Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 9
VIÐHORF Harmsaga bótaþega Kjartan Stefánsson skrifar Pað hvílir þungt á mér sem og öðrum stjórnleysið og ofeldis- bragurinn sem einkennir það stjórnunarskipulag sem ríkir í hinum ýmsu þáttum félagsmála í þessu landi voru. Ég flokka vitaskuld trygginga- mál undir félagsmál. Það er íhaldslykt af öllu því sem ein- kennir meðferð bótamála, sem landsmenn þurfa á að halda, og það er sannarlega sama þrælkun- arframkvæmdin í tryggingamál- um og hef ég ekki farið varhluta af því. Skipulagið sem vaxið hefur eins og ófreskja í meðhöndlun hægrimanna virkar þannig, að sá sem lendir í því óhappi, að verða öryrki, mætir stórum vegg vanda- mála sem hann einn ókunnugur verður að klífa, svo að hann geti komist að í tryggingakerfinu. Hann þarf að gerast sendill fyrir kerfið og vinna þessi getur staðið yfir í vikur og oft lengur. Við- komandi verður að fara með alls kyns plögg sjálfur fyrir þræla- haldarana milli heimilis síns og Tryggingastofnunar ríkisins á Laugavegi og í stéttarfélög, þar sem ómögulegt er að fá að vita hvenær bætur munu verða greiddar. Skýringin er sú, að þar þarf tryggingasérfræðingur að endurmeta líkamstjónið og finna út hversu mikið maður skal fá, þó að læknar allmargir áður hafi úr- skurðað manninn óhæfan til vinnu og þar með gert félagið greiðsluskylt. Læknameðhönd- lun segir til um prósentuhæð við- komandi og punktainneign ein- staklinga er í tölvunni á kontórn- um. Fræðingurinn getur ekkert meira heldur en aðrir hafa gert á „Viðkomandi verður aðfara með alls kyns plögg sjálfur fyrir þrælahaldarana milli heimilis síns og Tryggingastofnunar ríkisins á Laugavegi og í stéttarfélög... “ undan og þarf enga tvo mánuði að segja já við mínum rétti eða annarra. Hans verksvið er tilbúið og valdalaust, gagnslaust, rétt- indalaust, því hann er ekki lækni- smenntaður og skoðar mig ekki. Svo kemur næsta félag, það FRETTIR Hvar skal nú snjórinn frá liðnum vetri ? Tíðarfar var lengst af fremur óhagstætt í fyrra, hiti undir meðallagi, víða metúrkoma og óvenju mikill snjór hélst langt fram eftir vori. Júní var fádæma sólarlítill vestanlands. Svo segir í ársyfirliti Veðursto- funnar um veðráttuna í fyrra. En nú er til hennar vitnað blátt áfram vegna þess, að þegar fátt gerist tíðinda á íslandi þá muna menn eftir því að veðurfar á landinu er alltaf umtalsvert. Við gætum líka vitnað í fræga uppákomu á frétta- stofu Ríkisútvarpsins í gamla daga, þegar kvöldfréttatíminn fór á þá leið, að þulur sagði held- ur en ekki ábúðarmikill: „Inn- lendar og erlendar fréttir hafa engar borist. Aftur á móti verður nú lesið imp úr ársskýrslu Búnað- arfélags lslands." En áfram með veðurfarið, með þennan snjó sem í fyrra féll og skáld hafa ort um. í skýrslunni er á það minnt að veturinn næstsíðasti hafi verið óhagstæð- ur, umhleypingar og snjóþyngsli mikil og hiti 1,1 stigi undir meðal- lagi. Vorið var úrkomusamt og snjóa leysti óvenju seint og hiti var þá 1,2 stigi undir meðallagi. Sumarið var víðast óhagstætt og júlí fádæma drungalegur suðvest- anlands. Hiti var yfir árið 0,7 stigi undir meðallagi. Sólsskinsstundir voru í Reykjavík um fimm prósentum færri en í meðalári. Úrkoma var mikil víðast hvar, jafnvel þreföld meðalúrkoma sumsstaðar. Það er mikið af himni yfir íslandi gæti þessi mynd heitið - hvort sem menn hallast að því að gera sér veðurfar að fréttaefni eða tilfinninga- reynslu (Ijósm. Kristinn). Af íslenskunámi spratt smásagnaúrval Islenskunemendur við Háskólann íHelsinki hafa ísamvinnu við kenn■ ara sinn, Erling Sigurðsson, þýtt og gefið út úrval íslenskra smásagna Bókin kemur út á sænsku og heitir „Sen dess har jag varit har hos er“ og dregur nafn af sam- nefndri sögu eftir Nínu Björk Árnadóttur. Aðrir höfundar sem sögur eiga í bókinni eru Álfrún Gunnlaugsdóttir, Böðvar Guð- mundsson, Einar Kárason, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson, Magnea Matthíasdótt- ir, Steinunn Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir, Sveinbjörn I. eftir samtímahöfunda Baldvinsson, Þórarinn Eldjárn og Vigdís Grímsdóttir. I formála segir Erlingur Sig- urðsson að þýðingarnar hafi til orðið í samvinnu hans við ne- mendur í íslensku við háskólann í Helsinki. Þetta starf hafi byrjað í formi venjulegra æfinga í tung- umálanámi, en smám saman hafi sú hugmynd þroskast, að gera úr öllu saman úrval nýrra íslenskra smásagna með útgáfu í huga. Þýðingarnar hafi sumpart verið unnar sem hópvinna, þátttakend- ur lásu þýðingar hvers annars og báru fram gagnrýni og ráð. Einn- ig hafa höfundarnir sjálfir farið yfir þýðingarnar, hver á sinni sögu og gefið holl ráð. _ Bókin er gefin út með styrk frá íslensk-finnska menningarsjóðn- um, Norðurlandaráði og Bók- menntakynningarsjóðnum ís- lenska. áb gengur álíka fyrir sig þar. Og ég verð að fara í milli með skatta- kort sérútbúið, sem kemur slys- um ekkert við og ekki heldur framtíð mannsins, sem nú er óvinnufær. Einstaklingurinn er hæddur og hrakinn með bréfmiða milli íhaldsbúlla í tilgangsleysi og sagt að fara hingað og fara þang- að alveg eins og Sjálfstæðismenn vinna. Reyndar er þetta fyrir- komulag ólöglegt, eftir að mað- urinn er óvinnufær orðinn, sár- þjáður og févana. Ég þurfti að bíða í 15 mánuði þar til ég fékk fyrsta partinn af mínum bótum greiddan. Það er verið að grínast með fólk, því að þegar ég fékk loks greitt aftur- virkt, var '/3 tekinn í skatt, og það af mér sem hafði verið á vergangi í 15 mánuði að bíða, orðinn alls- kuldugur og gat svo ekki greitt það sem lofað hafði verið og allir treystu á. „Þú þarft að gera þetta“, „þú þarf að fara þangað", var sagt við mig í sífellu og ég hökti í milli eins og námuþræll. „Svo ferð þú þangað og kemur aftur hingað“. Ég var nú byrjaður að malda í móinn, þegar ein daman spurði: „Ert þú ekki öryrki?" Ég varð ennþá meira furðu lostinn. „Já, þá átt þú að fara inn í sveinafélag, þeir eiga að fylla út fyrir okkur“, - „og þið fyrir þá“ greip ég fram í og tók eyðublaðið. Sjálfstæðisað- ferðin við að hanna sósíalkerfi er ekki sósíalkerfi. Þetta óféti er kapítalismi sem tekur óvinnufært fólk og neyðir það í vinnuþrælk- un. Þetta var ekki stofnað fyrr en eftir okkar framlag 1959. Komm- únistar eða vinstri sósíalistar vildu ekki fara þessa leiðina. Það má kannske minna menn á lög um vergang og almenn lög úr Helsinkisáttmála um afnám kúg- unar. Eins er það eftir að menn hafa verið endanlega skráðir, að ef þeir hreyfa sig til á landinu, skipta um íverustað, að þá fellur niður hluti bótanna, nema maður fari aftur að vinna fyrir trygging- arnar, svo að hægt sé að kaupa í matinn. Því gera þeir þetta ekki sjálfir, að gá að hlutunum; er þetta fólk ekki í vinnu til þess á héraðskont- órunum? Því á ég að sanna að ég sé fluttur eitthvað til á þessari eyju? Er ekki sama hvar ég er eða grær þetta kannske á vissum stöð- um, sem að mér amar í bakinu? Því á ég að eyða fé mínu í rútur frá Skagaströnd til Blönduóss með lögskráningu og flutningstil- kynningu? Hvaða Sjálfstæðis- fokk er þetta? Ég hef ekki til- kynnt sambúð, enda verður mað- urinn alltaf að greiða fyrir sig, hvar sem hann er. Hvort sem ein- hver annar er í húsinu eða ekki. Ég á mitt hús og hinu opinbera kemur ekkert yið hverjir eru í þvf. Ég þarf alltaf sama hitann, en þetta leggja þeir til grundvall- ar, að einhverjir aðrir kynnu að vera í nýja húsnæðinu með mér, þá eigi að skerða tekjutryggingu öryrkja. Þetta er algengt dæmi, því miður. Kjartan Stefánsson býr á Bjarma- landi, Skagaströnd. VEISTU ... að aftursætið fer jafnhratt og framsætið. SPENMJM BELTIN hvar sem við sitjum í bílnum. UMFERÐAR RÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík - Kosningahappdrætti 1990 - Dregið hefur verið í Kosningahappdrætti A.B.R.-1990. Vinningar og útdregin númer eru sem hér segir: Einkatölva að verðmæti kr. 100.000,-: Vinningsnúmer: 864 og 7882. Ferð með Flugleiðum að verðmæti kr. 100.000,-: Vinningsnúmer: 1082. Ferð með Samvinnuf.-Landsýn að verðmæti kr. 50.000,-: Vinningsnúmer: 2115 og 9752. Málverk frá Gallerí Borg að verðmæti kr. 50.000,-: Vinningsnúmer: 2528, 3851, 4459, 8374, 9900. Bækur að verðmæti kr. 10.000.-: Vinningsnúmer: 628,2162,2215,2264,2285,2319,3123,3315, 3726, 3746, 4341, 4457, 4473, 4817, 5134, 5400, 5705, 6177, 6297, 6334. Vinninga má vitja á skrifstofu Alþýðubandalagsins í Reykjavík Hverfisgötu 105, sími 17500. Alþýðubandalagið í Reykjavík Skrifstofa ABR verður lokuð frá 16. júlí til 16. ágúst vegna sumarfrís starfsmanns. A sama tíma verður hægt að hafa samband við formann ABR Sigurbjðrgu í síma 77305, yaraformann ABR Ástráð í síma 672307 og gjaldkera ABR Árna Þ&Ssíma 625046. - Stjóm ABR. Miðvikudagur 1. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.