Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 11
LESANDI VIKUNNAR l DAG Eg og Ingmar Bergman Hvað gerir þú þessa dagana? Nú stendur sem hæst undir- búningur að rokkhátíð sem hald- in verður í Fellahelli 11. ágúst næstkomandi þar sem fram koma tólf hljómsveitir. Sjö af þeim eru upprennandi sveitir en hinar fimm eru Langi Seli og skuggarn- ir, Risaeðlan, Sykurmolarnir, Júpiters og Megas með Hættu- legri hljómsveit. Dagurinn byrjar kl. 14 með fjölskylduhátíð og upp úr kl. 17 byrjar Rykkrokk eins og það er kallað og stendur til mið- nættis. Þessi rokkhátíð hefur ver- ið haldin annaðhvert ár hingað til, en í fyrra var ákveðið að hún yrði haldin árlega. Að undirbún- ingnum vinna u.þ.b. fimmtíu manns, bæði starfsfólk Fellahellis og unglingar sem sækja félags- miðstöðina. Er mikil aðsókn að Fellahelli? Á veturna koma 500 - 700 ung- lingar daglega, en það er færra á sumrin. Allmargir fara úr bænum yfir sumarið, sumum finnast þeir orðnir of gamlir og ýmislegt fleira kemur til. Reyndar fara að sjást ný andlit á sumrin, en það eru krakkar sem ná þá táningsaldrin- um; aldurstakmarkið er sem sagt þrettán ár. Áttu einhverjar frístundir? Já, það á ég. Þeim eyði ég í að laga til, fara í fiskveiðitúra og horfa á fótbolta. Ég er slæmur í veiðimennskunni og kem iðulega tómhentur heim. En það er fínt, því þá þarf ég ekki að hafa sam- viskubit yfir slæmri meðferð á dýrum. Ég er líka óttalega veikur fyrir fótbolta og læt mig aldrei vanta á KR-völlinn. Þeir hafa staðið sig svo vel í sumar og gam- an að fylgjast með baráttunni. En hvað er svona gaman við að veiða? Það er helst útiveran, og að spá í ýmsar veiðiaðferðir, sjá hvernig veðrið hefur áhrif á veiðiskapinn og umgangast vini á skemmti- legan hátt. Hvað hefurðu séð merkilegt í sjónvarpi nýlega? Umfjöllun fréttastofu Ríkis- sjónvarpsins um verslunar- mannahelgina sem brestur á um helgina. Það er löngu tímabært að fjalla um skuggahliðar hennar áður en hún er haldin en ekki eftir á. Ég vona að foreldrar grípi umræðuna á lofti og ræði við krakkana áður en þeir leggja af stað. Ég er orðinn hundleiður á að heyra talað um hryllinginn eftirá, það er ekkert nýtt þetta sem skeður á útihátíðunum en það er alltaf látið eins og þessir atburðir hafi ekki átt sér stað áður. Hátíðirnar geta verið af hinu góða ef vel er að staðið. Þeir sem skipulegga hátíðirnar og standa að þeim ættu að reyna að hafa fólk á staðnum sem er vant að taka á þeim vandamálum sem koma upp. Er samvinna milla aðila nógu góð? Við hjá Fellahelli höfum t.d. lengi verið í góðu samstarfi við lögreglu en ég held að það sé frekar undantekning en regla. Það hlýtur að vera hagsmunamál t.d. fyrir lögregluria að vera í nánu samstarfi við þessa hópa, en svo virðist sem þar megi gera átak. Ég nefni sem dæmi Kvennaathvarfið og Stígamót. Þær konur sem þar hafa unnið ótrúlegt starf eru ekki alls kostar ánægðar með samvinnu við lög- reglu. Þessir tveir hópar eru það merkilegasta sem hefur gerst á þessu sviði um árabil en fáir mæta eins litlum skilningi og þeir. Það eru aðrir hópar sem vinna að rétt- indamálum ýmisskonar á íslandi og eru augsýnilega miklu virkari og sterkari en samsvarandi hópar á vegum ríkis og bæjarfélaga. En því miður mæta hóparnir litlum sem engum skilningi yfirvalda. Almenningur virðist heldur ekki reyna að skilja starf svona hrey- finga heldur fordæma þær undir- eins. Finnst þér Dallas skemmtilegt? Já, mér finnst mjög gaman að horfa á Dallas. Það finnst Ingmar Bergman líka og fleirum. Af hverju? Ég hef alltaf haft gaman af að horfa á fáránlegt leikhús. f Dallas fer saman slæmur leikur, lélegt handrit og óhemju léleg úr- vinnsla á öllu saman. Þetta er að mínu skapi. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Sérhlífni, ég vil vera laus við hana. Maður á ekki að vera sér- hlífinn, maður á aldrei að fresta neinu, heldur takast á við verk- efnin tafarlaust. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Það er tvímælalaust hug- myndaflugið. Fólk sér aldrei í fljótu bragði ljósu punktana við hugmyndir mínar. Þær eru yfir- leitt svo þróaðar þegar ég ber þær fram að aðrir sjá alls ekki grunn- inn sem þær eru byggðar á. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fuglakjöt, sérstaklega sjó- fuglakjöt. Áttu þér uppáhaldsbarnabók? Já, það á ég og hún heitir Láki jarðálfur. Það fer að vaxa á hann skott af því að hann er óþekkur, og skottið stækkar alltaf því hann heldur áfram að vera óþekkur. En einn góðan veðurdag verður hann náttúrlega góður og þá er ekkert skott lengur. Hann Láki afi minn sem ég hélt mikið upp á, hann gaf mér þessa bók. Hvers minnistu helst úr Biblí- unni? Það er einkum tvennt sem löngum hefur heillað mig. í fyrsta lagi snilldarlegt ráð Jesús til verndar Marfu Magdalenu; Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Þar hittir hann beint á mannlegt eðli. Ég held að þetta sé diplómatískasta setning sem ég hef heyrt. Það getur enginn við- urkennt að hann sé syndlaus, en ef einhverjum dettur í hug að halda því fram, þá er hann þar með orðin syndugur. Það er ljótt að ljúga. Svo er það Opinberun- arbókin; engin skáldsaga nær því flugi sem hún nær. Ég las hana aftur nýlega og hún er aldeilis mögnuð lesning. I hvaða íslensku dagblaði eru fyrirsagnirnar bestar? Þar skipar Tíminn heiðurssæti, það er ekki spurning. Hvers á ég að spyrja þig að lok- um? Hvað ég vilji segja við íþrótta- hreyfinguna? Hver er boðskapur þinn til íþróttahreyfingarinnar? Mig hefur alltaf langað til að biðja þá blessaða að hætta að öf- undast og fara að endurskipu- leggja sig. Maður er orðinn svo langleiður á að heyra þá kenna öðrum um eigin mistök. Þeir ættu að nota tækifærið og líta gagnrýnum augum á störf sín og sjá hvað mætti betur fara. Við sem vinnum að félagsstarfi ung- linga höfum margsinnis lent í því að íþróttahreyfingin reynir að setja sig á móti okkur sem væru þetta óskildir hlutir. Hagsmunir okkar eru nákvæmlega þeir sömu þeir hljóta að fara að skilja það. Guðrún ÞJOÐVIUINN FYRIR 50 ÁRÖM Her kommúnista er við borgarm- úra Pekingborgar, en hann hefur sótt mjög á í Norður-Kína að undanförnu og sigrað innrásarher Japana hvað eftir annað. Síldarframleiðslan aðeins 40.000 tunnur. Mikið magn af saltaðri síld ertil í landinu. Ríkis- stjórnin hefur aðeins fallist á að tryggja sölu 40 þús. tunna. Hve smánarlegt þetta er, verður Ijóst þegar þess er gætt, að meðal síldarsöltun er 200-300 þús. tunnuráári, og vissaerfyrirþví að hægt er að selja um 50 þús. tunnurtil Ameríku einnar. 1. ágúst miðvikudagur, 213. dagur ársins í 16. viku sumars - bandadagur. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.33- sólarlag kl. 22.33. VIÐBURÐIR Fæddur Baldvin Einarsson 1801. - Látinn Jón Espólín sýslumaður 1836. - Þjóðhátíðardagur Sviss. UppþothefjastíVarsjá 1944. Fullkomið frelsi til að f ramleiða og selja síld er eina leiðin út úr öngþveitinu eins og nú standa sakir. DAGBÓK APÓTEK Reykjavfk: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 27. júlí til 2. ágúst er i Garðs Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á íridögum). Síöarr.efnda apó- tekið er opið á kvöldin kl. Í8 61 22 viria daga og á laugardögum kl. 9 6122 sam- hliða hinu fyrmefnda. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra kl. 16 6117 alla daga. SL Jósefs- spitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 6116 og 19 6119:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 156116og 18:30 6119. Sjukra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 6116 og 19 6119:30. Sjúkrahúsiö Húsavik: Alla daga kl. 15 6I 16 og 19:30 6120. LÖGGAN Reykjavík Kópavogur. w 1 11 66 «4 12 00 tt 1 84 55 tr 5 11 66 tr 5 11 66 Akureyri «232 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavík « 1 11 00 KÓDavoaur. tr 1 11 00 tr 1 11 00 Hafnartjöröur. Garðabær. W 5 11 00 « 511 00 Akuneyri « 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamar- nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg- ingar og tímapantanir i n 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar (símsvara 18888. Borgarspítal- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 6117 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki 6I hans. Landspitalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn, -b 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan, b 53722. Næturvaktlækna, « 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt, b 656066, upplýsingar um vakfiækna, tr 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni, = 22311, hjá Akureyrar Apóteki, b 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá kl 17 6I 8 985-23221 (farsími). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar í " 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, b 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartíman Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 fll 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarheimili Reykjavikur v/Eiriksgötu: Almennurtími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldrunariækningadeiid Land- spitalans, Hátúni 10B: Álla daga kl. 14 6I 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 6119:30. Heilsuvemdar- stöðln við Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 fll 16 og 18:30 fll 19. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargöhi 35, « 622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum Id. 21 til 23. Símsvari á öðrum tímum. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum, n 687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt i slma 11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagiö, Álandi 13: Opiö virka daga frá kl. 8 fil 17,« 688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra í Skógartrlið 8 á fimmtudögum kl. 17 6119. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra í« 91-2240 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: « 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars sim- svari. Samtök um kvennaathvarf:« 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem berttar hafa verið ofbeldi eða orðið fýrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpa, Vesturgötu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 6I 22, fimmtu- daga kl. 13:30 fil 15:30 og kl. 20 fil 22, ■" 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðiö hafa fyrir siflaspellum: « 21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspeílsmál: b 21260 alla virka daga kl. 13 6117. StigamóL miðstöð fyrir konur og böm sem oröið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, rr 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: b 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I tr 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: BilanavakL tt 652936. GENGIÐ 27. júlí 1990 kl. 9.15 KAUP SALA rOLLGENGI Dollar .. 58.250 58.410 59.760 Pund ..105.852 106.143 103.696 Kan.dollar.... .. 50.477 50.615 51.022 Dönsk kr .. 9.4294 9.4553 9.4266 Norskkr .. 9.3096 9.3351 9.3171 Sansk kr .. 9.8562 9.8832 9.8932 Fi.mark .. 15.2988 15.3408 15.2468 Fra.franki.... .. 10.7072 10.7366 10.6886 Bolg.frank.... .. 1.7432 1.7480 1.7481 Sviss.franki.. .. 42.3790 42.4955 42.3589 Holl.gyllini... .. 31.8419 31.9294 31.9060 V-þ.martt .. 35.8881 35.9867 35.9232 tt.lira .. 0.04903 0.04916 0.04892 Aust.sch .. 5.1014 5.1154 5.1079 Port.escudo.. .. 0.4088 0.4099 0.4079 Spá.peseti.... ,.. 0.5844 0.5860 0.5839 Jap.yen ... 0.38627 0.38733 I 0.38839 írsktpund ... 96.249 96.514 96.276 SDR ... 78.5181 78.7338 74.0456 ECU ... 74.3707 74.5750 73.6932 KROSSGÁTA Lárétt: 1 röng4ævi- skeið 5 upphaf 7 yfir- höfn9fugla12verk- takafyrirtæki 14blástur 15 hlýju 16bátar19 nagli20ákafi21 velta Lóðrétt:2skjót3 gróður 4 hyggja 5 ætt 7 óhreint 8 hljóðskraf 10 vanstillta 11 svaraði13 hljóm 17 heiður 18 ótta. Lausnásíðustu krossgátu Lárétt: 1 stíl 4 eitt 6 enn 7þras9daun 12nakin 14öld15gát16læður 19gáir20nauð21 talir Lóðrétt: 2 tár 3 lesa 4 endi 5 tíu 7 þröngu 8 andlit10angrar11 not- aði 13kóð 17æra 18 Uni Miðvikudagur 1. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.