna hans yfir sama tímabil var
rúmar 6,3 miijónir króna. Aðeins
málsvarnarlaun og kostnaður
ríkisins vegna starfa sérstaks
ríkissaksóknara frá 6. ágúst 1987
til 31. desember 1989 er því um 35
miljónir. Þessu til viðbótar kem-
ur svo allur annar kostnaður sem
ekki er sérgreindur í ríkisbók-
haldi og það sem á eftir að koma
verði málinu vísað til Hæstarétt-
ar. Síðan er það spurning hvort
ríkið verður dæmt til að greiða
hinum sýknuðu einhverjar skað-
abætur.
-grh
Doktorsvörn
Uppeldi á
upplýsinga-
öld
Loftur Guttormsson sagnfræð-
ingur mun verja doktorsritgerð
við heimspekideild Háskóla Is-
lands í dag kl. 14. Ritgerðina
nefnir hann „Uppeldi og samfélag
á íslandi á upplýsingaöld“, en
heimspekideild hefur metið hana
hæfa til doktorsprófs.
Andmælendur af hálfu
heimspekideildar verða dr. Ingi
Sigurðsson dósent og dr. Gísli
Hunnarsson dósent. Dr. Þór
Whitehead prófessor stjórnar at-
höfninni.
Doktorsvörnin fer fram í
Odda, stofu 101, og hefst ki. 14.
-Sáf
Ekki bærðist hár á höfði Egils rakara þar sem hann sat á tröppum hárskerastof-
unnar við Vesturgötu á dögunum. Eflaust hefur hann verið að spá í úrslit
heimsmeistarkeppninnar, þótt KR hafi ekki komist í undanúrslit að þessu sinni.
Sunnlendingar geta vart trúað því að þeir búi um þessar mundir sólarmegin á
landinu, og er sérhver glæta nýtt, þótt taka verði hendur úr hári viðskiptavina á
meðan... á morgun gæti farið að rigna. Mynd: Kristinn.
Verðbólga
Hagkerfið er lifandi
Þórarinn V. Þórarinsson: Gef ekkimikiðfyrirverðbólguspá
Vísbendingar. Ólafur Ragnar Grímsson: Vísbending hefur
tekið að sér hlutverk Völvu Vikunnar
órarinn V. Þórarinsson, for-
maður Vinnuveitendasam-
bands íslands, segist ekki gefa
mikið fyrir þá spá tímaritsins Vís-
bendingar að verðbólga verði
20% á næsta ári. Formaður VSÍ
scgir að auðvitað geti menn bent á
hættumerki, en sem betur fer sé
hagkerfið lifandi og eitthvað að
gerast í baráttunni gegn veðbólg-
unni. Ólafur Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, segir engu lík-
ara en Vísbcnding hafi nú á miðju
sumri tekið að sér hlutverk Völvu
Vikunnar, en það sé varla í takti
við vilja útgefenda tímaritsins.
f spá Vísbendingar, sem DV
greinir frá í gær, segir að verð-
bólga verði komin á skrið í lok
þessa árs og verði yfir 20% á
næsta ári. Helstu ástæðurnar
segir Vísbending vera halla á rík-
issjóði, fiskverð hafi hækkað á er-
lendum mörkuðum og dræm sala
sé á spariskírteinum ríkissjóðs.
Þá segir Vísbending að væntan-
legar virkjanaframkvæmdir og
bygging nýs álvers auki þenslu á
vinnumarkaði og komi á launa-
skriði.
Ólafur Ragnar sagði í samtali
við Þjóðviljann, að spá Vfsbend-
ingar væri hæpin vísindi. Sala á
spariskírteinum hefði aukist
mjög á síðustu vikum. „Mig
minnir að salan á allra síðustu
vikum sé á annan milljarð og það
bendir flest til þess að takist að ná
innlendri fjármögnun ríkissjóðs á
þessu ári eins og áformað var,“
sagði Ólafur Ragnar. Enn hefði
ekkert komið fram sem setti
verðlagsþróun á næstu misserum
úr skorðum.
Að sögn fjármálaráðherra er
gengið stöðugt og helst rætt um
að hækka það. Hann sagði mikið
aðhald verða í fjárlögum næsta
árs og alls ekkert kosninga-fjár-
lagafrumvarp væri væntanlegt.
„Og þó þessir menn gefi út Vís-
bendingu, þá eru þeir greinilega
ekki mjög vísir í þessum málum,“
sagði fjármálaráðherra.
Þórarinn Viðar sagði þær spár
sem birtar hefðu verið og gengju
út frá því að allt fari úr böndun-
um, byggðu á því að ekkert verði
að gert. En sem betur fer væri
hagkerfið lifandi. Þórarinn sagði
þessar spár miðast við að menn
gætu sagt eftir á að þeir hefðu
sagt að hlutirnir myndu ekki
ganga upp. „Svona spámenn hafa
alltaf verið til en ég gef iítið fyrir
þeirra spár,“ sagði Þórarinn.
Formaður VSÍ sagði ekkert
benda til þess að alvarlegt frávik
verði í verðlagsmálum. Ástandið
kallaði hins vegar á að menn
tækjust á við vandann og kæmu
verðbólgu niður í 4,5% eins og í
helstu viðskiptalöndum, en létu
ekki staðar numið við 6%. „Ég
vænti þess að vilji sé til þess að
taka á vandanum. En ég tek
undir þann þátt sem vísar til ríkis-
fjármálanna, ég er alltaf hræddur
við þau á kosningaþingum,"
sagði Þórarinn V. Þórarinsson.
-hmp
Laugardagur 7. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
HELGARRÚNTURINN
HESTAMENN fjölmenna á landsmótið norður á Vindheimamelum, og
þar verður án efa glatt á hjalla um helgina, á morgun er síðasti dagur
mótsins. Þeir sem heima sitja geta gert sér ýmislegt til dægrastytting-
ar. ( Hafnarborg suður í Hafnarfirði rekur hver stórsýningin aðra. Nú
sýnir þar japanski nýlistamaðurinn Toshikatsu Endo, en í vikunni
opnaði ungur teiknari frá Búlgaríu, Jordan Sourtchev, sýningu á
kaffistofu listastofnunarinnar. A ísafirði opnar í dag Frakkinn Bauduin
sýningu í Slunkaríki, það er því heimsbragur á menningunni þetta
sumar. Á Kjarvalsstöðum er nú að Ijúka sýningu á íslenskri högg-
myndalist fram til 1950. Listhúsið við Vesturgötu 17 opnaði fyrir
skömmu aðra sýningu, að þessu sinni gefst mönnum tækifæri til að sjá
verk listmálaranna Einars Þorlákssonar, Elíasar B. Halldórssonar,
Hrólfs Sigurðssonar og Péturs Más Péturssonar.
JASSHÁTÍÐ verður haldin í Árbæjarsafni á morgun í tilefni þess að
„svo kom blessað stríðið", sýning safnsins á ýmsu frá stríðsárunum
opnaði nýverið, og mun standa í sumar. Á hátíðinni kemur fram sveit
Tómasar R. Einarssonar, og leikur í Dillonshúsi frá kl. 15-18. Norður í
landi halda þau Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guðrún Ósk-
arsdóttir semballeikari tónleika í Húsavíkurkirkju í kvöld kl. 20:30, og
á morgun kl. 17 í Akureyrarkirkju. Fyrir þá sem hvorki eru gefnir fyrir
jass eða klassík þá halda Stuðmenn áfram för sinni um landið, nýja
platan þeirra mun glymja á miðnæturtónleikum sveitarinnar í Ýdölum í
kvöld og í Sjallanum í höfuðstað Norðurlands annað kvöld. Á Austur-
landi skemmtir Sálin hans Jóns míns, og í kvöld verða það Norðfirð-
ingar sem heyrt geta Sálina og séð í Egilsbúð.
ÚRSLITALEIKURINN i heimsmeistarakeppninni er á morgun, en
áður en leikur hefst er upplagt fyrir pabba bæjarins að rölta með
krakkana, og konuna jafnvel líka, á Þjóðminjasafnið og sjá hver áhrif
enskra voru hér á árum áður löngu fyrir daga ensku knattspyrnunnar.
Af Englum og Keltum nefnist sýning safnsins sem nú stendur yfir í
Bogasalnum. Húsdýragarðurinn er opin frá kl. 10 í dag, og þar geta
börnin kynnst selunum Kobba og Snorra, sem nýlega bættust í dýra-
hópinn í garðinum. Allan daginn verður eitthvað að gerast. Hreindýr og
hross verða teymd um svæðið, dýrum gefið og kýr mjólkaðar. Borgar-
börnin geta þannig kynnst sveitalífinu án þess að yfirgefa foreldrahús.
ÚTIVERA er holl og góð og bæði Ferðafélag íslands og Útivist bjóða
upp á ferðir á morgun. Þórsmerkurferð er á dagskrá Ferðafélagsins,
en Útivist býður upp á hjólreiðatúr um Hafravatn, og Þórsmerkur-
gönguna. Á morgun verður gengið frá Breiðabakkavaði.