Þjóðviljinn - 07.07.1990, Blaðsíða 2
Lýðrœði
Aðeins fyrir
meirihlutann
Minnihlutinn útilokaður frá nefndum og ráðum íReykjavík.
Afundi borgarstjórnar í fyrra-
dag hafnaði meirihluti Sjálf-
stæðisflokksins í borgarstjórn
alfarið beiðni minnihlutaflokk-
anna þess efnis að þeir fái áheyrn-
arfulltrúa með málfrelsi og tillö-
gurétt í nefndir og ráð borgarinn-
Náttúruverndarfélag Suðvest-
urlands ætlar dagana 7.-11.
júlí nk. að úthluta fjörureinum á
höfuðborgarsvæðinu til almenn-
ings ásamt spurningablöðum þar
sem skrásetja á upplýsingar um
ástand fjörunnar. Umhverfis-
verkefni þetta er skipulagt af
Sambandi íslenskra náttúruvern-
darfélaga og hefur yfirskriftina
„Fjaran mín“. Stefnt er að því að
fjörur um land allt verði skoðað-
ar á þennan hátt með aðstoð al-
mennings og hefur allri strand-
morgun.
ar. Samskonar ósk frá bæjarfullt-
rúa Alþýðubandalagsins hefur
ekki enn verið afgreidd í bæjar-
ráði og bæjarstjórn Hafnarfjarð-
ar.
Guðmundur Árni Stefánsson,
bæjarstjóri Alþýðuflokksins í
lengjunni verið skipt niður í 500
m. langar reinar.
Hverri rein fylgir kort og núm-
erað eyðublað sem fylla á út.
Veitt verður aðstoð við undir-
búning skoðunarferðanna. Verk-
efnin verða árstíðabundin, menn
vakta sína fjörurein einu sinni á
árstíð. Markmiðið er að afla upp-
lýsinga um ástand strandleng-
junnar en lítið er vitað um hvern-
ig umhorfs er á stórum svæðum,
hvorki hvað varðar mengun né
aðra þætti. Þessar upplýsingar
má síðan m.a. nýta við stjórnun
náttúru- og umhverfisverndar.
íslendingar tóku þátt í Fjöru-
skoðun Evrópuþjóða 1989 og
leiddi hún í ljós að sums staðar er
ástandið vægast sagt bágborið og
því ekki vanþörf á að fá nánari
vitneskju um strandlengjuna.
Skrásetning fyrir höfuðborgar-
svæðið fer fram í Náttúrufræði-
stofu Kópavogs 7.-11. júlí frá kl.
10 til 12 fyrir hádegi og 17 til 19
eftir hádegi.
Að lokinni fjöruskoðun Nátt-
úruverndarfélags Suðvestur-
lands, sem er eins konar forkönn-
un á hvernig verkefnið reynist í
framkvæmd, verður leitað eftir
áhugamönnum sem vilja sjá um
verkefnið í hverju sveitarfélagi.
-vd.
Hafnarfirði, sagði í samtali við
Þjóðviljann í gær að hann
reiknaði ekki með því að ósk Al-
þýðubandalagsins um áheyrnar-
fulltrúa í helstu nefndum og
ráðum bæjarins yrði tekin fyrir
fyrr en að afloicnu sumarleyfi
bæjarstjórnar í september í
haust.
Aðspurður um það hvort hér
væri ekki um sjálfsagt réttlætis-
mál að ræða, sagðist Guðmundur
Árni ekki ræða málið efnislega.
- Þetta verður að skoðast í sam-
hengi við önnur mál, sagði Guð-
mundur Árni.
Bjarni P. Magnússon flokks-
bróðir Guðmundar, sagði að sér
kæmi það spánskt fyrir sjónir ef
meirihlutinn í Hafnarfirði brygð-
ist eins við og Sjálfstæðismenn í
borgarstjórn. - Ef ég hefði verið í
meirhluta þá hefði ég ekki neitað
að verða við slíkri ósk, sagði
Bjarni.
Að sögn Bjarna P. Magnús-
sonar, varaborgarfulltrúa Nýs
vettvangs, kom það minnihluta-
fulltrúunum ekki á óvart að
meirihluti Sjálfstæðismanna
skyldi hafa brugðist svona við.
- Sjálfstæðismenn vísuðu ein-
faldlega til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri kjörinn með 60%
atkvæða og núverandi nefnda-
skipan endurspeglaði vilja kjós-
enda, sagði Bjarni.
- Það er nú einu sinni svo að
það eru mörg framboð sem skipa
minnihluta borgarstjórnar, sem
segir okkur að uppi eru mismun-
andi sjónarmið. Þessi ósk okkar
að fá áheyrnarfulltrúa í nefndir
og ráð borgarinnar er ekki tómur
hégómi eins og meirihlutinn vill
vera láta.
Staðreyndin er sú að aðeins í
undantekningartilfellum er
ákvörðunum nefnda breytt af
borgarstjórn. Þess vegna er mjög
mikilvægt að minnihlutinn eigi
fulltúra í nefndum til þess að geta
fylgst með umræðunni frá upp-
hafi en ekki bara á lokastigi eins
og nú er, sagði Bjarni.
-rk
Sól
Umhverfismál
Viltu taka
að þér fjöni?
Þótt þessi börn séu sennilega ekki á leið á Landsmót hestamanna, brugðu þau
sér á bak og riðu út í góða veðrinu í gær. Mynd: Jim Smart.
Landsmót hestamanna
Holskefla
gesta í dag
Otrúleg veðurblíða á Vindheimamelum.
Landsmót hestamanna á Vind-
heimamelum stendur nú sem
hæst og um 7000 gestir og kepp-
endur voru komnir á svæðið í
gær. Búist var við holskeflu gesta
I gærkvöldi og í dag. Að sögn
Ólafs Sveinssonar starfsmanns
mótsins gengur allt samkvæmt
áætlun og veðrið er sífellt að
batna. „Þetta fer að horfa til
vandræða, hitinn er kominn yfir
20 gráður,“ sagði Ólafur.
Nú er lokið við að dæma kyn-
bótahross og gæðingakeppni er
um það bil að ljúka. Kappreiðar
hófust seinnipartinn í gær og úr-
slit í þeim verða í dag. Einnig
verða í dag úrslit í keppni þar sem
hestamenn frá 13 þjóðlöndum
leiddu saman lánshesta.
í dag verður formleg setning
mótsins, en á morgun kemur
forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir og tekur þátt í hópreið sem
hestamannafélögin standa að.
Hún mun einnig gróðursetja tré í
sérstökum reit, Hóftungu.
Á svæðinu er kaupfélagið með
útibú, starfræktur banki, póstaf-
greiðsla og fleira. Mikil umferð
er um svæðið og á eftir að aukast
enn frekar. Olafur sagði að
reiknað hafði verið með 12-14
þúsund gestum og allt benti til
þess að það stæðist. Landsmótinu
lýkur á morgun. ns.
Sundlaugamar pakkfullar
Landsmótið
Úlfljótsvatni
Árbœjarsafn
Blessað
stríðið og
djassinn
Hernáms Breta og stríðsár-
anna er nú minnst í Arbæjarsafni
með sýningunni „og svo kom
blessað stríðið", þar sem greint er
frá þeim áhrifum sem stríðið
hafði í Reykjavík. í tilefni af sýn-
ingunni verður efnt til jasshátíðar
í DiIIonshúsi á morgun.
Á sýningunni um stríðið verða
munir og myndir frá stríðsárun-
um, og Hernámsfréttir gefnar út
af safninu. Það er sveit Tómasar
R. Einarssonar sem leikur í Dill-
onshúsi á morgun, og hefjast tón-
leikarnir kl. 15 og standa til kl.
18. Auk Tómasar leika þeir Sig-
urður Flosason, Kristján Magn-
ússon og Guðmundur R. Einars-
son. Þeir lofa góðri sveiflu, og
stríðsárajassi á tónleikunum í
timburhúsinu gamla á Árbæjar-
safni. be
Veðurguðirnir hafa aldeilis
leikið við landsmenn undan-
farna daga, sérstaklega á Suður-
og Vesturlandi. Sól og hiti upp á
hvern dag og íbúar höfuðborgar-
svæðisins hafa heldur betur nýtt
Vísitala báginda er mjög lág á
íslandi miðað við önnur lönd.
í OECD-löndunum er vísitala
báginda 11 stig að meðaltali en á
íslandi einungis 9 stig. í fyrra var
vísitala báginda hinsvegar 25 stig
á íslandi, þannig að bágindin
virðast á undanhaldi hér.
I Fréttabréfi um verðbréfavið-
skipti, sem gefið er út af Verð-
bréfaviðskiptum Samvinnubank-
ans, er gerður samanburður á
vísitölu báginda í nokkrum
löndum, en sú vísitala er summa
atvinnuleysis og verðbólgu.
Ef við lítum á ísland, þá var
sér það, því sundlaugar hafa ver-
ið pakkfullar og varla hægt að
snúa sér við í laugunum.
Að sögn Daníels Péturssonar
hjá Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði
hefur aðsóknin verið með ólík-
þessi vísitala 20 stig árið 1988, 25
stig árið 1989 en fer í 9 stig í ár.
Stuðst er við spár um verðbólgu
og atvinnuleysi á þessu ári frá
OECD og Þjóðhagsstofnun.
Mun meira jafnvægi virðist
vera á þessari vísitölu í öðrum
löndum en íslandi. Vísitala bág-
inda er langlægst í Sviss, af þeim
löndum sem borin eru saman í
Fréttabréfinu, eða 5 stig í ár.
Næstlægst er hún á íslandi og í
V-Þýskalandi 9 stig. í Bandaríkj-
unum og Noregi er hún 10 stig. í
Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð
12 stig. -Sáf
indum. f júní sóttu laugina 22
þúsund manns, en undanfarna
daga hafa verið allt upp í 1500
manns á dag, en á „venjulegum"
dögum koma u.þ.b. 500 manns.
Daníel sagði að í laugina kæmi
fólk á öllum aldri, en mest bæri á
mæðrum með börn sín sem eyða
deginum í lauginni. En Suður-
bæjarlaug er ekki bara sundlaug,
því þar er góð aðstaða til alls kyns
útivistar, s.s. hlaupabraut. Marg-
ir koma með nesti með sér og
njóta þessa útivistarsvæðis.
Hjá starfsfólki Laugardals-
laugarinnar fengust þær upplýs-
ingar að aðsóknin væri geysilega
mikil og rúmlega 2000 manns
koma þar á dag. „Það er svo
mikið að gera að maður kemst
varla á klósettið," sagði starfs-
maður Laugardalslaugarinnar.
Ekki var minna að gera í Vest-
urbæjarlauginni, því þegar Þjóð-
viljinn hringdi þangað svaraði
starfsmaður því til að hann hefði
bara ekki tíma til að tala í símann,
það væri svo mikið að gera!
ns.
Heimsóknar-
dagur
ídag
í dag verður heimsóknardagur
á Landsmót skáta að Úlfljót-
svatni. Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, verður meðal
gesta á mótinu. Mótinu verður
svo slitið á morgun kl. 11 árdegis.
Að sögn Sóleyjar Ægisdóttur,
sem er í kynningarnefnd mótsins,
er búist við að í dag verði á fjórða
þúsund manns á mótssvæðinu, en
um 1600 manns taka þátt í Lands-
mótinu.
í gærkvöldi var tívolí og sveita-
ball.
„Mótið hefur gengið mjög vel.
Allir eru kátir og hressir enda
veðrið .verið mjög gott,“ sagði
Sóley.
-Sáf
Vísitölur
Bágindi lítil á íslandi
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. júlí 1990