Þjóðviljinn - 07.07.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.07.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Alþýðubandalagið - framtíðin Ástráður Haraldsson skrifar íslensk vinstrihreyfing stendur á tímamótum. Margt af því sem við höfum áður hugsað, íslenskir vinstrimenn, á ekki lengur við. Margt af því er ekki lengur í sam- ræmi við þann veruleika sem við okkur blasir. Þetta hefur reyndar oft gerst áður en sjaldan hafa þó breytingarnar verið jafn róttækar og núna og aldrei verið jafn mikill skortur á sjálfsögðum og al- tækum lausnum eins og nú er. Alþýðubandalagið hefur sem flokkur haft mikla hæfileika til að bregðast við nýjum aðstæðum. Flokknum hefur fram að þessu auðnast að vinna í samræmi við þann veruleika sem hverju sinni hefur blasað við. Á hinn bóginn hafa að undanförnu verið nokkur teikn á lofti um það að í þetta sinn gæti flokkurinn átt á hættu að ná ekki að endurnýja sig og stefnu sína í samræmi við breytta heims- mynd. Þetta hefur stafað af því að innan flokksins hafa staðið hat- römm átök sem að nokkru leyti snúast um menn og að nokkru leyti um málefni. Margir hafa gælt við það að ef til vill sé hlut- verki flokksins í íslenskum stjórnmálum lokið og að tími sé til þess kominn að leggja flokkinn niður. Að mínu áliti er þessi hugsun að mörgu leyti alls ekki fráleit. Þannig tei ég að ef ekki tekst að koma flokknum gegnum þá hugmyndafræðilegu og skipu- lagslegu endurnýjun sem nú verður að gera þá kemur að því fyrr en varir að sögu Alþýðu- bandalagsins verður lokið. f íslenska pólitík vantar flokk sem getur tekið á þeim verkefn- um sem verða stærstu og brýn- ustu úrlausnarefnin í íslensku samfélagi á næstu árum. Þessi verkefni eru fjölmörg en þeirra stærst eru umhverfismái og að- lögun íslands að þeim breyting- um sem eru að verða í Evrópu. Það er hrollvekjandi til þess að hugsa að í báðum þessum mikil- vægu málaflokkum þá hefur þjóðin að undanförnu verið steinsofandi. í Evrópubandalags- málunum og þeim málum er varða evrópskt efnahagssvæði óttast ég að verið sé að vinna að vanhugsuðum samstarfssamning- um sem gætu átt eftir að h afa gríðarleg neikvæð áhrif á lífskjör á íslandi auk þess að stofna sjálf- stæði og sjálfsforræði þjóðarinn- ar í stórkostlega hættu. í um- hverfismálum er staðan sú að við búum við fullkomlega ófullnægj- andi löggjöf varðandi mengunar- varnir og ráðstafanir til að tryggja umhverfisöryggi atvinnurek- strar. Við höfum fram að þessu ekki gripið til neinna raunhæfra aðgerða til að stöðva þá gífurlegu umhverfismengun sem af okkur stafar. Við höfum talið okkur sjálfum trú um að landið sé hreint og óspjallað en það er því miður mikill misskilningur. Aðal ástæð- an fyrir því að við verðum þó ekki meira vör við mengunina sem af okkur stafar er sú að landið er strjálbýlt og við slíkar aðstæður eru mengunarvandamálin lengur að koma fram. íslendingar hafa brýna þörf fyrir stjórnmálaflokk sem tekur á þessum málum og slíkur flokkur mun verða til á íslandi innan mjög skamms tíma. Ég tel að Al- þýðubandalagið eigi að verða þessi flokkur og að innan hans sé að finna mjög margt af því fólki sem líklegast er til að geta unnið að þessum málum af heilindum og í samræmi við hagsmuni al- mennings á íslandi. Verði Al- þýðubandalagið ekki í stakk búið til að bregðast við þessu kalli tím- ans þá dæmir það sjálft sig úr leik og hefur engan tilverugrundvöll eða tilverurétt lengur. Um þessar mundir er verið að senda út á vegum flokksins til- lögur stefnuskrárnefndar um nýja stefnuskrá flokksins. Það er vonum seinna að eitthvað sé gert í því að endurnýja stefnuskrá flokksins. Það er nefnilega þann- ig að sú stefnuskrá sem flokkur- inn hefur búið við um skeið er ekki stefna flokksins og hefur í raun aldrei verið það. Ekki einu sinni daginn sem hún var sam- þykkt. Ekki á borði, ekki einu sinni í orði. Stefnuskrá flokksins endurspeglar ekki óskir flokks- manna um fyrirkomulag hlut- miðstjórnarmaður. Auðvitað er tilgangslaust að skipuleggja sig í stjórnmálaflokka ef engin leið er að treysta því að flokkurinn standi við bakið á þeim ákvörð- unum sem teknar eru á réttum vettvangi samkvæmt lögum flokksins sjálfs. Auðvitað verður flokkurinn að geta varið sig fyrir því að þeir sem starfa innan stofn- ana hans séu ekki jafnframt með- limir annarra flokka að ég tali nú ekki um forustumenn annarra flokka. Skipulagskreppa flokksins „Þriðja leiðin og sú sem ég er hér að mœla með ersú að flokksmenn fari í það að endurnýja alltskipulag og starfshœtti flokksins. Þar má ekkert vera undan skilið. “ anna í samfélaginu nema að litlu leyti og hefur aldrei gert það. Framtíð Alþyðu- bandalagsins? Sú tillaga um nýja stefnuskrá sem nú er verið að senda út fellur, að sumu leyti betur að veru- leikanum en hin fyrri en er samt að mínu áliti stórgölluð. Spyrja má; Hver er tilgangurinn með því að setja niður í stefnuskrá, sem tekur ár eða áratugi að koma fram breytingum á, stefnu sem getur orðið fullkomlega út í hött með því einu að aðstæðum ein- hvers staðar úti í heimi eða hér innanlands er breytt með einu pennastriki? Miklu skynsamlegri vinnubrögð er að hafa stefnuyfir- lýsingar í einstökum málaflokk- um sem hægt er að endurskoða oftar og með minna umstangi en stefnuskrá í því formi sem við nú þekkjum. Hugsanlegt væri að miðstjórn hefði heimild til að breyta þessum stefnuyfirlýsing- um. Hugsanlegt væri einnig að á vegum miðstjórnar eða innan miðstjórnar væru starfandi stefn- unefndir um einstök málasvið sem gætu veitt verkmönnum okk- ar í sveitarstjórnum, á Aiþingi eða í ríkisstjórn aðhald og aðstoð í einstökum málum. Okkur dugar alveg að hafa ein- hvers konar stofnyfirlýsingu sem tilgreinir hlutverk flokksins al- mennt og vítt og sem er helst ekki nema svona eins og ein blaðsíða eða tvær. Það er miklu betra heldur en að hafa yfir sér stefnu- skrá sem við erum ekki einu sinni sammála um og sem hefur lítil tengsl við veruleikann og hefur kannski aldrei haft. Það er óskynsamlegt og óheiðarlegt að gefa sig út fyrir að vera annað en maður er. Starfhæfur stjórnmála- flokkur verður aldrei byggður á slíkum grundvelli. Skipulag Alþýðu- bandalagsins Vandi Alþýðubandalagsins er margþættur. Einn vandinn er sá að skipulag flokksins eins og það er nú gengur ekki upp. í raun er skipulag flokksins hlægileg vit- leysa. Þannig getur það komið upp að saman sitji á miðstjórnar- fundum í flokknum bæjarfulltrú- ar eða þingmenn tveggja eða fleiri mismunandi stjórnmála- flokka, hver um sig sem fullgildur félagi í flokknum og réttkjörinn birtist líka í því að flokkurinn á afar erfitt með að þola ágreining. Komi upp verulegur ágreiningur um málefni eða menn þá leiðir það til þess að einstakir hópar innan flokksins þurfa að standa í stöðugum styrkleikaæfingum sem krefjast allrar starfsorku stórs hluta félaganna sem eru þá uppteknir við það að berja hver á öðrum og tryggja stöðu sína innan flokksins. Skýrast hefur þetta komið fram í Reykjavík og sumir halda að vandamálið sé einangrað við Reykjavík. Þetta er ekki rétt, því að þessi sami vandi getur komið upp annars staðar á landinu líka. Sumir telja að lausnin á málinu sé sú að stofna kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsfélaganna í Reykjavík. Það er mín skoðun að það sé í raun engin lausn á vanda flokks- ins hvorki í Reykjavík né á lands- vísu. Það að stofna til kjördæmis- ráðs Alþýðubandaiagsfélaganna í Reykjavík án þess að gera neinar aðrar breytingar á skipu- lagi flokksins leysir engan vanda. Forsenda þess að kjördæmisráð geti starfað á eðlilegan hátt er að þau félög sem að slíku ráði standa, séu fullgild hvert um sig og að á milli þeirra sé skipulags- legt jafnræði. Eins og ástandið er í dag, er þetta ekki raunin með þau félög sem eru starfandi innan Alþýðu- bandalagsins í þessu kjördæmi sem heitir Reykjavík. Kjördæmisráð Alþýðubandalags- félaganna í Reykjavík Ef starfandi væri að óbreyttum flokkslögum kjördæmisráð Al- þýðubandalagsfélaganna í Reykjavík, þá gæti ég sem best komið mér þannig fyrir að ég gæti kosið fulltrúa í kjördæmisráðið í öllum þremur félögunum sem starfandi eru innan flokksins hér í Reykjavík. Að vísu gæti ég aldrei sjálfur orðið fulltrúi í kjördæmis- ráðinu fyrir nema eitt af þessum félögum, en ég gæti hins vegar beitt atkvæði mínu til að hafa áhrif á val annarra fulltrúa, innan allra félaganna. Með þessu móti myndu styrkleikaæfingarnar halda áfram, kraftadellan væri enn við lýði og innanflokks- barsmíðarnar yrðu áfram aðal- starf margra félaga minna. Ég vil stofna til kjördæmisráðs Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík, en það vil ég gera Laugardagur 7. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 með því að breyta skipulagi flokksins á þann veg að hver ein- staklingur geti hér í Reykjavík eins og ástandið er nú alls staðar annars staðar á landinu, aðeins verið í atkvæðisrétti í einu félagi innan kjördæmisráðs en ekki öllum. Hver um sig væri fullgildur félagi í aðeins einu af félögum flokksins en gæti svo etv. átt aukaaðild að öðrum félögum eða þá þannig að allir flokks- menn ættu rétt á fundarsetu með tillögurétti í öllum Alþýðubanda- lagsfélögum. Þá væri hægt að hugsa sér að til yrðu miklu fleiri félög innan flokksins hér í Reykjavík. ÖIl væru jafngild. Öll ættu aðild að kjördæmisráði. Enginn gæti kos- ið, til kjördæmisráðs eða annarra stofnana flokksins, nema á einum stað. Með þessu móti gætum við hætt styrkleikaæfingunum. Flokkurinn gæti þolað mismun- andi skoðanir betur en nú. Al- þýðubandalagið gæti þá orðið á ný það kosningabandalag sem það átti kannski alltaf að vera, meðfram því að vera starfhæfur stjórnmálaflokkur sem við getum notað til að fást við framtíðar- verkefnin í íslenskum stjórnmálum. Margra kosta völ Flokksmenn Alþýðubanda- lagsins geta valið á milli nokkra mismunandi leiða þegar þeir gera upp við sig hvert halda á með flokkinn þaðan sem hann er staddur núna. Ein leiðin er að gera ekki neitt. Þá leið hafa sumir valið. Fyrir það fólk er rökrétt að stofnanir flokksins hætti að koma saman. Flokksmenn hætti að tala um að einhver vandi sé á höndum. Verkmenn flokksins taki aðeins því sem að höndum ber og leysi úr málum eftir bestu getu. Áð mínu mati leiðir þetta beint til þess að flokkurinn verði afvelta og sjálfdauður því þar með er eina markmið hans í lífinu orðið það að halda völdum. Valdanna sjálfra vegna. Verkmenn flokks- ins verða þar með orðnir að land- lausum lukkuriddurum og tæki- færissinnum, eins og allt stefnir reyndar í. Önnur leið er að leysa flokkinn upp. Leggja hann einfaldlega niður. í því má segja að felist snyrtilegri útgáfa af þeirri leið sem var nefnd hér að framan. Með því er þó að minnsta kosti verið að taka á málunum með ábyrgum og myndugum hætti. Þriðja leiðin, og sú sem ég er hér að mæla með, er sú að flokks- menn fari í það að endurnýja allt skipulag og starfshætti flokksins. Þar má ekkert vera undan skilið. Þar mega ekki vera nein heilög vé. Þar þarf að fara í algjöra end- urnýjun með samanlagðri skyn- semi okkar allra. Endumýjun sem væri unnin með flokkslegum hætti og þar sem allir flokksfélag- arnir gættu flokkslegra vinnu- bragða. Tilgangurinn? Sá að skapa nýjan flokk, nýtt verkfæri sem raunverulega getur komið að gagni við að koma í framkvæmd þeim grundvallarhugsjónum sem við eigum sameiginlegar. Og þá varðar mig ekkert um það hvað sá flokkur heitir. Ástráður Haraldsson er lögfræð- ingur og varaformaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. * ..... ' Útboð Djúpvegur um Kálfanesflóa í Steingrímsfirði Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd kafla 1,5 km, bergskeringar 1.250 rúmmetrar, fyllingar 16.000 rúmmetrar og neðra burðarlag 7.300 rúmmetrar. Verki skal lokið 15. nóvember 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 23. júlí 1990. Vegamálastjóri J Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39- 108 Reykjavík - Sími 678 500 Forstöðumaður í útideild Laus er staða forstöðumanns útideildar. Um er að ræða fullt starf, sem felst í daglegri stjórnun og skipulagningu deildarinnar. Við leitum að starfsmanni með menntun á sviði félagsráðgjafar, félags-, uppeldis- eða sálar- fræði og með reynslu af málefnum unglinga. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 678500. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39 á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.